This topic contains 50 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 21 years ago.
-
CreatorTopic
-
08.11.2003 at 01:36 #193134
Sælir allir.
Það sem talað var í fyrstu um ferð minna breyttra bíla vekur það nokkuð undrun mína hvað er minna breyttut bíll.
Er það bíll sem er búið að breyta fyrir 31″ eða 32″ nú eða 33″,jú það sem ég er að velkjast um er það að ef ég ættla að versla mér td,ford Ranger þá er mér boðinn breytingar pakki frá 31″ og uppúr og í mínum skilningi er 31″-33″minna breyttir bílar,og 35″-36″ meðal breyttir, síðan kemur þunga vigtin 37,5-44″.
Því er þá ekki sagt ferð meðal breyttra bíla í stað þess að vekja upp löngun þeirra sem eru á minni bílunum,
eða hreinlega þar sem það eru ekki allir á 35″og uppúr í klúbbnum
að skipuleggja ferð fyrir 31″ og uppúr svo allir standi nokkuð jafnt þar sem þeir greiða líka félagsgjöld.Eða er þessi hópur undanskilinn nýliðaferðum?
kveðja
JÞJ. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.11.2003 at 13:28 #479874
Sælir.
Alveg átti ég von á þessu, engin sem þorir að tjá sig um þetta.
OG svarar þetta þessari spurningu um sjálft sig,maður hreinlega verður að eiga 35"tommu bíl til að vera gjaldgengur í F4x4, því einsog ég lít á það er 31"til 33",eins og einn góður félagsmaður svaraði í öðrum pistli,ef snjór er 1cm ok annars 35"(landmannalaugar)við sem erum á minni bílum en það, eigum sem sagt ef okkur langar í ferð (nýliðaferð)að keyra vel rudda malavegi eða að vera bara heima.
En svo er það annað,fólk sem á þessa bíla (ég)langar kannski að fá meiri reynslu í að keyra í snjó og afla sér betri þekkingu á hinum ýmsu aðstæðum sem kunna að koma upp.
Td,affelgun,tappa dekk,og svo framvegis.Það var ein ástæðan fyrir því að ég gekk inn í F4x4,en það að er kannski umhugsunarvert að minni hálfu hvort maður eigi erindi sem erfiði í F4x4 ef ekki eru tekin mið til minni (LITLU)bílanna.
KVEÐJA
JÞJ
NÝLIÐI og á LITLUM BÍL
08.11.2003 at 14:11 #479876Sælir
Jeppar sem eru ca 2000kg eru bara ekki gjaldgengir í vetrarferðir á minni dekkjum 35". Það má kannski segja að lítið sé gert fyrir lítið breytta en þeir geta farið allar vinnu og sumarferðir sem eru í boði yfir sumartíman og það er þó nokkuð. Ég sé það að þú ert á L200 á 31" dekkjum og það verður nú að segjast að þetta þungur bíll á 31" dekkjum er ekki nothæfur í vetrarferðir. Reyndu að finna einhvern kunningja sem á 35" bíl og skráið ykkur í Hveravallaferðina og komið með.
Hlynur
08.11.2003 at 14:14 #479878Í mínum huga eru "mikið breyttir bílar" á 38 – 44" dekkjum, "minna breyttir bílar" á 35 – 36" dekkjum og "lítið breyttir" á 31 – 33".
Nýliðaferðir eru skipulagðar með mánaðar fyrirvara og í byrjun desember getur verið kominn mikill snjór á hálendinu, samanber nýliðaferð 2001. Því verðum við að setja kröfur um dekkjastærð miðað við þyngd bíla. Fararstjórar meta hvort bílar komist í ferðirnar. Margir telja sig færa í flestan sjó og eiga erfitt með að sætta sig við að fá ekki að fara með.
