Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Milligír vesen hilux
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 11 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.04.2013 at 01:55 #226012
sælir er með hilux 1994 og keypti milligír í hann,hann er 16 cm á lengd,málið er að ég fæ hann ekki til að virka.
þegar ég setti stöngina í þá fer hann ekki nógulangt aftur þá meina ég að það er nægt pláss fyrir stöngina en hann bara fer ekki nógu aftarlega á gaflinum í kassanum,er einhver sem hefur lent í þessukv dóri
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.04.2013 at 12:01 #765637
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég geri ráð fyrir að það sé gaffallinn en ekki gaflinn sem fer ekki nógu aftarlega.
Mig minnir að þetta sé eitthvað spursmál með týpur af kössum, hvar skiptirinn kemur uppúr eða þessháttar. Allavega, það gæti þurft að taka úr einhvers staðar fyrir öxlinum sem gaffallinn er á, eða mögulega stytta öxulinn eitthvað örlítið ef þetta er spurning um fáeina millimetra.
Því miður er ég ekki með akkúrat svar við spurningunni.
Kv
Grímur
28.04.2013 at 13:24 #765639Í leiðbeiningum frá Trailgear þá man ég eftir að þeir voru að stitta einn öxulinn smá, endinn á öxlinum var með fírkant og voru teknir einhverjir mm af honum. Athugaðu Trailgear.com
28.04.2013 at 17:19 #765641augað í gafflinum hverfur eiginlega þegar ég smelli honum alveg aftur,mér finnst eins og það þurfi að lengja gaffalinn,sjóða eitthvað eyra á hann með gati fyrir stöngina
kv dóri
28.04.2013 at 18:19 #765643það eru mjög góðar leiðbeiningar hjá bæði trail gear og marlincrawler
http://www.marlincrawler.com/tech/trans … case-bible
http://www.marlincrawler.com/tech/guide … -installerEn ef þú ért að tala um fremri kassann = milligírinn sjálfann. Þá hef ég heirt af vandræðum með lengdir á stöngum. Ég hef heirt að menn hafi leist þetta með því að fjarlægja stöngine og færa skiftinn örlítið framar (borar nýtt gat fyrir splittið.) … Ég hef aldrey lent í þessu sjálfur en þú verður að fylgjast með einu. Það er hak í öxlinum sem staðsetur skiftirinn á réttum stað (það er kúla og gormur sem halda stönginni á réttum stað) Þegar þú færir skiftinn verðuru að vera pottþéttur á að þetta hak sé á réttum stað.
Til að fjarlægja skiftirinn eru ágætis leiðbeiningar hérna
http://www.marlincrawler.com/tech/guide … stallationSvo ertu væntanlega búinn að breita aftari kasssanum fyrir top shift… er það ekki…
28.04.2013 at 21:25 #765645takk fyrir þetta,flottar leiðbeiningar,var einmitt að pæla í hvort það væri hægt af færa öxulinn framar…
kv dóri
28.04.2013 at 22:12 #765647Þetta var það sama hjá mér að skiptiöxullinn hvarf næstum alveg, ég skoðaði í öðrum kassa sem ég á og fann þar lengri öxul, mynnir 16mm lengri. Virðist vera einhver munur eftir árgerð eða eitthvað ?
Lokaði raufinni sem gírstöngin gengur í, sauð fírkantstál fyrir og slípaði til þar til að gírstöngin var vel rúm í gatinu.
29.04.2013 at 10:46 #765649Ég þurfti að stytta aðra stöngina inn í öðrum kassanum hjá mér (minnir í aftari kassanum, annars slóst hún í skiptistöngina í fremri kassanum). Svo borgar sig einnig að "loka" stönginni í milligírnum þannig að skiptirnn geti ekki farið út úr grópinni sinni. Þetta tvennt saman varð þess valdandi hjá mér að ef ég skipti kössunum ekki í réttri röð, þá hrökk milligírinn í hlutlausan og skiptistöngin úr sambandi og ekki hægt að koma honum aftur í gír nema rífa skiptirinn ofanaf kassanum. Gaman að standa í því út á miðri götu
kv
Rúnar.
01.05.2013 at 13:52 #765651Eitthvað að frétta ?
01.05.2013 at 15:28 #765653Nei ekkert búið að gerast, á eftir að rífa milligírinn úr,læt ykkur vita þegar eitthvað verður gert í þessu,held samt að ég sjóði annað auga fyrir framan hitt,þá ætti hann að smella alveg aftur..
En hvað á öxullinn að vera langur í fremstu stöðu frá brún, eða í mitt auga???????????? læt fylgja mynd af gírnum áður en hann fór í,en þetta er eina myndin sem ég ákv dóri
01.05.2013 at 20:47 #765655segðu mér aðeins sögu… hvað ertu búinn að gera við gaflana nú þegar?? og við erum öruglega að tala um gaflana í original kassanum er það ekki???
01.05.2013 at 22:38 #765657Svona er þetta fremri og aftrari færsla í lóló kassanum tók mynd ofaní kassann
kv dóri
02.05.2013 at 10:32 #765659þÚ þarft að taka kassann úr, og skifta um öxulinn… það er fræðilegur að þú getir tekið splittið úr og borað nýtt gat, en mér sýnist þetta vera það mikið að þú þurfir að fá þer annann öxul… taktu þetta í sundur og skoðaðu… mældu lengdina á öxlinum. það er fræðilegur að ég eigi lengri öxul handa þér.
02.05.2013 at 11:01 #765661Svona var þetta hjá mér, fann lengri í varahlutakassa c.a. 16 mm lengri. Sýnist þetta vera náhvæmilega sama dæmið og hjá mér.
02.05.2013 at 15:12 #765663Sælir en afhverju er verið að búa þetta til svona sem passar ekki??? sá sem seldi mér þetta segist ekki vita neitt og hann hafi aldrei sett þetta í bíl.
En er ekki hægt að sjóða bara nýtt auga fyrir framan hitt?? ætla að skoða þetta á morgun hvort ég sjóði þetta ekki bara þarna ofaní..er kannski lítið mál að skipta um þennan öxul.kv dóri
02.05.2013 at 16:32 #765665Besta leiðin ef einhver getur reddað þér réttum öxli en til þess tekuru öxulinn úr mælir sem er mjög fljótlegt, nú ef þú kemur með mál af öxlinum þá skal ég ath. hvort eitthvað sé til hjá mér.
02.05.2013 at 16:34 #765667ok flott takk fyrir það
kv Dóri
02.05.2013 at 21:58 #765669skoðaðu textann um twin shift kittið.. þar er útskýrt hvernig er fljótlegast að taka öxulinn úr…
þegar maður rífur millikassann til að útbúa milligírinn, eru 2 skifti gaflar. þeir eru ekki jafn langir, mér þætti gaman að vita hvort fræðilegt sé að vitlaus öxull hafi farið í milligírinn. Annars veit ég ekki hvernig menn fara að þessu, ég hef púslað saman nokkrum svona kössum og aldrey lennt í þessu sjálfur
03.05.2013 at 18:27 #765671Jæja búið að græja milligírinn,skorið 4mm þykkt járn og borað 12mm gat,og soðið þarna beint ofaní
fór ekki meira en 20 mín í að græja þetta,fínt að sleppa við að rífa þetta allt niður
en takk fyrir hjálpinakv dóri
04.05.2013 at 10:59 #765673það er ánægjulegt að þú sért sáttur. Og þetta er ágætis redding, en hefði verið skemmtilegra að gera þetta fagmanlegar… Eins væri gaman að komast að hver orsökin eru.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.