This topic contains 13 replies, has 8 voices, and was last updated by Ragnar Freyr Magnusson 9 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Laugardaginn 14. febrúar verður farið í svokallaða „Millibílaferð“ á Langjökul.
Ferðin er tilraun á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 og er skipulag ferðarinnar í höndum meðlima Litlunefndar. Tilgangurinn er að kanna áhugann á því að koma upp ferðum fyrir jeppa sem eru meðalmikið og mikið breyttir og er miðað við dekkjastærð 35″. Sú stærð miðast þó við þyngdarhlutfall og er ekki sjálfgefið að stærri og þyngri bílar fái að fara með þrátt fyrir að vera á 35″ dekkjum. Einnig er mögulegt að gera undanþágu fyrir mjög létta bíla á minni dekkjum en 35″. Til leiðbeiningar þá er miðað við að Patrol 35″ sé í lagi, en þyngri bílar en það ekki.
Ferðin verður farin laugardaginn 14. febrúar og er stefnan tekin á Langjökul. Ekki er búið að ákveða hvar verður farið upp og niður af jöklínum, en það verður auglýst síðar.
Þar sem um tilraun er að ræða verður fjödli bíla í ferðinni takmarkaður.</div>
Skráningarskylda er í ferðina og skráningarformið má finna hér
You must be logged in to reply to this topic.