Ég get nefnt dæmi: Einn félagi okkar sótti um í nýliðaferðina í Setrið 2001. Við vildum ekki taka hann með því hann var á Sang Yong Korando á 33" dekkjum og að okkar mati var bíllinn of þungur miðað við dekk. Hann ákvað að fylgja okkur áleiðis upp Kjalveg. Áður en við komum að Grjótá hafði hann fest sig margoft í förunum eftir 20 bíla og ákvað því að snúa við. Ég hefði ekki viljað hafa hann með í spotta þessa 44 tíma sem við vorum á keyrslu þá helgi. Nógu margir nýliðar á 36 – 38" dekkjum áttu í tómu basli með að fylgja förum.
Ég held að það sé engin skynsemi í að skipuleggja nýliðaferð fyrir 31 – 33" bíla á þessum tíma árs. Ef þessum hópi félaga nægir ekki að fara í þær ferðir sem boðið er upp á að sumri til, mætti athuga með nýliðaferð fyrir lítið breytta bíla að vori til, td. eftir páska þegar komið er harðfenni.
Kv.KG
08.11.2003 at 14:42 #479880Sælir félagar.
Já það er athugandi með að fá lánsbíl eða að fá vin til að koma með til hveravalla.
Og með að skipuleggja ferð um páskana líst mér mjög vel á ef astæður leyfa.
En mætti ekki líka athuga með dagsferð og hafa smá námskeið í leiðinni til að fræða okkur viðvaningana um einhverja mola úr ykkar viskubrunni.
Takk fyrir svörin hlynur og kjartan.
kveðja
JÞJ.
08.11.2003 at 15:07 #479882Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. En þú spyrð einfaldlega af hverju þú átt að vera í 4×4, þá held ég að það séu ýmsar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að vera í klúbbnum.
1- Klúbburinn er hagsmunafélag jeppamanna og hefur unnið mikið í tæknimálum og breytingarmálu á jeppum, og því erum við með starfandi Tækninefnd
2-Klúbburinn er með umhverfisnefnd og höfum við unnið í landgræðslumálum. Og höfum við verið að græða upp Merkurranann inn í Þórsmörk. Í þær ferðir geta allir komið og skiptir þá dekkjastærð ekki máli. Einnig hefur umhverfisnefndin staðið fyrir stikuferðum og hafa verið stikaðar fjöldinn allur af slóðum á undanförnum árum td á síðastliðnu ári var stikað Rjúpnafellsleið-Klakksleið-Seytluleið og Búðarháls og eru stikuferðirnar opnar öllum jeppum. Einnig hefur umhverfisnefnd staðið fyrir baggaferðum sem opnar eru öllum jeppum.
3-Í klúbbnum er starfandi Skálanefnd sem fer þrjár til fjórar vinnuferðir ferðir í Setrið hvert sumar og eru þær ferðir opnar öllum jeppum. Einnig eru fleiri skálar á vegum félagsins þar sem þú færð afslátt á skálagjöldum og eru það Sultarfitarskáli-Skiptabakkaskáli-Álkuskáli-Árbúðir-Réttartorfa og Þeystareykir.
4-Klúbburinn er einnig með Fjarskiptanefnd, sem hefur haldið utanum VHF kerfið ásamt Sigga Harðar og er Eddi þar í forsvari. Og erum við því með allar þessar rásir á VHFinu og eigum senda hér og þar sem koma einnig öðrum að notum
5-Klúbburinn er einnig með Skemmtinefnd sem heldur Árshátíð á hverju ári, einnig verður þorrablót í Setrinu og í byggð. Sumarhátíð er haldinn árlega og þangað komast allir óháð dekkjastærð. Og svo má ekki gleyma bjórkvöldunum sem eru 2-3 ár hvert.
Grill hátíð verður í Þórsmörk næsta sumar fyrir 4×4 félaga og er það í boði Gallerý kjöt og þangað er öllum jeppum fært.
6- Klúbburinn er einnig með opið hús á hverjum fimmtudegi í Mörkinni þar sem félagar geta komið og spjallað
7-Klúbburinn er með mánudagsfundi á Loftleiðum fyrsta mánudag í hverjum mánuði og þar eru fyrirtæki að kinna ýmsar vörur og nýjungar ásamt ýmsu fleiru.
