This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.11.2003 at 01:36 #193134
Sælir allir.
Það sem talað var í fyrstu um ferð minna breyttra bíla vekur það nokkuð undrun mína hvað er minna breyttut bíll.
Er það bíll sem er búið að breyta fyrir 31″ eða 32″ nú eða 33″,jú það sem ég er að velkjast um er það að ef ég ættla að versla mér td,ford Ranger þá er mér boðinn breytingar pakki frá 31″ og uppúr og í mínum skilningi er 31″-33″minna breyttir bílar,og 35″-36″ meðal breyttir, síðan kemur þunga vigtin 37,5-44″.
Því er þá ekki sagt ferð meðal breyttra bíla í stað þess að vekja upp löngun þeirra sem eru á minni bílunum,
eða hreinlega þar sem það eru ekki allir á 35″og uppúr í klúbbnum
að skipuleggja ferð fyrir 31″ og uppúr svo allir standi nokkuð jafnt þar sem þeir greiða líka félagsgjöld.Eða er þessi hópur undanskilinn nýliðaferðum?
kveðja
JÞJ. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.11.2003 at 16:37 #479914
.
09.11.2003 at 16:43 #479916Það er sama í hvaða félagsskap maður er, maður hlýtur að rekast á menn sem eru manni ekki sammála (undanskil trúfélög, svosem Datsun eigendur og þessháttar ;).
Ef einn félagi í eins stórum klúbb og þessum lætur eitthvað frá sér fara sem fer fyrir brjóstið á manni þá þýðir það engan heimsendi.
Mér fannst hann reyndar ekki vera með neina sleggjudóma eða leiðindi (þú ættir að heyra (lesa) í honum þegar hann ræðir um ameríska!!!!), heldur miklu frekar ráð byggð á hans skoðun (sem þú þarft ekki að vera sammála).
kveðja,
JHG
09.11.2003 at 17:42 #479918Sælir
þið eruð sennilega að miskilja mig ég hef ekkert á móti neinum,hvorki BÞV eða öðrum sem eru Datsun eigendur eða eru í hinum og þessum trúfélögum, og ef mönnum þykir ég harðorðaður þá er það bara þannig.
Ég skil bara ekki af hverju það er ekki hægt að skipuleggja ferð fyrir 31"-33" ef það er hægt að skipuleggja ferðar fyrir 35 og 38".
það er allt og sumt,að F4x4 komi ekki fram við litlu bíla eigendur með nýliða ferð eins og þá stærri finnst mér alveg stórskrítið og hrokafullt.
það er þessi punktur.En svona er það
kv
jþj
09.11.2003 at 18:02 #479920Miðað við hvað menn á 35" jeppum virðast sækja lítið í nýliðaferðir tel ég ekki nokkurn grundvöll fyrir að vera með ferð fyrir lítið breytta eða óbreytta jeppa. Þar fyrir utan eiga þessir bílar ekki nokkurt erindi í lengri vetrarferðir.
Vonandi verð menn ekki sárir
Hlynur
09.11.2003 at 18:02 #479922já þið segið það. er ekki bara kominn tími til að hafa ferð fyrir litlu bílana 31-33" ég býð mig fram í hjálp kannski ekki sem fararstjóri en allavegana sem aðstoðarbíll, þótt ég sé aðeins 21 árs þá hef ég farið fullt af ferðum með svipað óreyndum strákum og það hefur bara verið gaman bæði þegar ég átti 33" vitöru og núna á 38" L-200,
allavegana þá býð ég mig fram
Marteinn R-2444
09.11.2003 at 18:53 #479924‘Eg hugsaði mér gott til glóðarinnar að fara með í nýliðafer inn á Hveravelli sem mér skildist að væri fyrir minna breytta ,ég er á 33",og fékk savar um hæl er ég sendi beiðni þar um,getur þú ekki sett hann á 35".Í ljósi umræðna hér kom mér þetta svar á óvart,en sætti mig við það og hætti við.
