This topic contains 64 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
19.01.2008 at 12:00 #201662
Á öldum ljósvakans berast þær fréttir að bílarnir frá Reykjavík séu að klára Gjábakkaveg núna rétt um 12 og það sé búið að hleypa meira úr en vaninn er og menn séu meira brosandi en vaninn er. Þrír bílar bætast svo í hópinn við Geysi og verður hópurinn c.a. 19 bílar þegar hann kemur saman.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2008 at 21:58 #610882
Hvaða Ram er með brotið drif í árbúðum ???
Kveðja Sæmi sem fór á miðjuna og steypti steininn
og þvældist svo um allt með góðu fólki.
20.01.2008 at 22:03 #610884Ég held að þetta hafi verið RAM-inn hans Ármanns sem tók þessa veiki. Virðist hafa verið að ganga…
20.01.2008 at 22:08 #610886Hlaut að vera !!!
Við reyndum mikið að ná í hann símleiðis sem gekk ekki vel.Kveðja Sæmi
20.01.2008 at 23:02 #610888Já þetta ætlar ekki að ganga þrautalaust að klára þetta miðjumoð…. Ég held að þetta verði ekki klárað nema við ferðafélagrnir gerum það… Enda drösluðum við þessu grjóti uppeftir í fyrra og reystum það og steyptum fast til bráðabyrgða núna… Skiliði bara plattanum til Vals og við rennum með þetta eftir helgi….
En að öllu gamni slepptu þá gekk okkar þáttur í þessu vel. Við fórum á föstudegi á fimm bílum og ætluðum í Gæsavötn – við Hreysiskvísl var veðrið orðið það slæmt að varla sá fram fyrir húdd á bílum og einn úr hópnum var farinn að slást við síuvanda. Þá ákváðum við að gefa Gæsavötnum frí og fara niður í Páfagarð og sofa þar – þangað vorum við komin um kl 23 og höfðum það gott þar.
Á laugardegi lögðum við af stað um hádegi inn að miðju og vorum komin um þrem tímum síðar á áfangastað í heldur leiðinegu veðri. Nokkra stund tók að finna undirstöðuna sem steypt hafði verið undir steinin þar sem að um 3" íslag var yfir öllu. En þegar "miðjan var loks fundin var steinninn reystur upp með hjálp tveggja spila og handafli fimm manna. Við límdum hann niður með sérstöku lími og steyptum að hliðum – síðar þarf að steypa meira að honum og hlaða grjóti að og verður það ekki gert nema í hita – en í gær var -11 °C og talsverður vindur.
Eftir að verkefninu var lokið héldum við í Gæsavatnaskála og vorum komin í hús um kl 22.
Í dag ókum við niður í Nýjadal og styttingin að Kvíslarveituvegi. Þoka var frá Gæsavötnum og í Nýjadal en eftir það birti og var hið fegursta veður en dálítið hvasst.
Snjóalög á þessum leiðum eru nokkuð bærileg og færi ágætt – við héldum víðast hvar 30 – 50 km hraða á 49" og 46" fordunum en hinir fóru örlítið hægar yfir. Alls voru eknir 750 km í ferðinni.
Þeir sem stóðu í þessu steinabasli voru ásamt undirrituðum og frú þau Valur og Dóra, Aron og fjölskylda, Helgi og Sæmi.
Takk fyrir okkur….
Benni
21.01.2008 at 03:10 #610890Við Eyfirðingar yfirgáfum hóp sunnlendinga/flatlendinga rétt við miðjuna. Skagfirðingum leiddist biðin eftir hópnum, enda rakst hópurinn afar illa, og yfirgáfu miðjuna eftir þó nokkra bið. Víð fórum því í Laugafell (já og skitum þar) og síðan um Vatnahjallann. Færið þar er gríðarlega þungt þegar norðar dró og þurftum við oft að notast við lolo jafnvel undan brekkunni. Það var auðvitað Patrol sem ruddi alla leiðina. Ferðin sóttist seint vegna bensíntruflana í Toyotu en allt gekk þetta nú að lokum. Skemmtileg ferð sem gekk afar vel af okkar hálfu. Matar og kaffitímar voru auðvitað haldnir hátíðlegir eins og tíðkast á okkar ferðalögum og er ég mest hissa á undrun annarra yfir því.
