This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Hauksson 18 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.03.2006 at 09:57 #197489
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.03.2006 at 10:48 #545862
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
verð að segja að þetta sló mig svolítið…þetta er nefnilega hárrétt…hvernig er það, er klúbburinn ekki neitt að skipuleggja námskeið í þessu? Nóg af mönnum til að kenna svona hluti og veit ég það að fyrir óreyndan mann getur það verið helvíti að hanga í sigbelti og aðallega sú hugsun um hvort að maður sé að gera eitthvað vitlaust.
svo eins og kom í öðrum pósti hér á spjallinu ættu broddar, axir og línur að vera staðalbúnaður í bílnum og einnig belti að sjálfsögðu, til þess að hægt sé að síga eitthvað að ráði…
08.03.2006 at 10:54 #545864Þekking er alltaf góð. Spurning hvort klúbburinn komi sér upp vinnuhóp/nefnd til að taka á fræðslumálum og námskeiðahaldi? Gæti orðið í talsverðu samstarfi t.d. við tækni- og vefnefndirnar (viðbót: og auðvitað hjálparsveitarinnar góðu).
Ég segi fyrir mig verandi nýgræðingur í þessu og hættulega heimskur (en veit samt af því sem er ákveðinn kostur) að ég væri til í að fræðast talsvert meira.
08.03.2006 at 12:11 #545866það er gaman að sjá hverjir koma með sært mojo út úr þessari lesningu á annars hárrétri grein. að kunna undirstöðuatriði í umgengni jökla er ekkert annað en sjálfsagt og annars heimskulegt að flækjast á jökul án neinnar kunnáttu. en það sem þessi grein fjallar líka um og það er einn áhveðin takki á gps tækinu sem engin myndi fara á jökul án, en hversu margir kunna á gps tækið sitt. í þeim skiptum sem ég hef farið á fjöll hef ég oftast lent í þvi að einhver í ferðinni, stundum fleirri en einn, kann ekkert á gpsið. þetta vandamál er ekkert bara hjá jeppamönnum á jöklum því margoft hef ég farið á sjó með trilluköllum sem kalla gpsið hanskageymslu.
08.03.2006 at 12:11 #545868
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það þýðir ekkert að túlka allt á versta veg.
Inntak greinarinnar er það að greinarhöfundi finnst sem það mætti vera til staðar meiri þekking á björgunarmálum meðal jeppamanna.
Og það er punkturinn sem ætti að ræða hér. Ekki orðin sem hann notar heldur inntakið.Það er einfaldlega mjög skynsamlegt að verða sér útum þessa þekkingu því eins og Þórir bendir á þá er skyndihjálpin mikilvæg. En ef þú kemst ekki á staðinn þá skiptir skyndihjálpin engu máli.
Landsbjörg kennir námskeið sem kallast Fjallmennska I og er tvö kvöld + 1 dagur. Það sem er kennt þar er nokkurnvegin það sem Karli finnst að jeppamenn mættu þekkja.
Slys þar sem þessi þekking nýtist eru sjaldgæf en af hverju ekki að fórna tveimur kvöldum og einum degi, einni helgi, í að læra að bregðast við þeim?
Það eitt að geta farið niður, séð hver staðan er á mönnunum og miðlað þeim upplýsingum til 112 er mjög verðmætt því þá er betur hægt að ákvarða stærð útkallsins þ.e. hversu margar, og hvaða, björgunarsveitir á að kalla út.
Ég er hlynntur því að klúbburinn sjái til þess að félagsmenn viti hvert þeir geta farið til að ná í þessa þekkingu. Svo er hverjum og einum í lófa lagt hvort þeir nýti sér tækifærið.
08.03.2006 at 12:40 #545870Leitaði að orðinu í greininni og fann það hvergi.
Aftur á móti fann ég orðið vankunnátta í henni og tel ég að það orð eigi fyllilega rétt á sér.
