Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › MT 38*15,5
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 17 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.09.2007 at 18:38 #200817
Jæja nuna er ég með svona dekk og langar til að vita hvað menn eru að taka breiðar felgur fyrir þau
er á LC 90
Er buin að skoða leitina og finn ekki það sem ég er að leita af þar..
Endilega tjáið ykkur
mbk Guðni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.09.2007 at 20:04 #597418
Ég setti þessi dekk á 14 tommu felgur og finnst það koma ágætlega út. Menn mæltu með því að fara ekki á mjórri felgur, 14 tommur væru lágmark. Svo er bara að vera ófeiminn við að hleypa úr þeim, sú litla reynsla sem ég er kominn með af þeim er að þau fara að svínvirka og fljóta flott í 2 purndum, en kannski fyrsti túr ekki marktækur í þeim efnum.
Kv – Skúli
19.09.2007 at 21:14 #597420Heyrðu Skúli varstu að setja þetta undir Defender?
Hvernig eru þau að koma út?
Bælir hann dekkin nógu vel, þ.e. eru þau ekki of stíf?Hef heyrt að þau séu stíf, reyndar efnismeiri og þyngri en gengur og gerist. Betur "smíðaðri" en gengur og gerist um dekk.
Ferðaðist um hálendið soltið i sumar í fylgd Patrol sem var á 38" MT Baja. Og hann hafði svei mér þá varla nokkurt loft í…;o)
Alla vega er ég að spá í þessi MTZ en spurningin er hvor maður fær einhversstaðar 5 gata felgur í 14-15 tommu breidd..
Kv
Stc
20.09.2007 at 10:04 #597422Já þetta er undir Defender og er svosem ekki kominn með mikla reynslu af þeim ennþá þar sem þau fóru undir í fyrravor. Ég náði þó einum túr á Vatnajökul á þeim í margskonar færi. Það sem ég komst að þar var í fyrsta lagi að það er rétt þau eru svolítið stíf og allavega í þessum fyrsta túr fóru þau ekki að virka fyrr en í 2 pundum en þá líka virkuðu þau mjög vel. Hins vegar er það svosem líka þekkt með önnur dekk (Mudder og GH) að þau séu frekar stíf í fyrstu túrum og eiginleikarnir komi ekki almennilega í ljós fyrr en búið er að hleypa nokkrum sinnum vel úr. Sá líka ekki betur en að það sé í góðu lagi að keyra þau í 2 pundum þegar nóg er af snjó. Í öðru lagi þá gripu þau mjög vel. Maður þarf að taka mjúkt á í krapapyttum og slíku til að grafa sig ekki niður, en gott grip er að mínu mati meiri kostur en galli, bara vera meðvitaður um hættuna. Í þriðja lagi þá er talsvert þyngra að snúa þeim heldur en gömlu dekkjunum. Örugglega eðlilegt þar sem þau eru talsvert breiðari og stífari hliðar hafa líka áhrif á það. Ég sá greinilegan mun á eyðslu í þessum túr og túrum á gamla GroundHawk sem ég var áður á.
Í heildina er ég ánægður með þau og held þau henti ágætlega undir Defender. Hef heyrt fleiri Defender eigendur mjög ánægða, drífa alltaf mest og best, og það sem meira er þá hef ég heyrt Patroleiganda á 44 tommum segja þá rassskella sig á þessum dekkjum (eða hátt í það). Sumir hafa talað um hættu á að þau spóli inni í felgunum en ég hef ekki lent í því ennþá allavega, grunnaði sætið á felgunni nokkrar umferðir með ætigrunni og lét svo líma þau.
Með felgur þá veit ég ekki hvort hægt sé að fá þær einhvers staðar tilbúnar, þannig að annaðhvort þarftu að láta breikka fyrir þig felgur eða kaupa notaðar.
Kv – Skúli
20.09.2007 at 11:00 #597424Stv
20.09.2007 at 17:46 #597426Sláðu bara á þráðinn til að kíkja við, sími 894 2920.
Kv – Skúli
20.09.2007 at 18:37 #597428Já þannig að ég verð að fynna mér bara 14" felgur
á ekki einhver :D:D
mbk Guðni Bridde
20.09.2007 at 22:40 #597430Sælir
Fór 3 ferðir á jökul í fyrra á MT 38" ég keyri á pajero vigtar breittur 2.4 t. var með þau á 13" breiðum felgum og virkuðu fínt í 3 pundum. ætla samt að gera smá tilraun í vetur og er búinn að setja þau á 15" breiðar felgur plús smá lím því þau snerust örlítið á felgunni síðasta vetur, en er mjög sáttur við þessi dekk
Kv. Arnar
21.09.2007 at 00:27 #597432okey það er snilld gott að vita af því..
ætla að drífa mig að redda mér felgum
mbk Guðni Bridde
21.09.2007 at 08:14 #597434Sælir
Ég tók nú á svona dekki um daginn og það var mjög mjúkt í handgripum.. allavega mýkra heldur en nýr mödder.
Varðandi snúninginn á felgunum, þá er hægt að losna við hann mjög auðveldlega. Láta valsa felgurnar og þá minnkar hættan á affelgun líka mjög mjög mikið og dekkin hætta alveg að snúast.
Upplýsingar
[url=http://www.gjjarn.com:2if2q7ru][b:2if2q7ru]G.J. Járnsmíði[/b:2if2q7ru][/url:2if2q7ru]kv
Gunnar
21.09.2007 at 09:07 #597436Hvað kostar ca að láta valsa einn gang af stálfelgum?
mér fynst alltaf skrítið þegar mönnum þykir ekki ókostur við dekkjategund að það þurfi beadlock eða einhverjar æfingar til að þetta sé nothæft.
Maggi.
21.09.2007 at 09:12 #597438Samkvæmt heimasíðu GJJarn.com:
Verðlisti 7 apríl 2007Verðin eru með vrðisaukaskatti og miðast við staðgreiðslu
Felgur
Fjórar Nýjar 16 tommu stál felgur í hvaða breidd sem er, gráar 132.000 kr.
Fjórar Nýjar 15 tommu stál felgur í hvaða breidd sem er, gráar 126.000 kr.Breikkun á 4 stálfelgum í hvaða mál sem er með völsun á 8 köntum 70.000 kr.
Völsun á 4 felgum (8 köntum) 30.000 kr.
Völsun á 4 felgum öðru megin (4 kantar) 22.000 kr.
Ef felgur sem á að valsa eru með soðnum könntum þarf að slípa þá af. Að slípa af 8 kanta kostar. 4.000 kr. Félagar í F4x4 Fá 10% afslátt frá listaverði og vinnu við felgur.
21.09.2007 at 11:14 #597440Það er nú þannig í dag Magnús að flest allar dekkjategundir í dag eru farnar að spóla í óbreyttum felgum… Þannig er nú bara staðan á því í dag.
Nema kannski gamli mödder og GH. Eiginlega allar hinar tegundirnar eru farnar að spóla í felgum. Allavega er skrifað um þær flestar þannig hér á vefnum að þetta spóli allt meira og minna.
En það er aftur á móti allt annað mál með affelganir, ég er sjálfur með GH og er með valsaðar felgur bara til þess að vera nokkuð öruggur á því að affelga ekki. Verðið á þessu finnst mér vera lítið miðað við vesenið í kringum það að affelga í t.d. krapadrullu.
Guðmundur í GJ Járnsmíði er algjör snillingur í þessum málum og mér finnst ég vera öruggari á fjöllum með valsaðar felgur frekar en ekki.
kv
Gunni Vals
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.