Kveðja:
Erlingur Harðar
Annar Ellin (kóari núna).
21.01.2008 at 08:54 #610892Það er gott af því að vita að matarhléum hefur verið tekið af alvöru enda ekki gott að vera svangur á fjöllum. Það var eins gott að þið voruð ekki að klúðra málum Erlingur þar sem ég ber nú ábyrgð á ykkur og setti ykkur það verkefni að vera fararstjóra. Hvenær voruð þið annars komnir heim?
kv,
Formaðurinn
21.01.2008 at 11:34 #610894Það er nú alltaf gott þegar hægt er að margnýta sama tilefnið til fjallaferða. Benni og co semsagt búnir að festa miðjuna niður þannig að hún fer ekkert og enn hægt að gera sér ferð upp á fjöll til að festa á skjöldinn góða við hátíðlega athöfn.
Þrátt fyrir að verkefninu hafi ekki verið lokið var þetta hinn ágætast jeppatúr og ekki vantaði snjóinn, allavega ekki lausasnjó. Gamlir refir sem þarna voru lýstu því umvörpum yfir að svona mikið nýsnævi á Kjalvegi hafi ekki sést síðan á síðustu öld. Snjór sem var of þungur til puðrua í gegnum hann en of laus til að fljóta á honum. Það var því mikið lólóað og gekk gjarnan hægt yfir. Það dregur svo alltaf heldur úr ferðahraða þegar hópastærð er komin yfir 20 bíla, mörg stopp til að þétta hópinn, margir stoppar dregnir fram og þar frameftir götunum. Eitthvað af bilunum eins og komið hefur fram.
Eins og kemur fram hjá Tryggva var var ekki farið af stað frá Ingólfsskála fyrr en um kl. 18 og því orðið nokkuð ljóst að heimkoma yrði í seinni kantinum. Þegar við vorum komin skamman spöl bárust þær fréttir frá Skagfirðingum sem auðvitað voru mættir á miðjuna að veður væri að versna á stanðnum og orðið blint. Því var blásið til fundar. Einhverjum bílum í hópnum var að ganga erfiðlega af margýmsum ástæðum þannig að það mátti búast við að sá kafli sem eftir var myndi taka drjúgan tíma að óbreyttu. Einn möguleiki í stöðunni var að öflugustu bílarnir héldu áfram og kláruðu þetta en aðrir færu að vinna í því að komast til byggða. Það þótti hins vegar heldur mikil skemmriskírn á miðjunni og lítið hátíðlegt við það ef nokkrir einstaklingur renndu þarna að steininum í hríðarkófi, stykkju út úr bílunum, hnoðuðu skildinum á og væru svo farnir. Þessi merkisstaður sem miðjan er á skilið meiri og virðulegri athöfn og því var það niðurstaðan að allur hópurinn snéri við. Eins og komið hefur fram var ákveðið að fara aftur vestur yfir á Kjöl og þar suðurúr, en þar gátum við að miklu leiti nýtt förin okkar og svo för eftir Kerlingafjallabændur eftir að komið væri suður fyrir Kerligafjallagatnamót. Ég var svo að detta í bæinn um 4.30 í nótt með þingkonu (Kolbrún H) sem átti að mæta skömmu síðar á nefndarfund á Alþingi. Held samt að hún hefði verið til í að fórna mörgum þingfundum fyrir þennan túr og þó hún sæi ekki þessa frægu miðju Ísland sá hún margt annað og upplifði margt sem hún hafð ekki séð áður.
Þakka ferðafélögunum samferðina og vona að allir hafi komist í bæinn fyrir rest.
Kv – Skúli
P.s. ég get alveg vottað þetta Halli Gulli að þínir menn svindluðu ekki á matar- og kaffitímum, sinntu þeim af mikilli nákvæmni.