8-Klúbburinn stendur fyrir Myndbands keppni á hverju ári og stuðlar þannig að góðu skemmti og fræðslu efni.
9- Klúbburinn stóð td fyrir 1000 bílaferð í vetur þar sem öllum jeppamönnum var boðin þátttaka ó háð hjólastærð.
10- Klúbburinn gefur einnig út félagsritið Setrið sem margir bíða oft spenntir eftir
11- Klúbburinn átti líka allan heiðurinn af ný útkomnu hálendis korti Máls og Menningar, þar sem félagsmenn lögðu til Ferla og skálaskrá. Og getur það kannski skipt sköpum þegar fram líða stundir hvort við fáum að aka hina ýmsu hálendisslóða.
12- Og svo má ekki gleyma sjálfri vefsíðunni sem haldið er úti, og við ég og þú notum.
13- Nýliðaferðirnar. Já það er nú það ? árið 2000 var aðeins ein ferð í Setrið og var hún einungis fyrir mikið breytta jeppa. 2001 voru tvær ferðir fyrir breytta jeppa önnur á Hveravelli og hin í Setrið. Ferðin í Setrið tók 24 tíma vegna ófærðar og heimferðin 25 tíma, þá hefði ekki verið gaman að hafa lítið breytta bíla með. Árið 2002 voru farnar þrjár ferðir Hveravellir-Setur og Jökulheimar. Í ár eru einnig farnar þrjár ferðir en þó sú nýlunda að taka með minna breytta jeppa. Það bera að hafa í huga að það er ábyrgð að taka með sér lítt breytta jeppa inn á hálendið að vetri þegar allra veðra er von. Auðvita væri hægt að fara nýliðaferð í Hólaskóg, það er málið hvort einhverjir fengjust í fararstjórn, því 33-35? karlarnir eiga ekki bara að vera þiggjendur. Því fjöldinn allur af þeim er með gríðarlega reynslu og gætu séð um slíka ferð. En það er ekki einsog menn standi í biðröðum eftir því að sjá um nýliðaferðir.
14-Klúbburinn er einnig með björgunarsveit sem þú getur hringt í ef þú lendir í vandræðum
15 Og ekki má gleyma þeim afsláttum sem félags aðild veitir.
En vonandi er klúbburinn ekki staðnaður, og með veru þinni í klúbbnum getur þú og aðrir auðvita haft áhrif á stefnu og markmið hans.
Jón Snæland.
PS með von um að þú sjáir að það ætti að vera rími fyrir alla.
08.11.2003 at 15:18 #479884Ég svarað í svona langloku vegna þess að mér fannst þetta meir snúast um félagið en einungis nýliðaferðirnar. Svo vil ég einnig benda á væntanlega benda á bókina Farið sem fer vonandi að koma út " ég bíð spenntur" en hún fjallar um sögu klúbbsinns í 20 ár. Og hefur afmælisnefnd klúbbsins lagt drög af því að hún liti dagsins ljós.
Ferðakveðjur Jón Snæland.
08.11.2003 at 15:50 #479886Sæll félagi jón snæland.
Aldrei hef ég séð svör frá manni sem gefur jafn góð og gild rök fyrir spurningu frá nýliða og er það virðulegt og þakklætisvert að minnihálfu að vera svarað svona vel.
En samt sem áður langar mig ekki eingöngu að keyra á möl að sumri til og þess vegna spurði ég um þetta.
Veit ég ekki betur til en þegar fréttist af snjó verða allir meiri jeppamenn og minni yðandi í skinninu yfir að nú sé hægt að leika sér,og það á líka til hjá mér.
Ég veit að F4x4 er búinn að standa fyrir hinum ýmsu ferðum en það er jú eins og þú segjir að ekki eru allir tilbúnir að standa í forsvari fyrir ferð nýliða og leiða þá uupá fjöll og taka ábyrgð fyrir þeim,það skil ég mæta vel .
