This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir.
Ég hef verið að spá í það að kaupa Galloper eða Hyundai H100 flak með 2,5 TDI-vél til að endurnýja þreyttu vélina í Pajerónum mínum. Mér skilst að þetta séu „sömu“ vélarnar, a.m.k. upphaflega byggðar á sama grunninum. Pajeróinn minn er árgerð 1990, 2.5 TDI og sjálfskiptur.
Hefur einhver ykkar reynslu af því að setja svona Hyundai Dísel í svona Pajero eða öfugt ?
Hvaða hlutir passa ekki, hvað þarf að smíða eða slípa til o.s.frv – eða er þetta bara „plug and play“ ??Ennfremur væri gott að vita hvort ég geti reiknað með að Hyundai vél fyrir beinskiptingu muni passa vandræðalaust móti original MMC-drifhjóli og sjálfskiptingu, ásamt startara og startkrans. Eru sem sagt sveifarásinn og allur breiði endinn eins á Hyundai og MMC ?
Svo að lokum smá skoðanakönnun:
Hvað teljið þið sanngjarnt að borga fyrir svona Hyundai-rokk sem er lítið keyrður (t.d. undir 50 þús km) en keyptur í tjónabíl án nokkurrar ábyrgðar ?Kveðjur
Ágúst Úlfar (Wolf) Sigurðsson
You must be logged in to reply to this topic.