Grunnatriði fyrstu hjálpar er að geta veitt hana. Þá er ekki bara verið að segja að einstaklingur hafi farið á skyndihjálparnámskeið heldur þarf hann líka að komast að þeim slasaða. Ef hin slasaði hefur fallið niður sprungu (sem er eitt af fáum slysum sem getur gerst í jeppa á jökli) þá þarf að vera hægt að komast að þeim. Það getur skipt öllu máli hvort einstaklingur þurfi að bíða eftir þyrlu (1-X tímar) til að fá hjálp eða hvort hann fái hana eftir 10 mínútur (sem tekur einstakling að setja upp línu og síga niður).
Mér finnst þetta virkilega þörf umræða og tel að ef menn á annað borð fari á jökla landsins að þá eigi þeir að hafa kunnáttu, og búnað, til að komast að ferðafélögum sem eru í vanda.
Það er ekki lausn að forðast sprungusvæði, því sprungur geta verið á svæðum sem hafa áður verið talin þekkt.
kv
Dóri
08.03.2006 at 12:41 #545872Það er nú svo margt sem þarf að kunna og eru það vafalaust fáir sem kunna allt. Sama gildir nú ábyggilega um þennan Alpaklúbbsmann. En auðvita er frábært ef hægt væri að auka við þekkingu sína eð rifja upp, og fagna ég því framtakinu hennar Lellu að koma skyndihjálparnámskeiði á koppinn. Ég fór á svona námskeið, reyndar nokkrum sinnum og maður veit ekki hvað eftir situr að þeirri kennslu. Menn minnast á það hérna að ofan að þetta sé á verksviði Tækninefndar, en reynda ætti þetta að falla undir verksvið Hjálparsveitar og gæti Tækninefndin vafalaust tekið þátt í því. Því það er nú ekki einsog hún hafi verið yfirhlaðin störfum undanfarinn misseri
08.03.2006 at 12:43 #545874hvar eru þekkt sprungusvæði? ég fór á jökul um helgina, á annars jökul sem er þekktur fyrir að vera öruggur. samt voru jökulsprungur sem við ókum framhjá rétt utan við bílgluggan og einn á snjósleða sem var með í för var ekki langt frá því að steypast niður í eina sprungu.
jöklar eru margbreitilegir, fer bara eftir veðurfari hvernig hann er hverju sinni
08.03.2006 at 12:52 #545876Annars lít ég svo á persónulega að enginn jökull sé öruggur, þó svo að þeir séu mis varasamir einso allt. Einu fynnst mér menn gleyma í allri þessari umræðu að undanförnu um hættu á jöklum. Mér hefur nú fundist það öruggara, þegar ekið er í blindu að vera á jökli fremur en á fjöllum í nágrenni jökla. Þar sem oft á tíðum geta verið mun meiri hættu. Samanber gil, fjallsbrúnir eða ár og vötn.
08.03.2006 at 12:56 #545878mér finnst þetta góð grein. Hugsa að þetta sé nokkuð rétt hjá honum. Svona námskeið ætti nú ekki að vera mikið mál að fá landsbjörgu til að halda fyrir klúbbinn. Allavega tók ég svona námskeið á sínum tíma í nýliðaþjálfun í björgunarsveit, og ég gat ekki séð annað en að leiðbeinendurnir hefðu bara gaman að því að kenna þetta.
En ég er hins vegar alltaf með allar græjur til sigs og klifurs í bílnum þegar ég fer á fjöll, þetta þarf ekki að vera dýr búnaður, miðað við annað sem við eyðum í bílanna. Alger óþarfi að kaupa það lang flottasta.
08.03.2006 at 12:58 #545880og rétt er að hætturnar eru ekki siðri utan jökla og þar kemur kunnátta á bjargsigsgræjur líka af góðum notum ef á þarf að halda. og ekki síður kunnátta á gpsið sem er allt of oft af skornum skamti
08.03.2006 at 13:06 #545882Gaman að sjá hvað þetta snerti Þóri rosalega mikið, ég vill benda þér á það að ef þú heldur að þú getir ekki lent í slysi af því þú ferð ekki út fyrir eitthvað ákveðið svæði, þá skjátlast þér. Það að þú skulir hafa sagt þetta, segir mér allavega meira en mörg örð um hugsunarhátt þinn.
