This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ég bið ykkur um að halda ró ykkar, á meðan félagi Halldór Sveinbjörnsson formannskandídat vinnur að sáttum milli stríðandi aðila.
Helli því ekki meiri olíu á eldinn en freka er gert. Enda dýr dropinn um þessar mundir.
Á meðan getið þið frekar dundað ykkur við lestur. En hér að saga af miklum stórbónda í Svíþjóð. En ég bjó í 12 ár í Svíaríki.Lífið á Mörkagorden
Mörkagorden var mikið stórbýli í vestur hluta Svíþjóðar, átti þessi herragarður fjöldann allan af smærri jörðum í nágrenninu. Mörkagorden var svínabú með um 7000 svínum, auk þess voru ræktaðar 3000 tonn af kartöflum og 4000 tonn af hveiti á jörðunum. Og var skógarhögg þarna líka all nokkuð. Þannig að bærinn var í raun stór verksmiðja og unnu þarna þegar mest umsvifinn voru. Allt að 25 manns. Yfir þessu öllu var Sven Karlson og bróðir hans Rune Karlson. Runer var gáfaði hluti þeirra bræðra, en gáfum þeirra bræðra var mjög mis skipt. Rune skipti sér lítið af daglegum rekstri býlisins. Og vildi hann miklu heldur vera úti á akri að plægja eða dútla við svínin. Sven var hinsvegar stjórinn á bænum, þrátt fyrir andlega fötlun sína, og sögðu gárungarnir að hann væri svo heimskur að hann gæti ekki bæði talað og gengi samtímis, þá dytti hann á hausinn. Kynni mín af þessum ágætu mönnum hófst með því móti að þeim vantaði einhver til þess að sjóða og lappa upp á traktorsvagnana hjá sér. Fór ég því í sveitina og hófst handa við viðgerðir á vögnunum úti á hlaði. En þetta voru stórir vagnar sem gátu borið allt að 12 tonnum af kartöflum. Þar sem ég er að sýsla á planinu í rólegheitunum þá kemur risa stór traktor af gerðinni John Deer 4042 Super á tvöföldum dekkjum að framan og aftan askvaðandi inn á hlaðið og tekur svaka borgarstjóra beygju á hlaðinu. En til allra óhamingju var hlaðið þakið vörubrettum ( þið vitið eins og Eimskip notar ) ók traktorinn yfir mörg þeirra og muldi þau niður einsog þau hefðu farið í gegnum pappírstætara. Traktorinn stoppaði og stórbóndinn Sven snaraðist út og heilsaði (heisan vil du ha kaffe) jú sagði ég þrátt fyrir að mér væri all brugðið enda leit planið út einsog Beirut í lok stríðs. Sven lét sér þó hvergi bregða. Eftir kaffi pásuna stóðum við úti á tröppum á Mörkagorden, þá tók Sven út á sér tillann og sprændi yfir handriðið á tröppunum og sagði að það væru almenn mannréttindi að fá að spræna þar sem maður stæði.
Umsvif okkar þarna á bænum uxu hratt og vorum við fengnir til þess að gera við allt milli himins og jarðar, eða nánast að redda því sem þurfti að redda. Eitt sinn er ég var staddur á fyrr nefndu plani þá kemur stóra þreskivélin inn á hlaðið og rauk úr henni. Þegar hún nam staðar flýttum við Rune okkur upp á vélina til að gáð að, hverju þetta sætti. Þegar vélarhlífinn var opnuð gaus upp eldur sem fljótlega var slökktur. Sýndist okkur að við brunann hefði lekið logandi olía af vélinni. Þarna sem vélin stóð í skjóli við eitt svínahúsið, sáum við Rune ekki út yfir akranna. En við sjáum að Isussu bíll þeirra bræðra, sem Sven kallaði alltaf bláa bílinn. kemur á mikilli siglingu inn á planið. Þar er Sven á ferðinni og stekkur hann út ú bílnum áður en hann nemur staðar og bendir Sven út yfir svínahúsið og nær hann ekki að mæla enda er hann svo æstur. Þar sem hann nær ekki að tjá sig, stekkur hann inn í svínahúsið og kemur út að vörmu spori út með 20 lítra fötu fulla af vatni. Með bendingum og öðru táknmáli nær hann að gera Rune skiljanlegt að hann vilji að hann sé keyrður út á akur með vatnið og sest við svo búið í farþegasætið með fötuna á milli fótanna. Ég sé þá bræður síðan hverfa fyrir hornið á svínahúsið í loftköstum á bála bílnum og sennilega fatan orðin tóm í öllum hamaganginum. Verð ég þá forvitinn og snarast í gegnum svínahúsið til þess að gá hvað sé á seiði. Þegar ég kem út úr húsinu, sé ég