This topic contains 47 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.03.2005 at 18:37 #195671
Hverjir eru til i að mótmæla þungaskattsbreytingu? Ef það eru einhverjir til i það þá bara að taka sig saman og áhveða dag og eitthvað svoleis.
Kv: Oddur -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.03.2005 at 13:14 #518900
Sælir
Ef ég man rétt þá hefur heyrst opinberlega frá FÍB varðandi það ef verð á díeselolíu verður hærra en bensínverð.Í flestum (ef ekki öllum) löndum norður Evrópu er verð á diesel olíu um 85-90% af verði bensíns.
Það er opinber stefna í þessum löndum að hafa verðið á diesel lægra en á bensíni. Meðal annars vegna þess að innkaupsverð á diesel bílum er yfirleitt nokkru hærra en á bensínbílum og svo ráða umhverfissjónarmið því að diesel (fólks) bílar eyða minna eldsneyti og menga minna. Þá er verið að tala um nýjustu tækni í diesel vélum, en ekki gamla Hi-Luxinn minn sem skilur eftir sig blátt ský á öllum gatnamótum.Kveðja
Arnar
17.03.2005 at 13:21 #518902Annars legg ég til að það sé stofnaður nýr þráður um mótmæli gegn þessari vitleysu sem er fyrirhuguð og menn skrái sig bara með nafni og tilheyrandi þannig þræðirnir leysist ekki alltaf upp í þessar vitleysisrökræður og kommentum frá einhverjum stærðfræðingum sem eru að reikna þetta og hitt með vasatölvunni heima hjá sér og bensínbílakörlum sem flestir vilja þetta gjald á einhverra hluta vegna.
Kveðja,
Glanni
17.03.2005 at 13:26 #518904þetta vissi ég ekki, en er þá ekki tímabært að okkar öflugi klúbbur taki sig saman í andlitinu ræði við þessa "náunga" hjá FIB ef þeir eru að fara út og suður í þessu öllu saman, betra að leiðrétta áður en skaðin n er skeður, ég er nokkuð viss um að bæði 4×4 sem og FIB hefðu mikið gott af að standa saman, FIB býður upp á margt ágætt fyrir sína félaga, og það gerum við líka hér hjá 4×4, en eins og máltækið segir, "margar hendur vinna létt verk"
kv
js
17.03.2005 at 16:04 #518906Sælllir allir
Ég var í London í fyrra og þá sá ég að verð þar á olíu er kr 115 per litra
17.03.2005 at 18:23 #518908Þegar ég sendi bréfið á Geir Haarde sem sýnt er svar við hér að ofan, þá sendi ég cc á Runólf, framkvæmdastjóra hjá FÍB.
Hann svaraði mér, þakkaði fyrir og vildi nota spurninguna og svarið í FÍB-blaðið, þannig að einhvern áhuga hafa þeir nú á málinu.
Arnór
17.03.2005 at 20:44 #518910Það er ekkert auðvelt að fá þá til þess að breyta þessu.
Það er búið að samþykkja þessi lög og ef það á að breyta þeim þá verða þeir að leggja fram nýtt frumvarp.þannig að mótmælin verða að vera hávær en ekkert væl eins og íslendirgar eru vanir
Bjarni
17.03.2005 at 20:47 #518912Ef ég fæ díseltíkina hans pabba lánaða þá mæti ég
17.03.2005 at 21:30 #518914
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þeir eru manna harðastir í að mótmæla þegar kemur að eldsneytisverði. Þar eru mörg dæmi um að vörubílstjórar hafi lokað heilu hraðbrautunum dögum saman eða þangað til að hækkanir ganga til baka. Einnig hafa franskir bændur gert slíkt hið sama á traktorunum sínum. Mér finst að við ættum að taka þá til fyrirmyndar vegna þess að þeir hafa alltaf náð sínu fram með þessum aðferðum. Kominn tími til að við Íslendingar sýnum þessum alþingismönnum hverjir ráða!!!!
Kv
Gnúsi
17.03.2005 at 21:37 #518916Ef dísellinn verður dýrari en bensínið, þá er ég fluttur til USA eða kanada.
ég ætla ekki að þurfa að borga aukalega fyrir að búa hérna á klakanum takk fyrir
17.03.2005 at 22:05 #518918Það er að verða hálf hallærislegt að búa hérna á þessu fjandans okur skeri,túristar tíma varla að koma hingað og þeir sem koma þurfa að borga 10 dollara fyrir eina kollu af lager og svo að kaupa bensín eða olíu á okurprís eins og við landinn gerir,en borgar 45 kr fyrir lítrann í USA af bensíni sem er sama verð og við borgum fyrir dísel lítrann.
Ég held já að það sé kominn sá tími sem landinn ætti að berja hraustlega í borðið og mótmæla þannig að ráðamenn rekja þessar verðhækkanir aftur til 1980,en mér skildist að á þeim tíma hafi verð verið svipað og kaninn er að borga fyrir bensínið í dag.
Kannski ekki sambærilegt en allavega er ég kominn með meira en nóg af þessu bulli sem er rekið ofan í garninar á landanum ár hvert og fékk alveg nóg þegar tölur um verð á dísel lítrann gæti orðið yfir hundrað kallinn.Kannski maður fari bara að sækja um annað Ríkisfang vegna okurs olíu og bensín verðs hér á landi.
USA here I come.
