Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Mótmæli
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.07.2005 at 18:42 #196110
Jæja í fréttum Stöðvar 2 núna rétt áðan var sagt að atvinnubílstjórar ætla að loka gatnamótum Suðurland og Vesturlandvegar á annað hvort fimmtudag eða föstudag fyrir verslunarmannahelgi til að mótmæla háu díselolíuverði.
Þannig að nú spyr ég ætla einhverjir að taka þátt í þessu með þeim ??
ég myndi gera ef ég ætti bíl.
KV
Snorri Freyr -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.07.2005 at 22:24 #525122
síðasta ræðumanni. Jón Garðar þú skrifaðir pistilinn sem ég er búinn að vera með í kollinum í nokkurn tíma en nennti ekki að skrifa. Smá dæmi : foreldrar mínir eiga húsbíl sem eyðir um 12 l á hundraðið, miðað við gjaldheimtu er núna nálægt áttatíu krónum ódýrara að aka hverja 1oo km en þegar bíllinn var á mæli. Ég veit að þetta eru engar stórar tölur en þær eru þó allavegana réttu meginn.
Kveðja Gunnar Már
27.07.2005 at 23:36 #525124Fyrst nokkrir punktar til Jóns ofsa. Það er rétt að kjarabarátta hefur byggst á aðgerðum sem bitna á þriðja aðila enda er loksins að renna upp ljós fyrir mönnum að þær aðferðir virka ekki. Það sannaðist berlega í kennaraverkfallinu síðasta þegar hver vika sem kennarar sátu heima sparaði sveitarfélögum stórar fúlgur og fórnarlömbin höfðu ekki einu sinni kosningarétt. Það var því ekki nema von að verkfallið stæði lengi og margt sem bendir til þess að viðsemjendur kennara hafi gagngert reynt að draga það á langin eins og hægt er. Í þokkabót voru svo kjarabæturnar í skötulíki að venju. Eina ástæðan fyrir að menn nota verkföll ennþá er að menn kunna engar aðrar leiðir og svo virka þær hjá þeim stéttum sem geta látið aðgerðirnar bitna á stjórnvöldum. Svo ertu nú kominn langt út fyrir það sem orð mín gáfu tilefni til þegar þú talar um skæruhernað gegn einræðisstjórnum og frelsisheri, ég var aðeins að benda á ákveðna samsvörun með því þegar al-Qaeda raskar almenningssamgöngum í London með sprengjum og að raska almenningssamgöngum á Íslandi með því að loka vegum. En ítreka enn og aftur að með þessu er ég ekki að segja að atvinnubílstjórarnir séu terroristar, það skilur jú að hvort notaðar séu sprengjur við verkið eða einfaldlega trukkunum lagt fyrir veginn og á því er mikill stigsmunur. Eftir situr samt að báðar aðgerðir bitna á saklausum borgurum en ekki ráðamönnum. En enn og aftur, ég var ekki að segja að slíkar aðgerðir geti ekki skilað árangri og það má vel vera að lokanir á vegum hreyfi við einhverju. Kannski fá atvinnubílstjórar í gegn einhverjar sértækar aðgerðir, endurgreiðslu eða afslátt sem opnar holur fyrir einhverja til að misnota kerfið meðan aðrir búa áfram við skattpíninguna, er það ekki svolítið íslensk niðurstaða!
Ég tek undir með Helenu að það er vanmat að flautuaðgerðin hafi ekki skilað neinum árangri. En hélt einhver í alvöru að við fengjum 20 kr. lækkun á líterinn??? Því miður held ég að það sé sama hvaða aðferð við beitum, við náum ekki slíkum árangri. En til viðbótar við það sem Helena nefnir í árangri náðum við að vera fyrst til að vekja athygli á málinu svo eftir væri tekið, við vöktum þetta mál upp og komum í veg fyrir að hægt yrði að lauma þessu í gegn án þess að neinn tæki eftir. En eins og ég segi, þegar fram kom aðili sem gegnir því hlutverki að gæta hagsmuna bifreiðaeiganda og snýr út úr málinu, þá skaðaði það verulega árangur aðgerðarinnar.
Nóg að sinni – Skúli
27.07.2005 at 23:44 #525126Eins og ég segji í fyrsta póstinum á þessum þræði þá styð ég þessar aðgerðir heils hugar.
