This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 13 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.07.2011 at 19:11 #219701
Góðan og blessaðan.
Hvar er best að aka yfir Múlakvísl?
Er það nokkuð mál fyrir alvöru fjallajeppa?Þyrftu helst að skreppa austur fljótlega og vil helst bruna þarna beint yfir.
kv.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.07.2011 at 19:33 #733395
http://www.ruv.is/frett/fylgdu-jeppa-yf … sl-med-ytu
Ég hef farið hana vestan við Hafursey alveg þokkalega í nokkrum álum. Þá fer maður vegin inn að Þakgili þar til maður maður kemur að aurunum. Miðað við hvað vegagerðin ætlar að vera lengi að redda ræsi eða brú, þá er eina vitið að finna sér vað.
Góðar stundir
10.07.2011 at 19:40 #733397Væri ekki ráð hjá okkur að renna þarna austur og finna bara gott vað yfir helv. sprænuna og stika ef aðrir ætla ekki að gera það.
Jeppa eign er það almenn og flest allir þeir sem eru að flytja fólk og vörur eru á það stórum bílum að þeir ættu að geta bruna yfir svona læki.
Er reyndar voða hræddur um að forsjáraðilar setji sig reyndar fljótt upp á móti svona ferðamáta og finni því flest til foráttu og telji það gríðarlega hættulegt.
kv.
Atli E.
10.07.2011 at 19:44 #73339910.07.2011 at 21:09 #733401Þessu tengt.
Skil nú ekki alveg þessa móðursýki. Ferðaþjónustan er einn daginn einn aðal stólpi íslensks atvinnulífs, veltir mörg hundruðum milljörðum, að eigin sögn. Næsta dag er hún að fara á hausinn og það allt út af einni brú! Er bókhaldið ekki lagi? Ekki heil brú í þessum málflutningi.
Atvinnugrein sem hvað síst er þekkt fyrir að borga skatta og skyldur vill nú að almenningur borgi brúarsmíð á heimsmettíma sennilega fyrir heimsmet í kostnaði. Nógu dýrt verður þetta samt.
Það er hins vegar allt annað mál hvort menn noti ekki tækifærið og göslist þarna yfir. Kannski hægt að búa til smá ævintýri úr þessu. Muna svo að anda með nefinu og fara varlega.
Kv. Árni Alf.
10.07.2011 at 23:18 #733403Jæja Árni minn,
mig langar til að þakka þér svona almennt séð greinagóð svör og góðar greinar!
En heldurðu virkilega að þjóðin myndi lifa lengi á að þvo beljurassa og rýja rollur?
Það er nú einu sinni svo að ferðaþjónusta telst vera í þríðja sæti á eftir fiskútflutningi og stóriðju í gjaldeyrisöflun, -ef þá ekki í öðru sætinu. Helmingur tekna ferðaþjónustunnar kemur í júní-júlí-ágúst þannig að hætt er við að þetta hlaup komi við kaunin á ferðaþjónustufyrirtækjum vítt og breitt um landið. Er varla á hörmungarnar bætandi þarna sunnan lands eftir Eyjafjallajökulinn, auk þess sem talsvert var um afbókanir við Grímsvatnagosið.
Hvernig sem fer þá þarf að byggja nýja brú og það er hægt að lágmarka skaðann með því að spýta í lófana.
Árni bókhaldsbesserwisser Alferðsson fræðir kannski fávísan um hvaða atvinnugrein er þá þekkt fyrir að borga skatta og skyldur, fyrst að ferðaþjónustan er þekkt fyrir hið gagnstæða!Ingi óborganlegi
11.07.2011 at 10:49 #733405Ég vil benda á að yfirleitt eru rassar ekki þvegnir á beljum, enda almennt ekki þörf á því þar sem afturendinn er öðruvísi uppbyggður enn á mannskepnunni.
Hins vegar eru spenar og júgur á kúm ævinlega þvegin áður enn gengið er til mjalta.
Það er fullt af fólki sem lifir á því og ennþá fleiri sem lifa á mjólkinni sem kemur í kjölfar þess er þvegið hefur verið.kv.
Atli E.
Búfræðingur.
