This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Hörður Guðjónsson 13 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ég á gamlan Blazer K5, 44″ breyttur (er reyndar á 38″ eins og er) með 4.88 hlutföllum. Ég setti ofaní hann 6.2 dísel (herútgáfa, eitthvað sprækari en civil), TH400 og NP241. Nú bíðst mér að fá milligír (frá Skerpu, úr NP203) og ég var að pæla í að þiggja það en þá kom upp vandamál, Blazerinn er ekki það langur, og ef ég bæti milligír við þá verður aftur-drifskaptið ansi stutt. Ég get reyndar fengið kit til að stytta millikassann, en einnig á ég NP205 (sem er miklu styttri en NP241) og gæti valið að nota hann en þá væri ég með tvo millikassa báða með sama lága hlutfall.
Ég ferðaðist töluvert á bílnum í den með spræka 350 í húddinu og saknaði þess aldrei að hafa ekki milligír.
Er það þess virði að standa í að eltast við þennan milligír (þ.e. fyrir utan hækkun á dótastuðli) eða ætti ég bara að láta millikassann duga?
You must be logged in to reply to this topic.