Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Mótmæli
This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.07.2005 at 18:42 #196110
Jæja í fréttum Stöðvar 2 núna rétt áðan var sagt að atvinnubílstjórar ætla að loka gatnamótum Suðurland og Vesturlandvegar á annað hvort fimmtudag eða föstudag fyrir verslunarmannahelgi til að mótmæla háu díselolíuverði.
Þannig að nú spyr ég ætla einhverjir að taka þátt í þessu með þeim ??
ég myndi gera ef ég ætti bíl.
KV
Snorri Freyr -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.07.2005 at 21:47 #525082
Ég mæti ef ég verð ekki að vinna. En ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að skipuleggja mótmæli án þess að tala við mig næsta mótmælanda Íslands.
Mótmæla-kveðjur Lella
22.07.2005 at 21:54 #525084Það er eins og menn séu fyrst núna að átta sig á olígjaldinu, en hafi ekki verið að fylgjast með þegar mótmælt var áður. Ég heyrði viðtal við fjármálaráðherra stuttu áður en nýju lögin tóku gild, og þar sagði hann að flestir virtust sáttir með þessa breytingu, nema helst jeppamenn, sem hefðu látið í sér heyra. Það má líka benda á það, að kílómetragjald á stóra bíla var lækkað, en olígjaldi hækkað, miðað við fyrstu hugmyndir sem komu fram, og það þýðir hærra verði fyrir okkur jeppa menn.
Annars er ágætt að mótmæla þessu sem mest, og loka sem flestum götum.
Góðar stundir
23.07.2005 at 18:35 #525086Ég verð nú að vera algjörlega ósammála þér Hlynur um að það sé full seint að mótmæla.
Ég tel að ástæðan afhverju menn eru að ranka við sér núna er að fólk er byrjað að finna verulega fyrir auknum kostnaði.
Og þá sérstaklega atvinnubílstjórar, þ.e.a.s. leigubílar, rútur og flutningabifreiðar.Og nákvæmlega sem þú sagðir, fjármálaráðherra sagði stuttu ÁÐUR en breytingin varð að flestir væru sáttir.
Það var áður en almenningur vissi að Dísel olían yrði jafn dýrt og bensínið, og jafnvel hærri.Það eru jú við, fólkið í landinu sem veljum þessa menn á þing.
En það er ekki samasem meri þar á milli og ég sé sammála öllum þeim ákvörðunum sem þeir taka.
Ég tel að þessi breyting á innheimtu hafi verið skref afturábak, miðað við eins og verðið er í dag.Og svo er annað sem ég er virkilega ósáttur við, mér finnst svo alltof mikið borgað í skatt af hverjum lítra.
Þetta er yfir 50% skattlagingu á hvern lítra, og ég spyr, Hvert fer allur sá peningur?
Ég þori alveg að fullyrða, að öll sú fjárhæð sem kemur inn í skatt af eldsneiti fer ekki öll í gatnakerfið. Það er alveg víst.Þess má geta að ég ek um á Bensín jeppa og ég sé ekkert eftir því að hafa keypt hann.
Baráttukveðjur til dísel manna,
Ingi Jensson.
26.07.2005 at 03:10 #525088Ingi minn það lá ljóst fyrir einhverjum mánuðum áður en breytingin átti sér stað að dísilinn yrði dýrari. Meirihlutinn af atvinnubílstjórum eru greinilega bara svona vitlausir að drullast ekki af rassgatinu fyrr og mótmæla þessu, einu sem gerðu það voru nokkrir leigubílstjórar og FULLT af jeppaköllum sem eru með eitthvað í kollinum!
Það finnst mér lélegasta afsökun í heimi að segja að þeir hafi ekki vitað að díselinn yrði dýrari en bensín! Meira segja ég vissi þetta og mér er skítsama um verð á díselolíu enda keyri ég um á 8 gata bensíntrukk!
Bensínkveðja, Ásgeir
26.07.2005 at 11:18 #525090Ég heyrði nokkru fyrir breytinguna á innheimtunni að dísel átti að vera dýrari.
En svo var viðtal við ákveðin þingmann sem talaði um að þetta ætti að verða 5-10% ódýrara ef ég man rétt. Ekki hefur það staðist.
Og fyrir utan allt það, afhverju getur ríkið ekki lagt af smá skatt af öllu eldsneyti þegar verðið á þessu er í sögulegu hámarki.
