Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › mindir, axtur…
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur Jónsson 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.03.2006 at 20:47 #197617
Sælir félagar. Núna get ég ekki lengur orða bundist. Fyrir lifandi löngu er ég kominn með hundleið á þessu skítkasti manna á milli á þessum vef, en hef setið á strák mínum með það. En það er annað… Stafsetning sumra manna hérna er fyrir neðan allar hellur. Ég sprakk gjörsamlega þegar ég var rétt áðan að skoða myndasíðuna. Þar er Magnús Hallur Norðdal að „sitja“ saman ferðasögu sína. Einnig sýnir hann nokkrar „mindir“. Þar eru menn meðal annars að „hleipa úr“. Að ógleymdum „fram úr axtri“. Og að lokum er þarna næstum“óbreitur“ bíll. Annars er „kíkimindin“ góð. Fyrirgefið að ég skuli taka þetta dæmi, en málið er að það sýður á mér varðandi réttritun á þessari síðu. „Engar harðar tilfinningar“ kv. Siggi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.03.2006 at 20:58 #547492
þú ert pappakassi….. þetta er ekki íslenskudeildin hjá Háskóla Íslands, heldur síða fyrir fólk með áhuga á jeppum og ferðamennsku. svo nöldraðu einhversstaðar annarsstaðar! "engar harðar tilfinningar"
kveðja Jóhann
26.03.2006 at 21:00 #547494Hann siggi er bara pirraður, hann er komin með fráhvarfseinkenni af jeppaleysi. Eins og ég …
-haffi
26.03.2006 at 21:04 #547496Einhversstaðar og annarsstaðar eru í tveimur orðum. Elsku kallinn minn, íslenska er kennd í grunnskóla. Annars er ég mjög hrifinn af ykkar klúbb, ég gæti vel átt heima þar. Menn eru hættir að ferðast með mér vegna bilana í Willanum mínum.
26.03.2006 at 21:07 #547498Alveg datt mér í hug að þú gæfir þig á tal. Reyndar bjóst ég við að þú segðir eitthvað á þessa leið…"siggi, þetta kemur úr hörðustu átt"
En Haffi, hvar er rauður? Það eru jú að koma páskar…
26.03.2006 at 21:36 #547500endilega bara að fylgjast með síðunni hjá okkur hvenær það eru ferðir. hægt að gera við Willis einsog allt annað En hvað varðar þessa blessuðu stafsetningu þá er þetta mál sem að mér finnst persónulega ekki skipta neinu máli, læt sonna þræði fara í mig þekki marga sem eiga við þetta "vandamál" að stríða. Einnig geta líka legið margar ástæður á bak við "illa" ritaða hluti. Þá er ég ekki að tala um að hafa sofið af sér grunnskólann 😉 og eru sonna þræðir ekki neitt nema til leiðinda þar sem ég tel engan vera að gera sig út fyrir að skrifa eins illa og hann getur. kveðja jóhann
26.03.2006 at 21:44 #547502Rétt er það að ég vandaði mig ekki við að setja inn myndirnar og þykir mér frekar leiðinlegt að menn séu að hnýta í mig vegna stafsetningavillna minna (en að vísu hef ég séð villur hjá öðrum en les það bara eins og það kemur fyrir og spái ekkert frekar í það) en ég tek það ekki illa upp og hef leiðrétt það.
Þar fyrir utan er ég lesblindur og getur tekið það mig því lengri tíma að stafsetja en þar fyrir utan er ferðasagan mín komin og þú/þið ættuð kannski bara að lesa hana…
í góðu skapi
kv. mhn
26.03.2006 at 21:45 #547504Þar sem ég er um þessar mundir haldinn "vegreiði" á háu stigi,
og sennilega einnig kominn með fráhvarfseinkenni af jeppaleysi, þá
er mér ljúft og skylt að taka þátt í þessari umræðu.
Þó að ég sé í mörgu alveg sammála Sigga hvað varðar slæma
stafsetningu ritaðs máls í dag, þá vil ég nú samt taka upp
hanskann fyrir Magnús Hall. Ekki síst eftir samráð við
sessunaut minn og kennara.
