This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Guðnason 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.05.2005 at 18:55 #195920
Hvet alla til að taka höndum saman og mæta kl 16 á morgun í mótmælaaksturinn sjá tilkynningu á forsíðu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.05.2005 at 20:51 #522374
Það er ljóst að FÍB kýs að lesa eitthvað allt annað út úr áskoruninni heldur en þar stendur og gerir okkur upp skoðanir í stað þess að byggja á staðreyndum. Á heimasíðu FÍB er umfjöllun um málið og þar koma fram nokkrar skrýtnar fullyrðingar s.s.:
‘FÍB hefur stutt breytinguna heils hugar vegna innbyggðrar ósanngirni hins gamla og úrelta þungaskattskerfis sem mótmælendur í Ferðaklúbbnum 4×4, Félagi hópferðaleyfishafa, Frama – stéttarfélagi leigubifreiðastjóra og bifreiðastjórafélaginu Átaki vilja nú viðhalda.’
‘.furðum okkur á því að mennirnir skuli ekki skilja það að meginmarkmið breytingarinnar er að koma á jafnræði milli eigenda dísilknúinna fólksbíla og bensínknúinna.’
‘Eru þeir að tala fyrir munn þeirra félagsmanna í Ferðaklúbbnum 4×4 sem eiga bensínjeppa? Varla!’
Frekar skrítnar fullyrðingar og ekki alveg í sambandi við raunveruleikann!
Það hefur alla tíð verið alveg á hreinu að Ferðaklúbburinn 4×4 sem slíkur hefur ekki tekið afstöðu til kerfisbreytingarinnar sem slíkrar, þó svo hún stórauki auðvitað kostnað fjölda félagsmanna af sínum ferðalögum. Sú kostnaðaraukning er ekki vegna aksturs á vegum sem slitna heldur miklu frekar á snjó og jöklum. Engu að síður töldum við ekki rétt að taka afstöðu til kerfisbreytingarinnar.
Hins vegar þegar ljóst var að hið opinbera ætlaði í gjaldagræðgi sinni að henda fyrir róðra markmiðum kerfisbreytingarinnar, sem voru fyrst og fremst að ýta undir notkun díeselbíl, þótti okkur rétt að bregðast við.
FÍB virðist hins vegar líta svo á að markmið kerfisbreytingarinnar væri að tryggja að eigendur díeselbíla væru settir undir sama gjaldaokrið og eigendur bensínbíla. Það virðist vera aðalbaráttumálið, en það markmið að álögur á bíleigendur séu sem minnstar komnar í annað sæti.
Reyndar held ég að geðvonskuleg viðbrögð FÍB í þessu máli stafi af því að samtökin voru tekin í bólinu. Hér er stórt hagsmunamál fyrir stóran hóp bifreiðaeiganda en FÍB sá ekki ástæðu til að aðhafast neitt. Núna þegar velheppnuð aðgerð er að baki gremst þeim og vonandi skammast sín aðeins. Þá er lausnin að snúa útúr markmiðum aðgerðarinnar.
Eða eru kannski jeppaeigendur annars flokks bifreiðaeigendur í augum FÍB?
Skúli H. Skúlason
09.05.2005 at 21:12 #522376Ég vill byrja á að hrósa okkur sem tókum þátt í þessum mótmælum í dag fyrir vel heppnað framtak að minu mati.
Ég vill hvetja félagsmenn í F4x4, ásamt félögum í hinum samtökunum er tóku þátt í mótmælunum með okkur, til að segja sig úr FÍB, fyrst þeir haga sér svona gagnvart okkur, í ljósi svona fullyrðinga er hægt að draga í efa að FÍB berjist fyrir bættum hagsmunum bifreiðaeigenda á Íslandi.
Þeir eru ekki hátt skrifaðir hjá mér eftir þetta.
Kv
Snorri Freyr.