26.07.2005 at 11:53 #525092að ástæðan fyrir því að olían varð jafn dýr (og dýrari) en bensínið, óvenjulega hátt heimsmarkaðsverð á henni.
Á hinum norðurlöndunum er þó olían ennþá ca 10% ódýrari en bensínið. Ætli það sé annað heimsmarkaðsverð á olíunni þar?
Bara svona að spögulera….
Rúnar.
26.07.2005 at 17:59 #525094Er að öllum lýkindum dýrast hér á landi,ég held að þegar næstu kosningar verða að þá ættu menn og konur að bola þessum blessuðu mönnum og konum sem ráða mestu ef ekki öllu hér á annað ríkisfang,þ,e,a,s að kjósa eitthvað annað en einokun á öllu og skattahækkanir.
Ég get ekki séð betur en svo að ekkert gerist hér á þessu spjalli og tölvupóstar á þingmenn gera ekki rassgat,því styð ég þessi mótmæli sem meiraprófsökumenn ætla að standa fyrir hvort sem þeir aka rútu eða vörubíl heilshugar.
Þessar leiðar lokanir sem þeir ætla standa fyrir ættu kannski að opna augun á sumum sem vinna á hinu háa Alþingi við Austurvöll.
Kv
JÞJ
26.07.2005 at 22:32 #525096Sæll Ásgeir!!
Það er nokkuð ljóst að þú heuf rekki þroska til að vera með í þessari umræðu. Þó svo að þú akir um á bensín jeppa að þá mun þessi hækkun á dísel olíunni einnig hafa áhfrif á þig.
Mér finnst líka sorglega heimskulegt hjá þér að kalla aðra vitleysinga þó svo að þeir séu ekki búnir að mótmæla fyrr en núna á næstu dögum.
OG það að þér sé drullusama hvað dísel olían kostar lýsir því miður þroskaleysi hjá þér ungi maður. Þessi hækkun á olíunni hefur áhrif á ALLA í landinu, þar sem að þessi hækkun mun leiða af sér aðrar hækkanir sem munu hafa áhrif á hvert mannsbarn í þessu blessaða landi okkar vegna aukins kostnaðar á t.d. ALLANN flutning sem er á landi. Vil ég taka það fram að ALLUR innflutningur til Íslands er á einhverju stigi í ferlinu frá skipum eða flugvélum fluttar á götum og vegu landsins sem að sjálfsögðu kemur til með að hafa áhrif á verðlag í landinu.
Eitt vil ég líka segja um verð á bæði díselolíu og bensíni. ÞEssi blessuðu olíufélög sem á þessu landi okkar starfa, eru með gríðarlega mikla álagningu á eldsneytið og þá sérstaklega díselolíuna. Álagning olíufélaganna hérna heima á díselolíuna er mun meiri hlutfallslega en bensínið miðað við flest önnur lönd í Evrópu.
Vil ég t.d. nefna verð á díselolíu í Finnlandi, en þar kostar líterinn 0.8? (evrur) sem eru þá ekki nema 62 krónur ÍSK. Og mér skyldist á þessum finna sem sagði mér þetta að skatturinn væri í olíunni eins og hún er orðinn hérna. ÞArf þá að spá meira í álganingu olíufélaganna hérna heima??? Líterinn er örlítið dýrari en líterinn kostaði hérna heima þegar það var EKKI skattur á honum.
Sýnum samstöðu með þeim sem mótmæla núna í vikunni og förum með í þetta og styðjum þá sem styðja okkur.
Það hefur ekkert uppá sig að "nöldra" hver í sínu horni þar sem að það hefur ENGIN ahrif.
Kv, Siggi
27.07.2005 at 00:21 #525098Þetta er nú heldur ekkert lítill skattur sem er á eldsneytinu hérna, þori ekki alveg að fara með það en mig minnir að það sé eitthvað í kring um 40 kallinn á lítrann.
En ef einhver ætlar að tefja mig á minni leið til útlanda þá langar mig helst til að berja bílinn hans í stöppu með stóru sleggjunni og járnkallinum! Það sleppur svo sem að tefja fólk með fellihýsi á leiðinni austur en kommon, maður er búinn að kaupa flugmiða fyrir tugi þúsunda, hugsa aðeins!
27.07.2005 at 00:55 #525100Ég skil þig vel Kristinn, ef þú kæmist ekki í flug og yrðir vel pirraður á því.
En hins vegar halda þessir menn sem stjórna þessu landi að þeir komist upp með allt saman.
