Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › miðstöð i tjaldvagn
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnþór Ragnarsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.06.2008 at 23:51 #202521
sælir
er að velta fyrir mer að setja miðstö- i vagninn minn sem er combi camp…er ekki að nenna að veltast með storan gasofn eins og margir gera .skoðaði i dag webasto olíumiðstöð hja bilasmiðnum uppa höfða. griðarlega sniðugt virðist mer m thermo til að stilla hitaann og á a’ð halda umbeðnum hita sjalfvirkt. eina sem mer blöskraði var verðmiðinn og er hann 100þus kall rumlega …..spurningin er veit einhver um odyrari lausn þ.e.a.s. ekki gas helst oliufyringu og þarf ekki að vera m geymi til að tengja i þetta webasto dót til að hun blási’?
kveðja sjohundur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.06.2008 at 15:56 #624154
eg fjárfesti ekki í konu til þess að þurfa líka að kaupa rándýramiðstöð
21.06.2008 at 23:03 #624156endaði leitina að hinni fullkomnu miðstöð i ellingsen . keypti þennan fína factory gashitara sem er otrulega nettur en samt 4.2 kw a 18,900kr. alger snilld held eg …
smella 9kg kut við þetta i kassann framan a vagninum og mali er dautt …pottþett lausn
kveðja sjohundur fra fellabæ
21.06.2008 at 23:43 #624158Hvar tekur þessi græja brennsluloftið? Ef hún tekur það inni í vagninum eru líkur til að fleira verði dautt að morgni dags, ef þú lætur loga yfir sofandi fólki, en bara þetta kaupamál. Og mundu að kolmónoxíðeitrun er ótrúlega lúmsk.
22.06.2008 at 13:14 #624160Ég segi nú bara fyrir mitt leiti til hvers að vera með alla þessa hitara í tjaldvögnum, það hefur reinst mér best að fara bara í úlpu eða flíspeysu ef það er svalt í vagninum á kvöldin og maður sefur alldrei eins vel og þegar að maður sleppir bara öllu þessu hitaradæmi. Ferðalagið verður mikklu skemmtilegra fyrir vikið þar sem að það fer mun minni tími í að koma sér fyrir og manni verður ekki kalt þó svo að maður þurfi að stökva út og skvetta úr skinnsokknum, er maður ekki annars að fara í útilegu til að losna við allan þennan borgarlúxus og ómenninguna sem því fyllgir. Fyrir mitt leiti finnst mér allavega ekkert eins notalegt og þegar að maður er komin á þann stað þar sem maður er ekki í símasambandi, ekkert sjónvarp, og útvarpið næst kannski bara á langbylgju (svona aðeins til að heyra fréttir) þá líður mér best allavega.
Kveðja
Addi kr
R-1435
22.06.2008 at 21:43 #624162Það er gott og blessað að vilja hita upp t.d. fortjaldið meðan setið er við skraf og veigateigun á kvöldin, en ég vil meina að kuldavandamál á nóttunni séu jafnvel auðlestari á annan hátt en með hitunartækjum.
Ég ferðast sjálfur mikið, en er yfirleitt í tjaldi (fer reyndar oft í skála á veturna, en hef líka tjaldað á jöklum og á hálendinu á veturna) og ég man ekki eftir því síðustu ár að mér hafi orðið kalt á nóttunni.
Lykillinn er að undirbúa svefnaðstöðuna.
.
Ég ætla að vera svo frekur að þröngva reynslu minni upp á ykkur, svo ykkur þurfi ekki að vera kalt í fínu vögnunum ykkar.
.
Það er lykilatriði að einangra sig vel frá þeim fleti sem sofið er á, sama hvort það er jörð, ís, eða botninn á tjaldvagni.
Sé það ekki gert er alveg sama hvað þú ert með fínan poka, í hlýjum náttfötum o.s.frv… þér verður ekki eins hlýtt og þér gæti verið.
Í tjaldmennskunni notum við yfirleitt frauðplastdýnur eða þunnar uppblásnar dýnur. Vindsængur gera ekkert gagn, þar sem þær eru bara fullar af lofti (án einangrunar sem heldur loftinu kyrru virkar loft sem kuldaleiðari).