Getur verið að umræddur Magnús sé annaðhvort frekar ungur og
eigi eftir að læra meira um okkar fagra mál, eða þá einfaldlega
haldinn lesblindu?
Hvað sem það er þá finnst mér að við ættum að fara varlega í að
gagnrýna þá sem vilja deila með okkur hugsunum sínum og
skoðunum. Sérstaklega þar sem ekki er að sjá að maðurinn sé vísvitandi að afbaka
tunguna, en slíkt er mjög svo algengt um þessar mundir.
Dæmi um slíkt eru t.d.:
eikkað = eitthvað
mar = maður
gegt = geðveiktog svo aðrar afbakanir eins og:
kúl,
shit,djíses,fokk,sökk og lengi mætti telja.Ég og sessunautur minn erum sammála um að Magnús hafi ekki
ætlað að misbjóða einum né neinum og því hvetjum við Magnús til
að halda áfram að skrifa og láta ekki bugast.
Ein vinsamleg ábending.
Góð regla er að láta einhvern annan lesa það yfir sem maðurskrifar sérstaklega ef það er ætlað til opinberar birtingar.
Að lokum þá get ég sagt fyrir mína parta að eitt það erfiðasta
sem ég geri er að koma frá mér bundnu
máli a.m.k. svo aðlæsilegt sé. Ég lendi oftar en ekki í stafsetningar og
setningargildrum, orðvillum, tíðarvillum og hvað þetta nú allt
heitir, eða heitir ekki . . . .
Kveðja,
JKKE.s. er ekki til einhver "ritvillupúki" eða hvað það nú heitir, fyrir okkur stafsetningarpúkana?
26.03.2006 at 22:01 #547506
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[url=http://vefur.puki.is/vefpuki/:1dcb8128][b:1dcb8128]Vinur allra landsmanna[/b:1dcb8128][/url:1dcb8128] , hérna er stafsetningarpúkinn sem að þið voruð að leita að
26.03.2006 at 22:03 #547508Elsku félagar. Ég er ekki að ráðast á hann Hall ! Þetta var bara dropinn sem fyllti mælinn hjá mér, hefði getað verið hver sem er. En vissulega geta menn haldið að ég sé nötrandi hérna af reiði út í Hall en svo er alls ekki. Ef að þú Hallur, ert leiður út í mín skrif, þá vinsamlega bið ég þig að fyrirgefa. En Jóhann, ég skal fylgjast með hjá ykkur. Það er kominn hugmynd um drauma páskaferð hjá mínum vinum. Ferðin gæti þá litið svona út: Hrauneyjar, Gæsavatnaskáli, Kverkfjöll, Grímsvötn, Landmannalaugar, Hrafntinnuskáli og heim…
kv siggi
26.03.2006 at 22:03 #547510Sæll Siggi
Þú ættir að íhuga að renna yfir þín fyrri skrif hér á síðunni og leiðrétta þar ýmsar villur áður en þú ferð að skjóta á aðra með stafsetningu…
Ég er svo feginn því að það eru ekki margir sem eru að leiðrétta skrif manna hér, því það er fátt meira pirrandi.
Á meðan að það er skiljanlegt það sem skrifað er þá skiptir þetta engu máli.
Ég er svo heppinn að vera ekki með lesblindu en það eru margir í kringum mig sem þjást af þessu. Þú ættir að kynna þér lesblindu aðeins og hvernig það lýsir sér. Þá veit ég að þú myndir ekki starta þræði með þessu efni.En ég er sammála þér með skítköstin.
Kveðja
Arnór
26.03.2006 at 22:33 #547512jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síðajeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða jeppa síða og hvað með það þó einhver er sé ekki góður í stafsetnigu . Eins og maðurinn sagði : who the F##k cares .
26.03.2006 at 22:53 #547514Flott endurnýjun á ferðasögunni hjá þér Hallur og gangi þér vel á þínum.
kv siggi
27.03.2006 at 00:07 #547516Siggi af hverju kvartar þú ekki yfir þeim sem stama mikið, er það ekki jafn óþolandi ? Ef menn hugsuðu svona mikið út í stafsetningu hér þá væru bara fáir sem þyrðu að skrifa en aðrir einfaldlega ekki. Svo þið hinir endilega haldið áfram að skrifa og látið svona skrif ekki trufla ykkur.