Ég myndi ekki skipta mér að þessu ef launin mín hækkuðu alltaf samfleitt við meiri útgjöld svo að kaupmátturinn minn skerðist ekki.En svo er ekki.
Við verðum ef við ætlum að koma einhverjum skilaboðum áleiðis að grípa til róttækari mótmæla.
Það er ekki nóg að skrifa undirskriftalista og afhenda þeim þann, það breytir nákvæmlega engu.
Það breytti engu þótt að menn komi framm hjá alþingishúsinu á stóru dísel trukkunum flautandi og þenjandi bifreiðarnar.Ef mótmælin eru farin að raska einhverju, s.s. almenningssamgöngum þá erum við farin að ég tel að ná til eyru alþingismannana.
Ef við látum ekkert á okkur bera, þá er ekki tekið eftir okkur.Ef þessir bílstjórar sem ætla að loka einhverjum vegum í mótmæla skyni, og gefum okkur það að verðlagningin breytist að þá held ég að allir landsmenn verði þakklátir, þó svo að þetta hafi raskað einhverjum krónum á ákveðnum tímapunkti, þá borgar það sig fljótt til baka ef þetta nær framm að ganga.
En persónulega finnst mér full gróft að loka Reykjanesbrautinni.
Baráttukveðjur,
Ingi Jensson.
27.07.2005 at 11:29 #525102Skv viðtali við einhvern talsmann flutningabílstjóra (eða eitthvað þvíumlíkt) hækkaði skatturinn ekki á flutningabíla þar sem þungaskatturinn var lækkaður og heildin er sú sama þar m.a. vegna þess að vsk leggst á olíugjald en ekki á þungaskattinn og vsk getað þeir nýtt. Helst að þetta hækki kostnað hjá bílum með krana, þar sem þeir eru að nota olíu með olíugjaldi til að nota kranann. Þetta leggst þyngra á fólksflutninga (rútur) þar sem þeir eru ekki í vsk skyldri starfsemi. Og svo náttúrlega minni bíla þar sem þungaskatturinn var ekki svo voðalega hár fyrir (leigubíla, jeppa, …)
kv.
ÞÞ
27.07.2005 at 12:53 #525104Þegar þessar aðgerðapælingar voru hér í gangi sem leiddu svo til þess að við fórum í laaaaaaangri lest fyrir framan Alþingi og flautuðum, þá var ég á móti því að við gerðum það að markmiði að loka götum og trufluðum samgöngur. Röskun á almenningssamgöngum, er það ekki einhver aðferðafræði Ósómanum Binna-Lata og félaga hans í al-Qaeda! Allavega sýnist mér það í London. En til að taka fyrir allan misskilning er ég ekki að leggja þessar aðgerðir að jöfnu við einhver hryðjuverk, en það er þessi sama þversögn samt þarna, aðgerðir gegn stjórnvöldum sem bitna fyrst og síðast á almenningi.
Það er ekki rétt að það hafi ekki skilað árangri að flauta fyrir utan Alþingi, þó það hafi reyndar skemmt mikið fyrir þeirri aðgerð að framkvæmdastjóri FÍB skildi ráðast gegn henni opinberlega. En þá var valdið truflun HJÁ ÞEIM SEM BERA ÁBYRGÐINA, þ.e. alþingismönnum. Það varð m.a. til þess að málið kom til umræðu inni á þingi og við gátum komið okkar sjónarmiðum á framfæri beint við fjármálaráðherra. Nú á að valda almenningi truflun en almenningur ber bara enga ábyrgð á skattlagningu díselolíu. En vonandi gengur þettta sem best hjá þeim og skilar árangri.Kv – Skúli
27.07.2005 at 13:11 #525106pælingar voru vegna 50 sm ákvæðisins, sem hefðu drepið vetrar jeppamensku á íslandi en ekki olíugjaldsins. Þú segjir borið árangur, það er ekki nema 1-2 dagar síðan Geir sagði að menn hefðu allmennt verið sáttir við olúigjaldið þannig að hann virðist vera búinn að gleyma mótmælunum okkar. En einungis þessi hótum atvinnubílstjóra að loka vegum er þegar farinn að vekja verulega athygli án þess að þeir hafi gripið til þess að loka vegum.