En aftur af greininni eftir Karl, þetta er hárrétt, það er ekki langt síðan að menn voru að velta fyrir sér hvernig ætti að hnýta pelastikk, en það er eitthvað sem að fólk ætti að læra áður en að það lærir á GPS. En ástæðan fyrir því tel ég vera þá að maður er yfirleitt búinn að festa bíl áður en að maður er farinn að ferðast á svæðum sem að maður þekkir ekki. Í mínu tilfelli þurfti ég fyrst að nota pelastikk í innkeyrlunni heima hjá mér.
Það að kunna grunnatriði í fjallamennsku myndi breyta gífurlega miklu ef að það skeður slys á jökli, eða bara ef að það er verið að ferðast á jöklum þar sem að maður gæti þurft að nota mannbrodda eða ísaxir.
Svo að það sé nú ekki talað um smá línukunnáttu, en hún nýtist einnig á fleiri stöðum.Ég hvet alla þá sem að ekki hafa þessa þekkningu til þess að verða sér út um hana, allavega nýttist þessi þekking mér í jeppaferðum og öfugt.
Kv. Baldur
08.03.2006 at 13:06 #545884tekur full stórt upp í sig. Það er að mínu viti fáránlegt að ætla að bera saman að missa mann útbyrðis á sjó eða að falla í jökulsprungu, ég bara sé ekki samhengi. Það eru aftur á móti ágætir punktar í þessari grein og væri hún bara nokkuð góð ef greinarhöfundurinn hefði vandað sig aðeins betur og sýnt smá stillingu. Maður sér hann fyrir sér froðufellandi yfir lyklaborðinu : ) Að sjálfsögðu er öll þekking og þjálfun af hinu góða í þessum efnum en það eru takmörk hvað hægt er að fara fram á að menn græji sig fyrir svona ferðir. Aðalmálið er að sjálfsögðu að aka á "öruggum" svæðum og forðast sprungusvæði eins og hægt er og svo er verða menn náttúrlega að hafa ákveðinn lágmarksútbúnað og kunnáttu til að veita fyrstu hjálp og bjarga sér.
Góð hugmynd annars að beintengja MOB hnappinn við 112. : )
08.03.2006 at 13:07 #545886Auðvita þurfum við öll að kunna meira, við í Rottugenginu höfum lennt í því að það er orðin svo mikil hlutverkaskiptina í ferðum að það þarf oft lítið að segja þ.a.s þetta rúllar bara og hver sinnir sýnu.
Og gerist það þá að menn verða of sérhæfðir í sinni grein. Þetta kannast sennilega margir við sem ferðast mikið með sama hópnum. T.d er þetta hjá okkur þannig ef einhver affelgar eða gatar dekk. Þá er það bara Kjartans og Þrastar hlutverk að redda því og við hinir munum varla hvernig þetta er gert. Því er svo nauðsinlegt að halda námskeið af ýmsu tagi og svo auðvita fyrir þá sem frekar nýir í jeppamennsku
08.03.2006 at 13:09 #545888ÉG tell að þeking komi að öllum að gagni,maður lætur
ekki vini sína ligga í háska og bíða eftir hjálp og situr sjálfur og geri ekker neitt .(þá er betur setið heima )
kn,, mhn
08.03.2006 at 13:49 #545890Það gæta örlitlar fáfræði hjá þessum sem skrifar þessa grein hjá alpaklúbbinum td varðandi siglingar því skemmtibátar sem ekki eru með heilsársskráningu eru undanþegnir ýmsum kvöðum varðandi björgunarbúnað, og get ég ekki annað en tekið undir með Þórir að það gætir smá hroka í skrifum þessum en gott samt að umræðan er komin af stað og er þörf á námskeiði í meðferð tækja og tóla,þó flutningur slasaðra geti verið varasamur og á ekki að gerast nema af illri nauðsyn þá er og hafa skyndihjálparnámskeið komið að góðum notum.Annars finnst mér að aðfinnsla sem varðar Ferðasölumenn og slíka vera af hinu góða því að það þarf að gera meiri kröfur til þeirra sem eru að selja ferðir á jökul og fjöll um kunnáttu og búnað því ef við notum sömu likingu og alpa menn þá eru gerðar mikið meiri og alvarlegri kröfur til heilsárskráningar á bátum en hálfsársskráningar(sumars/skemmtibáta) og mætti gera eitthvað í þessum dúr hjá jeppamönnum.