12.07.2011 at 14:59 #733407Fjör í Múlakvísl þessa stundina. Sýnir sig kannski hvað þessi jökulvötn geta verið mikil ólíkindatól. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að trukkurinn hafi lent í sandbleytu. Svo getur grafið undan bílum á merkilega stuttum tíma eftir að þeir stoppa.
Kv. Árni Besserwisser
12.07.2011 at 20:12 #733409Tek hattinn ofan fyrir Birni Sigurðssyni bílstjóra trukksins. Aðspurður í fréttum í gær hvort þetta gæti ekki verið hættulegt sagði hann; „Það aldrei hættulaust að keyra yfir ár sérstaklega jökulár“. Maður með báða fætur á jörðinni greinilega.
Nú reikna ég með að það sé 8 hjóla MAN sem settur verður í verkið. Auðvitað öflugri bíll en það má svo sem setja hvaða tæki sem er á kaf. Eini galli þessara bíla er hvað nefið nær langt fram fyrir hjól. Alltaf vont lendi maður í háum bakka. Engu að síður líklega það öflugasta sem í boði er.
Það vakti athygli mína að ég sá engan mann í flotgalla í þessum björgunaraðgerðum. Fyrir utan eigið öryggi þá þurfa menn að vera tilbúnir að fara á flot í ánni.
Hvað ef einhver eða einhverjir farþeganna hefðu farið í ána? Besta leiðin til að bjarga þeim er að fleygja sér á eftir þeim og þá helst í flotgalla. Einn maður ræður í mesta lagi við að sinna einum manni í þeim aðstæðum. Ekki það að líklega rekur menn fljótlega á grynningar en engu að síður þarf að ná til fólksins.
Fyrst menn ætla að halda þessu áfram þá er eins gott að hafa örygggismálin í lagi.
Kv. Árni Alf.
12.07.2011 at 20:23 #733411Ertu að leita þér að vinnu Árni ? Er þetta ekki svipað og að passa að fólk fari sér ekki að voða á skíðasvæði, nema núna er snjórinn í fljótandi formi, og líklega er þetta mikið skemmtilegra
Heyrði að gamli Ingólfs MANinn væri á leið austur. Sæmundur í Borgarnesi á hann núna og ég held að hann sé í alveg prýðilegu standi, og hann er auðvitað töluvert öflugri en þessi mjólkurkassi sem sat fastur, en valt ekki.
Góðar stundir
12.07.2011 at 22:16 #733413Ég held að þeir hljóti bara að hafa gleymt að setja í framdrifið áður enn lagt var í´ann eða þá að það hafi sprungið á rútunni á leiðinni.
kv.
13.07.2011 at 19:03 #733415Maður verður að hafa sig allan við að fylgjast með atburðum fyrir austan. Þetta er eins og sápuópera.
Nú virðist vera komið í ljós að þetta hefur verið meir og minna stjórnlaust þarna á svæðinu. Lögregla er fyrst að mæta á svæðið í dag. Fólk sem búið er að bíða í sólarhring án salernisaðstöðu er rekið úr einum ofurtrukknum upp í annan vegna verðsamkeppni. Og allt í beinni útsendingu.
Kannski ekki að furða að þarna hafi eitthvað farið úrskeiðis. Ef menn talast ekki við og hafa ekki samráð er ekki von á góðu. Vonum að þetta komist í öruggan og farsælli farveg.
Kannski bara dálítið íslenskt.
Algjört augnayndi á að horfa, 6×6 Ural og 8×8 Man trukkar að sulla í vatni að ógleymdri stöku dráttarvél.
Kv. Árni Alf.
14.07.2011 at 01:41 #733417
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
…talandi um dráttarvélar….er ekki langöflugast að burra þarna yfir á stórum traktorum með vagna aftaní? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að öflugustu björgunartæki sem hægt er að koma upp eru þessir 150 hestafla risatraktorar með ámoksturstækjum til að hífa í/moka/lyfta/færa.
Leikur einn að fara yfir svona á vel þyngdum 4×4 traktor.
15.07.2011 at 02:57 #733419Sæl öll
Var að koma úr vikuferð og hef engar myndir eða video séð frá Múlakvísl. Getið þið bent mér á eitthvað áhugavert???
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.