En hins vegar er ég kominn með betri hugmynd og er hún eitthvað á þessa leið.
Að fara með fulla trailera og sturta hlössum að skít í heimkeirslurnar hjá þessum ráðamönnum og lýsa því yfir svo um munar að við gefum skít á ráðamenn þessa lands og jafn vel að sturta fleiri en einu hlassi hjá Geir.
Þá verður engar tafir á umferð og ráðamenn átta sig þá á hvaða áliit við höfum á þeim.
Kv
Snorri Freyr
27.07.2005 at 23:55 #525128Sáuð þið framkvæmdastjóra FÍB í sjónvarpinu í kvöld? Málflutingurinn veri slíkur að það hefði mátt ætla að þar væri talsmaður fjármálaráðherra á ferð. Hann laug því meðal annarrs að skattlagning á bensín og dísel væri nú sambærileg, það er ekki rétt því skattur á dísel olíu er núna (með VSK) c.a. 5 krónum hærri en á bensín.
Mér finnst eðlilegt að kerfjast þess að skattur á bensín verði lækkaður, og að skatturinn á olíuna verði ekki hærri en á bensínið.-Einar
28.07.2005 at 01:37 #525130Góðan daginn,
ég heirði einu sinni sögu sem var á þessa leið !! Maður fékk sendar til sín bækur frá bóksölu og gíróseðil með en þetta voru bækur sem maðurinn hafði ekki pantað. Maðurinn hringir í félagið og segir sig ekki hafa pantað bækurnar en fær þau svör að hann geti komið og skilað bókunum aftur, en hann vill ekki una því segist ekki hafa pantað bækurnar og slíta þeir svo samtalinu. Líður og bíður maðurinn fær svo ítrekun og svo dráttarvexti og reynir margsinnis að hringja og leiðrétta sín mál en alltaf án árangurs. Bíðum svo við loks dettur manninum snallráð í hug. Hann hringir heim til forráðamans bóksölunnar og vill fá heimilisfang viðkomandi eða staðsetningu á vörubílshalssinu af SKÍT sem hann sé með "hvar hann eigi að sturta því ??"
Forráðamaður félagsins segist engan skít hafa pantað þetta hljóti að vera einhver misskilningur Já nei nei engan SKÍT !!
Maðurinn segir þetta vera þá alveg eins og með bækurnar hann hafi engar bækur pantað en samt átt að borga.
Hann heirði aldrei meir neitt í sambandi við bækurnar.
Mér datt þetta bara í hug þegar minst var á SKÍT !!
[b:2memwvx8]Nei er þetta bara ekki lausnin !! Að finna eitthvað sniðugt að gera !![/b:2memwvx8]
[b:2memwvx8][u:2memwvx8]Krókur á mót bragði.[/u:2memwvx8][/b:2memwvx8]Kveðja Hjörtur og JAKINN.
28.07.2005 at 09:12 #525132Ef menn ætla að mótmæla þá held ég að best sé að byrja hjá FIB. Þar skulu menn koma saman á næsta aðalfund, steypa stjórninni og reka framkvæmdastjórann. Það er kominn tími til að koma fram með alvöru talsmenn fyrir bíleigendur.
eie
28.07.2005 at 09:49 #525134Ég tók eftir því hvað þessi spjallsvæði voru orðin dauf, voða lítið skrifað.
Loksins kveiknaði aðeins í mönnum.
Mér finnst það ekkert verri hugmynd en hver önnur að sturta hlassi af skít á lóðirnar hjá ráðamönnum, og tveimur hjá Geir H. Haarde.
Kveðja,
Ingi Jensson.
28.07.2005 at 10:19 #525136Persónulega tel ég nú að skítahlass á planið hjá ráðamönnum sé nú álíka skynsamlegt og að grýta vörubíla við Kárahnjúka.
Með því eru menn bara að stimpla sig sem algjöra hálfvita, og það eina sem upp úr því hefst er að skaða málstaðinn.
kv
Rúnar.
28.07.2005 at 11:12 #525138en veit einhver hvort það eigi að verða úr þessum mótmælum atvinnubílstjóra eða var þetta bara eitthvað svona "í loftinu" ??
Kv.