09.05.2005 at 21:14 #522378Er ekki málið að þeir sem eru meðlimir í þessum félugum sem voru að mótmæla í dag og eru líka í F.í.b. segi sig úr fíb. til að lýsa óánæju sinni með þá stofnun.
k.v. Hilmar
09.05.2005 at 21:21 #52238009.05.2005 at 21:25 #522382Hjá þeim FÍB mönnum í Reykjavík síðdegis á bylgjunni í dag,en þar kom fram að jeppaeigendur,leigubílstjórar,hópferðabifreiðar eigendur,og þeir sem aka Díselbílum halda að þeir að kæmust áfram upp með aka á vegum frítt og ætluðu að láta Bensín bifreiðar eigendur halda áfram að borga fyrir þá veggjöld(ef mér skildist þetta rétt).
Þessi ummæli ef þau eru rétt túlkuð hjá mér stangast á við allt það sem FÍB er búin að vera röfla um í öllum fréttamiðlum undanfarið,og þykir mér það keyra um þverbak að félag sem stuðlar að hagsmunum Bifreiðareigenda,sé á móti þessum aðgerðum sem voru í dag og steli síðan senunni með þessum ummælum hér að ofan.
Fyrir nokkrum árum var ég í FÍB og gat ekki með nokkru móti séð tilganginn í því félagi fyrir mig,farið hefur fé betra var sagt einhvers staðar og tek ég undir þau orð.kv
JÞJ
09.05.2005 at 21:27 #522384Ég mun allavega mæta hjá þeim á morgun og segja mig úr félaginu þar sem það er ekki að vinna að mínum hagsmunum heldur þvert á móti.
Er Árni nokkuð formaður lengur?
Þorgeir
09.05.2005 at 21:31 #522386Árni ennþá í Framkv. stjórn. Það er kannski bull líka. ?
09.05.2005 at 22:13 #522388Flott frétt í seinni-fréttunum á RUV. Þeir voru ekkert að blanda FÍB í málið.
Baráttukveðjur Lella
09.05.2005 at 22:14 #522390Ég ætlaði varla að trúa eigin eyrum þegar ég heyrði yfirlýsingu FÍB lesna í útvarpinu. Það hafði komið svo skýrt fram að ekki var verið að mótmæla kerfisbreytingunni en samt leyfa þeir sér að halda því fram að málið hafi snúist um hana. Annaðhvort gerði talsmaður þeirra sig sekan um hreinar lygar eða svakalega vanrækslu þegar þessi tilkynning var samin.
Ég var félagi í FÍB í mörg ár. Ég hætti að borga félagsgjaldið fyrir um tveimur árum þegar ég var endanlega orðinn sannfærður um að félagsgjaldinu væri betur varið í eitthvað annað.
JHG
09.05.2005 at 22:19 #522392Ég óska skipuleggjendum mótmælanna til hamingju með vel heppnaðar aðgerðir. Því miður missti ég af þeim, ég ætlaði að koma með en tíminn hljóp frá mér enn einu sinni :-(.
Þess í stað hef ég sent skrifstofu og formanni FÍB eftirfarandi bréfkorn, sem ég vona að hjálpi þeim til að ná fótfestu í sínum málum:
——————————
Ég er ósáttur við afstöðu þá sem FÍB hefur tekið varðandi skattlagningu á bílaeldsneyti. Svo virðist sem FÍB telji það réttmætt að "jafna" gjöld á bíleigendur með því að hækka skattlagningu á þeim sem betur hafa sloppið til þessa.
Ríkissjóður heimtir miklu hærri skatt af bíleigendum en það sem hann leggur í umferðarmannvirki. Það hlýtur því að vera stefna FÍB að beita sér fyrir lækkun hjá þeim bíleigendum sem mest eru skattpíndir, en alls ekki hækkun hjá hinum.
