FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Möguleikar með breytingar á Terrano II?

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Möguleikar með breytingar á Terrano II?

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jón Garðar Helgason Jón Garðar Helgason 19 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.01.2006 at 21:30 #197078
    Profile photo of
    Anonymous

    Blessaðir piltar, er nýr í þessum jeppamálum og var að fá mér Terrano II (31″) óbreyttan bensín sem ég er mjög ánægður með og er að hugsa aðallega í sumarferðir. Langar samt að fikta e-ð í honum án þess að setja á hann stærri dekk að svo komnu. Hvað er hægt að gera og hvað hefur maður með að gera?

    Eru til læsingar í þessa bíla (hvar fást þær)? Er e-ð með spil að gera? Drullutjakk (þarf ekki járnstuðara til að koma honum við?) Annar útbúnaður fyrir sumarferðir? Breytingar á loftinntaki? E-ð til að gera þessa bíla traustari? Veikleikar? VHF – er það nauðsynlegt öryggistæki?

    Annars er ég oft að skoða síðuna hérna og er að velta fyrir mér ávinningnum af félagsskapunum fyrir utan afslætti, sýnist að hér séu flestir á „alvöru breyttum bílum“ og því kannski lítið fyrir svona smájeppa eins og Terrano. Kv. einn upprennandi dellukarl,

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 16.01.2006 at 21:47 #539230
    Profile photo of Sigurður Árni Friðriksson
    Sigurður Árni Friðriksson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 138

    Sæll….

    Gerðu sjálfum þér greiða. Byrjaðu á þessum bíl, skaðar ekki að fjárfesta í hinum og þessum aukahlutum sem fylgja þessu sporti. Það tekur tíma að byggja það allt saman upp ef þú átt ekki þeim mun meiri peninga.

    Ef þig langar til að halda þessu sporti áfram og færa þig uppá stærri túttur, að þá borgar sig að skipta um bíl, vegna þess að það er mun ódýrara að halda við bíl heldur en að breyta honum og líka halda honum við.

    Kv
    Siggi





    16.01.2006 at 21:51 #539232
    Profile photo of Óskar Ársælsson
    Óskar Ársælsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 180

    ég er skráður í klúbbinn og er bara á þreyttum Hilux á 31". Skelltu þér í ferð með litlu deildinni og þá verður ekki aftur snúið. Skellti mér í mína fyrstu jeppaferð um síðustu helgi með litlu deildinni og fékk þar smá reynslu í snó og miklum sköflum(standa tíkina bara og vona að hún komist yfir), einnig að keyra með lilu lofti í dekkjum. Einnig fær maður góð ráð við öllu frá þeim sem reyndari eru.

    kv Óskar Þór
    R-3716





    16.01.2006 at 21:56 #539234
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þú ættir að skoða Rottusíðunna en hana fynnur þú undir tenglar og íslenskir jeppaklúbbar, þar eru margar myndir af mjög duglegum Terrano 38 tommu en hann var lengi á 36 t og dugði vel.
    kv Ofsi





    16.01.2006 at 22:17 #539236
    Profile photo of Ólafur Gunnarsson
    Ólafur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 222

    Ég er nýr í þessu sporti og er kominn með algjöra dellu. Ég er algjörlega sammála honum Óskari, það er mjög gott að drífa sig í ferð með Litludeildinni, ótrúlegt hvað maður lærir mikið í þessum ferðum þar sem reyndari menn leiðbeina þeim nýju. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og þær ferðir sem ég hef farið í hafa verið frábærar.

    Ég er á Terrano 2 sem búið er setja á 35" dekk og ég er mjög ánægður með bílinn, hann er ótrúlega duglegur. Það er hægt að fá ARB loftlæsingu í afturdrifið og kostar hún um 120.000 + loftdæla og vinna.





    17.01.2006 at 00:16 #539238
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er nýlega búinn að kaupa terrano II 2700tdi og er einnig að þreifa fyrir mér með breitingar . hvernig er það er möguleiki að setja hann á 35" á þess að fara í lægri hlutföll.





    17.01.2006 at 00:26 #539240
    Profile photo of Ólafur Gunnarsson
    Ólafur Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 222

    Minn er 2,7tdi með orginal hlutföll á 35" og virkar bara vel. Ég hef kanski ekki mikinn samanburð en er mjög ánægður með hann.





    17.01.2006 at 00:33 #539242
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Sæll

    Ef þú telur bílinn góðann gæti verið heppilegt að byrja á honum, en ekki eyða stórfé í bílinn sem slíkann frekar búnaðinn sem þú getur átt ef þú selur þennann.

    Með GPS og VHF ertu nokkuð vel búinn til að ferðast með öðrum, NMT símar virðast vera fallvölt fjárferting í dag

    Terranó er hægt að breyta í ágætis fjallabíl með því að skrúfa flexitorana upp um smáræði og setja klossa undir gormana ættirðu að koma 33" dekkjum leikandi undir hann. Líklega þarftu brettakanta sérstaklega ef þú notar breiðar felgur.

    Ef þú ætlar á 35" dekk þarftu að láta breytingaskoða b´linn sem þýðir hraðamælabreytingu sem er svolítið dýr, slökkvitæki og sjúkrakassa, sem væri hægt að mæla með að eiga, og láta breytingaskoða bílinn, 4-5000 kall minnir mig.

    Ég ferðaðist á 33" trooper í 2 ár um landið þvert og endilangt og fannst það bara gaman.

    Farðu í jeppaferðir og þá finnurðu hvers þú þarfnast í raun.

    Kv Izan

    P.s. mundu bara að umgangast landið af virðingu.





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.