Þar sem lagt var til er að fara ferð fyrir minni eða lítið breytta bíla,þó svo að það væri dagsferð yrði ég sáttur við,og held ég að það myndi falla í góðan jarveg.
Þetta með 1000 bíla ferðina var góð og skemmtileg ferð sem ég fór í og réði hún stóru að ég gekk í F4x4,þó svo að ég hefði kosið að reyna við snjóinn,en fór sandanna.
Kannski ætti maður að vera sáttur við það sem klúbburinn gefur af sér eins og þú taldir upp,en ef það er hægt að fara um allt að sumarlagi þá sel ég kannski bara jeppann og fæ mér fólksbíl og kem með.
kveðja
JÞJ.
08.11.2003 at 18:08 #479888sæll jþj ég á svona bíl eins og þú á 38" og þegar að ég keypti hann þá var ekkert búið að hækka hann upp bara klippa úr og skrúfað hann aðeins upp að framan, en mér líkaði ekki við það og hækkaði hann smá upp og slakaði honum niður að framan en allavegana ef að þú klippir aðeins úr setur á hann brettakanta og og kaupir þér ný eða notuð 35" dekk þá er þetta örugglega ekkert svakalega dýr pakki fyrir þig hann kemur orginal loftlæstur að aftan. en þetta verður fínn bíll jafnt sem innanbæjaraksturs sem snjó eða sumarferða.
Mitsubishi kveðja Marteinn R-2444
08.11.2003 at 18:28 #479890Heill og sæll marteinn,
Já þetta eru fínir bílar,
En það væri gaman að fá að skoða bílinn þinn við tækifæri og það væri fínt að fá komment frá þér um hvað þyrfti mikið að klippa úr.kannski getur það verið líka að minnimáttar kenndin ráði mikið um þessi skrif mín, Hún hverfur kannski við tækifæri.
Það er nefnilega svo að litlu hundarnir gelta meira en þeir stærri.
Ef þú er með myndir af bílnum þínum máttu senda mér sýnishorn á jthj@isl.is
Kveðja
Jóhannes
08.11.2003 at 21:27 #479892Sælir strákar.
Það er alltaf að koma upp öðru hverju þessi umræða um því við gerum ekkert fyrir bíla á 30" – 33" dekkjum, og þá sérstaklega á veturna.
Það er alls ekki mannvonnska, mannfyrirlitning eða stórmennskustælar af okkur að vilja ekki taka bíla á "pínu litlum dekkjum" í vetrarferðir. Staðreyndin er einfaldlega sú að til að ferðast á snjó þarf flot, og það einfaldlega næst ekki nema með stærri dekkjum. Þetta segir sig sjálft, er það ekki? Þegar lofti er hleypt úr dekki sem er 31" hátt, verður ekki stór flötur sem snertir jörðina. Ef dekkið aftur á móti er 38" hátt, og á jafn hárri felgu sem er u.þ.b. helmingi breiðari, verður snertiflötur dekksins margfalt meiri, og það er jú það sem við þörfnumst til að geta ekið á jafn mjúku undirlagi og snjórinn er.
Það geta komið þeir dagar að færi sé svo hart að ekki þurfi stærri dekk en þetta, en það er ekki algengt.Hugmyndin um að hafa dag fyrir ykkur á litlu dekkjunum er mjög góð, og ég býð mig fram sem aðstoðarmann við hana þegar vorar og veðurspá er góð.
Með fjallakveðju,
Emil Borg á 38" dekkjum
08.11.2003 at 22:18 #479894Sæll Emil borg.
Ég skil þá athugasemdir sem liggja að baki litlu bílanna hvað fjallaferðar yfir veturinn varðar,og getuleysi þeirra.
En eins og þú og fleiri góðir félagsmenn lýsa er ekki verið að ´gera lítið úr okkur litlu bílamönnum,og þykir mér það virðingavert.
Það er einnig vert að þakka fyrir að reyndari maður bjóði sig fram til aðstoðar okkur litlu bílamönnum,þegar að því kemur.
