Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Mikið af gömlum ljótum jeppum
This topic contains 71 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.11.2003 at 12:04 #193227
AnonymousHvernig er það með menn? Nú eru menn að dæla inn myndum af eldgömlum jeppadruslum á fjöllum. Þetta nær ekki nokkurri átt, ef svona heldur áfram verður myndaalbúmið orðið fullt fyrr en varir. Mæli með að menn setji einungis inn myndir af nýjum og mikið breyttum bílum. Þetta verða helst að vera jeppar á 44″ dekkjum. Mæli með að Patrol og sambærilegir (ekki margir) jeppar hafi forgang í albúmi. Það eru flestir ef ekki allir orðnir leiðir á myndum af gömlum jeppum.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.11.2003 at 19:25 #481444
Já ég held að það væri leiðinlegt líf ekki væri smá áróður á milli bíltegunda öðru hverju,og mæli með að menn deili annars lagið.Ekki væri verra ef menn og konur kynni e-r vísur um hinar og þessar bíltegundir.
kv JÞJ
25.11.2003 at 19:26 #481446Já ég held að það væri leiðinlegt líf ef ekki væri smá áróður á milli bíltegunda öðru hverju,og mæli með að menn deili annars lagið.Ekki væri verra ef menn og konur kynni e-r vísur um hinar og þessar bíltegundir.
kv JÞJ
25.11.2003 at 19:52 #481448Fann í gömlum þræði ljóð um Tójót fyrst við erum orðnir skáldlegir.
TOJÓTSÞULA
Tojót Tojót taktu mig
og berðu mig upp til skýja
ákafinn bar mig alla leið
í áklæðið nýja
mun þar vera margt að sjá
mörgu hefurðu ekið hjá
frá því þú kvaddir sundin blá
og komst á ökutækjaskrá
komdu litla lipurtá
langi þig að keyra
kannske burtu, kannske á
og kannske sitthvað fleira
– þeir lána þér meira –
litla flónið, þeir lána þér alltaf meira
nú þeysir vagninn silfurgrár
með vélum þöndum
rauðagull í bremsuljósaböndumrennir hann beint að ströndum
rennir hann beint að björtum sólarströndum
25.11.2003 at 19:53 #481450Það eru svona umræður sem lífga upp á tilveruna og gera lesturinn skemmtilegan.
Þetta eru nú líka svo óttarleg trúarbrögð með tegundir að ef sumir þyrftu að skipta um tegund þá myndu þeir líklega frekar hjóla (þ.e. ef hjólið væri framleitt í réttu landi af réttum framleiðanda)
That’s the spirit
kv
Austmann
25.11.2003 at 22:49 #481452Ljótt er það með pjattrollurnar
greyin sem jarma á milli lækja
hóstandi með erfiðum upp brekkurnar
þær sótsvörtu út úr sér hrækjaþær sjaldan komast skaflana
oftast þær eru í spotta
ef ekki væri fyrir dömuna
væru þær ekki lengi að stoppa.kv JÞJ.
25.11.2003 at 23:13 #481454
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Munið bara.. að það er ekki Jeppi nema það standi JEEP á húddinu…..
Alltaf gaman að svona ruggli..
25.11.2003 at 23:55 #481456
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll litríkur ég hef ekkert farið neitt ég breytti bara nafninu til að fá frið frá áhveðnum aðilum, hef verið hér allan tíman að spjalla við menn og fá ymsar upplýsingar. En gaman að sjá hvað þú fylgist vel með ég keyri kannski einhverntíman framhjá þér í vetur:) P:S jú mikið rétt latur á líka við um minn fjallajeppa en ég hef ekki þurft afl hingað til. Kv latur, toyota d cap ótrúlega sæmilegt kvikindi.
26.11.2003 at 00:21 #481458
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var Willy´s á sýningu hjá Ingvari Helga???