að hveitiakrarnir standa í björtu báli. Stekk ég þá til baka og greip jakka sem hékk þarna á nagla til þess að berja á eldinum ( seinna kom þó í ljós að þetta var spari jakkinn hans Svens. Þar sem við börðumst við eldhafið ég með jakkanum, Rune með því að traðka á honum og Sven búinn úr fötunni. Þá sáum að þetta var búið spil og mörg hundruð hektarar myndu brenna. Ekki datt okkur neitt í hug enda vorum við agnarsmáir þarna í eldhafinu. Sjáum við þá hvar stóri John Deer traktorinn kemur með 5 blaða skiptiplóginn uppi og er hann á fullri ferð. Þegar hann kemur til okkar þá skellir hann niður plóginum og plægði á fullri ferð tvo hringi í kringum eldinn og var þá hættan fyrir bí. Fyrst ég er farinn að segja svona mikið frá þessum eðal traktor, þá hafði það gerst nokkrum sinnum að við höfðum þurft að skipta um aftur rúðu í honum. Þetta var all dýrt því rúðan var opnanleg og í henni var áföst vinnukona og tjakkar. Voru rúðuskiptinn töluverð vinna. Rune hafði verið að furða sig á því hversvegna rúðan væri alltaf að brotna. Loks fékkst allavega ein skíring á því. En Sven hafði verið úti á akri að plægja sem hann gerði þó ekki oft, því hann átti það til að dotta við plæingunna sem gat verið slæmt. En eitt sinn var Sven á heimleið af akrinum með plóginn uppi að aftan og stendur ysta blaðið einsog krókur út úr plógnum. Kemur Sven inn á hlaðið á traktornum, en skyndilega man hann eftir því að hann hafi gleymt einhverju úti á akri. Og snar snýr við á planinu, en við það krækir hann plógnum inn í veltigrindina á stórum rafmagnslyftara, án þess að taka eftir því þá tekur Sven lyftaran með sér út á akur. Það er ekki fyrr en Sven stoppar úti á akri að hann verður var við það að lyftarinn er flæktur í plógnum. Opnar Sven þá umræddan afturglugga og lyftir Plógnum til þess að losa lyftarann, við það rekst plógurinn í afturrúðuna og hún splundrast. Lyftarinn losnaði reyndar ekki við þetta. Þurftum við því að losa veltigrindina af lyftaranum og taka plóginn í sundur þarna úti á akri. En allt var klárt í plæingu tveim dögum síðar.Ekki hef ég getið neitt um einkahagi félaga Svens, en karlinn er piparsveinn og býr því einn, þar sem Sven er ekkert sérstaklega laginn við matargerðina. Þá lítur systir hans við stökusinnum og eldar fyrir hann. Sven er ekki sáttur við það að vera piparsveinn og hefur hann reynt ýmislegt til þess að bæta úr því án árangurs. Hefur hann t.d lengi haft augastað á Sissú sem er einstæð móðir sem hefur unnið all mikið á Mörkagorden. En ég segi frá því síðar. Eitt sinn vorum við David að vinna við uppsetningu á svínainnréttingum á Holmen sem er bær Rune bróður Svens. Vorum við búnir að vera þarna nokkra daga í kæfandi hita og svita. Ekki langt frá vinnustaðnum var fagurt vatn sem var farið að freista Davíðs. Og spyr hann mig því hvort við eigum ekki að skella okkur í vatnið einhvern tímann eftir vinnu og við gætum jafnvel fengið okkur öl. Ekki langt undan var Mats vinnumaður og heyrði hann hverju fram fór, og vildi hann því fá að vera með og stakk einnig upp á því að við myndum grilla við vatnið. Einhvernvegin spurðist þessi baðferð út meðal starfsamanaa á Mörkagorden sem einsog fyrr sagði eru u.þ.b 25. Frétti kona Rune einnig af þessu og stakk hún upp á því að við færum öll saman í vatnið grilluðum og fengjum jafnvel einhvern spilara til þess að standa á bakkanum og spila sænska valsa.
Fleiri komu með hugmyndir og smátt og smátt fór þessi litla baðferð okkar Davíð að fara úr böndunum. Tók þó steininn úr þegar Sven stórbóndi komst á snoður um hugmyndina og vildi hann ólmur vera með og vildi ræða við Davíð nánar um baðferðina. Funduðu þeir því og af afloknum fundi kom Davíð til mín og sagði að allt væri klappað og klárt. Þó hefði baðferðin breyst aðeins í meðförum þeirra félaga. En það hefði verið tekin sú ákvörðun að halda veislu.
