Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Misnotkun?
This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.01.2005 at 00:24 #195153
AnonymousSælir félagar.
Í framhaldi af umræðu um myndir í myndaalbúmi er ég að velta fyrir mér hvernig Therney dettur í hug að birta 12 myndir af einhverjum ógeðslegum tveggja dyra konubíl sem hann er ekki einusinni að selja ? ? ? Therney, settu frekar inn myndir af 4runner það hafa ábyggilega fleiri áhuga á að skoða hann heldur en þennan . . .
Kveðja
Lada -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.01.2005 at 22:38 #512296
það hefur nú verið talað um svipað áður [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=896:3trbt26f]hér[/url:3trbt26f].
Engin merkileg niðurstaða þarna en svona eitthvað til að sulla með í þessum þræði.
Elvar
05.01.2005 at 09:09 #512298
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í stuttu máli hefur stefnan verið tekin á að aðeins félagsmenn geti sett inn myndir og ágæt rök týnd til fyrir því hér að ofan. Það er sjálfsagt mál að gera félagsmönnum hærra undir höfði, einfaldlega af þeirri ástæðu að þeir leggja til 3.900 kr. til starfseminnar ár hvert og eiga fullan rétt á að fá einhver forréttindi umfram aðra út á það. Myndaalmbúmið verður ekki hugsað fyrir myndir með auglýsingum, en í framtíðinni verður hægt að setja sérstaklega inn myndir með auglýsingunum. Þá er það vandamál leyst. Að öðru leyti er ekki hugmyndin að það verði skilgreint sértstaklega hvernig myndir megi setja inn né heldur sett bann á eitthvað tiltekið myndefni, enda tæpast framkvæmanlegt að fylgja því eftir frekar en ýmsum öðrum bönnum. Við treystum bara á að félagsmenn klúbbsins sýni hver öðrum þá sjálfsögðu tillitsemi að vera ekki að dæla þarna inn myndum sem koma fjallaferðum, jeppum eða ferðalögum um hálendið ekkert við heldur snúast um einhver allt önnur og ótengd áhugamál. Það er líka þannig að flestar myndir sem ekki falla undir það í myndaalmbúminu eru einhverjar sölumyndir og þegar þær hafa fengið annan vettvang ætti þetta að leysast af sjálfu sér.
kv – Skúli
05.01.2005 at 11:19 #512300Hér einnig um sama efni;
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … ionid=2866Gangi ykkur vel!
Friðrik
R-186
05.01.2005 at 11:25 #512302Eitthvað skolaðist nú slóðin til hjá mér, en hér kemur sú rétta;
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2758Kv.
Friðrik
R-186
05.01.2005 at 14:32 #512304myndir af sportbílum eiga heima á live2cruize.com góð síða að því leiti,
4×4 bílar eiga heima á f4x4
05.01.2005 at 15:21 #512306Ég verð nú að taka aðeins til máls varðandi það sem Izmen segjir um hversu leiðinlegt er að skoða óbreytta jeppa,málið er nú það að eftir stofnum Litludeildarinnar er mikið að fólki sem hefur gengið í klúbbinn og á það fólk fullan rétt á að setja inn myndir af bílum sínum.
Ég til að mynda var með óbreyttann bíl í langan tíma og setti helling af myndum inn,ef það á að takmarka stærð dekkjastærða inn í myndaalbúmið,þá spyr ég hvort það sé ekki kominn ákveðinn fordæmisdómur upp í garð óbreyttra bíla,sem gerir það að verkum að þá sitja félagsmenn ekki við sama hest.
Þannig að ég tel að svona tal um lítið eða óbreyttra jeppa hryndi frekar þeim sem hafa áhuga á að ganga í klúbbinn frá því að gerast F4x4 félagar,og því má klúbburinn ekki við að mínu mati.
Góðar mynda stundir
Kveðja
Jóhannes
R-3257
05.01.2005 at 16:27 #512308Sæll Jóhannes
Alveg er ég nú sammála þér varðandi allt þetta sem þú skrifaðir.
Þessi skoðun mín stendur, en það væri auðvitað fáranlegt að banna óbreytta týpiska jeppa í albúmum hjá fólki þótt það sé ekki eins gaman að skoða þá eins og 44" tryllitæki í loftköstum uppi á fjöllum.
Ég skrifaði þetta með það í huga að fólk myndi sjá að takmarkanir á myndum, eftir því hvað þessum og þessum finnst skemmtilegt að skoða, er bara ekki hægt.
Ég viðurkenni að þetta var dálítið djúpt tekið á árinni hjá mér og ekki sambærilegt því að sportbílar eigi ekki heima hér.
En svona missir maður sig stundum 😉Kveðja
Izeman
05.01.2005 at 16:45 #512310Þessi mál virðast vera að sleppa í ágætan farveg, aðeins félagsmenn fái að setja inn myndir þar sem þeir standa straum af kostnaði við vefinn. Það pláss sem þeir fá til þess má þess vegna vera vel rúmt, um leið og mönnum er bent á að setja aðeins inn myndir sem koma klúbbnum og starfsemi hans við með einhverjum hætti. Það verður hins vegar að vera þeirra eigið mat sem ræður, með því að setja myndina inn eru þeir að segja að hún falli innan marka.
