Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Mig-suðutæki
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
07.10.2003 at 18:22 #192966
Sælir allir.
Mig vantar hálfpartinn góð suðutæki í skúrinn hjá mér (helst ný).
Því spyr ég ykkur: veit einhver hver eru bestu kaupin í MIG tækjum í dag. Margt er í boði, en ég tími ekki að spreða mörg hundruð þúsundum í bílskúrssuðu. Hvað þarf ég að hafa í huga er tæki eru keypt?
Kv,
Lalli -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.10.2003 at 18:38 #477536
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Talaðu við hann Steina hjá JAK í Hafnarfirði þeir bjóða upp á frábæra þjónustu og eru með mjög góð verð.
Kveðja Bjartur
07.10.2003 at 19:41 #477538
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Kauptu einhvern af þessum 3 stóru:
Kemppi, Finnland, selt í Ístækni,
Migatronic, Danmörk, hjá JAK,
Esab, Svíþjóð, hjá Héðinn.Þetta eru allt góðar vélar, framleiddar í okkar heimshluta sem er gott að fá varahluti í og viðgerðaþjónustu. Frikki í Rafeiningu gerir við allar þessar gerðir ásamt umboðsaðilum.
Ekki freistast til að kaupa ódýra-óþekkta vél af einhverju merki sem er ekki víst að nokkur viti eitthvað um eftir 10 ár þegar þú munt þurfa þjónustu.
"pay now or pay later" á hér við eins og svo oft annars staðar.
07.10.2003 at 20:01 #477540Sæll.
Ég er búinn að eiga Kempi vél í rúm 10 ár. Hún hefur aldrei bilað, og hefur þjónað mér og mínum vinum vel. Þannig vél væri mitt fyrsta val. Enda er nokkuð öruggt að á hvaða verkstæði sem þú færir væri þar Kempi vél.
Emil
07.10.2003 at 20:05 #477542
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með Kempi 150 mæli hiklaust með þeim, en mig langar að fá viðbrögð frá öllum þeim sem eru með migsuðu og önnur
gas,súr tæki ,sem eru allir háðir því að versla við einokunar fyrirtækið Ísaga ég tildæmis vill fá að kaupa
kúta ekki leigja og þurfa að greiða stöðugt leigugjald ár hvert .hvernig væri að við tækjum okkur saman og með undirskriftarlista og knúum þetta fyrirtæki til að létta af
þessari skilduleigu til að geta verið með kolsýru í bílskúrum .leiga á 1 kút er um 8-14þús á ári nýr kútur sem væri keyptur getur ekki kostað meira en um 15-30.000þús þar með er mikið hagstæðara að eiga sinn kút.sjáum hvað er hægt að gera í krafti f4x4 kv Robola
07.10.2003 at 20:25 #477544Mikið hjartanlega er ég samála þeim BTH og Emil. Ég er búinn að eiga ESAB 245A síðan 95 og fyrstu 2 árin var vélin notu á hverjum degi og hefur staðið sig vel síðan.
Athugaðu bara að kaupa ekki of litla vél í upphafi sem þú verður svo óánægður með fljótlega. Vélin þarf að vera gerð fyrir stóra rafsuðuvírsrúllur og ráða við minnst 0,8-1,0 vír og vera með góða kæliviftu. Ég hef einnig notað Kempi 180A minnir mig að hún hafi verið, og var hún notuð í Loðnuverksmiðju þar sem ég vann. Vélin fékk oft heldur betur að kenna á því, en var trygg og traust sem bjarg.
Slóðríkur.
07.10.2003 at 20:33 #477546Ég skoðaði flestar gerðir af suðuvélum (rúllu)í sumar og endaði í Kempi. Þór í Ármúla átti ágætar vélar á hagstæðu verði sem væru góðar í skúra, en hentuðu mér ekki. Ef þú kaupir "alvöru" vél er verðið frá 100þús og uppúr.
Hlynur
07.10.2003 at 21:12 #477548Þú getur fengið góða Hobart vél sem tekur stóru rúllurnar á 75 þús. í Gastec á Bíldshöfða. Var að vinna með svona vél og reyndist hún bara vel, en þú finnur samt alltaf einhvern mun á dýrri og ódýrri vél. Besta migga sem ég hef notað er Esab Smashweld 1500 (að mig minnir) hún er í minna lagi og rosalega mjúk og góð og skilar fallegri suðu.
kv
Hvati
07.10.2003 at 21:20 #477550Þakka góð viðbrögð.
Hér að ofan er minnst á ISAGA og kútaleigu. Mörgum finnst eflaust hátt verð sem borgað er fyrir kúta hér (ég er einn af þeim) og fáum dylst að hér er einokunarfyrirtæki á ferð.
Eins og annars staðar væri smá samkeppni til góða. Er ekki annars pottþétt að hvergi er hægt að nálgast kúta og gas nema hjá ISAGA? Eru 4X4 félagar með einhvern díl hjá fyrirtækinu? Ef ekki skora ég á menn þar á bæ að gefa okkur góðan afslátt…annars förum við…eitthvað…annað…hmmm? Æi.
