This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Oddur Örvar Magnússon 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Þannig eru mál með vexti að ég stútaði millikassa í bílnum mínum, Wrangler, og þar sem ég var með NP231 kassa í honum, þá fann ég mér annan slíkan og setti hann í. Kassinn sem ég keypti kom úr Cherokee og var því ekki með sömu rillutölu í innpúttinu. Þannig að ég settist niður og reif allt draslið í sundur og skipti um input dótið og púslaði svo græjunni saman. Svo var ég svaka stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa afrekað þetta og svona, þangað til að ég var búinn að troða honum aftur í… þá uppgötvaði ég að ég gat ekki sett hann í Hi4. Því þar sem ég er algjör nýgræðingur, þá hafði ég ekki vit á að prófa kassann áður en að ég smellti honum í.
Því leita ég til ykkar í leit minni að því hvað gæti verið að. Einhver benti mér á að líklegast væri þetta einhver gaffall sem væri ekki á sínum stað og því gæti ég ekki sett í fjórhjóla háa. Nota bene, hann rennur í lága fjórhjóla eins og ekkert sé og eins í afturhjóladrifið, en í stað Hi4, þá fer hann bara í hlutlausan og eitthvað vesen.Með viðgerðarkveðju, Andri.
You must be logged in to reply to this topic.