það er þá kominn tími á að þeir sýna Jeppa
Annars er patrol fínn bíll vantar bara vél og
sterkari legubúnað í framhásinguna og þá má taka
toppin af moka skít í hann keyra út á tún
heheheheBaldur
26.11.2003 at 00:29 #481460Góðann daginn,
ég segi nú eins og karlinn hér um árið "I love it". Hvernig er það herra Patrolman er ekki hægt að finna einhverja góða mynd af þessum dásemdar bíl þínum og setja í Myndaalbúmið ? Hann er nú þó ég sé ekki sammála tegundinni askoti huggulegur þessi Patrol og skemtilega hækkaður þessi stóru 44" dekk virðast varla stærri en hjólbörudekk undir bílnum, svo hvernig þú útfærir kantinn í kringum olíulokið án þess að lokið komi við kantinn. Frábær útfærsla !!
Mér fynnst nú að þeir sem geti snobbað eigi að gera það, og þeir sem taka því illa eru bara með helv…. öfund. Allavegana fynnst mér þeir sem eru á Toyotum ættu nú bara að halda sér til hlés í svona umræðum. Við tölum reyndar ekki um Pajero kallana.
CHEVY sé oss næstur !!!!!!!!!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
26.11.2003 at 12:21 #481462
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Willy’s sem litríkur kallar stóra bróður lagði fyrir utan Ingvar Helga maðan að eigandinn var að skoða alvöru jeppa, Patrol. Ætli menn séu ekki að tala um þann Willys……
En annars með myndaalbúmið, mér finnst mikið gaman að skoða bæði gamla og nýja bíla, en kannski ekki mikið af fólksbílum og fullt af myndum af dóti til sölu!
kv. Stefán.
26.11.2003 at 22:57 #481464
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Já ég viðurkenni að ég og umræddur willy´s eigandi
vorum að skoða "jeppa" á þessari sýningu en það var
ekkert [b:1f5955mb]alvöru[/b:1f5955mb] við þessa bíla eins og stebinn
talar um því miður….
26.11.2003 at 23:34 #481466Voðaleg öfund er þetta í ykkur. Ég skil ykkur nú samt vel því ef þið hafið verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að ferðast með Patrol, þá stingur hann ykkur af og þið sjáið bara í afturendan á honum og þurfið að fara til IH til að sjá restina af Pattanum. Svona til að hressa aðeins upp á fólk sem ekki á Patta læt ég Pattann fylgja með.
Pattinn.
(lag: Einbúinn, M. Eiríksson)Þeir segja mér, að flottur ég er
Á pattanum glansandi fínum.
Fyrstur ég fer, þeir koma eftir mér
Á Toyotu druslunum sínum.Lógírinn minn, er betri en þinn
Ég tifa svo létt þarna í snjónum.
Gaman það er, að ferðast með mér
Ég svíf eins og fugl, í trjákrónum.Loftpúðum á, ég keyra nú má
Svo dúnmjúkur, léttur og lipur.
Þeir horfa mig á og fara svo frá
Og á þeim er stór fílusvipur.Og olían er, ei vandamál hér
Að eilífu dugar á pattann.
Ég gæti sko, tekið þá tvo
Og haft þá í spotta að aftan.Mikil hún er, mæðan hjá mér
Að kristna þá félaga mína.
Þeir munu sjá, að pattanum á
Klára ég túrana mína.Og heima ég er, að dunda mér
Í skúrnum og bóna þar pattann.
Ég helli í klút svolitlum lút
Og strýk hann, að framan og aftan.Jaaá ég helli í klút, svolitlum lút
Og strýk hann, að framan og aftan.Núna ættu allir að sofa vel.
Hlynur
26.11.2003 at 23:51 #481468
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hallelu Jah.
27.11.2003 at 11:57 #481470
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég verð nú bara að segja það að ég hef gaman af að sjá nýja vel breitta jeppa en mér finnst nú samt enn meira gaman af að sjá gamla og druslulega breitta bíla.. þannig að það ætti að hafa þessar myndir í tveimur flokkum.. Pjatt patrolar og nýjir bílar og svo þessir gömlu góðu skjúskuðu sem hafa sögu í öðrum flokk
Kv.
