This topic contains 52 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Guðnason 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.05.2005 at 18:55 #195920
Hvet alla til að taka höndum saman og mæta kl 16 á morgun í mótmælaaksturinn sjá tilkynningu á forsíðu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.05.2005 at 19:02 #522334
Jæja þá er loksins komið að því.
Ákveðið hefur verið að fylkja liði á bílunum hjá Ikea og keyra sem leið liggur niður í alþingishús og afhenda formlega mótmæli gegn fyrirhuguðu olíugjaldi.
Vil ég hvetja alla félaga til að mæta og leggja þannig sitt af mörkum í baráttu okkar fyrir lækkun á olíugjaldinu þannig að það sé amk jafnt á við löndin í kringum okkur það skiptir engu máli hvernig bílum verður farið á bara um að gera að hafa þetta sem fjölbreyttast.
Þau félög sem að þessu koma með okkur og styðja þetta heilshugar eru:
Ferðaklúbburinn 4×4.
Félag hópferðaleyfishafa.
Landsamband sendibílstjóra.
Frami stéttarfélag leigubílstjóra.
Bifreiðastjórafélagið Átak.
ATH! lagt af stað kl.16:00.
Að lokum vil ég biðja alla að koma þessu til skila til félaga sinna og fjölskildna og hvetja þau til að mæta.MBK,
Halldór Sveinsson (Glanni)
09.05.2005 at 10:26 #522336Auðvitað mætir maður!! og vonast til að sjá sem flesta!
Kv.
Óskar Andri
09.05.2005 at 11:24 #522338Það er fjallað um þetta meðal annars hér og einnig í fréttum bylgjunnar þar sem undirritaður lýsir því í stuttu máli afhverju við erum að standa í þessu.
http://www.frett.is/?PageID=38&NewsID=40832Kveðja,
Halldór Sveinnson (Glanni)
09.05.2005 at 12:15 #522340Góður Glanni í hádegisfréttunum á Bylgjunni.
Vonast til að sjá sem flesta á eftir !!!!!!!!!!!
Kveðja Lella
09.05.2005 at 12:37 #522342að mæta
09.05.2005 at 13:01 #522344Þetta var flott frétt og okkar maður kom vel út. Það er hægt að hlusta á fréttatímann á netinu með því að fara hérna:
http://www.bylgjan.is/template12.asp?PageID=2043Kv – Skúli
09.05.2005 at 13:35 #522346Takk fyrir það.
Ég bendi líka á umfjöllun á morgunblaðsvefnum og þar er einnig birt á acrobat formi áskorunin til stjórnvalda í heild sinni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1137601
09.05.2005 at 13:56 #522348Sælir félagar, gott framtak.
Við sem vinnum til kl. 16, hvaða leið mun vera ekin að alþingi, bara svo að hægt sé að smeygja sér í lestina á leiðinni.
kv. HJL
09.05.2005 at 14:06 #522350Sæll,
það verður farið sæbrautina beint niður í alþingishús.
Það er kannski spurning ef að menn hafa kost á því að hætta korteri fyrr í vinnuni og skella sér með.
Kveðja,
Glanni
09.05.2005 at 15:00 #522352Af gamalli reynslu þá verður aldrei lagt af stað fyrr en korter yfir, svo Hannes flýttu þér bara
Kveðja Lella
09.05.2005 at 15:08 #522354Það varður gaman að fylgjast með þessu. Verst að geta ekki verið með, en við urðum að bruna í sveitina
09.05.2005 at 17:56 #522356Þetta tókst frábærlega. Hátt í klukkutíma var lestin að renna framhjá Alþingishúsinu með flautublæstri og sú fjölmiðlaumfjöllun sem þegar er komin hefur verið mjög góð. Glanni var flottur á Rás 2 þarna upp úr kl. 17.
10 prik til Glanna, Helenu og Einars Elí.