Veisluna átti að halda í hlöðu einni sem ekki var notuð lengur. Og þetta yrði einskona hlöðuball. Til þess að gera langa sögu stutta, var hafist handa við undirbúninginn og voru nokkrir pólverjar settir í það að innrétta hlöðuna, annar endinn var stúkkaður af og sett upp hljómflutningstæki, barborð og veggir skreyttir með trjágreinum, hinum endanum var breytt í veislusal með dúkuðum langborðum. Einnig var hlaðan skreitt að utan og fengin ýmis leiktæki á staðinn ungum sem öldnum til skemmtunar. Á meðan á þessu stóð voru send út boðskort víðsvegar og 150 manns boðið á hlöðuball. Þegar síðan kom að veisludegi og fólk fór að tínast á ball, beið þeirra heilgrillað svín 120 kg og aðrar kræsingar. Það má því segja að baðferðin okkar Davíðs hafi aðeins farið úr böndunum.
Því má svo bæta við söguna að Sven stórbóndi var með ráð undir rifi hverju og hafði allan tíman ætlað að nota hlöðuballið til þess að komast yfir vinnukonuna fögru hana Sissú, þó fór svo að lokum að Mats vinnumaður hafði betur á ballinu og hafði hann vinnukonuna undir.Fæðið í sveitinni.
Þar sem við eyddum oft löngum tíma þarna í sveitinni, þá var oft boðið upp á mat á staðnum. Þótti okkur heldur verra fæði hjá Sven á Mörkagorden heldur en hjá Rune á Holmen. Eitt sinn vorum við eitthvað að stússast á Mörkagorden og vissum að Sven var að elda þorsk. Ekki höfðum við þó tíma til þess að snæða þann daginn og afþökkuðum góðgætið. Daginn eftir vorum við þó aftur mætti til Svens. Og var okkur boðið í mat. Þar sem við vorum svangir og það hafði verið frekar heitt eða 25 gráður, snöruðum við okkur inn í eldhús. Þegar við komum inn, sáum við hvar köttur stóð upp á eldhúsborði og nartaði í leifar og tveim heilsoðnum þorskum með haus og öllu saman. Kötturinn lét sig þó hverfa snarlega þegar hann sá okkur. Þorskurinn hafði greinilega legið þarna á borðinu síðan deginum áður og í þessari hitasvækju. Þar sem Sven hafði greinilega gætt sér á þessu deginum áður og svo hafði kötturinn einnig lagt sitt af mörkunum. Og svo hafði hitinn aðeins þurrkað fiskinn ásamt því að hann hafði greinilega gulnað til muna. Ákváðum við að láta hrökkbrauð nægja þann daginn.
Heldur þótti okkur vistin betri á Holmen en það kenndi ýmissa grasa í matseldinni. Þó var venjulegast étið það sem hafði veiðst í skóginum og voru oft svo kallaðar skógardúfur, fasanar hérar og kanínur og stundum elg kássa. Eitt sinn var okkur boðið upp á fiskisúpu, og virtust margir vera spenntir fyrir hanni. Þegar til kom var borinn á borð stór pottur og í þunnri súpunni flutu nokkur torkennileg fiskstykki og svo smokkfiskhausar með öngum og öllu saman, þá var hrökkbrauðs trikksið endurtekiðSagan af svínunum.
Eitt sinn vorum við í partíi með einhverjum þýsku pari. Þjóðverjar þessir áttu ættir að rekja til svíþjóðar og bjuggu á sveitabæ frænda sýns. Fór nokkuð vel á með okkur og þessum þjóðverjum og voru þetta svona hálfgerðir hippar. Sögðust þau vera með ýmis sérkennileg dýr á sveitabænum t,d villisvín. En þeim langaði í venjuleg alisvín. Við Davíð þóttumst ná ekki var í vandræðum með það að redda þeim svínum. Var það að samkomulagi eftir allmarga bjóra að við skildum mæta með nokkur svín til þjóðverjana daginn eftir. Daginn eftir rámaði okkur í þess svína pælingar. Og ákváðum við að standa við samkomulagið og renndum við því til Svens bónda og bárum við upp erindið. En við vildum fá 7-8 smá svín. Sven sagði að það væri ekki vandamálið og mættum við velja nokkur fyrir 100 kr sænskar stykkið. Vorum við Davíð fegnir þessari málalokan og snöruðums við því út í svínahús og völdum okkur 8 lítil svín og, og hentum þeim inn í aftursætið á Corollunni hans Davíðs. Var síðan haldið til þjóðverjana sem bjuggu í 80 km fjarlægð. Svínin tóku bíltúrnum freka illa og voru með óspektir í aftursætin og tókst þeim einhvernvegin að troða sér aftur í skott og einu tókst að þröngva sér undir aftursæti. Við skildum nú aldrei hvernig það var hægt. Þegar við mættum svo hjá þeim þýsku með grísina urðu þau all hissa og höfðu nú ekki alveg átt von á því að staðið væri við stóru orðin frá því kvöldið áður.
Ps var reyndar ekki alveg búinn með söguna en það skiptir ekki máli.
You must be logged in to reply to this topic.