07.10.2003 at 21:32 #477552Ég mæli með því að við brjálumst allir út í þetta OKUR hjá ÍSAGA.
Fyritæki sem rukkar 17.000 kr i leigu á ári fyrir dæmigerða logsuðukút á skilið góða auglýsingu fyrir þetta okur.
Sing
07.10.2003 at 21:44 #477554Hef ekki mikið vit á þessu, enn er ekki hægt að sjóða með kolsýru. Ég held að Slökkvitækjaþjónustan í Kópavogi hlaði slíka kúta þó svo að kútarnir séu í einkaeign.
kv Jónas H
[url=http://www.mmedia.is/~unimog/setur1/:bb334ab4]Heimasíða[/url:bb334ab4]
07.10.2003 at 21:52 #477556Vissulega er hægt að sjóða margt með kolsýru, en logsuðutækin eru samt nauðsyn við flestar alvöru járnsmíðar.
Gott dæmi um "mikla" þekkingu á þessu er að sjá í kvikmyndinni "Once upon a time in Mexico". Þar sést bregða fyrir kolsýrusuðutækjum þar sem verið er að brenna sundur handjárn! Það mundi lífga umræðuna hér að fá álit fagmanna á þessu atriði. En ég vara ykkur við áður en þið farið að skoða, myndin er afspyrnu léleg.
En ég legg til að við tökum saman höndum ogmyndum öflugan þrýstihóp gegn OKRIN hjá ÍSAGA. Hvað ættum við að gera?, við erum öflug ef við sameinum krafta okkar.
sing
07.10.2003 at 22:06 #477558Kannski að við komum hér einhverju til leiðar. Þó vara ég okkur alla við að hleypa öllu í bál og brand með upphrópunum en vinna frekar faglega að samanburði við verðlag í öðrum löndum.
P.S. Svo er hér líka komið eitthvað sem allir sértrúarsöfnuðirnir innan 4X4 geta sameinast um (Patrolur, GrandLúserar etc)
07.10.2003 at 22:18 #477560Ég var í smiðjubransanum í Svíþjóð í 7 ár, og það voru þrjú leiðandi fyrirtæki í gasbransanum og átti ég í viðskiptum við AGA og Air Liqire eða hvernig í fjandanum sem það er skrifað. Og voru þessi fyrirtæki með sama verð á öllu upp á krónu og aur, svoleiðis var um samkeppnina þar. Þeir hafa kannski skroppið reglulega í Perluna til skrafs og ráðlegginga ?
Slóðríkur.
07.10.2003 at 22:36 #477562
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eitt sinn var til fyrirtæki sem hét ef ég man rétt Eimur. það var staðsett í Þorlákshöfn og mátti í raun segja að áfyllingarskúrinn fyrir gasið hafi verið skrúfaður ofaná borholuna.
Allt gekk vel á þeim bænum, þeir voru fyrst eingöngu í því að fylla kolsýru á kúta og færðu þeir sig svo uppá skaptið um 1994-95 og hófu held ég innflutning á hylkjum frá Noregi sem þeir leigðu út og sendu aftur út til áfyllingar.
Samkeppni var komin og allir gasnotendur urðu ánægðir, þarna var kominn ódýrari kostur en AGA.
það tók risan á markaðinum ekki langann tíma að knésetja dverginn í þorlákshöfn og endaði veislan fljótlega með því að Eimur fór á hausinn og getið nú; ÍSAGA á nú borholuna ásamt skúr og bílastæði í Þorlákshöfn.
Ef þú myndir flytja inn nýjann kút með gasi, nota hann glaður á meðan birgðir endast og fara svo með hann til ísaga í fyllingu þá neita þeir að þjónusta hann nema að hann sé gegnumlýstur, þrýstiprufaður og allt, eða þá að hann passar ekki í tækin þeirra. Að því loknu er hann dæmdur ónýtur vegna tæringar, lélegra gæða eða "aðþví bara" og honum fargað.
En bíddu við…. hefur einhver séð sundursöguðum gaskútum fargað á íslandi ? eru þer kannski bara málaðir gráir og límdur á þá massaflottur AGA límmiði ?
Samkeppni á gasmarkaði kemur aldrei aftur til íslands, stórir éta smáa í þessu landi og afleiðingarnar eru augljósar hvert sem litið er; hærra verð, minna framboð og oft lélegri vara.
Besta Kemppi rafsuðuvél sem hægt er að fá í bílskúrinn er Kemppi 181 sem er stæsta (180A) einfasa vél þeirra frá upphafi, með EURO barka og allt sem því miður var hætt að framleiða fyrir meira en 10 árum. (180 var þriggja fasa)
og já, ég vann hjá Kemppi í nokkur ár…
Bjarni
07.10.2003 at 23:46 #477564
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er núna á þriðju vélinni í skúrnum sem í þetta skiptið er kempi 150A. hinar tvær voru noname dót og enduðu í tunnuni vegna varahluta og upplísinga skorts þegar þær biluðu, en kempi getur bilað eins og annað og þegar þessi bilar fer hún þangað líka. Það kostar í flestum tilfellum jafn mikið að gera við þær (hjá Sigga ég tala af reynslu). Hins vegar mundi ég skoða Telwin vélar hjá Olis helv… góðar miðað við verð, hafa reynst vel og verið lengi á markaðnum.