Mér finnst að yfirlýsingar FÍB varðandi breytta skattlagningu á díselolíu séu með röngum áherslum hvað varðar þessi atriði og ég er svo óánægður með þær að ef ekki verður brátt breyting á mun ég íhuga alvarlega að segja mig úr félaginu.Virðingarfyllst
Ágúst Ú Sigurðsson
Lágabergi 3 R
Frá: agustus@isl.is
09.05.2005 at 22:43 #522394Þeir sem hafa áhuga á því að hlusta á viðtalið í Dægurmálaútvarpi Rásar 2 geta held ég hlustað á endurtekningu á næturútvarpi rásar2.
Ég finn hvergi link á síðuni hjá þeim sem spilar þennan þátt í heild sinni.
Ég tel að sjónarmið okkar hafi komið vel fram þar og umsjónarmenn þáttarins Páll Ásgeir og Margrét Blöndal eiga heiður skilið fyrir málefnalega umræðu í sínum þætti.
Kv.
Glanni.
09.05.2005 at 23:00 #522396Sælir Félagar
Ég eins og margir aðrir komst ekki með í dag en er stoltur af framtakinu en eins og margir aðrir er ég ekki að skilja Fíb í þessu máli og leyfði mér að senda framkvæmdarstjóra email.Komdu Sæll Runólfur
Mér var illa brugðið er ég hlustaði á fréttir í kvöld v / mótmæla eigenda dieselbifreiða þar sem verið er að mótmæla tvískinnungi fjármálaráðherra í oliumálum og þeirri staðreynd að olían verður dýrari eftir breytingu en bensín og þar sem ég og konan mín erum félagagar í Fíb og höfum verið til margra ára reiknuðum við með að okkar hagsmunasamtök Fíb myndu að sjálfsögðu vera með í þesum sjálfsögðu mótmælum en nei ekki aldeilis heldur snúast gegn þeim sem mótmæla og vísa ég bara í viðtöl og það sem haft er eftir ykkur í fréttum.
Það er staðreynd áð disel bifreiðar menga minna og ættu því að vera umhverfisvænni en bensín og og olía sem talað var um að yrði ódýrari en bensín yrði hvatning til að skipta yfir og ætti sú eina staðreynd að þarna var ódýrari kostur á ferðinni að vera hagsmunamál Fíb sem er jú Félag Íslenskra Bifreiðareigenda og í þeim samtökum eru ansi margir þeirra sem voru að mótmæla og reiknuðu með stuðningi síns félags en nei ekki er þvi að heilsa og nú er svo komið að stór hluti 4×4 manna og kvenna sem eru í fíb og öðrum samtökum eriu að íhuga úrsögn úr Fíb þar sem þetta félag er ekki að standa undir þeim sjálfsögðu væntingum að berjast fyrir félagsmenn því miður.
Ég leyfi mér að benda þér á þá einföldu staðreynd að félagið okkar er með það í lögum að berjast fyrir hagsmunum ALLRA félagsmanna og eins að Fíb er ekki einkaklúbbur eitthverra fárra útvalda og þú talar fyrir alla félagsmenn og þessi framkoma í málinu er til þess fallinn valda úlfúð og erfiðum samskiptum milli hagsmunafélaga sem hafa sama markmið að létta álögum á bifreiðaeigendur hér á Íslandi og því miður má ganga að því vísu að margir munu segja sig úr félaginu í framhaldi af máli þessu,svo ég fer fram á að Fíb endurskoði afstöðu sína í máli þessu og hafi hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi
Klakinn
09.05.2005 at 23:19 #522398Ég er á því að við eigum að benda fjölmiðlum á þetta spjall hjá okkur og einnig að láta fjölmiðla fá afrit af bréfum sem er sent er til FÍB, og sjá svo hvað FÍB segir þegar fjölmiðlar spyrja þá úti það.
Einnig þarf að fylgja því eftir í lok árs að þetta veri endurskoðað eins og Geir talaði um í dag.
Kv
Snorri Freyr.
10.05.2005 at 09:29 #522400Flott hjá þér Skúli að senda þessa yfirlýsingu Fyrir hönd klúbbsins.
