This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl GuðJónsson 13 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Tekið af vef mbl.is
Innlent | mbl | 6.4.2011 | 14:48
Mikill verðmunur á umfelgun
Mikið annríki verður á dekkjaverkstæðum á næstunni ef að líkum lætur. stækkaMikið annríki verður á dekkjaverkstæðum á næstunni ef að líkum lætur. mbl.is/Ómar
Mikill verðmunur, eða allt að 75%, kom fram í könnun, sem Alþýðusamband Íslands gerði á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 36 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið.
Þjónustan var könnuð fyrir nokkrar tegundir fólksbíla. KvikkFix var með lægsta verðið í könnuninni í öllum tilvikum, en allt að 3499 króna verðmunur var á þjónustu hjólbarðaverkstæðanna við að skipta, umfelga og jafnvægisstilla dekk á 16 tommu álfelgu undir meðalbíl.
Átta hjólbarðaverkstæði hafa hækkað hjá sér verðið á þjónustu við dekkjaskipti frá því í haust. Mesta hækkunin var hjá Toyota umboðinu á Akureyri um 29%, Pitstopp og Dekkjalagerinn Selfossi um 18% og 10% hjá Barðanum í RVK. Verð þjónustunnar hefur lækkað eða staðið í stað síðan í fyrra, hjá 20 aðilum af 28. Mesta lækkun var hjá Hjólkó/Vöku um 14% og Nesdekkjum um 6% og Smurstöðinni Klöpp um 3%.
15. apríl eiga vetrardekkin að vera horfin undan bifreiðum landsmanna.
Verðkönnun ASÍ
You must be logged in to reply to this topic.