27.07.2005 at 15:31 #525108Þetta kom líka inn í umræðuna um olíugjaldið. Með árangur þá er ég ekki að segja að það skili ekki árangri að valda sem mestum truflunum, en ég er samt ekki viss um að þetta sé rétt aðferð eða eitthvað sem rétt sé að setja nafn sitt við.
Bara rétt eins og með terroristana, aðferðir þeirra skila heilmiklum árangri og koma þeim á forsíður heimspressunar dag eftir dag og öll vesturlönd skjálfa undan þeim, en þetta er ekki beint það æskileg baráttuaðferð.
Kv – Skúli
27.07.2005 at 15:54 #525110eiginlega ekki, hefur þú aldrei heyrt um kjarabaráttu, verkföll og slíkt. Þar er undantekningalaust þriðji aðilinn sem líður fyrir aðgerðir verkalýðsfélaganna. Í þessu umrædda mál eru ekki sportistar á ferðinni líkt og við í klúbbnum, heldur menn sem lífa á ýmisskonar akstri og er þetta því liður í kjarabaráttu þeirra og vera bulla um terrorisma í þessu sambandi það skil ég bara ekki. Víð erum greinilega ekki á sömu skoðun um hvað ber árangur og hvað ekki, en síðastliðið á höfum við tapað, nánast stanslaust í okkar málum.
Það sem kemur mér líka á óvart í þínum málfluttningi, hversu litaður þú ert af áróðri vesturveldanna síðustu misserinn. þ.a.s að allir séu terroistar sem berjast við yfirvöld ákveðinna landa. Þar eru oft á ferðinni einræðis og herforingjastjórnir og kölluðust þessir aðilar hérna áður fyrr skæruliðar eða frelsisherir, en nú eru allir þessir hópar settir undir einn hatt og kallaðir hriðjuverkamenn. En þetta gera stundum stjórnarherrar þeirra landa sem eru að leita eftir alþjóðlegum stuðningi. Með þessu er ég ekki að segja að ég styðji Bin-Laden og slíkan fjandans skríl. Heldur . Ekki setja alla undir sama hatt.
Nóg í bili. Ég þarf að safna kröftum í næst áfanga enda kemur Skúli mér í opna skjöldu þar sem ég hélt að hann væri maður lítilmagnans en ekki stuðningsmaður möppudýranna.
27.07.2005 at 17:14 #525112Ég tel að það er skoðun hvers og eins, hvað er rétt og rangt í þessu máli.
Að sjálfsögðu vill ég beina mínum mótmælum eins og mögulegt er að mönnunum sem bera ábyrð á þessari verðlagningu.
En persónulega tel ég það ekki hafa marktæk áhrif að flauta fyrir framan vinnustað þeirra.
Það varð jú umræða í kjölfar þeirra mótmæla, en ekkert gerðist.
Ég tel að það sé óhjákvæmilegt að efna til mótmæla svo ekki verði röskun á einhverju sviði.Varðandi lokanir á vegum, finnst mér ekkert afskaplega heimskuleg aðgerð.
Það eru jú við sem erum að borga í þessa vegi, og það erum við sem mótmælum sem lokum þessum vegum.
Við erum að mótmæla skattlagningu á eldsneyti.
Ég borga tugir þúsunda á mánuði fyrir eldsneyti, og ekkert sé ég stórvægilegt gerast fyrir þann pening í gatnamálum sem mig snerta.Hinsvegar ef það væru einhverjar framkvæmdir í gangi sem myndi auka mitt umferðaröryggi til muna, þá myndi ég borga þetta glaður í bragði.
Og verðlagning á eldsneyti, sér í lagi dísel olíunnar kemur öllum við.
Eins og ummæli Ásgeir Halldórsson hér fyrir ofan, "mér er skítsama um verð á díselolíu enda keyri ég um á 8 gata bensíntrukk!".
-Þetta er bara ekki rétt, þér kemur þetta við.
Þú munt koma til með að borga hærra bensínverð ef díselinn hækkar, því jú allir trukkarnir sem dreifa eldsneyti á bensínstöðvarnar ganga fyrir dísel. Þá mun flutningskostnaðurinn aukast hjá dreifingaraðilanum og þar með hækkar bensín verðið.Mér finnst full gróft að mála mig sem hryðjuverkamann, því ég er ekki sámmála ákvörðun ríkisins.
En ef þið hafið betri hugmyndir að hugsanlega marktækari mótmælum, látið þá þær hugmyndir flakka.Kveðja,
Ingi Jensson.
27.07.2005 at 20:28 #525114Hvar og hvenær eiga mótmælin að fara fram?