Ég hef kannski hlaupið örlítið á mig er ég lýsti því yfir að hvort maður eigi að vera í klúbbnum,og vil ég draga þau orð til baka,einnig með að selja jeppan í svari mínu til höfðingjans Jón Snæland.
Það er nefnilega svo að stundum finnst manni að litlu bílarnir liggi á milli steins og sleggju,en það er hinn mesti miskilningur og ranghugsun í mér.
Með þeim svörum sem ég hef fengið í dag og í kvöld er ég sannfærður um veru mína í F4x4 og hlakka til þess dags sem við litlu bílamenn og konur komum til með að njóta, og með
von um að það verði komið á legg árlegum degi litlu bílanna um páska eða á öðrum tíma.Með þakklæti og ferðakveðjum
Jóhannes
09.11.2003 at 01:10 #479896
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæl öll
Þar sem ég er nýr hér á spjallinu og að auki nýbúinn að fá mér jeppa (lítið breyttan) kann að vera að mörgum finnist þetta ekki merkilegt innlegg. Ef svo er þigg ég gjarnan svör og ábendingar (án þess lærir maður víst ekki mikið). Málið er s.s. það að ég hef lesið (og heyrt) mikið um dekkjastærðir og oft fundist þetta vera fremur takmarkaðar og samhengislausar yfirlýsingar. Það er svo fyrst á þessum þræði sem ég sé eitthvað að ráði skrifað um þyngd þess sem dekkin eiga að bera uppi og finnst það mjög til bóta. Það sem ég hinsvegar sakna ennþá (og held að skipti verulegu máli) er að tengja dekkjastærðina (og þyngdina) við vélarafl og drifrás.
Dæmið sem ég stend frammi fyrir (og miða því við) er eftirfarandi:
Toyota 4Runner V6 3L 150 hestar (man ekki togið en það mætti allvega vera talsvert meira)
Þyngd: 1800 kg (orginal)
Breytingar nú: hækkaður (á bodýi) fyrir 35" (60 mm) en stendur á 33"
Gírkassi, millikassi, hlutföll og læsingar: orginal (4.30 hlutföll held ég og LSD diskalæsing sem er EKKI að virka)
Það eru margir búnir að spyrja mig hvort ég ætli ekki að skella honum á 35" eða jafnvel hækka hann fyrir 38". Svarið við þessu er jú það ætla ég að gera (allavega 35" og sjálfsagt endar maður í "öllum pakkanum" eins og svo margir segjast hafa gert) en ekki fyrr en ég er búinn að koma bílnum í það ástand að ég græði eitthvað á því og hann beri þessi dekk.
Planið er því að byrja á að koma undir hann 5.29 hlutföllum og læsingu (líklega no-spin til að byrja með), að aftan og kannski að framan þegar fjárhagurinn leyfir. Þegar þetta er komið trúi ég að hann hafi fyrir það fyrsta afl til að snúa 35" og í öðru lagi niðurgírun til að vera ekki eins og fólksbíll á þetta mikið stærri dekkjum (29" orginal held ég).
Nú ætla ég að hætta með þessa langloku en lýsi eftir áliti mér fróðari manna á því hvort bíllinn væri öflugri með þessum breytingum en á 33" eða með því að skella 35" undir eins og hann stendur?
Og ef menn eru sammála því að þessar breytingar ættu jafnvel að koma á undan stærri dekkjum vonast ég til að sjá meira af þessum upplýsingum í dekkjaumræðunni.Kveðja
Bergþór
09.11.2003 at 01:19 #479898Sú ákvörðun að taka ekki lítið breytta bíla með í vetrarferðir er líka hagsmunamál fyrir eigendur þeirra bíla segum sem svo að maður á 31-33" bíl myndi verða tekinn í 2 daga ferð sem væri mikill snjór í, hann myndi þurfa að vera í teyguspotta mest alla ferðina, jafnvel búinn að skemma eitthvað þá er nánast öruggt að hann kæmi ekki með aftur í ferð þó svo hann myndi eignast 35" dekk einfaldlega vegna allra leiðindanna sem hann var búinn að upplifa, fyrir honum væri þetta bara hundleiðinlegt sport.
kveðjur Lúther (sem er bara með 32" dekk undir Patrol og situr því heima og bónar um sinn).