Góð dýna kostar ca. 10.000 kr., en þá erum við líka að tala um jöklahæfar dýnur. Dýnur sem gætu hentað í vagna eru t.d. frá 3-5.000 kr. (Ég mundi ekki treysta dýnu sem væri mikið ódýrari en það).
Dýnurnar getið þið sett undir dýnurnar í tjaldvagninum, og myndað þannig einangrun. Ég lofa ykkur því að þið finnið mun. Ef ekki vinnst tími til að kaupa dýnur gætu ullar- eða flísteppi gert svipað gagn. Setjið þau undir dýnurnar í vagninum.
.
Næst er svo sængin eða svefnpokinn.
Svefnpoka er auðvelt að kaupa, maður fer eftir uppgefnu þægindahitastigi. Sem dæmi var konan á heimilinu að fá sér svefnpoka sem er þægilegur niður í 18 gráðu frost, en hann kostar þá yfir 30.000 kr.
Pokar sem eru keyptir á klink í verslunum sem sérhæfa sig ekki í útivistarbúnaði eru sumir álíka gagnlegir og svartir ruslapokar.
Ef þið viljið frekar nota sæng væri toppurinn að vera með góða dúnsæng, en a.m.k. að velja sæng sem er vel hlý, og nógu stór. Ef þess er nokkur kostur mundi ég mæla með að notuð séu sængurver sem eru ekki úr bómull.
Sé sængin köld er óbrigðult ráð að hafa yfir sér teppi, undir sænginni, en það verður þá að vera sæmilegt flís- eða ullarteppi.
.
Sumir gera þau mistök að fara kappklæddir að sofa. Þá erum við að koma í veg fyrir að t.d. sængin eða svefnpokinn geti sinnt hlutverki sínu. Svefnpokar virka t.d. þannig að líkaminn hitar upp loftið í honum og þegar það er komið í sama hitastig og við sjálf hættir líkaminn að eyða orku í að hita upp. Þá kemur að einangruninni, sem sér til þess að loftið haldist heitt. Loft á hreyfingu þýðir að líkaminn þarf stöðugt að vera að hita upp nýtt loft. Okkur verður þá aldrei hlýtt og orka líkamans nýtist mjög illa.
.
Best er auðvitað að geta sofið því sem næst klæðalaus, en meðan er verið að hita pokann/sængina getur verið gott að vera í ullarnærfötum. Þegar manni finnst sængin/pokinn nægilega hlýr fer maður svo úr þeim. Ég sef reyndar stundum í ullarsokkum ef útifrost er mikið, en það er lykilatriði að þeir séu þurrir, og alls ekki sokkarnir sem maður var í um daginn (það á reyndar við um allt svefndótið – maður þarf að koma í veg fyrir raka eins og hægt er).
.
Eins og ég útskýrði hér að ofan er það líkami okkar sem sér til þess að svefnaðstaða okkar hitnar. Það er því vonlaust að ætla að fara að sofa kaldur og halda að manni hitni. Til eru tvö ráð til að hita sig upp, annað er að hlaupa þrjá hringi í kringum tjaldvagninn og berja sér til hita með því að sveifla höndunum í sitt eigið bak. Vitaskuld þarf að gæta þess að svitna ekki, því öll bleyta dregur úr líkunum á að okkur verði hlýtt.
Hin leiðin er að hita líkamann innan frá, t.d. með því að borða heitan mat eða drekka heita drykki.
Hér er þó rétt að minnast á ranghugmyndina um hitunarmöguleika áfengis. Þótt manni finnist manni hlýna við að drekka áfengi er það fjarri sanni. Áfengi slævir hitastjórnunarkerfi líkamans svo að tilfinning okkar fyrir kulda minnkar. Líkaminn getur því verið mjög kaldur, án þess að við áttum okkur á því. Sé það tilfellið erum við illa til þess fallin að hita upp svefnaðstöðu okkar.
.
Loks er svo ágætt ráð, fyrir köldustu næturnar, að sofa með litla húfu. 70-85% af hita líkamans getur nefnilega sloppið út um hvirfilinn.
.
.
.
Nú kannt þú að hugsa sem svo: Þetta er alltof mikið vesen, miðað við að kaupa bara hitara.