Varðandi Ísaga. nafnið eitt er nóg til að koma mér í vont skapJón
08.10.2003 at 01:18 #477566
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir þið gasfúlu menn.
Ég hleraði það um daginn að Ísaga væri eftilvill að endur skoða afstöðu sýna gagnvart eignar haldi á kútunum og ætlaði að gefa mönnum kost á að eiga sýna kúta sjálfir og eithvað að endur skoða afstöðu sýna gagnvart smánotendum.
Í hverju það er fólgið nákvæmlega veit ég ekki en þá, en kemst að því síðar og þá skal ég lofa ykkur að frétta af því.
Eg er með Migatronik 180 1 fasa vél og hefur hún komið mjög vel út og ekki dýrir varahlutir í hana ,búið að böðlast mikið á henni í skúrnum og er hún eithvað að nálgast 20 árin og ekkert lát á henni.
Ég er einn af þeim sem Ísaga hirti kútana af á sýnum tíma með hótunum ,ógnunum og látum og reindi ég að leita réttar míns í þessu en komst fljótlega að því að þetta athæfi var löglegt en siðlaust.
Fékk 3ja ára leigu á þremur kútum fyrir kútana mína og hef svo þurt að leija þá síðan.
Sumir fengu verulega á baukinn fyrir að skipta við Eim á sinum tíma og fengu víst ekkert fyrir sýna kúta hef ég heirt.
En það er kænski vonandi að þetta sé að skána hjá þeim og að þeir sjái að sér þó seint sé.
Kv. S.B.
08.10.2003 at 02:56 #477568Bara svo það sé strags á hreinu að þá hef ég ekkert vit á þessu suðudrasli en reini að bjarga mér einns og hver annar fyrir sem minnstan pening náttúrlega.
Þannig er nú það að ég verslaði vél af Olís sem heitir Telwin 170/1 og hún kostaði einhverstaða á milli 40-50þ sem sagt mjög ódýr vél.
Nú er það hitt og annað hvort þessi vél sé boðleg allvöru suðuköllum? það getur kanski einhver frætt mig og aðra um það. Hingað til hefur hún virkað vel sem húsgagn í skúrnum og hef ég ekki þurft mikið á henni að halda og reindar er það svo vegna vanþekkingar á suðumálum að ef ég þarf að sjóða eitthvað sem þarf að vera skothelt hef ég alltaf farið á verkstæði og látið fagmenn um það.
"Pontið" er það að hér er mjög ódýr vél en spurning hvort hún sé nógu boðleg?
Kv.
Benni[img:15gf6oyo]http://www.telwin.com/webtelwin/telwinimg.nsf/TelWinImg/P00791/$FILE/P00791.jpg?OpenElement[/img:15gf6oyo]
08.10.2003 at 02:57 #47757008.10.2003 at 07:42 #477572Góðan daginn,
Ég er með nýja ónotaða MIG-MAG suðu, CEBORA frá JAK í Hafnarfirði. Kostar út úr búð 63.000.-
Þetta er suða sem bæði getur soðið með og án gas.
Pottþétt suða í skúrinn!
Tekur 0.6/0,8mm vír solid (venjulegur vír fyrir gas) og 0,9/1,2mm cored (flux vír án gas).
Hún er 130Amp og 22,5 kg.
Stærð 302x453x340
Verð tilboð.Kveðja
Villi Kalli (425-6515)
08.10.2003 at 13:19 #477574
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Ég sé að Kempi á sér marga aðdáendur hérna, ég hef aftur á móti litla reynslu af þeim en þeim mun meiri af Migatronic vélum og svo uppá síðkastið snilldarvélunum frá Fróníus.
Migatronic vélarnar dönsku eru fyrir löngu búnar að sanna getu sína í vélsmiðjum og verkstæðum útum allt land og mjög algengt að þeir sem eru vanir þeim vilji ekkert annað(kannski algengt með tegundadýrkendur) og þjónustan hjá þeim í JAK hefur verið til sóma.
En svo eru líka komnar aðrar vélar sem hafa þvílíkt komið á óvart, það eru litlar og nettar vélar frá Fróníus frá þeim í JAK, ég hvet menn til að skoða þær, ég féll flatur fyrir þeim og margir sem ég þekki eru komnir með þær og það hefur lítið reynt á viðgerðarþjónustu á þeim því þær bara bila ekki.
Þannig að ég hvet þig eindregið Lalli(já og allir sem eru að spá) til að skoða þetta vel, bera saman verð og stærð áður en þú kaupir og kaupa þá frekar aðeins stærri vél heldur en of litla.Kv.
Dóri Sveins
R-2608
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.