This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 20 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Það hörmulega slys sem varð í Vonarskarði vakti mig til umhugsunar um önnur slys sem orðið hafa í fjallaferðum og hversu fljótt þau gleymast
Sem gamall björgunarsveitarmaður lenti ég í því sorglega verki að sækja eða finna látna og koma þeim til ástvina sinna en því miður virðast öll þessi slys gleymast og hverfa í gleymskunar dá,má vera að það sé gott fyrir suma en fyrir aðra er það mjög mikils virði að geta farið og flett upp minningaratriðum og kveðjum til hins látna frá vinum og félögum sem kanske ekki gátu eða vissu um jarðarför fyrr en of seint og höfðu þar af leiðandi ekki tök eða getu til þess að koma með kveðju til hins látna.Það má vel vera að þetta sé talið óþarft og best sé að láta vera kyrrt en ég bendi á að þetta þarf ekki að vera mikið fyrirferðar heldur linkur inn á síðu sem sett yrði upp í þessu tilefni í ljósi þess að við erum að uppfæra heimasíðuna,vonandi yrði þessi síða litið sem ekkert notuð,því minna því betra en samt sem áður gleymast ekki félagar sem hurfu allt of fljótt frá ástvinum og okkur hinum sem gjarna vildum minnast þeirra
Nú verð ég að taka fram að sá sem lést í þessu slysi er ekki mér kunnur en ég missti föður minn í fjallaklifri og hefði sjálfur kosið að geta lesið um hann og kveðjur til hans á síðu sem þessari,það er eitthvern veginn eins og að hann sé ekki alveg farinn í burtu en allir vita sem þekkja að félginn er horfinn þegar við hættum að muna eftir honum.
Þetta eru hugleiðingar mínar komnar til vegna margra áratuga leitar um hvers vegna slysið varð sem dró föður minn til bana,
Vonadi lesa menn þetta sem jákvætt innlegg í umræðuna um nýja vefsíðu og hvað við getum gert til að gera góða hluti betri, og hvet ég alla til þess að koma með skoðanir og bæði neikvæðar og jákvæðar ég er ekki hörundsár og svara fullum hálsi ef ég þarf
Með virðingu og kveðju til allra sem misst hafa ástvini sína
Laugi
You must be logged in to reply to this topic.