Mér leikur hins vegar forvitni á að vita hvort einhverjar takmarkanir verða um auglýsingar; hverjir mega setja inn o.s.frv.
kv.
Þorsteinn Þ.
05.01.2005 at 19:54 #512312
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mér finnst ekki sanngjarnt að bara þeir sem eru skráðir í 4×4 klúbbinn megi setja inn myndir í myndaalbúm, sjálfur er ég með myndir af mínum jeppa og jeppa ferðum og sjálfur er ég í 4×4 klúbbnum á Höfn, og ég hef ekki hugmynd um hvort að það sé eitthvað tengt klúbbnum hér í reykjavík
Mér finnst kannski skárra að takmarka myndafjöldann hjá þeim sem ekki eru í klúbbnum og banna myndir sem tengjast jeppum ekki á neinn hátt.
Kv. Blazer88
05.01.2005 at 23:18 #512314Blazer 88. 4×4 á Hornafirði eru að sjálfsögðu í 4×4 fjölskyldunni og hafa öll sömu réttindi og aðrir félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4.
Jón Snæland
05.01.2005 at 23:31 #512316Það skiptir ekki máli hvort jeppinn er breyttur eða óbreyttur, 10-20 myndir af jeppa á einhverju plani eru ekki skemmtilegar. Góðar ferða og jeppamyndir byggjast upp á fjölbreyttni, áhugaverðum stöðum, áhugaverðum uppákomum, veseni (þá gleima flestir að taka myndir) og góðum texta sem segir smá ferðasögu (eða breytingasögu) og hvar myndin er tekin. Mér þykir líka í lagi að hafa eina og eina mynd að fólkinu sem keyrir jeppana líka. Sum myndaalbúm hérna er mjög góð, en önnur ættu að fara strax í ruslið.
06.01.2005 at 00:27 #512318
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
… ég myndi nú varla þora að flokka þetta undir ægilegann sportbíll, bara þröngann fólksbíl með alltof litlu aftursæti….
….but that´s none of my busyness-Einar AK
06.01.2005 at 00:28 #512320Þegar maður flettir albúminu hans Hlyns rekst maður á hvernig skal útbúa hamborgara.
Þessa uppskrift ættu allir að hafa á miða í sólskyggninu, Greinilega úrvals kokkur á ferð.http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 2&offset=0
Það þarf einhver að kenna mér að útbúa svona link, enn annars er bara að copy og pasta
06.01.2005 at 02:32 #512322
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þetta er ekki sportbíll hvað kallar þú þá sportbíl? þó að þetta sé enginn porche eða eitthvað álíka dýrt þá flokkast þetta undir sportbíl. Ef hann væri sjálfskiftur og með engri túrbínu og framhjóladrifinn þá mundi ég skilja þetta sem þú segir. Það er nokkuð ljóst að þú hefur ekki hundsvit á bílum!!! Þetta er mun merkilegri bíll en margir ykkar gera sér grein fyrir. Og ef þið haldið að ég sé að segja þetta vegna þess að ég sé eigandinn þá ættuð þið að afla ykkur upplýsinga á netinu áður en farið er að skrifa út í loftið!!!
06.01.2005 at 08:53 #512324Lúther, [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=853#5026:26ofq514]hér[/url:26ofq514] er sýnt hvernig html linkar eru settir inn í spjallið.
-Einar
06.01.2005 at 19:13 #512326Þetta er ágætis drifter og ekkert annað. Það er einfaldlega misjafnt hvar menn draga línuna við hvar bílar verða sportbílar og í mínum augum er þetta ekkert annað en leiktæki og mætti vera kraftmeira leiktæki, en það er allt önnur saga.
Gerðu nú öllum greiða og taktu út allar nema 2 bestu myndirnar af kagganum og slepptu trollinu út aftur.
06.01.2005 at 20:08 #512328
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sportbílar skulu vera breskir. En það er bara mín skoðun
06.01.2005 at 20:15 #512330Sælir
Þetta gæti leitt til mikilla deilna um hvað sportbíll er. Sem á varla heima hér…
Svo minnti mig endilega að ég hefði lesið um þetta á huga.is fyir nokkrum árum og viti menn ég fann þetta aftur.
Gjöriði svo vel:
[HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.hugi.is/bilar/articles.php?page=view&contentId=725681#725710</a]Kveðja
Izeman[/url]
06.01.2005 at 20:16 #512332Ég kann greinilega ekki enn að setja inn link þannig að…
http://www.hugi.is/bilar/articles.php?p … 681#725710
Kveðja
Izeman
06.01.2005 at 20:28 #512334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þó að hann sé bara 180 hö orginal þá er mjög einfallt og kostar ekkert svakalega að tjúna hann í 250-300 hö. Og þetta er ekki bara góður drifter hröðunin er mjög góð og hann er eins og límdur við götuna og sportbílar eru ekkert annað en leiktæki í mínum huga þess vegna fékk ég mér hann ef ég vildi lúxusbíl mundi ég kaupa mér 7 línu bmw eða eitthvað álíka.
Og ef að þessar myndir fara svona í taugarnar á mönnum ættu þeir að sleppa því að skoða þær
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.