This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 21 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar. Langaði aðeins að segja ykkur frá viðskiptum mínum við Bílanaust, (en Bilanaust hefur verið dálítið á milli tannana á fólki hérna á vefnum og þá helst á neikvæðum nótum) Þannig er að ég bý úti á landi og fékk bílaverkstæði staðarins til þess að panta fyrir mig glóðarkerti í Pæjuna mína sem var ekkert mál og allt gekk vel. En 15.000 km síðar voru öll kertin ónýt. Ég hringdi í verslunarstjórann í Bílanaust og sagði honum sögu mína,(kertin sem ég nota voru uppseld í Bílanaust og ég keypti ný annarstaðar). Verslunarstjórinn sagði ekkert mál við endurgreiðum þér kertin. Komdu bara með gömlu kertin og nótuna eða sendu mér þetta. Ég fór síðan til Reykjavíkur með kertin en gleymdi nótunni. Talaði við verslunarstjórann, hann var ekki við en hringdi í afgreiðslumann sem fletti smá stund í tölvunni og, ekkert mál ég fékk kertin endurgreidd. Þessi þjónusta fannst mér alveg frábær. Skiftumst á reynslusögum, líka jákvæðum.
PS Ég er óhlutdrægur að öllu leiti varðandi Bílanaust.
Það hlýtur að koma meiri snjór.
Kveðja Halli. E-1339
You must be logged in to reply to this topic.