Krossdal
27.11.2003 at 12:20 #481472
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er óhætt sð segja að patrolunnendur eru mikil skáld, svo mikil að þeir hafa meiraaðseigja tilhneigingu til að skálda upp gæðastimpil yfir pjattrollurnar sýnar. Þessi teksti að framan eftir Hlyn er virkilega góður þó innihaldið sé hálfgerð þvæla en um það snýst skáldskapurinn svo oft á tíðum;)
27.11.2003 at 12:39 #481474Þeir hafa líka nægan tíma til að skálda langar vísur þegar þeir bíða í röðinni í varahlutaverslun IH.
27.11.2003 at 12:57 #481476Þessi texti er eftir Skugga (Martein Jensen gjaldkera Suðurnesjadeildar) og var tileinkaður félaga okkar Smára Friðjónssyni á fimmtugsafmæli hans. Erindin með logírinn og loftpúðana bættust seinna við, en Smári er Patrolaðdáandi #1 á Suðurnesjum og þó víðar væri leitað. Kveðja Heiðar formaður Suðurnesjadeildar
27.11.2003 at 13:02 #481478Sæl öll, það rifjaðist upp fyrir mér í tilefni þessarar umræðu reisa sem var farin í góðra vina hópi ekki alls fyrir löngu. Þar fóru leikar á þennan veg:
Bronco farkost brúka vel
ber af öðrum fákum.
Fegurri´ en flestir -svo ég tel
fratrollum við skákum.Í snjónum hefst svo havarí,
höldum býsna glaðir
að finna fyrsta skafli í
fastan Patrolfaðir.Fljótum framhjá honum knáir
fyrstir yfir, leikandi.
Hér í hjörtu Brokki sáir
efafræi hlæjandi.Skála náum syngjandi
sáttir mjög með daginn
– bragurinn sá er stingandi
í sálum Patrol….kalla.Bestu kveðjur, Hjölli.
27.11.2003 at 13:06 #481480
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er bara rugl um að hafa bara nýja mikið breytta bíla í myndaalbúminu, ég meina hver mundi nenna að skoða svoleiðis lagað, þeir eru allir eins, og þá sérstaklega patrolurnar! það er miklu skemmtilegra að sjá hvernig mönnum hefur tekist til í breytingum á gömlum jeppum, það er svo mikil fjölbreyttni í því:)
bara svona að bera Hilux og patrolu saman sem dæmi
Hilux 2003 módel Eigin þyngd ný(minnsta þyngd) 1695 kg
Blandaður akstur 9 lítrar
Hilux D/C SR5 dísil 2.5TD 2.490.000Patrol 2003 Eigin þyngd (minnsta þyngd) 2200 kg
Bæjarakstur 14.3 (13.9) l/100km
Utanbæjarakstur 8.8 (9.0) l/100km
Blandaður akstur 10.8 (10.8) l/100kmATH: upplýsingarnar um patrol eru um luxury típuna, elegance típan er þyngri!!!!!!
Beinsk. Sjálfsk.
Patrol Luxury 3.0TDI 4.590.000 4.790.000 KR
Patrol Elegance 3.0TDI 4.990.000 5.190.000 KRPS: ég var að skoða myndaalbúmið áðan og þá var einn ónefndur patrol-fan að dásema patrolur, átti eina sjálfur, en viti menn, hann var með fullt af myndum af nýjum patrolum, en auðvitað var helmingurinn af þeim fastir í krapa og snjó :o)
27.11.2003 at 13:40 #481482Fín vísa hjá Hlyn, það er bara ein fullyrðing sem ég vil leiðrétta en það er að aðrir sjái bara í afturendann á honum ?, ég hélt að sæist aldrei í afturendann á Patrol fyrir reyk !!
kv. vals
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.