21.01.2008 at 12:00 #610896Greinilega mikið gaman hjá ykkur í þessum merka túr var ekki liðið orðið þreitt í lokin?
Annars væri nú gaman að vita hverjir fóru með ykkur það er hvaða fyrirmenni þorðu af stað með ofurhugum 4×4
nú er bara að bníða eftir myndum úr túrnum
kv Gísli þór sem komst ekki
21.01.2008 at 12:12 #610898Þetta var hrikalega skemmtileg ferð í alla staði og mikill og djúpur snjór víða.Ferðinn gekk samt mjög vel í alla staði og var gaman að taka þátt í því að steypa þennan blessaða Stein niður:) þótt það hafi verið ansi kallt og aðstæður til steypu vinnu frekar frumlegar hehe !!
Annars bara takk fyrir en eina frábæra ferð kæru ferðafélagar.Kveðja Sæmi
21.01.2008 at 12:18 #610900Það eiga örugglega eftir að sjást myndir, bæði hér á vefnum, væntanlega á Siv.is ef ég þekki hana rétt og svo sendi Fréttablaðið ljósmyndara sem ég held að hafi fengið heilmikið fóður að vinna úr.
Gestirnir voru semsagt Kolbrún Halldórsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Róbert Marshall aðstoðarmaður samgönguráðherra (sem er nú reyndar líka félagi í 4×4 og kom á eigin bíl), Magnús Gunnarsson forstjóri LMI, Ólafur Helgi sýslumaður á Selfossi og Halldóra (vona að ég fari hér rétt með nafnið) sem er í hreppsnefnd Hrunamannahrepps. Árni Johnsen hafði boðað forföll vegna annríkis um helgina en um miðjan dag á laugardag bárust þær fréttir að hann væri lagður af stað á eftir okkur með Gunna Icecool. Fjallahótelið hans Gunna var ekki í vandræðum með að elta okkur uppi. Árni snæddi svo með okkur og var kvöldvökuna og fór svo með Gunna þegar aðeins var farið að líða á þar sem eitthvað var stíf dagskrá á sunnudag hjá honum. Að sjálfsögðu var tekinn ‘brekkusöngu’ sem þeir Árni og Robert Marshall stýrðu með glans. Það var hins vegar Gunni Antons, sá frábæri söngmaður sem massaði þetta þegar hann dró fram gítarinn eftir að aðrir voru hættir.
Kv – Skúli
21.01.2008 at 13:55 #610902Já þetta var mjög góð helgi. Róbert lenti með okkur í Kópavoginum kl 7:15 í morgunn.
Búin að setja inn nokkrar myndir.
Þökkum fyrir helgina allir
kveðja Lella, Þorgeir og Jón Ingi
21.01.2008 at 15:18 #610904Þeir sem eru með mat og plastkassa undan mat endilega komið þessu dóti í Mörkina á opnunnartíma skrifstofu eða hafið samband við Þorgeir í sími 858-6207 og við finnum út úr því hvernig við getum nálgast þetta dót.
Kveðja Þorgeir
21.01.2008 at 16:59 #610906Ég vil þakka öllum sem komu í ferðina fyrir góða og skemmtilega ferð. Þúsund þakkir til þeirra sem fóru á undan okkur upp í kerlingafjöll og gerðu skálana klára.
Róbert Marshall stóð sig eins og hetja á jeppanum sínum. Ég géri ráð fyrir að sjá þig á fjöllum í framtíðinni.
Kolla, Siv og Ólafur Helgi Sýsli , skilst að þið séuð búin að panta í næstu miðjuferð.
Árna þakka ég fyrir kvöldvökuna, spurning að þú komir með í næstu miðjuferð og haldir uppi fjöri.
Einnig þakka ég Magnúsi frá Landmælingum og Halldóru frá Hrunamannahrepp fyrir komuna.
Og Auðun á fréttablaðinu stóð sig eins og hetja.