09.11.2003 at 01:51 #479900Þessi bíll er ekki í neinum vandræðum með að snúa 35" hjólum. Hann yrði skemmtilegri í innanbæjarakstri ef hlutföllin væru lækkuð í samræmi við dekkjastækkun en það er ekki nauðsynlegt. Ég myndi miklu ferkar láta laga LSD læsinguna heldur en að setja no-spin, en loftlæsing hef þann stóra kost að það er taka hana af, sem getur haft mikið að segja í hálku.
-Einar
09.11.2003 at 10:42 #479902Sælir félagar.
Margir góðir punktar á þessum þræði og skýringar sem greinilega þarf að koma á framfæri annað slagið.
Mér finnst þetta samt snúast fyrst og fremst um það að menn (og konur) sýni pínu frumkvæði sjálfir til að ná sér í þá upplifun sem þeir eru að sækjast eftir. Þetta á bæði við um menn á lítið- og mikið breyttum bílum. Með því að mæta bara í opið hús, mánudagsfund nú eða einhverja ferð, kynnast þeim sem eru að starfa og fylgjast með í félaginu, er strax kominn grundvöllur til að búa eitthvað til á eigin vegum. Þá á ég við að t.d. 2-4 taki sig bara saman og skreppi eitthvað hér í grenndinni til að reyna á fákana og sjálfa sig. Þetta er hægt að gera án mikils undirbúnings og nánast hægt að "grípa bara daginn" þegar gott er veður. Á dögunum var t.d. nægur snjór hér rétt ofan Þingvalla og norðan Meyjarsætis voru "38 bílar í brasi við að komast áfram. Aðeins 30 mínútna akstur úr bænum…
Hin leiðin er sú að reyna að fá skipulagða svona ferð, helst auglýsta og mikið umstang og skipulag… það er að mínu viti lengri leiðin, auk þess sem alltaf er þungt að færa til ef veður er óhagstætt o.þh.
Varðandi breytinguna á runnernum, þá tek ég undir með Einari varðandi No spin læsinguna. Þetta er vissulega alvöru læsing og svíkur aldrei, en ef þú ert að nota bílinn í hefðbundið snakk hér í bænum, þá er þetta leiðinlegur búnaður af því að það er ekki hægt að taka hana af. Það er hægt að herða upp á svona LSD læsingu þannig að hún virki bærilega vel. Ég notaði slíka læsingu á "38 hjólum fyrir nokkrum árum og hún hjálpaði heilmikið þótt vissulega sviki hún við allra erfiðustu aðstæður.
Það hvort þú ert á leiðinni á "35 eða "38 hjól fer svo bara eftir þeim áherlsum sem þú ert að sækjast eftir. Þar þarf einfaldlega eins og alltaf að vega alla kosti og galla.
Ferðakveðja,
BÞV
09.11.2003 at 15:51 #479904Sælir
Það er alveg með eindæmum að um leið og minni bílakall talar um skipulagða nýliða ferð og er búinn að fá mörg skemmtileg svör og meira að segja mann sem bauð sig fram til aðstoðar,þá kemur það upp að menn eigi að taka sig 2-4 saman og sýna svolítið frumkvæmi sjálfir.
það segjir sig svolítið að við megum ekki nefna þetta þá á að bæla það niður,en ef 38"og 35" er í lagi þá hlítur 31"til33"að vera í lagi líka BÞV,og að mæta á fundi eins og þú lýsir eigi að vera nóg til hvers að hafa þennan vef ef það á bara að mæta á þessa fundi.Það er nú svo að ekki komast allir á þessa fundi td ég kemst ekki vegna annara aðstæðna sem ég ættla ekki að fara tíunda hér,þess vegna nota ég þennan vef til að koma mínum skoðunum á framfæri.
