This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Elvar Árni Lund 17 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég er í vandræðum með að tengja rofa inn á loflæsingar. Þetta er rofi frá Landvélum, stendur á honum mPm FloControl. Hann er „alltaf lokaður“, og á honum eru tveir stútar nr. 1 og 2. Mér var sagt að nr 1 ætti að vera tengdur við loftkút/dælu og nr 2 ætti að liggja að læsingu. Það eru tengi fyrir 3 víra, jörð merkt og svo nr. 1 og 2. Hef prófað alla möguleika og fæ ekki rofann til að opna sig. Á rofanum er svo útgangur fyrir mæli, geri ég ráð fyrir, og ef ég blæs lofti í útgang 2 kemur loft þar í gegn.
Er ekki einhver hér sem þekkir þetta dót og getur verið svo vænn/væn að leiðbeina mér?
You must be logged in to reply to this topic.