This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Trausti Bergland Traustas 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Það er skrítið vandamál með miðstöðina hjá mér, sem þeir hjá Toyota hafa ekki svar við – allavega ekki í gegnum síma, þessvegna datt mér í hug að prófa hér. Þetta er ’97 módel af 90 Cruiser.
Það lýsir sér þannig að miðstöðin frammí blæs ekki heitu, heldur volgu en það er misvolgt eftir því hvar hún blæs. Miðstöðin afturí blæs bara köldu.
Ég er búinn að prófa/athuga þetta:
– nóg kælivatn er á bílnum
– lokinn fyrir heita vatnið inná miðstöðvarelementið virkar fínt
– framrás og bakrás kælivatns í miðstöðina eru heit
– blása létt í gegnum miðstöðvarelementið, ekkert virtist stíflað
– hreinsa kælikerfið með vatnskassahreinsi
– hringja í Toyota, sem bentu mér á að tékka hvort nóg vatn væri á bílnum, og skoða síðan miðstöðina sjálfa og hvort hún væri að blása rétt í gegnum sig. Ég er ekki búinn að því. Koma síðan með hann til þeirra ef þetta virkar ekki.Hafið þið einhverjar tillögur kæru félagar?
Kv. Pálmi
You must be logged in to reply to this topic.