This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Eiður Ragnarsson 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Öll rök er varða umhverfi og þjóðhaginn eru góð og gild en eru ekki meginatriðið.
Í sjónvarpsfréttum fyrir nokkra var rætt við Geir Haarde fjármálaráðherra um málið. Þar talar hann um, í grófum dráttum, að þessar breytingar efli þjóðhaginn þarsem díselbílar eyði minna eldsneyti. Það er rétt.
Um tímasetninguna segir hann að þetta hafi staðið til lengi en að hagsmunasamtök hafi staðið í veginum.Ég leyfi mér að álykta sem svo að barist hafi verið fyrir hagsmunum olíufélaginna eða samtök tengd þeim sem hafa atvinnu af akstri. Einnig er mögulegt að landsbyggðarfólk hafi látið sér málið varða. Þó ríða tvö síðast nefndu samtökin ekki feitum hesti gangi þetta í gegn. Vöruverð á landsbyggðinni hækkar vegna þess að atvinnubílstjórar sleppa ekki við fastan skatt.
Nei það eru olíufélögin sem hafa haft einhver tök á þessu máli. Bera fyrir sig að þessar breytingar feli í sér mikin kostnað o.s.frv. Kommon! Það að þeir munu selja minna eldsneyti skiptir meira máli en breytingarnar.En af hverju er búið að ná lendingu um málið akkurat núna?
Getur verið að menn hafi náð sáttum einfaldlega með réttri útfærslu á díselgjaldinu? Að líterinn af dísel kosti bara litlu minna en bensínið…Í öðrum siðmenntuðum ríkum kostar líterinn af dísel það minna en bensínið að það virkilega hvetur fólk til að aka dísel. Ekki 5-10kr. minna einsog nú er lagt upp með.
Ég held að flestir séu fylgjandi díselgjaldinu sé líterinn á sanngjörnu verði.
Þeir sem eru í forsvari fyrir samtökum sem látta sér málið varða, einsog þessu ágæta félagi, ættu að hringja sig saman og skipuleggja mótmæli. Það verður gerast þannig. Tölvupóstur sem gengur á milli myndi smala saman góðum hóp af fólki.
Mótmælum!
-Hannes Bergmann.
You must be logged in to reply to this topic.