This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Hauksson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.03.2006 at 09:57 #197489
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.03.2006 at 15:22 #545902
Sælir,
Ég viðurkenni það fúslega að ég á þessar græjur og kann alvega að nota þær, en ég set þær bara aldrei í bílinn. Spurning um að maður skelli þessu ekki bara í kassann góða eftir þessar hörmungar. Því ég er alveg sammála því að það er ekki nóg að kunna skyndihjálp ef maður kemst ekki á staðinn. Það er líka rétt að það er gott að ef einhver gæti sigið þarna niður og kannað aðstæður til að geta sagt betur frá aðstæðum.
kv, Ásgeir
08.03.2006 at 15:24 #545904Það er vissulega rétt Skúli að öll þekking á þessum málum sem og öðrum er af hinu góða – og ég myndi áræðanlega mæta á námskeið ef klúbburinn stæði fyrir slíku.
Hitt er svo allt annað mál og var punkturinn í mínum skrifum að menn sem hafa tekið eitt eða tvö námskeið og/eða eiga "réttu" græjurnar eru því miður allt of oft gjarnir á það að ofmetnast og fara út í verkefni sem eru umfram þeirra getu. Og skapa með því oftar en hitt meiri hættu og vanda heldur en var fyrir. Það er nefnilega þetta með skynsemina sem vantar allt of oft – Hún kemur þér oftast langa leið, og jafnvel á leiðarenda, ef hún er með í för.
Ég er að mínu mati (og annarra) mjög vel útbúin á mínum bíl – ég hef þar meðal annars um 70 m af teygjuspottum, 50 m spilvír og nokkra tugi metra af stroffum o.fl. Ég er líka með snjóakkeri, tvo álkarla, skóflur, gleðigand – sem er 3 m langur stálprófíll, tvö GPS, Tölvu, NMT, VHF, Iridium og mjög margt fleira – og kann á allt draslið. Ég tek því undir það að með þessum útbúnaði ásamt heilbrigðri skynsemi tækist mér, og hefur tekist, að koma mér og mörgum öðrum út úr ýmsum vandræðum.
Þannig að ef einhver kýs að bæta við fullkomnum sig og björgunarbúnaði í bílinn þá er það gott og blessað – en ég er, sama hvað þessi alpa gaur eða aðrir segja, fullviss að jeppamenn eru almennt mjög vel útbúnir og hafa kunnáttu til að takast á við flest þau óhöpp eða vandamál sem kunna að koma upp – Og hafa sem betur fer oftast skynsemi til að vita hvað er þeim ofviða.
Benni
08.03.2006 at 16:03 #545906Ég get alveg tekið undir það hjá Benna að jeppamenn eða allavega megin þorri 4×4 félaga eru vel búnir og geta brugðist við 99% þeirra atvika sem kunna að koma upp á. Hér er einfaldlega til umræðu einn þáttur af mörgum sem við höfum ekki spáð mikið í og raunar merkilega lítið. Kannski vegna þess að þörfin kemur ekki oft upp, menn varast yfirleitt að vera að labba mikið þar sem eru sprungur, kannski varast full mikið að labba yfir höfuð ;o) en þó eru menn að labba á Hnjúkinn og í honum eru oft sprungur og ég held að engir nema jeppamenn fari þar upp án þess að vera í línu og á mörgum stöðum á jöklum þar sem vert er að stíga út úr bílnum og labba aðeins eru einmitt nokkrar líkur á sprungum því það er gjarnan þar sem klettar koma upp úr jöklinum með tilheyrandi broti.
Hinn punkturinn að það sé hætta á að menn fari fram úr sjálfum sér ef þeir hafa réttu græjurnar en ekki þekkinguna eða skynsemina þá á það nú eiginlega við allt í þessu sporti. Góður og vel útbúinn jeppi er stórhættulegur í höndum þess sem ekki kann með hann að fara eða ekki kann að ferðast. Þetta er ekki útúrsnúningur, þetta er sambærilegt dæmi.
