This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Hrafnkell Harðarson 20 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Góðan daginn !
Hefur einhver lent í gangtruflun með MMC Pajero V6 3000 (árg.1992) sem lýsir sér þannig að bíllinn drepur skyndilega á sér í akstri og fer ekki strax aftur í gang þegar startað er en dettur svo skyndilega í gang og gengur í svona 1 mínútu þar til hann drepur aftur á sér. Á meðan vélin er í gangi er vinnslan í bílnum fín og engar gangtruflanir fyrr en skyndilega slökknar á öllu saman eins og lýst er hér að ofan. Getur verið að Relay fyrir bensíndælu sé að hrekkja mig eða einhver annar rafmagnsbúnður ? Allar skynsamlega ábendingar og hugmyndir vel þegnar.
Kveðja og þakkir
C
You must be logged in to reply to this topic.