This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Tryggvi Jónsson 16 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar,
Við í Umhverfisnefndinni ásamt nokkrum öðrum kunnugum sveitungum, ætlum okkur í dagsferð með ákveðnum tilgangi á sunnudagsmorgun.
Lagt verður af stað frá Select við Vesturlandsveg ca. 0700 og haldið upp á Skáldabúðarheiði, Laxárdal í Hrunamannahreppi.Þar ætlum við að freista þess að leita að jarðneskum leifum, mannsins sem tíndist þar og var mikið leitað að. Þannig er að hann er góður vinur eins úr nefndinni og vill hann og ferðafélagar mannsins freista þess að leita að honum.
Ætlum við að ganga skipulega um svæðið, sem þekur ca. 2 km. frá staðnum sem þeir yfirgáfu bílinn umrætt kvöld, meðan dagsbirta leyfir.
Þar sem betur sjá augu en auga viljum við biðja hughrausta og velviljaða að slást í hópinn með okkur.
Vinsamlegast skrifið bara nöfnin hér í þráðinn.
Takk fyrir,
f.h. Umhverfisnefndar
Magnús G.
You must be logged in to reply to this topic.