ég er sammála því sem hér hefur komið fram um að mótmælin eigi ekki að bitna á almenningi sem engu um ræður, við þurfum að fá samúð almennings en ekki reiði, ef ég kemst ekki í flug í næstu viku er eins gott fyrir þessa menn að vera ekki fyrir mér þegar ég þarf að komst Reykjanesbrautina, mér finnst það horfa öðruvísi við að trufla umferðina útúr bænum enda hægt að velja aðrar leiðir.
En það er rosa stemning í svona mótmælum
Kv Lella
27.07.2005 at 20:37 #525116Gleymdi að koma því inn hér áðan að í vor þegar ferðin var farin og flautað í kringum alþingi að Geir gaf okkur það loforð að olíugjaldið yrði endurskoðað í haust, og finnst mér að við ættum að gefa honum tækifæri til þess og annað mál að þegar búið var að ákveða mótmælin lækkaði Geir skattinn um 4 kr fyrir utan vsk þannig að þau skiluðu smá árangi áður en þau áttu sér stað
Kveðja Lella mótmælandi
27.07.2005 at 21:06 #525118Það sem ég tel að vanti er alla samstöðu í þetta þjóðfélag.
Við erum orðin svo vön á að láta taka okkur illa í afturendann að við spáum varla í því lengur.
Ástæðan afhverju á Íslandi er erfitt að fara í svona mótmæli er akkurat samstaðan. Við verðum að standa saman, annars gengur þetta ekki eftir.
Þegar svona rosa mótmæli fara á stað t.d. í Frakklandi, þá koma saman allir sem hagsmuni hafa af t.d. bifreiða akstri og loka stórum vegum.
Reykjanesbrautinni hefur verið lokað einu sinni áður, sem ég man eftir allavegana.
Man að vísu ekki hverju var verið að mótmæla en þá var mikill samstaða og samhugur í fólki.
En mér finnst alvarlegra mál með Reykjanesbrautina, mér finnst það full gróft að loka henni eins og ég kom hérna inná ofar.
Að loka henni getur raskað mörg hundruð þúsundum og uppí nokkrar milljónir, bara á smátíma.Kveðja,
Ingi Jensson.
27.07.2005 at 22:15 #525120Sælir
Eftir því sem ég les meira af rökum almennra mótmæla á breyttri skattlagningu á dieselolíu verð ég meira og meira efins um að menn hafi hugmynd um hvað er í raun að gerast.
Mér þætti gaman að sjá rétta útreikninga hjá manni sem ekur dieselbíl meðal ársakstur sem sýna fram á að breytingin sé í raun hækkun.
Þessi breyting breytir ekki neinu nema því að eyðsludrjúgir jeppar verða ver fyrir barðinu á skattlagningunni en þeir sem minna eyða fara betur út úr pakkanum.
Sannlega finnst mér skrýtið að sömu menn segja í útvarpsviðtölum að skuldastaða heimilanna sé alltof há og þurfi að krafti að sporna gegn því á sama tíma og þeir breyta þungaskatti þannig að ódýrst sé að reka nýjann dieselbíl sem er rándýr og í raun eingöngu kaupandi á háum lánum.
Ég er ekki hrifinn af skattbreytingunni en hún gefur annað fordæmi sem ég legg til að menn sameinist um að framfylgja og það er munurinn á benzín og diesel eldsneyti til nota á vélar. Menn hafa sætt sig við að kaupa benzín með vegtolli til nota í garðinn sinn til að slá blettinn en ef sláttuvélin gengi fyrir olíu þyrftu þeir það ekki. Eins eru rafstöðvar ýmist benzín eða diesel og þar gætu menn sem nota slíkann búnað mikið verið að tapa þónokkrum fjárhæðum í þungaskatt. Síðasti flokkurinn sem mér dettur í hug eru vélsleðanotendur. Vélsleða má t.d. ekki keyra á vegum og þykir mér fáránlegt að borga af slíkum tækjum vegtoll.
Í mótmælaskyni væri sniðugast að veita þessu athygli og ganga á eftir því að menn geti keypt litað benzín á vélar eins og olíu.
Ef þetta gengi í gegn þá yrði hinsvegar flutningskostnaður á benzíni svo hár að ætlunarverki þessara ágætu manna myndi í raun ganga eftir. Benzínverðið yrði töluvert hærra en diesellíterinn.
Kv Izan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.