Kv – Skúli
09.05.2005 at 18:30 #522358FÍB styður lagabreytingar
Í tilefni mótmæla sem fjögur félög hafa efnt til vegna breytinga á þungaskatti hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda ítrekað að félagið styðji breytinguna. Félögin fjögur séu á móti því að í stað þungaskatts á dísilbíla komi olíugjald á dísilolíu en FÍB taki hins vegar heils hugar á móti breytingunum og finnist núverandi kerfi ósanngjart og úrelt. Sú ósanngirni sé í stuttu máli þannig að sá sem eigi dísiljeppa og aki yfir 20 þúsund kílómetra á ári taki engan þátt í kostnaði við vegina þá kílómetra sem hann ekur umfram þessi 20 þúsund. Félagið segist samt skilja að einhverjir vilji áfram getað keyrt frítt á vegum landsins og látið eigendur bensínbíla borga fyrir þá, en segir það um leið ekki vera stórmannlegt. Félögin fjögur eru 4×4, Félag hópferðaleyfishafa, Frami – stéttarfélag leigubifreiðastjóra og bifreiðastjórafélagið ÁtakHvernig líst ykkur á svona ummæli frá manni sem á að vera formaður í félagi sem allir bifreiðaeigendur geta verið félagar í.
Ég sé ekki betur en að diseljeppaeigendur séu ekki velkomnir í FÍB.
Fyrir utan það að hann fer með kolrangt málÞorgeir
09.05.2005 at 18:46 #522360Í fyrsta lagi voru félöginn 5 en ekki 4 og hann virðist vera að miskilja þetta framtak hjá okkur hraplega við vorum ekki að mótmæla kerfisbreytinguni sem slíkri heldur framkvæmd hennar og er það til Skammar að maðurinn skuli láta þetta út úr sér og það er allavega alveg ljóst að hann er ekki að vinna að hag bíleigenda.
Allavega, skulum við ekki að láta ummæli frá þessum greyið manni eyðileggja daginn fyrir okkur sem að mínu mati tókst alveg frábærlega og ég er alveg í sjöunda himni hvernig til tókst,Húrra fyrir okkur öllum.
Kveðja,
Glanni.
09.05.2005 at 18:56 #522362Flott í fréttum stöðvar tvö rétt í þessu. Verður komið á veftíví á vísir.is eftir sirka hálftíma.
Kveðja. Borgarfjarðarmóri.
09.05.2005 at 19:12 #522364Fín frétt en því miður þá stal FÍB fréttinni. Mér finnst það alvarlegt mál hvernig þeir komu inn í fréttina. Mér finnst að það þyrfti að svara þeim fullum hálsi.
Ágúst
09.05.2005 at 19:54 #522366Til hamingju með frábært framtak-Glæsilegt á að lýta,því miður komst ég ekki vegna annara erinda.
kveðja JÞJ
09.05.2005 at 19:55 #522368Ég tók nokkrar myndir frá mótmælunum í dag og eru þær komnar inn í albúmið!
Kv.
Óskar Andri
09.05.2005 at 20:01 #522370Ég sendi bréf á fréttastofu stöðvar 2 og ég hvet ykkur til að senda Framkvæmdastjóra FÍB og láta skoðun ykkar í ljós á þessum ummælum í okkar garð.
Svona leit bréfið út:
Komiði sæl,
ég læt hér fylgja mótmælabréfið sem afhent var Geir H Haarde við alþingishúsið í dag.
Ég tek það fram að við erum ekki að mótmæla kefisbreytinguni sem slíkri eins og Formaður FÍB heldur ranglega fram heldur einungis framkvæmd hennar og verði á díselolíu sem stefnir í að verði eftir 1.júlí.
Það vekur einnig furðu okkar félag eins og FIB sem gefur sig út fyrir að vera hagsmunafélag bíleigenda skuli vinna gegn hagsmunum okkar sem eigum og rekum bíla.
Það reyndar virðist sem formaður FÍB hafi ekki áhuga á staðreyndum málins eins og fram kemur í gögnum okkar heldur virðist áhugasvið hans einugis liggja í keppnum eins og sparakstri.
þess má líka geta að við sem stóðum að þessum mótmælum erum gríðarlega ánægð með þessa framkvæmd og þá miklu þátttöku sem sannarlega var raunin.
Við þökkum ykkur fyrir fréttaflutninginn af málinu þó það hefði kannski betur mátt koma fram hvers vegna við stóðum í þessu.
Góðar stundir.
09.05.2005 at 20:04 #522372Frábært framtak!!! Ömulegt samt af fréttarstofu Stöð 2 að lesa yfirlýsingu frá FÍB undir. Fari þeir í fúlan pitt!
kv.
Diesel
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.