Óskar Andri
28.07.2005 at 14:10 #525140Atvinnubílstjórar segjast ætla að halda sínu striki, sjá mbl.is
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr … id=1151208
Kv.
Óskar Andri
28.07.2005 at 20:32 #525142Eftir að hafa lesið þessa frétt á mbl http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr … id=1151277
Hafa þessir menn ekki stuðnig minn lengur.
Kveðja Lella
28.07.2005 at 20:42 #525144"I rest my case"
Meira hér: http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch= … ID=2213589
Ég vísu ekki búinn að sjá hugsanlega hættu af þessu.Kv – Skúli
28.07.2005 at 20:50 #525146eru þeir ekki að sjá fyrir að fólk verður pirrað og það skapast langar raðir sem bjóði uppá hættu við framúr akstur, það er allveg með ólíkindum að sjá stundum sénsana sem menn eru að taka við framúr akstur hvað þá þegar svona tafir með tilheyrandi pirringi á sér stað í upphafi ferðar.
En akið varlega um helgina sem og aðra daga og mundið það liggur ekki lífið á.
Kveðja Lella
29.07.2005 at 08:08 #525148Það er sérkennilegt hvernig áróðurinn gegn vörubílstjórum hefur þróast undanfarið. Þar virðast menn leggja töluver á sig til þess að reyna stoppa þessa aðgerðir. Verst þótti mér að hlusta á lögregluna. Þegar hún var að blanda sér í málið. Þar voru þeir hreinlega með hótanir og sögðust ætla að beita öllum þeim aðferðum sem væri á þeirra valdi eða hvernig sem þeir orðuðu þetta, þá var þetta hótun um Víkingasveitina, táragas og kylfur með meiru. Annað var ekki hægt að lesa út úr orðum Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns. Merkilegt ? lýðræðið og frelsið á íslandi.
Landsbjörg hefur einnig blandað sér í málið og hefur þeirra innblöndun í málið verið hvað barnalegust, illa ígrundað og heimskt innlegg frá þeim. Þar sem þeir halda því nánast fram að mótmælinn séu dauðagildra og vænta megi stórslysa. Þvílík vitleysa.
FÍB leggst auðvita á sveif með fjármálaráðherra og kemur svosem ekki á óvart eftir fyrri upphlaup á þeim bæ. Fulltrúi FÍB virðist ekki láta sannleikann þvælast fyrir sér heldur einsog Eik bendir á hér að ofan. Það fer að verða spurning fyrir hverja þeir séu fulltrúar, allavega eru þeir ornir góðir fulltrúar okur skatta á bifreiðaeigendur.
Punktar til Skúla. Nú þar sem þú er farinn að blanda kennurum inn í máli, þá er rétt að benda á að kennarar hafa sennilega ekki haft almenning með sé í jafn ríku mæli og margir aðrið starfshópar. Kemur þetta sennilega til af því, að kennarar hafa í gegnum tíðina átt löng frí um jól, páska og sumar. Og hefur því almenningi þótt þeir hafa haft ágætis laun miðað við vinnuframlag. Það er allavega mín skoðun. Við höfum haft fleiri slíka hópa og dettur mér þá helst í hug Mjólkurfræðinga og Flugumferðarstjóra.
Svo það hvort verkföll beri árangur eða ekki, og hvort þau séu í takt við tímann. Þá er það ljóst að fjárhagslega eru þau ekki góð fyrir þá sem standa í verkföllum og tekur oft mörg ár að vinna um fjárhagslegt tjón af völdum verkfalla fyrir þá sem í því lenda. En yfirleitt er þetta eina ráðið og ef ekki hefði komið til verkfalla í gegnum tíðina þá væru sennilega kjör hjá íslenskum verkalýð önnur í dag en þau eru. Og hefur íslenskur verkalýður fengið í gegn sín helstu baráttu mál í gegnum verkföll. Það er ekki svo langt síðan hægt var að láta starfsmenn vinna eins lengi og þurfa þótti. Með þessu pistli þínum má segja að þú sért að gera lítið úr verkalýðsbaráttu í gengum tíðina. Þú virðist trúa því að verkföll séu tímaskekkja. Þarna hefur þú látið áróðurinn um það að verkföll séu tímaskekkja haft áhrif á þig og hefur þú kok gleyp þann áróður hráan. Og fagna sennilega atvinnurekendur því, að fá slíkan bandamann.
