This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 19 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Ég var að leita ráða hérna í seinustu viku um ýmislegt í sambandi við bílinn minn Pajero stuttur „98 2.5.
Eitt af því sem ég spurðist um var að hann vildi ekki í gang nema með tregðu á morgnana, eða eins og einn hérna orðaði það vel „væri eins og að starta innsoglausum bennsínbíl“
Það komu allskonar hugmyndir frá ykkur sem ég vill þakka aftur fyrir, þar að meðal að þetta væri farinn heddpakning (sem vóg soldið þungt á mér), að kaldavatns elementið væri farið (sem kom þannig séð ekki til greina, þó svo ég vonaði það innilega frekar en heddið, þar sem hann startaði sér köldum, bara ekki ef hann var búinn að standa í um 8 tíma eða svo).
Langaði endilega að láta ykkur vita að það er búið að finna MJÖG líklega hvað þetta er, ástæðan fyrir því að hann vill ekki í gang er að olían er að renna til baka, eða einstreymislokinn í húsinu fyrir ofan hráolíusíuna er ónýtur.
Þannig núna pumpar maður honum í gang á morgnana, er smá tregur eftir að ég er búinn að pumpa henni til baka, en hrekkur fljótt í gang (ekkert eins og áður) og reykurinn minni eftir því sem kemur úr honum. Þannig það verður hent nýjum einstreymisloka 19 núna þessa mánaðars í hann.
Vildi henda þessu inn svo að menn geti verið með augun opinn yfir þessu efa þeir lenda einhvertíman í svona treggðu og líka til að koma líka með góðu fréttirnar ekki bara svörtuGuðs blessun og þökk fyrir hjálpina
Ottó
You must be logged in to reply to this topic.