En fór svo og skoðaði ferðaplanið og mér finst eitthvern veginn að einu ferðirnar sem við nýliðarnir og minna breyttir eigum kost á séu vinnuferðir,ekki svo að skilja ða þær þurfi endilega að vera leiðinlegar,en ef ekki er hægt að skipuleggja ferðir fyrir okkur littlu kallana finnst mér betur verið heima setið en farið,ég er á 33" Cherocee Laredo 12,5" breiðum og bíllinn léttur.þannig að ég ætti að geta farið ansi langt,en hef ekki áhuga á að í stærra,en sætti mig ekki við að vera bara vinnuferðarmaður til þess að gera klárt fyrir stóru dekkinn.Kveðja Klakinn
09.11.2003 at 19:12 #479926Telur þú að við á littlu bílunum eiga nokkurt erindi í klúbbinn,bara spyr
09.11.2003 at 19:41 #479928Sko…
Mig langar til að deila með ykkur félagar góðir með hugmyndir og áform sem við norðanmenn og-konur erum með í vinnslu.
Nýlega var stofnuð hjá okkur sérstök "nýliðanefnd" og gengur hún í stuttu máli út á það að ná í fleiri félaga til að fá ferskari blæ og nýjar hugmyndir í okkar ágæta klúbb sem þó fyrir er að gera mjög góða hluti.
Það sem við ætlum að bjóða uppá eru skipulegaðar ferðir fyrir þetta nýja fólk og verður þar tekið á móti öllum bílum þ.e. jeppum á 30"+ og verða ferðir í samræmi við það.
Einnig ætlum við að gefa fólki kost á að prufa stærri bíla þ.e. 38" og 44", þannig að fólk geti fengið að upplifa þetta sjálft og fundið muninn á "sínum 30"" jeppa og meira breyttum jeppa.
Einnig verður boðið upp á ýmis námskeið eins og notkun á GPS, skyndihjálp, almenn ferðamennska og video úr ferðum svo eitthvað sé nefnt.
Þegar hefur verið haldinn 1 fundur þar sem tæplega 20 einstaklingar mættu og þegar hefur verið farin 1 ferð og voru þar bílar niður í 31" ef ég man rétt þannig að hér fyrir norðan tel ég að sé verið að gera mjög góða hluti fyrir nýtt fólk með sambærilegt áhugamál og við eigum jafnvel þótt viðkomandi eigi ekki jeppa ENNÞÁ!
JÞJ, þú ættir að reyna að komast á einn fund svona aðallega til að kynnast einhverjum því það er fyrsta skrefið úr því sem komið er, það vill svo vel til að ég á marga ágæta félaga þarna fyrir sunnan í 4X4 og ég er sannfærður um að þú átt eftir að fá jafnvel meiri aðstoð en þig grunar því þarna eru mjög margir sem vilja allt fyrir alla gera.
Kveðja
Benni
(Akureyri)
09.11.2003 at 19:55 #479930Hvernig væri nú að þið "Litludekkjajeppamennirnir" mynduð allir mæta á fund og hópa ykkur saman. Þá kanski nýtist f4x4 að einhverju leiti fyrir ykkur. Ekki er ég félagsmaður og ekki hef ég átt í neinum vandræðum með að koma mér í ferðir eða vandræði. Þið þurfið bara að koma ykkur saman og kynnast hvor öðrum og slá ykkur svo í ferð saman og hætta að væla. Veriði bara með VHF eða síma ef það á að fara langt.
09.11.2003 at 20:20 #479932Góð hugmynd og tek ég undir með að koma á fundi með okkur littludekkjarmönnum,líkt og Benni stingur upp á,en ég læt þig um að væla,ég hef skoðanir þó að þær séu ekki eins og þínar,eins vill ég að 4×4 dafni og það verði pláss fyrir okkur alla ásamt skoðunum,en þetta breytir ekki þeirri staðreynd að lítið er um ferðir "littludekkjakallana"skipulögðum af félaginu okkar nema til vinnu sem ég ættla að taka þátt í með ánægju,svo skálar og annað sem tilheyrir verði nú í standi fyrir "stórudekkjakallanna" um veturnar
09.11.2003 at 20:21 #479934JÞJ er hættur í 4×4, það var það sem hann hafði skrifað í upplýsingar um notanda. Ég held að það hafi verið allveg rétt hjá honum að hætta. Þar sem hann þolir ekki að það séu til aðrar skoðanir en hans eiginn og ég held að svo viðkvæmur maður sem hann greynilega er, þá myndi hann aldrei þola þann gálgahúmor sem oft er í gangi í klúbbnum.
Og það að brjálast vegna skoðana Björns Þorra er ótrúlegt.
svona óstöðugur maður á greinilega ekkert erindi á fjöll þar sem við getum lent í öllum fjandanum og þurfum þó að halda ró okkar. Og Klaki þú ættir að lesa póst minn betur þá sér þú að það er meira í boði en vinnuferðir fyrir minni jeppa. Og svo á maður ekki alltaf að láta mata sig á öllu heldur bretta upp ermarnar og gera einhvað í hlutunum sjálfur. Jón Snæland.