Eiginlega fjalla þetta um það hvort menn megi berjast fyrir kjörum sínum eða ekki og það hvernig aðferðum skuli beitt og þá kemur ekki mikið til greina, þ.a.s mótmæli sem vekja athygli eða verkföll. Nú hefur það oft gerst að verkalýðsfélög og ýmis sambærileg félög hafa ekki staðið með sínum félögum.Ég lenti persónulega í einu slíku verkfalli þegar forustu menn félagsins sviku verkfallsmenn í miðjum slag. En í stuttu máli var það þannig að við vorum í löglega boðuðu beitningarverkfalli í Keflavík fyrir 20 árum síðan. Það sem gerðist í því verkfalli var að einn útgerðamaðurinn blekkti áhöfnina til þess að beita 80 bjóð og ætlaði síðan á sjóinn. Þegar hann var á leiðinni niður á bryggju með þessi bjóð þá kom hann við heima hjá sér til þess að fá sér kaffi. Á meðan hann var í kaffi mættum við með vörubíl og ljósmyndara Víkurfrétta og gerðum við bjóðin upptæk. Fórum við síðan með bjóðin og röðuðum þeim upp fyrir utan skrifstofu sjómannafélagsins í Keflavík. Við þetta varð fjandinn laus og mætti fjöldinn allur af útgerðarmönnum á staðinn til þess að hreyta í okkur ónotum. Þá var höfuð sjómanna félagsins mættur á staðinn og stóð með sínum mönnum. Þ.a.s okkur. Þegar hér var komið sögu ákvað lögreglan einnig að mæta svo þetta færi ekki úr böndunum. Við það að lögreglan mætti þá kom þvílíkur skrekkur í forustu mann okkar að hann tók á rás og hljóp heim ( hann hreinlega hljóp svo hræddur varð hann ) þegar hann sá lögregluna. Þessi fyrrverandi verkalýðs forustu maður stakk okkur sjómenn og beitningarmenn í bakið og klúðraði fyrir okkur samningum. Hann er nú einn að meiriháttar embættismönnum ríkisins.
Lykti þessa máls urðu þær að lögreglan stóð með okkur og farið var með þessi ólöglega beittu bjóð í frystigeymslu út í Garð þar sem þau voru læst inni og innsigli komið fyrir á lásnum. Bjóðin voru síðan afhent útgerðarmanninum eftir að verkfallið leystist 2 dögum síðar.Það sem ég er að reina að koma hér á framfæri er einfaldlega það, að verið er að reyna að koma hér upp einskonar 1984 ástandi. Bannað er að mótmæla og fara í verkfall. Heldur eiga menn að senda bréf til viðkomandi ráðamanna og koma þannig á framfæri ó ánægju sinni í sem flestum málaflokkum. Eiginlega, ef lýðurinn er ekki sáttur. Þá á hann að láta óánægju sína í ljós þannig að sem fæsti viti af því.
Ráðamennirnir hinsvegar mega beita öllum brögðum. T.d láta sannleikann þvælast fyrir sér, líkt og Geir gerði í sjónvarpsfréttum þegar hann sagðist hafa verið í góðu sambandi við stjórn Ferðaklúbbsins 4×4. Mér vitanlega hefur enginn í stjórninni talað við manninn eða verið í sambandi við hann. Sömu aðferð beitti umhverfisráðherra í sínum reglugerðarmálum. En þar sagði hann. Að reglugerðasmíði hefði verið gerð í góðri samvinnu og sátt við útivistafólk. Þrátt fyrir að útivistarfólk hafi gert athugasemdir við flest sem gert var á þeim bæ.
Að lokum, sínum mótmælendunum skilning í dag hvort sem við erum samála þeim eða ekki. Gerum okkur grein fyrir því að vörubílstjórum finns að sér vegið og þeir sjá ekki aðra leið til þess að vekja athygli á máli sínu. Dæmum þá ekki þrátt fyrir að þeir hafi ekki formann sinn með sér, það er þá ekki í fyrsta skipti í sögunni sem formaður felur sig og lætur peðin taka slaginn.