Kv – Skúli
08.03.2006 at 16:23 #545908Ég held að okkar ágæti formaður hafi hitt naglann á höfuðið í síðasta innleggi sínu. Sannleikurinn er nefnilega sá, að margir upphaflegu vetrarferðalanganna – líklega langflestir – komu úr einhverskonar umhverfi, sem hafði kennt þeim undirstöðuatriði í ferðamennsku og fjallamennsku. Áreiðanlega var stór hluti okkar með talsverða reynslu úr björgunarsveitunum svo dæmi sé tekið. Nú finnst mér hinsvegar – án þess ég sé með neitt eða neinn sérstaklega í huga – að sífellt fjölgi þeim sem hafa ekki annað tl brunns að bera en að hafa getuna til að kaupa farartæki með tilheyrandi búnaði. Slíkt getur haft hættu í för með sér, einkum og sér í lagi ef slíkt fólk nýtur þess ekki að ferðast með sér reyndara fólki í fyrstu skiptin. Auðvitað dugar reynslan ekki alltaf og slys verða þótt þrautreynt fólk eigi í hlut, um það vitna dæmin, því miður. En ég held við ættum hvert og eitt okkar að líta í eigin barm og skoða hvort einhverjar athugasemdir sem hér hafa komið fram eigi við okkur. Ekki rjúka upp og reiðast.
08.03.2006 at 17:14 #545910Ég vil benda á að það er enginn að tala um að vera með búnað til að koma stóslösuðum einstaklingi upp úr sprungu Frekar að það er nauðsynlegt að komast að slösuðum einstakling, m.a. til að binda að verstu sárum ef honum skildi blæða eða til að setja hann í teppi/svefnpoka til að halda á honum hita til að forðast ofkælingu. Síðan maður minnist nú ekki á andlega stuðninginn.
kv
Dóri
08.03.2006 at 18:16 #545912Mér finnst eins og að sumir hérna sjá bar allt eða ekkert. Tuddinn ætlar ekki að vera með svona búnað, því þá þarf hann að taka jafn mikinn búnað, ef ekki meiri, en 20 manna björgunarsveit.
Niðurstaða við þurfum alltaf að geta gert meira en ekki neitt. Ekki satt ?
Því ef við gerum ekki neitt þá reddast ekki neitt. En við þurfum heldur ekki að gera allt þarna liggur munurinn.
08.03.2006 at 18:27 #545914Það er ljómandi skemmtilegt að lesa þessa umræðu.
Annarsvegar eru þeir sem telja að ég hafi hitt naglann á höfuðið og svo eru hinir sem finnst mest til koma "hrokinn" í skrifunum. Gott ef það er ekki eitthvað til í hvoru tveggja og það seinna til þess fallið að vekja athygli á því fyrra, -minni þó á að hér eru það skilaboðin en ekki sendiboðinn sem skipta máli.
Jökulsprungur eru jafn sjálfsagt fyrirbæri og annað á jöklum. Og það að falla í jökulsprungu er ekkert tiltökumál ef rétt er að verki staðið þe menn bundnir á réttan hátt og þekki til hífinga og trygginga í snjó.
Þesi grundvallarþekking sem ég er að vitna til er ekki síður til þess að koma í veg fyrir slys með því að geta kannað leiðir yfir staðbundin sprungusvæði með öruggum hætti.
Ég minntist aldrei á stórkostlegar björgunaraðgerðir. Sá búnaður og verklag sem ég er að vitna til er einnig kjörinn til að tryggja öryggi þeirra sem vinna við að losa bíl sem er fastur í sprungu án þess þó að hafa fallið niður.
Greinin fjallar eingöngu um það sem meðal fjallamanna þykir sjálfsagt á ferðum um jökla; -að menn geti borið sig örugglega um sprungur og sprungusvæði.Hann var helvíti góður þessi sem minntist á Iridium símann: -Nú er bara að finna út hvort hann virkar í sprungum og sé með MOB takka!
góða ferð
Karl Ingólfsson
08.03.2006 at 20:41 #545916Þetta er athyglisverð umræða.
Annað hvort eru menn algjörlega á móti sjálfsbjargarviðleitni og dettur ekki í hug að bjarga félögum sínum eða aðstoða. eða menn vilja að allir geti og kunni allt. – en jæja.