17.03.2005 at 22:53 #518920
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
svo er kaninn að kvarta undan okri á olíu og bensíni hjá sér…er það bara ég, eða er hið lýðræðislega ísland kanski svolítið kommúnistalegt, bæði RUV og endalaust af gjöldum sem verið er að leggja á okkur
17.03.2005 at 23:10 #518922Er einhver sem sér fram á að þessi kerfisbreytingin gæti orðið hagstæð fyrir þá ?
Ég er búinn að vera að reyna að reikna mig fram í hagnað, eina leiðin sem ég sé (miðað við að verðið verði 102 kr./líter), er ef bíllin eyðir minna en 12 á hundraðið, og keyrir minna en 20 þús km á ári. (ég miðað alltaf við ódýrar leiðina af þeim tveimur sem nú eru í boði, þ.e. fastagjald er betra ef keyrt meira en 20þús á ári, en km-gjald annars.)
Þannig að þetta er greinilega bara hagstætt fyrir fólksbíla sem keyra bara innanbæjar…en gera samt ekki of mikið af því….!?
Jafnvel þó verðið verði 90 kr/líter, þá kemur maður bara út í hagnaði ef eyðslan er 15 á hundraðið eða minni, en það má samt ekki keyra yfir 20þús á ári.
….þetta er frekar lélegur díll !
Arnór
18.03.2005 at 11:33 #518924Sæll,
Enda er það markmiðið með þessum lögum að auka hlutfall pínulítilla díselbíla.
Og hverjir borga það? það erum við sem erum á stærri díselbílum,við erum látnir niðurgreiða kostaðinn fyrir jón útí bæ sem langar að fá sér "dísel-pusjó"
KV.
18.03.2005 at 11:53 #518926Ef þú og pusjó eigandinn borgið sama verð fyrir lítrann af olíu, hvernig ertu þá að niðurgreiða fyrir hann?
-haffi
18.03.2005 at 12:39 #518928Nú með því að hækka gjöldin á okkur sem ökum stærri bílum sem klárlega er verið að gera í skjóli einhverra "umhverfissjónarmiða", þá skapast grundvöllur fyrir því að reka lítinn pusjó.
í stað þess að bæta bara við einum þyngdarflokki í núverandi kerfi þá er málið leyst og allar þessar svokölluðu umhverfiskellingar geta ekið brosandi hringinn í kjörbúðina á pínulitla umhvrfisvæna díselpusjónum sínum.
18.03.2005 at 12:40 #518930Menn eru náttúrulega sárir að þurfa að borga "eðlilegt" verð fyrir olíuna og geta ekki lengur ekið "frítt" eftir 20 þús. kílómetra. Afhverju ætti ég sem bensínkall að borga meira til ríkisins en þeir sem keyra á díselbílum eins og er í raun í gamla kerfinu? Er einhver sanngirni í því? Með því að setja "skattinn" inn í olíuverðið þá sitja allir við sama borð eða því sem næst. Menn geta svo náð einhverjum sparnaði með eyðslugrennri bílum ef þeir vilja, hvort sem er bensín eða dísel. Og ekki koma svo með nein mengunarrök því það er uppi umræða um að banna umferð díselbíla í helstu stórborgum Evrópu vegna mengunar.
Ég er MJÖG hlynntur þessari breytingu og mótmæli þessum mótmælum.
Bjarni G.
18.03.2005 at 12:48 #518932svo er líka hægt að hafa bara ekkert gjald á dísel bílum se eru undir 900 kg þá værum orðin svo umhverfisvæn að það væri ekk einu sinni fyndið.
Annars er þetta orð "umhverfisvænt" svo ofnotað að það liggur við að það sé farið að hljóma eins og blótsyrði.
Kveðja,
Glanni
18.03.2005 at 12:50 #518934Er breytingin ekki í raun þannig að pusjó kallinn sem átti bensín bíl áður þarf ekki lengur að niðugreiða þá sem voru á fastagjaldinu í "gamla" kerfinu?
-haffi (á sparneytnum grútarbrennara
ps. Haaaarde gæti leyst þetta á mjög einfaldan hátt, lækkað olíugjaldið um 5-10 krónur, en ég geri mér ekkert allt of miklar vonir. Það er ekki eins og það sé ekki svigrúm til þess, var ekki verið að tala um að tekjur ríkisins hafi aukist um tugi milljarða á síðasta ári?
18.03.2005 at 13:04 #518936Þú ert þá sá fyrsti sem ég ég veit um sem er á þeirri skoðun að finnast eldsneytisverðið eðlilega hátt.
Mengunarrökin eru þau rök sem FIB og ríkið halda uppi í þessu máli.Ekki ég.
KV.
18.03.2005 at 13:23 #518938Í grundvallaratriðum er ég mjög hlynntur þessum breytingum því ég sé bara engin rök fyrir því að nota mismunandi aðferðir við skattheimtu á eldsneyti fyrir einkabifreiðar, hvort sem eldsneytið heitir dísel eða bensín. Það er hinsvegar auðvitað óþolandi ef fjármálaráðherra ætlar að nota tækifærið og skattleggja dísel umfram bensín. Væri ekki eðlilegast að það væri sömu gjöld á þessu. Sem sagt, í góðu lagi að mótmæla of hárri eða óréttlátri skattheimtu, en ég get ekki tekið undir mótmæli geng kerfisbreytingunni sem slíkri.
jsk
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.