Benna og co fyrir þá hjálp sem þeir veittu að reisa steinin góða.
Skagfirðingum fyrir troðsluna þó við höfum ekki náð áfangastað (okkur langar bara aftur þess vegna hættum við við og snérum til baka þó einungis ca 10 klm væru eftir)…
Elli og Elli takk fyrir að minna okkur á matar og kaffitíma.
Súli þakka þér fyrir fararstjórn.
Sóma fyrir samlokurnar, Ömmubakstri fyrir kaffimeðlæti, Ms fyrir drykki og morgunverð, Ölgerðini fyrir gos, Shell fyrir gos og pylsur
Vona að ég sé ekki að gleyma neinum.
Og öllum hinum fyrir alla hjálpina (bílstjórum)
kv
Agnes karen Sig
Formaður f4x4
p.s 24 stundir verða með eitthvað í blaðinu hjá sér á morgun
Og Eitthvað kemur frá Auðun á fréttablaðinu
Einnig var haft samband við Siv frá Ríkisútvarpinu á Akureyri.
21.01.2008 at 17:01 #610908Ég vil þakka öllum ferðafélögum helgarinnar fyrir frábæra ferð og sérstaklega Þorgeiri fyrir að vera úrvals kóari, ég lærði markt af honum, en ég bjargaði honum úr tábrotnum Dodge Ram.
Ég ætla ekki að skrifa neina ferðalýsingu enda flest það komið fram sem koma þarf fram, þó langar mér að minnast á síðustu metra ferðarinnar, þar sem ég og Þorgeir á 38 pajero, Róbert með restina af fjölskyldunni hans Þorgeirs á 38 patrol, Maggi og Íris á 44 patrol og svo unga fólkið á 38 Tacoma (sem ég man því miður ekki nöfnin á) rákum lestina. Frábær hópur sem læddist þetta af öryggi í gjörsamleg ónýtum förum eftir hina heilögu þrenningu (Formannshjónin, TNT og Algripshjónin) sem voru bundin saman alla leiðina heim vegna óteljandi vandamála í þeim síðastnefndu. En svona til að lýsa í stuttu máli aðstæðum þá voru förin eftir síðasta bíl á undan okkur eins og skotgrafir enda harðpumpað í öll dekk og bíllin framdrifslaus og lágu þvers og kruss útaf og útum allt. En eins og gengur og gerist með bíla í snjó þá leita þeir alltaf í för og fór mestur tíminn og vinnan í að hjakka sig upp úr skotgröfunum svo maður endaði ekki útaf.
En eins og ég áður sagði þá fórum við þetta af öryggi, engar bilanir og hæfilega margar festur. Frábær hópur sem kvartaði ekki yfir neinu og komumst öll til byggða undir morgun.
Kveðja Siggi sófariddari.
21.01.2008 at 17:12 #610910Elías Akureyri öll talhólf voru full af skilaboðum frá þér…. Eigum við eitthvað að ræða það eða …….
Kveðja Lella
21.01.2008 at 19:58 #610912það var nú reyndar Gústi á Krílinu sem var í þrenninguni .og dró og dró ég var ekki í þessu mikkla spottasambandi enda held ég að Krílið sé flokkað sem dráttarbíll eftir síðustu ferðir-Annars vil ég þakka öllum fyrir ferðina frá mér og fjölks.
kv Tryggvi
21.01.2008 at 20:07 #610914hin heilaga þrenning, vitringarnir þrír, skytturnar þrjár, Bakkabræður (þeir voru jú þrír) Formannshjónin, Gústi á Krílinu og Algripshjónin.
21.01.2008 at 21:04 #610916Það var Patrol formannshjóna sem að dró hina tvo.
Kv B
21.01.2008 at 21:19 #610918eigum við að ræða um steininn sem varð til þess að pajero komst upp barðið framfyrir fasta tacoma, en ekki patrollinn
21.01.2008 at 21:27 #610920Takk fyrir okkur bara gaman
Maggi Iris Patrol 44
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.