Hver hefur vit á því að þvælast ekki inn á þekktum sprungusvæðum. humm, – -hefur einhver fundið örugga leið á jökli,, – ég spyr t.d á Eyjafjallajökul? –
fólk fer oft þangað í sunnudagsbíltúr ef það skín sól í reykjavik, – enda svo uppi við fimmvörðuháls í þoku og snúast þar í hringi , keyra svo þvert yfir hrikalegt sprungusvæði ofan í dældinni sem hallar niður að gígjökli, – "þekkta leiðin" yfir eyjafjallajökul er stórhættuleg og ef einhver ert nógu klár til að þvælast ekki á þekktum sprungusvæðum, – eru þá allir "óklárir" s.s hálfvitar sem hafa farið á eyjafjallajökul? –
Að hringja í 112 og "bíða", – á hvaða plánetu eru menn?, – Það að bíða er oft ekki hægt. Stundum eru tímamörkin þannig að það að bíða ER EKKI HÆGT. Það er ekki sambærilegt að lenda í slysi í borgarumhverfi þar sem næsti björgunaraðilli er í 3 mínutna fjarlægð, eða jökli þar sem aðstæður eru allt aðrar, sérhæfð aðstoð í fleiri klukkutíma fjarlægð og allar aðstæður hinar verstu.
Broddar, linur og sigtól, og þekking á þeim eru verkfæri, – það þarf bæði þekkingu og tækin til að eitthvað gagn sé af þessu verkfæri, – ef menn eru að ferðast á jöklum, og hafa ekki með í för þau lágmarks verkfæri sem geta skipt sköpum ef ílla fer, þá eru menn á hálum ís í bókstaflegri merkingu. – hverjum ditti það í huga að klífa upp 100m hátt fjarskiptamastur án þess að vera með belti, hjálm og tryggingar?, – kanski einhverjir vitleisingar, og jú, vitleisingar eru alltaf einhverstaðar, og stundum enda þeir upp í möstrum reka hausinn í og missa jafnvægið og detta til jarðar. Stundum enda þeir uppi á jöklum á blankskóm og flauelsbuxum. –
höfum í huga að þó að sem betur fer að sprungubjörgun á jöklum sé ekki daglegt brauð, þá er það hlutur sem gera þarf ráð fyrir þegar farið er upp á jökla, – að segja "að ég ætla sko ekki að síga niður í sprungu til að bjarga félaganum" það þykir mér ekki gott tóbak, – frekar ætti fólk að vera heimahjásér vafið í bómull en að koma nálægt fjallaferðum ef þetta er hugsunin. –
Tökum dæmi, – nokkrir bílar á ferð á jökli, allt gengur vel, allir með miðstöðina í botni og menn á stuttermabolum að keira (og já ég hef séð svoleiðis ökumenn), – svo er stoppað á fallegum stað uppi á hæð á jöklinum og menn stökkvar úr bílnum. – einn farþeginn hoppar beint ofan í sprungu og rennur 4-6 metra niður sprunguna og klemmist þar fastur í sprungunni. hann er óbrotinn en pikkfastur.
segjum að þetta gerist á langjökli.- Ferðafélagarnir hringja í 112 úr fína irridíum símanum sínum og bíða eftir aðstoð, – viðbragðsaðilar bregðast þannig við að björgunarsveitir eru sendar af stað upp á jökul og þyrlan gerð klár. Eftir nokkrar panik uppflettingar í gps tækinu koma menn svo réttri staðsetingu til skila og þyrlan er send af stað. þeir komna eftir um 2 klukkutíma, – í millitíðinni verður manninum í sprunginnu svo kalt að hann hrópar á félagana sem henda niður til hans úlpm og öðrum fatnaði, – Þar sem félaginn er skorðaður í sprunginnu nær hann enganveginn að klæðast fatnaðinum sem niður til hans er hent. – hann ofkælist og er kominn í stórkostlega lífshættu eða látinn þegar bjargir koma á staðinn. –
Ef einhver hér ætlar að segja mér að hann hafni því að hafa grunn þekkingu og búnað til sprungubjörgunar og/eða vilji ekki nota hana, en samt sem áður að ferðast um jökla og hálendi íslands, þá stend ég fast á því að viðkomandi er stórhættulegur sjálfum sér og umhverfi sínu fyrir vítavert gáleysi og dómgreindarskort.
Minni líka á það að það er betra að höggva hendina af manninum en að láta hann frjósa í hel.
auðvita getur enginn einn kunnað allt, en menn þurfa að hafa vit á því að hugsa fyrir óvæntum hlutum og hafa hugmynd um hverning eigi að bregðast við þeim. – "það kemur ekkert fyrir mig, ég er svo góður ökumaður" er algjörlega út í hött, slys geta komið fyrir alla eins og dæmin sanna og menn þurfa að hafa toppstykkið á réttum stað ef menn ætla að ferðast á fjöllum.
góðar stundið og farið varlega.
kv.
