This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Eftir að vera búinn að vera virkur neytandi í þessum samfélagi hefur ekki farið frammhjá neinum allar þessa hækkanir og blabla.
Síðasta dæmi var að ég þurfti að kaupa dekk, seljandinn er allavega búinn að hækka verðið 2 sinnum um ansi marga 5 þúsund kalla og síðasti gámur kom þegar allt gekk eins og í sögu. Sem er ekkert annað en hræsni en auðvitað eru allir að nota tækifærið og hækka meðan það er hægt,. Öll viljum við jú græða og það verður ekki gert nema svindla og græða á náunganum. Og er ekkert við þessu að gera.
Og að Ferðaklúbburinn 4×4 skuli hafa skrifað nafn sitt við mótmæli um of háar álögur á eldsneyti eða hverjar kröfurnar eru að mínu mati mestu mistök sem klúbburinn hefur gert. Jeppafólk á nú ekki það auðvelt uppdráttar. Annar hver íslendingur sem hefur ekki áhuga á þessari vitleysu vill koma okkur öllum í burtu. Og hvað gerir þetta annað en að kveikja undir þeim málstað. Að eitthvað hobbýfólk sé að væla undan eldsneytisverði sem það notar til að komast á fjöll og firnindi, menga og gera spólför útum allt.
Fólk er misskilið og fólk misskilur, ekkert búið að breytast við það. Þó að við tönglumst á einhevrju sem okkur þykir rétt er meirihlutinn sem hlustar að misskilja allt saman, bæði af því þau vilja misskilja og óafvitandi. Eina sem ég heyri þegar ég er að vinna einhversstaðar, hleyp út í búð eða sjoppu eða er að borða á veitingastað þá er verið að tala um mótmælin. Og síðan Ferðklaúbbinn og að þeir vilji eiga ísland og hálendið. Hvað hobbýkallar séu að rífa kjaft, að það séu bara vitleysingar í þessum að klúbb. Að mótmælin sem voru daginn eftir mótmælin sem Ferðaklúbburinn stóð fyrir var klúbburinn bendlaður við og ennþá meira rætt um að þetta væru bara vitleysingar og geta bara verið heima hjá sér. Fólk skilur bara hlutina eins og það vill. Þó að við segjumst vera tala fyrir almúgann, þó við segjumst vera berjast fyrir að einhverjar gufur séu að spóla utan vega, þótt við segjumst hitt og þetta þá er bara meirihlutinn sem er að hlusta bara ekkert að hlusta og ef hann er að hlusta þá er hann að misskjilja.
Að mínu mati hefði klúbburinn ekkert átt að skipta sér af þessum mótmælum.
Kv, Kristján
Ps, þetta er mínar skoðanir og mér er frjálst að hafa mínar skoðanir, þær þurfa ekki endilega að vera réttar eða endurspegla annara mann álit.
You must be logged in to reply to this topic.