.
Ég get svosem fallist á að þetta lítur út fyrir að vera mikið átak, en er það í raun ekki. Og kosturinn er að þegar þú hefur gert þessar ráðstafanir geturðu sofið í tjaldi, tjaldvagni, fellihýsi, hjólhýsi, fjallaskála, húsbíl og þar frameftir götunum, án þess að þurfa að stóla á rafmagn eða eldsneyti til að halda á þér hita.
.
Ég sleppi meira að segja stundum tjaldinu á fallegum sumarnóttum. Set þá stundum sérstakan hlífðarpoka utan um svefnpokann og leggst á dýnu einhverstaðar við fallegan læk eða laut.
Og ef ég get haldið hita á mér þannig … þá hlýtur þú að geta það í tjaldvagni.
.
Vona að þetta komi allavega einhverjum að gagni.
kv.
EE
22.06.2008 at 22:21 #624164að sjalfsögðu veit eg hvernig a að sofa i tjaldi hef gert það i fleiri á og econoline sem eg a lika notaði aldrei kyndingu þar þo hn væri til staðar , a pallinum a hiluxinum sem eg atti og hafði hann bara opinn ,ekki vandamalið þar ….malið er að eg er m eð 2ja manaða dömu sem þarf öruggan hita ………..eg er búinn að einagra vagninn undir dynunum m 1cm þykku loftboluduk fra þ.þorgrimsson og siðan mun eg setja gashitarann fra ellingsen a gólfið til að hita upp rymið yfir nottina. að sjalfsögði með gasskynjara og lítil op a nokkrum stöðum til að tæma ekki surefnið meðan hitarinn vinnur….
nu ef þetta dugar ekki til þa hringi eg i hann véstein vin minn a akureyri og skoða hja honum truma miðstöðina hans
notabene þá er eg buinn að skoða fellihysi a nokkrum stöðum en get ekki tekið krossarann með i utilegu ef eg fæ mer soleiðis ….krossarinn smellur nefnilega beint ofana tjaldvagninn ofani grindina tilbuið fyrir strappana….eini kosturinn sem eg se við fellihysið er að i þeim er komin tilbuin miðstöð sem ser um kyndinguna það er eini kosturinn !!!. tjaldvagninn er mun léttari i drætti og tilfærslu a tjaldstæðinu … plus að krossarinn kemst með án vandræða…..einu fellihýsin sem eru hugsuð fyrir krossarann eða svoleiðis eru orðin 1500kg minnst og liggja með svo mikla þyngd a beislinu (um 180kg)að það þarf öflugan pikkup til að draga sem eyðir þarafleiðandi svo miklu eldsneyti að það er ekki fyrir meðal mann að fara i utilegu og borga bensinið…
22.06.2008 at 22:41 #624166Mér hefur orðið alveg jafn kalt í fellihýsi og tjaldvagni, enda sefur maður bara í tjaldi í fína flotta fellihýsinu og þegar er dregið fyrir svefnrýmin þá gerir miðstöðin ekkert gagn þar.
23.06.2008 at 00:02 #624168jam malið er að loka ekki fyrir svefnkrokinn.þa ertu buinn að utiloka að heita loftið komist i krokinn og hiti hann. þa hringsolar miðstöðin bara i miðjuryminu og gerir ekkert gagn .þetta hef eg heyrt fra nokkrum félögum sem opna þetta tjald um leið og konurnar þeirra eru sofnaðar .þær vilja endilega loka til að "halda hitanum inni" sem er kolvitlaust þvi að þær eru að utiloka hitann fra þvi að komast að krokunum….
02.07.2008 at 20:11 #624170Ferðuðumst allnokkuð með svona vagn með gas hitara sem festur er á lítinn kút vorum með tvo til að plása í hvort svefnhólf ef var kalt, en mér var alltaf allt of heitt ,0) Þetta var mjög fyrirferðalítil græja sem maður skrúfar ofan á lítin gaskút, fékk þann fyrri lánaðan hjá mömmu og pabba og keyptum þann seinni á tilboði hjá einhverri bensínstöðinni.
Svo er bara fá sér hjólhýsi eða einfaldlega góðan svefnpoka…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.