PS farinn á fjöll svo maður lendi ekki í umferðartöfum vegna þessar fjandans mótmæla, kv Ofsi
29.07.2005 at 10:49 #525150Ég mótmæli því að lesa svona langa pósta Ofsi
Kv Lella
29.07.2005 at 11:03 #525152Og í mótmælaskyni munum við teppa internetumferð úr Grafarholtinu!
29.07.2005 at 11:17 #525154mun ég rölta út í hádeginu og hleypa öllu lofti úr Landbúnaðartækinu.
29.07.2005 at 11:35 #525156Sammála Ofsa, þarna hitturu naglann á höfuðið.
Og svonna til gaman getið, að þá las ég í gær á mbl.is að þeir ætluðu að loka Reykjanesbrautinni í dag til að reyna að gera flugvöllinn olíulausann.
Svo í morgun þegar ég kom til vinnu, þá sá ég 2 stóra trailera koma með eldsneyti á völlinn. Ætli að þeir séu smeikir?
Kveðja,
Ingi Jensson.
29.07.2005 at 12:40 #525158Ég held ég hafi sjaldan verið jafn sammála Ofsa eins og núna. Ég er ekki sammála öllu í málflutningi eða aðferðum þeirra sem þeirra sem standa að þessum mótmælum, en þeir hafa fullan rétt til þess velja þær aðferðir sem telja vænlegastar til þess að vekja athygli á sínum máli.
Framganga Landsbjargar og FÍB í þessu máli er viðkomandi samtökum til skammar, mætti hafa það í huga um næstu áramót.
Það nauðsynlegt að menn taki valdníðslu og lögbrotum yfirvalda ekki þegjandi, og menn eiga ekki að láta anstæðinginn segja sér fyrir um það hvaða aðferðir menn nota í sinni baráttu.
Annars er ég farinn að á fjöll, ég ætla í fótspor [url=http://www.mountainfriends.com/html/hals01.html:2fvy4xi5]formannsins[/url:2fvy4xi5] og mótmæla Kárahnjúkavirkjun með því að labba sirka tvær keflavíkurgöngur eftir lónstæðinu, sama þótt enginn taki eftir því.-Einar
30.07.2005 at 00:02 #525160Það var nú svolítið forvitnilegt að fylgjast með þessu máli öllu saman og þegar uppvar staðið var þetta bara einhver smá hópakstur um bæinn á hægri ferð og olli svosem ekki miklum truflunum. Þarna finnst mér þeir hafa brugðist rétt við og séu að fá alla athygli sem hægt var að fá, en án þess að skemma fyrir sér með því að skapa almenna andúð á stéttinni. Allt gert í góðri samvinnu við lögguna, sem er einmitt það sama og við gerðum í flautukórnum, Glanni var orðinn besti vinur löggunnar meðan á skipulagningunni stóð. En þetta kannski finnst mönnum vera svik við málstaðinn, eða hvað?
En þetta mál og þessi þráður finnst mér athyglisverð pæling út frá baráttutækni. Mér sýnist eik og ofsi vera á því að menn hafi ‘..fullan rétt til þess velja þær aðferðir sem telja vænlegastar til þess að vekja athygli á sínum máli’. Skiptir þá ekki máli hvort aðgerðin sé lögleg eða ólögleg? Gildir þessi regla um alla eða bara suma? Ég veit að öfgahópar múslíma svo ég haldi áfram að taka ýkt dæmi og ýmsir fleiri eru sammála ykkur þarna. Þessi hugmyndafræði er ekki ný af nálinni, mannkynsagan er full af dæmum, en ég held að þessi pæling hafi í flestum tilfellum staðið í vegi fyrir að það finnist skynsamleg lausn á deilum og vandamálum. Nærtækt dæmi er hjá grönnum okkar Írum.
Mér hefur gengið illa að finna nákvæmlega hvaða kröfur eru bak við aðgerðirnar, þ.e. er krafan að fá þungaskattinn aftur, fá olíugjaldið almennt lækkað eða sértækar aðgerðir til að minnka kostnað atvinnubílstjóra. Það má vera að þetta hafi komið fram en ég hef ekki séð það, enda hafa fréttamenn því miður ekki áhuga á svoleiðis hlutum, bara hasarnum.
Eik, góða ferð á slóðir Hálslóns. Láttu ekki stinga þér í steininn fyrir ólöglegar mótmælaaðgerðir, þeir eru harðir þarna fyrir austan;o)
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.