09.11.2003 at 20:22 #479936
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir.
Mig langar aðeins að leggja orð í belg í þessa umræðu og koma með smá tillögu.
Hvernig væri það að skipta Hveravallar ferðinni í tvent.
Annars vega í árbúðir 31-33" og hinnsvegar Hveravellir 35+" og reina að fá fleiri umsjónar aðilja í ferðina td.Lúter yfir stóra trúð sem er núna bara á 32" og kanski einhverja fleiri sem væru til í slaginn svona stutta ferð.
Ég væri líka alveg til í að reina að taka að mér að aðstoða með ferð í Árbúðir, þar sem Hlynur rak mig á 35" svo ég kæmist með í Hveravelli, og er svona þokkalega útbúinn áð öðru leiti.
En að sjálfsögðu eru ýmis formerki á þessu þó aðallega veðrið hvernig það hefur verið einhverjum dögum fyrit ferðina og svo útlitið í ferðini.
Hafi lítið sem engin snjókoma verið á svæðinu gæti þetta verið vel frammkvæmanlegt.
Ef það þyrfti að snúa frá með minni hópin væri alveg hugsandi að eiga það í bakhöndinni að fara í einhvaen skála sem fært væri í og eiga þar góða stund saman.
Það mál yrði að athugast nánar.
Þetta er kanski fjarstæða en hugmynd eingu að sýður og ég legg þetta í dóm mér klárari manna í bransanum enn bið menn að ígrunda þetta vel, veit að tíminn er að vísu að verða stuttur en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Það væri þarna kanski tækifæri að gera eitthvað fyrir 31-33" mennina án þess að raska neinu fyris hinum og þá væri þetta hið besta mál. Ferðakveðja S.B. litli trúður.
09.11.2003 at 20:33 #479938Það er aldeilis að stór kafteininn er orðinn lítillátur og kallar sig litla TRÚÐ maður sem hefur kaskeytið á hilluna eftir að vera búinna að þurrausa fiskimiðin áratugum saman. Þið gætuð kannski notað Fremstaversskálan sem neyðar athvarf ef Bláfellshálsinn verður erfiður. Þí gætuð líka fari í Hólaskóg og skroppið inn að Háafossi og Tangaleið heim eða inn að Sultarfit ef færi er gott. Það eru ýmsir mögurleikar. Jón Snæland
PS heyrði það að Gamla Togið hans Lúters Stóra Trúðs sé að fara í nýliðaferð.
09.11.2003 at 21:05 #479940
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já Ofsi minn hinn óurlegi.
Mér fanst skorta svolitið upp á að komið sé með tillögur um eithvað,ekki bara einbína á eitthvað eitt og afskrifa allt annað.
Mér fannst þetta mjög gott sem kom frá honum Benna vini mínum og Vatnajökulsferðafélaga. Svona nokkuð mætti allveg skoða hérna sunnann jökla.
Mætti tildæmis fjölga í nemdum til að taka svona að sér eða stofna nýja til þess arna.
Enn þetta með þorskinn skulum við allveg láta liggja milli hjuta þangað til síðar.
En þú varst kominn með ágætis bakk plan ef að hitt tækist ekki. Þyrfii bara að athuga með einhvern skála og negla það örugglega niður
Svo vona ég að 31-33" strákarnir fari nú að sjá ljósið og taki gleði sýna á ný og bara koma á ferð fyris sig.
Það eru allveg örugglega einhverjir vanir sem vildu aðstoða þá í því. Kv. Litlitrúður
.
09.11.2003 at 21:05 #479942Ég verð að taka undir með Jóni að menn eiga ekki að þurfa að láta mata sig á öllu þó svo að þeir séu í einhverjum félagasamtökum.
Menn verða að sýna frumkvæði sjálfir og þá sérstaklega ef þeir eru í einhverjum minnihluta.
09.11.2003 at 21:40 #479944sælir
Maður tilkynnir að JÞJ sé hættur vegna ummæla BÞV,það er alrangt, ég tilkynnti þetta þar sem ég sá ekki tilgang í því að vera að röfla þetta fram og aftur.Að brjálast vegna skoðanna annara er líka alrangt, BÞV hefur jafn mikinn rétt að koma sínum athugasemdum á framfæri og hver annar.Og eins gott að hann sagði sig úr 4×4 því hann gæti ekki umborið þennan gálgahúmor sem er í klúbbnum jahá.