Marteinn S.
08.03.2006 at 22:54 #545918það er hægt að síga í sprungur á einfaldan máta, ég þurti að fara 15 metra niður og sækja dót (svefnpoka tjald og fl.) við vorum með línu bundum likkju á báða enda fyrir báða skó, mér var slakað niður og svo voru böndin dregin upp til skiftis, eins og labba upp stiga.
kvGunni
08.03.2006 at 23:14 #545920Karl,ef maður talar niður til fólks eða hópa og er hrokafullur þá lýsir það hvaða man þú hefur að geima. Líklega hefur þú alltaf vitað betur eða þetta er í eina skiftið svo þú gast ekki hamið þig. Ég hefði viljað sjá þessa grein skrifaða í öðrum tón.
Kveðja Magnús.
08.03.2006 at 23:42 #545922
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vil bara taka framm að það er engan vegin fyrir alla að standa frammi fyrir td sprungubjörgun, með litinn bunað og littla þekkingu oft við erfiðar og lifshættulegar aðstæður, held þeir hja isalp ættu aðeins að athuga sinn hugsanagang lika, þetta eru menn sem eiga að vita að þetta er ekki fyrir hvern sem er, min reynsla er sú að oftast er ferðast í hópum og þar er oftar en ekki einhver sem kann eitthvað í hverju og sameinaðir stöndum vér og sundraðir………
Auk þess er þessi bunaður sem þarf dýr, og kanski ekki alveg nauðsinlegt að fylla alla bila af honum.
Auk þess er hann stórhættulegur í hondum þeirra sem ekki kunna með hann að fara.Hroki er engum til góðs, og væri þeim felögum nær að bjóða uppa kennslu i grunnatriðum um meðferð klifurdóts enn að hrauna yfir stóran hóp folks sem þeir þekkja ekki neitt.
09.03.2006 at 10:14 #545924Lína 15-20þ
Sigstóll 5-6þHeld að menn ættu ekki að gráta þann pening (er þetta eitt ódýrt dekk? )
kv
Dóri
09.03.2006 at 12:00 #545926Ég myndi ekki treysta mér til þess að "flakka" um sprungur með einungis línu og sigbelti. Það þarf meira til. Þessi upptalning er gróflega það sem þarf.
Sigbelti =10.000
hjálmur =6000
karabínur *4=10.000
lína=13.000
broddar=12.000
öxi=10.000
sig/tryggingartól=3000
prússik og borðar=4000
ísskrúfur*2=16.000
.
=83.000
.
Og svo gleymir maður alltaf einhverju svo 100.000 er kanski ekki svo fjarri lagi.
.
Varðandi það að fara ofan í sprungu þá er það ekki endilega bara að síga beint niður á sléttan botn og allt í góðu lagi. Hvað ef botninn á spungunni er ótraust snjóbrú? eða brött brekka sem maðurinn valt áfgram niður? eða maðurinn stoppaði á smá syllu og svona mætti lengi telja. Mér finnst þessi umræða mjög jákvæð og gott mál ef menn ætla að græja sig upp og læra á búnaðinn en að kaupa línu, belti og áttu og ætla að framkvæma sprungubjörgun þá er mjög hætt við því að af því hljótist aðeins frekari slys.Freyr
09.03.2006 at 12:49 #545928Hugsaði að vísu eftir að ég barði þetta inn að það þyrfti einnig sigtól(áttu/túbu), 1 prússík og svo 1-2 karabínur til þess að komast að einstakling og svo er alltaf gott að vera með hjálm (jafvel reiðhjólahjálmur fer langt). En það er kannski 6þ í viðbót.
