This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldvin Zarioh 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Heil & sæl,
eins og heyrst hefur í fréttum í allan dag þá tóku nokkrir trukkabílstjórar sig til og lokuðu ártúnsbrekkunni.
Ég er nokkuð hissa yfir því að enginn hafi stofnað þráð um þetta framlag hér. Og þá sérstaklega í ljósi þeirra umræðu um mótmæli undanfarið sem engin niðurstaða virðist nást í.
Síðast þegar þetta var reynt með skipulögðum hætti og lögreglu og slökkviliði tilkynnt það í tíma var þetta drepið með hótunum lögreglu. Þess vegna hafa þeir væntanlega ákveðið að koma með smá ‘surprise’ í dag.
Ég skil í sjálfu sér áhyggjur sjúkraflutningamanna og lögreglu vegna þessa, en göturnar í henni Reykjavík eru nú almennt ekkert greiðfærar svona á álagstímum.
En persónulega er ég hrifinn af því að þessir ágætu menn skuli hafa gert eitthvað í málunum. Loksins koma einhverjir sem eru hættir að nenna að væla í sínu skúmaskoti og framkvæma! Núna vantar bara eftirfylgni. Hver eða hvaða hópur þorir næst?
Hvað finnst fólki um þetta?
You must be logged in to reply to this topic.