Kv Klakinn
08.03.2006 at 13:51 #545892Ja ég verð nú að viðurkenna að ég er nú bara svolítið sammála Þóri með þessi skrif hjá þessum gaur. Enda finnst mér greinin einkennast af hroka og fyrirlitningu gagnvart öðrum (sbr: "ef það er á færi Ísalp félaga að berja vit í jeppakallana þá mega þeir nýta sér þennan texta")
Eins og ég hef einhverstaðar áður sagt þá er ég enginn maður í að síga ofaní sprungur og bjarga þaðan fólki og ég verð það ekki þó svo að ég sæki eitt, tvö eða þrjú námskeið í "fjallamennsku" og hafi siglínu, hjálm og ísöxi í bílnum – og það verður það heldur engin annar – til þess að gera þetta af viti þarf mikla æfingu.
Enda ættu menn að taka mark á því sem sagt var eftir þetta hörmulega slys á Hofsjökli – Viðbrögð drengjana sem voru uppi voru hárrétt ! Að hringja í 112 og bíða eftir aðstoð sérhæfðra björgunaraðila.
Ef þarna hefðu verið einhverjir besservisserar sem hefðu kunnað réttu handtökin við að síga niður – hverju hefði það breytt – nema kannski því að þeir hefðu hugsanlega komið sér í vanda og jafnvel skapað meiri hættu. Þegar alvarleg slys verða þá á að láta sérþjálfaða björgunarmenn um að veita aðstoð – og það er alltaf alvarlegt þegar einhver fellur í jökulsprungu. Og menn verða ekki sérþjálfaðir við að sækja tvö eða þrjú námskeið.
Hitt er svo allt annað mál að ALLIR sem ferðast á fjöllum, sama hvernig það er ættu að kunna undirstöðuatriði í skyndihjálp, kunna fullkomlega á GPS tækið, Kunna á áttavita og kort, og hafa fjarskiptatæki sem hægt er að treysta á.
En sem betur fer gerist það afar sjaldan að menn fara ofan í sprungur og ég er algerlega sammála Ofsa að mér líður mun betur að keyra þekktar leiðir á jökli í blindu heldur en utan þeirra.
Benni
08.03.2006 at 13:58 #545894Þetta með þér Benni,merkilegt hvað þú getur verið málefnalegur og hitt naglann á höfuðið.
Klakinn
08.03.2006 at 14:10 #545896nú býst ég við að flestir hér hafi einherntíman setið skyndihjálparnámskeið. smá upprifjun, það fyrsta sem þú gjörir er að kanna hversu margir eru slasaðir og hvert er ástand hinna slösuðu, siðan hringja í 112 og veita upplýsingar um stöðu og nákvæma staðsetningu, síðan veita skyndihjálp sem nauðsinleg er þar til björgunaraðilar mæta á svæðið.
ef að maður fellur í gil eða sprungu hvort sem hann er á bíl, sleða, hjóli eða tveim jafnseinum, þá er það eina sem ferðafélaginn sem kann ekkert á gps eða þann útbúnað sem þarf til að komast að þeim slasaða, getur gert er að hringja í 112 og segja "það varð slys". restin verður svo björgunaraðilinn að fynna út. hinn slasaði og bíðandi ferðafélaginn uppá brún, verða svo að bíða +x klukkutíma eftir björgun vegna vankunnáttu eins manns.