Hægt að hlusta á yfirlýsingarnar hér í bylgjufréttum kl 09.
http://www.bylgjan.is/template12.asp?PageID=2043kv-Glanni
10.05.2005 at 10:04 #522402Athugasemdin sem við sendum fjölmiðlum er komin á forsíðuna.
Kv – Skúli
10.05.2005 at 10:46 #522404Í gær eftir mótmælin sendi ég Ráðherra bréf svo ég haldi ykkur nú upplýstum:
Sæll Geir,
Okkur sem stóðu fyrir mótmælum gegn díselgjaldinu langar að koma á framfæri þakklæti til þín fyrir að gefa þér tíma til þess að stíga fram og taka við mótmælum okkar í dag.
Það er einnig einlæg von okkar að þú takir þessi mótmæli til greina og skoðunar þegar þegar þessi lög verða endurskoðuð.Ferðaklúbburinn 4×4.
Félag hópferðaleyfishafa.
Landsamband sendibílstjóra.
Frami, stéttarfélag leigubílstjóra.
Bifreiðastjórafélagið Átak.MBK,
Halldór Sveinsson.Og þetta er svarið sem ég fékk í morgun:
Ekkert að þakka. Ég vil gjarnan vera í góðu samstarfi við ykkur framvegis, þótt ég geti ekki lofað því að unnt verði að koma til móts við allar ykkar óskir.
Með kveðju,
Geir H. HaardeKveðja,
Glanni.
10.05.2005 at 10:54 #522406Flott umfjöllun í Morgunblaðinu verst að þetta er falið inn í miðju blaði en algjör steypa sem birtist í Fréttablaðinu. Flott tilkynning frá þér Skúli.
Baráttukveðjur Lella
10.05.2005 at 11:01 #522408Þetta hér á eftir kom á vísir.is núna rétt í þessu.
[b:3kamp9i4]Segir FÍB rangtúlka áskorun
Stjórn ferðaklúbbsins 4X4 segir talsmann FÍB rangtúlka og snúa út úr áskorun þeirra sem stóðu að mótmælum gegn háu dísilverði í gær og lýsir furðu sinni á ummælum sem látin hafa verið falla. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að í áskorun sem fjármálaráðherra var afhent í gær sé á engan hátt fjallað um þá kerfisbreytingu að taka upp olíugjald í stað þungaskatts. Stjórnin segir að FÍB haldi því ranglega fram að með mótmælaaðgerðunum í gær hafi falist stuðningur við núverandi þungaskattskerfi. Slíkt sé algjörlega úr lausu lofti gripið. Skorað er á FÍB að draga ummælin til baka.[/b:3kamp9i4]
10.05.2005 at 21:19 #522410Það er gaman að segja frá því að mótmælin okkar eru nú eitthvað að skila sér inn á alþingi því núna í þessum töluðu orðum eru eldhúsdagsumræður og það er einn og einn þingmaður sem talar einmitt því máli og rökum sem við höfum verið að halda fram.
Þannig að ég er á því að við eigum að notfæra okkur áfram þann meðbyr sem við höfum verið að fá síðan við byrjuðum að skipuleggja þessi mótmæli.
Kv.
Glanni.
10.05.2005 at 22:33 #522412Já það virðist vera að flautuþeytingin hafi vakið einhverja af værum blundi þarna í húsinu við Austurvöll. Það var líka í fréttum í kvöld að Kristján Möller var að vekja athygli á því það kæmi vsk ofan á olíugjaldið og þar væri ríkið að leggja aukaskatt á þetta sem færi ekki í vegamál upp á einn milljarð króna. Þannig að ég held að við getum allavega sagt að okkur hafi aðeins tekist að hræra upp í málinu.
Hins vegar var í 10 fréttum Sjónvarps aðeins fjallaðu um þetta og þá aðallega með viðtali við blaðafulltrúa fjármálaráðuneytisins (lesist Runólfur hjá FÍB), en stuttlega vitnað í athugasemd okkar.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.