Ég spyr að lokum hvernig er með þá jeppamenn og konur,sem eru að æða um öll fjöll yfir vetra og sumar tímann hvort að þau kunnu allt á sínum tíma er þau voru að byrja jeppamennskuna.
Ég kann hinns vegar ekki allt og þar liggur hundurinn grafinn.
kveðja
JÞJ
nýliði á 31"
09.11.2003 at 16:11 #479906Sælir
OG með smá viðbót.
Ef F4x4 getur ekki staðið fyrir nýliðaferð með smá skipulagningu fyrir 31"til 33" eins og með fyrir stærri bílanna.
Þá hafa menn á minni bílum ekkert að gera í klúbbi sem þessum nema að skipta á 38" og uppúr.
09.11.2003 at 16:12 #479908Sæll JÞJ.
Af hverju þarf þessi umræða alltaf að fara út í þetta skítkast um "minni og meiri bílakarla". Það stóð ekki til að móðga neinn eða særa, en það vill bara þannig til að ég hef sjálfur ekkert alltaf möguleika til að mæta á fundi og uppákomur af ástæðum sem ég ætla heldur ekkert að tíunda hér og svo er það óvart þannig að ég vil líka fá að hafa skoðanir hér á vefnum (ekkert endilega réttar, en engu að síður mínar skoðanir). Ég er ekkert að gera lítið úr því að það hafi meira að segja boðið sig fram maður til að skipuleggja ferð. Það vill óvart svo til að ég sjálfur hef staðið að skipulagi og fararstjórn í slíkum ferðum og yrði síðasti maður til að fara að gera lítið úr þeim.
Varðandi spurninguna þína þá er henni auðsvarað: Auðvitað kunna menn ekkert allt, hvorki nú né þá. Varðandi ábendinguna mína, þá var hún einmitt hugsuð í þeim tilgangi að menn læri af reynslunni (án þess þó að menn séu að taka óþarfa áhættur). Reynslan er besti kennarinn og mín tillaga laut að því að kynnast persónulega einum eða tveimur vanari mönnum sem geta leiðbeint og hjálpað af stað. Ég held meira að segja að nýliðar fái mun meira út úr slíku heldur en endilega að keyra um í 20 bíla lest og ná kannski ekki eins góðum persónulegum kontakt við þá sem þar stýra för. Ég nefndi líka þetta með að "grípa daginn". Þá á ég við að það er hægt að fara þegar veðrið er gott, en því miður er ekki alltaf hægt að stóla á slíkt þegar planað er með löngum fyrirvara og vissulega skiptir veðrið miklu ekki hvað síst í nýliðaferðum.
Annars veit ég ekki af hverju ég er að svara þessu hjá þér…, sennilega aðallega vegna þess að mér fannst þú vera að gera mér upp eitthvert yfirlæti með fyrri skrifum mínum en svo er alls ekki.
Gangi þér allt sem best.
Ferðakveðja,
BÞV
09.11.2003 at 16:16 #479910Svo þú ert svona stemmdur.
Því miður fór þessi póstur þinn inn á meðan ég var að slá inn hitt svarið. Hefði ég lesið þennan áður, hefði ég ekki svarað.
Ferðakveðja,
BÞV
09.11.2003 at 16:35 #479912Sælir
Nei ég er ekki ílla stemmdur, en það sem ég er að leggja áherslu á að klúbburinn geri meira fyrir 31"-35" kannski svona litlubíladeild eða eitthvað í svipuðu formi,þannig að eigendur lítilla bíla sjái einhvern tilgang að ganga í klúbbinn.
Ég hreinlega trúi bara ekki öðru en það sé framkvæmalegt í klúbbi að þessum caliber.OG BÞV ég hef ekkert á móti þér og hef ég fengið góð ráð frá þér sem er þakkavert.
Kannski var ég frekar bara fljótur á mér í hita leiksins.kveðja
JÞJ.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.