ég sá hvergi talað um í þessari grein að þessi kunnátta og búnaður ætti að notast til að þurfa ekki að kalla út björgunarsveit, gera þetta bara sjálfur. heldur til að geta veitt nauðsinlega skyndihjálp þar til björgun berst
08.03.2006 at 14:35 #545898siggias74
númer eitt er að fyrirbyggja frekari slys! þú anar t.d. ekki inn á hættulegan slysstað án þess að gera einhverjar ráðstafanir. Þetta getur t.d. átt við snjóflóðahættusvæði, hættuleg sprungusvæði, þar sem sprengihætta er o.fl.
08.03.2006 at 14:52 #545900Það er alveg rétt að Karl tekur stórt til orða og notar líflega samlíkingu eða þannig og ekki laust við hroka, en ég held að kjarninn í málflutningi hans sé nokkuð réttur. Allavega tókst honum að hressa upp á þessa umræðu sem er ágætt.
Eins og Eik segir hér í hinum þræðinum um þetta mál (Búnaður) þá eiga menn að reyna að vera sem mest sjálfbjarga. Höskuldur segir hér að ofan að það séu ‘takmörk hvað hægt er að fara fram á að menn græji sig fyrir svona ferði’ en hér er verið að tala um smápeninga miðað við margt annað í þessu sporti. Mér finnst menn líka kannski aðeins vera komnir á villuslóð þegar þessu er stillt upp þannig að það sé annað hvort að vera með fullkominn björgunarsveitarbúnað og vera ekki minna en þrautþjálfaður í björgunarstörfum eða standa bara og bora í nefið. Með lágmarkskunnáttu, lágmarksbúnaði (og hámarks skynsemi) er hægt að gera býsna margt. Gönguhópur sem ég hef gengið talsvert með lenti í því fyrir tveimur árum að einn datt ofan í sprungu og þó ekki væri annað af búnaði en lína, broddar og ísexi, þá var viðkomandi bara dreginn þarna upp, enda óslasaður. Það hefði verið frekar aumt að þurfa að kalla út björgunarsveit fyrir þetta smáræði. Það er nefnilega ekki endilega rétt hjá Benna að það þurfi alltaf að vera alvarlegt slys úr því þó einhver pompi ofan í sprungu og náttúrulega enn síður ef hann er í línu og á hinum endanum á línunni er einhver með ísexi sem kann að negla sig niður. Svo ef einhver er slasaður og ofan í sprungu og menn treysta sér ekki til að draga hann upp, þá er þó strax betra að geta farið niður og hlúð að honum frekar en að láta ræfilinn hýrast einann þarna niðri. En auðvitað hárrétt hjá Þóri að ef menn eru illa slasaðir þurfa menn að vita hvað þeir eru að gera og þá eru menn tæpast dregnir upp nema í börum. Svo er náttúrulega kannski mikilvægast og það er að hafa útbúnað til að geta aukið öryggið ef maður þarf að vera að spígspora á vafasömu svæði. S.s. lína, broddar, ísexi, belti (ö.n. sigstóll) og eitthvað af járnadrasli ásamt einhverri grunnþekkingu á að nota þetta og menn eru bara fjandi góðir. Og kostnaðurinn er að hámarki tvö dekk. Ég held líka að Benni vanmeti eigin getu þegar hann segist ekki vera maður til að síga ofan í sprungu eftir að hafa farið á námskeið í fjallamennsku.
Pointið er svo ég reyni að gera shortcut á það; aðstæður og atvik geta verið allavega, stundum sjálfsagt er ekkert hægt að gera (nema bora í nefið) þar til sérhæfð hjálp berst, stundum er hægt að gera helling með því að hafa einhvern lágmarksbúnað og allavega lágmarksþekkingu á hvernig þú notar hann. Verst er að standa eins og þvara og geta ekkert gert af því þú ert ekki með neitt nema sandala og moonboots. Þú bjargar kannski aldrei öllu við allar aðstæður en það eru meiri líkur á að þú getir gert eitthvað að viti ef þú ert búinn til þess.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.