Slingar/ísskrúfur/öxi og broddar gætu verið overkill fyrir meðalljónið á jeppa (þó ég sé ekki svo viss um ísexina og broddana) þar sem verið er að tala um að komast að þeim slasaða en ekki endilega framkvæma heildar björgun. Oftast mætti sennilega tryggja í jeppann eða ef fólk er á gangi þá búa til einfalda snjótryggingu með dóti sem er við höndina, svo sem skóflum, álkalli o.s.frv. (hugarflugið kemur manni helvíti langt)
Sjálfur er ég alltaf með listann sem þú taldir upp, enda stunda ég fjalla/jöklamennsku á fótum meira en á jeppa, þar sem útbúnaðurinn sem þú taldir upp telst grunnbúnaður í ferð.
kv
Dóri
09.03.2006 at 13:25 #545930Sælir
Já auðvita eru takmörk fyrir því hvað venjulegur ferðafélagi getur aðstoðað í sprungu, en að hafa græjurnar til að komast að viðkomandi er það sem ég tel sem grunnbúnað, þá í minnsta lagi er hægt að veita andlega aðstoð og hlúa að viðkomandi, –
það er ábyggilega ekki mjög uppbyggjandi fyrir þann slasaða að það sé enginn sem reynir að koma honum til aðstoðar niður í sprunguna fyrr en eftir marga klukkutíma þegar björgunaraðilar koma á vettfang.
kv.
Marteinn S.
09.03.2006 at 14:19 #545932hugsið ykkur bara hvað það er kalt ofaní sprungu. ef bíll fellur ofaní sprungu og maðurinn kannski lítið slasaður enn þarf að bíða í x klukkutíma eftir einhverri hjálp á gallabuxum og flíspeisu einu fata.
það eru ekki margir klukkutímar í -20° án hreifingar sem drepur mann úr kulda.
ég myndi vilja komast til félaga minns við slíkar aðstæður til að hlúa að honum þar til hjálp bærist.
ef 4×4 stendur fyrir grunnnámskeiði í notkun sigbúnaðar þá mæti ég.
hvernig er það, núna sýnist mér flestir sem tekið hafa þátt í þessu spjalli sammála um nauðsin þess að hafa grunnþekkingu í notkun sigbúnaðar og eiga grunnpakkan í bílnum. hvernig væri þá að skora á 4×4 að halda námskeið og skaffa afslátt af grunnbúnaði.
ég set nafn mitt á slíka áskorun
siggias
09.03.2006 at 14:25 #545934
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þann 21. október 2005 kom frétt hér á vefinn um afsláttarkvöld hjá Everest, þannig að það er nú þegar verið að skaffa félagsmönnum tækifæri til að kaupa svona dót á afslætti.
09.03.2006 at 17:41 #545936Það er eitt að geta og kunnað að nota búnaðinn, en svo er það ALLT annað að nota hann þegar þú þarft að fara niður að eftir vini eða ferðafélaga. Hvað mitt leiti varðar þá er ég ekki viss um það að maður sé hæfur til að sinna svona verkefni rétt og af fagmennsku þegar að maður er að sinna einhverjum sem að maður þekkir.
Þar fyrir utan eru mjög fáir ef ekki nokkrir jeppar fyrir utan björgunarsveitarbíla sem er t.d með börur til að hífa mann uppúr sprungu.
Mér fynnst gæta smá fábræðis og fyrirlitnig í garð jeppamanna í þessum skrifum.Kv
Snorri Freyr
09.03.2006 at 17:50 #545938Það er heldur ekki aðalatriðið að geta sótt einhvern ofan í sprungu, heldur skiptir það líka mjög miklu máli fyrir þann slasaða ef einhver kemst til hans og getur veitt honum skyndihjálp eða bara haldið í höndina á honum þar til það er hægt að ná honum upp.
kv. Kristinn
09.03.2006 at 19:01 #545940
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það eru nottlega margar hliðar á þessu, td væri eg ekkert spenntur að fara í línu sem ég ætti ekki sjalfur og vissi ekkert hvaða meðferð hun hefði fengið, og ég myndi heldur ekkert endilega vilja fara niður vitandi að fólkið uppa brún vissi ekki hvernig það ætti að bera sig að. Þetta snyst allt um að geta metið aðstæður og vita hvar mörk manns liggja, það er nefnilega auðvelt að koma sér í hættu við þessar aðstæður, sjalfur er eg yfirleitt með þetta í bilnum og vona að ég þurfi aldrei að nota þetta.
gps ættu allir að kunna undirstöðuatriðin og geta bjargað ser, enn við vitum að það eru ekki allir og til þeirra þarf að ná og brýna fyrir að læra á tækin.
enn við skulum ekki láta einhverja klifurapa espa okkur upp heldur halda okkar striki og læra meira og meira af reynslunni.
ps ekki fara allir í fallhlíf þegar þeir fara uppi flugvél, eru þeir þá aular sem vita ekki hvað þeir gjöra??????? svipuð samliking finnst mer.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.