Kveðja: Túri
27.03.2006 at 00:24 #547518Já, já. Verið meiri hálvitarnir og sýnið stofnanda þráðarinns leiðindi og dónaskap með því að gera lítið úr skoðunum hans og rakka þetta bara niður í svaðið. Ekki er maðurinn nú að fara fram á neitt nema að menn taki sér smá tíma í að lesa yfir textam sem þeir setja hér inn og laga það sem þarf. Hellst er um að kvarta við þá einstalinga sem sleppa því að láta einn og einn punkt í skrif sín þannig að maður villist við að lesa eitt hnoðstykki og fer að svima.
Hvernig væri ef þið tækuð tillitsleysið og hrokann sem þið sýnið hér með á fjöll, og mynduð virða að vettugi þá ferðafélaga sem festa sig og álíka og keyrðuð bara áfram eins og þið séuð einir í heiminum.Haffi H-1811
27.03.2006 at 09:39 #547520Hver er tilgangurinn hjá mönnum að taka einn félaga fyrir og skjóta hann í kaf?
Sumir eru betri í stafsetningu en aðrir og hvað með það! Hann skrifar þetta eins og hann heldur að það eigi að gera það. Halldór Laxness gerði það líka!
Það á að þennan vef í eitthvað uppbyggilegt !
Siggi Árna
27.03.2006 at 10:20 #547522er að sjálfsögðu æskileg hérna á vefnum, en hver á að dæma og hvern??.
Ég þekki vel baráttu þeirra sem eru orðblindir og hljóðblindir,ungur maður sem ég þekki vel hefur allt sitt líf barist við þetta vandamál og skrifar ekki bréf eða email nema til sinna allra nánustu vegna þessa vanda síns en á sama tíma er hann snillingur í höndunum bæði á tré og járn og góður í reikningi.
Á að segja að hann sé með lítið á milli eyrnana? Nei því endurteknar greindarmælingar á honum frá barnæsku sýna svo ekki er vafi á að greindarvísitala hans er vel fyrir ofan meðallag.
Ég fyrir mitt leiti er harður Íslensku sinni og þoli afar illa slettur svo sem "holy shith"=heilagan kúk, eða annað í þessum dúr,en eins og eitthver hérna á þræðinum segir Halldór Laxnes kaus að rita eins og gert er í bókum hans og bannaði allar breytingar á ritun sinni,en samt er það svo að það er vitnað í orðanotkun hans þegar er talað er um Íslenskt mál og orðnotkun.
En skrítið er það líka þegar lesnar eru ritgerðir td lækna áður en prófarkarlesarar leiðrétta kemur í ljós að þeir eru mistækir í þessum efnum þrátt fyrir allt sitt nám,og verkfræðingar sem sletta Ensku í öðru hvoru orði(þetta er ekki skot á þann sem skrifar undir því nafni hérna á vefnum).
Svo ég spyr aftur hver á að dæma og hvern???
Klakinn
27.03.2006 at 10:52 #547524Gömul draugafæla hentar vel sem svar
Farðu í rass og rófu
ríddu grári tófu
Hafðu kött að keyri
og forðaðu þér að HesteyriKlakinn
27.03.2006 at 11:13 #547526Hvað er að mönnum? Hverju skiptir það hvernig menn skrifa? Hver og einn hefur sinn rétt til þess að skrifa eins og hann vill!!! Þegar ég skráði mig í klúbbinn þá var mér aldrei sagt að það væri skilyrði að tala og skrifa íslensku!
27.03.2006 at 11:19 #547528Þú verður langlífur
27.03.2006 at 13:59 #547530…þegar kennarar þessa lands geta ekki allir klórað sig fram úr einföldustu atriðum er varla hægt að ætlast til þess að nemendurnir geti það?
Ég er reyndar sammála því að léleg stafsetning og málfar eru bagaleg lýti og fara afskaplega í taugarnar á mér…
…ég reyni hinsvegar bara að eiga það við sjálfan mig 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.