Í fyrsta lagi get ég vel umborið húmor og í öðru lagi sá ég hvert þetta stefndi,sem er á þessa leið,Vinnuferðar að sumri og kjötveisla í þórmörk þá er það upptalið .
Finnst mér það nokkuð skrítið að menn vilji ekki halda í sem flesta í klúbbnum,maður þarf að tilkynna sig úr klúbbnum og þá koma allir og vilja fara að brydda uppá ferðum,og að skipta hveravallaferðinni í tvo hópa,ef það er þetta sem þurfti,þá er tilganginum náð.
Ég vil hins vegar taka það fram að ég er ekki hættur
heldur vildi ég sjá hvernig mönnum brygði við ef svona tilkynning kæmi og er hún að skila sér í ljósi þess sem hér að ofan er ritað frá ykkur.kveðja JÞJ
09.11.2003 at 22:00 #479946Það eitt að aðra skoðun og láta hana í ljós getur ekki verið svo slæmt ef það er til þess að menn taki við sér,eins og raunin virðist vera á,Bretta upp ermarnar hef ég oft þurft að gera er ég hef verið að fara einbíla um hálendið þó að það sé ekki til eftirbreyttni,og hef ég lika verið með í leitum að "stórudekkjaköllum"á vegum björgunarsveitanna.
Ofsi þú ættir að skilja það að 4×4 er gott félag sem þolir alveg að menn hafi skoðun og ef menn vilja breyta eitthverju gerir maður það innann frá og hvað varðar emailið sem ég fékk um Hveravallaferðina er ég ekki ósáttur við það sem slíkt,reikna með að Hlynur viti hvað hann sé að tala um.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að of lítið er skipulagt fyrir okkur "littludekkjakallanna" og með þessum umræðum hér er verið að reyna að breyta þeirri dapurlegu staðreynd,tek ég því heilshugar undir það sem Norðanmaðurinn Benni segir og fleirri hérna eru farnir að gera,Kveðja Klakinn
09.11.2003 at 22:12 #479948JÞJ, er greinilega framsóknarmaður. Opinn í báða enda og veit ekki hvort hann er að koma eða fara, en hann á þó einn flokksbróðir fyrir norðan sem kaus Björn á Löngumýri áratugum samann af því að hann hélt að hann fengi að ríða Skjónu áður en hún færi á náttúrugripasafnið.
Hún er skrýtin þessi pólitík, ég hélt td þegar ég var búinn að skrifa fyrstu langlokuna, og hélt að ég væri búinn að sannfæra þig um að greiða klúbbnum atkvæði þitt. Þá leit yfir pistilinn og mér brá, þvílík langloka. Er ég kannski Vinstri Grænn og heiti Ögmundur.Jón Snæland vinur litlu hjólanna.
09.11.2003 at 22:14 #479950Menn mega ekki vanmeta vinnuferðir í Setrið. Þær eru ekki til þess að lappa upp á skálann svo mennirnir á stóru hjólunum geti notað hann á veturna. Setrið er einnig mikið notað á sumrin. Vinnuferðir er góður vettvangur til að kynnast nýjum félögum og gerast virkur í félagsstarfinu. Ég var passívur félagi í 4×4 þangað til að ég fór í vinnuferð haustið 2000. Eftir það hef ég verið mjög virkur og kynnst hellingi af nýju fólki.
Hvernig væri að fólkið á "litlu hjólunum" færi að fjölmenna á opið hús á fimmtudagskvöldum. Kannski myndast þá ferðahópar sem skipuleggja ferðir við sitt hæfi. Yfirleitt mætir eitthvað af "gömlum" félögum sem geta komið með góð ráð og ábendingar
Jón Snæland, alias Ofsi er td. nánast fastagestur á opnu húsi og ég er viss um að hann gefur fúslega ráðleggingar varðandi ferðir og búnað.
Kv.KG
09.11.2003 at 22:17 #479952ma ma bara skilur þetta ekki, hættur ekki hættur, sár og svekktur, samt ekkert svekktur bara allt mjög gott mál?
Nei það bara gengur ekki að hafa svona menn með í ferðir sem vaða úr einu í annað og vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara.
Enda hvenær læra menn að synda sem standa alltaf á bakkanum, voðaleg seint held ég.
Farðu nú í sundskýluna og hættu að væla þetta.
Bestu kveðjur
Jón Ebbi.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.