This topic contains 64 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
19.01.2008 at 12:00 #201662
Á öldum ljósvakans berast þær fréttir að bílarnir frá Reykjavík séu að klára Gjábakkaveg núna rétt um 12 og það sé búið að hleypa meira úr en vaninn er og menn séu meira brosandi en vaninn er. Þrír bílar bætast svo í hópinn við Geysi og verður hópurinn c.a. 19 bílar þegar hann kemur saman.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.01.2008 at 13:34 #610842
n 64 58 684
w 19 11 143
20.01.2008 at 13:57 #610844Þau nálgast Ingólfsskála eiga 2km eftir og ætla að taka kaffipásu þar samkvæmt nýjustu fréttum.
20.01.2008 at 14:04 #610846að slæmt bílakarma ( þetta er nú ekki orðið fyndið lengur ) hafi valdið því að Heiðar úr Suðurnesjadeild og umræddur coari hafi snúið við, en það hitnaði víst eitthvað í bílnum.
Ég hef reynt að ná í þau í NMT en ekki gengið.
Bkv. Magnús G.
20.01.2008 at 14:14 #610848lestu fyrstu póstana… ég vona að heiðar hafi komist til byggða í gær.
20.01.2008 at 14:19 #610850Er í góðu yfirlæti að ég best veit 😉
20.01.2008 at 14:32 #610852er þá coarinn semsagt enn í ferðinni?
Kv. Magnús G.
20.01.2008 at 16:59 #610854Oft hefur maður nú lesið ítarlegri ferðasögu en hér er boðið upp á
20.01.2008 at 17:07 #610856Já svo menn vilja fá þetta í krydduðum smáatriðum, hélt nú reyndar að hefðin væri að svoleiðis sögur kæmi að ferð lokinni…
Heyrði í nafna mínum rétt í þessu og það er víst eitthvað farið að versna veðrið og hópurinn er ekki enn kominn á miðjuna góðu. Við það brast NMT-sambandið og ekki náðist í meira af upplýsingum fyrir fréttaþyrsta félagsmenn í bili.
20.01.2008 at 17:23 #610858Um áttatíu manna hópur á um þrjátíu jeppum á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 er nú á leið upp á hálendið til að merkja miðju Íslands.
Alþingismennirnir Siv Friðleifsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir eru meðal ferðalanganna en hópurinn gisti í Kerlingarfjöllum í nótt.
Þaðan var haldið klukkan hálftíu í morgun og stefnt að því að aka um Kjalveg og norður fyrir Hofsjökul og áætlaði einn leiðangursmanna nú fyrir hádegi að miðpunktinum yrði náð um fjögurleytið.
Landmælingar hafa í samráði við klúbbinn reiknað út að miðja Íslands sé rétt norðan Hofsjökuls, í um 800 metra hæð yfir sjó. Þar er búið að setja upp stóran stuðlabergsstein, sem undanfarar reistu upp í gær, og verður hann vígður síðdegis.
Ferðahópurinn áformar svo að aka annaðhvort suður Sprengisand eða fara norðurleiðina en nær vart aftur til byggða fyrr en seint í kvöld eða í nótt.
Vísir.is er búinn að fá frekari fréttir af þátttakendum í ferðinni, þeir eru greinilega með betri sambönd en við félagsmennirnir
20.01.2008 at 17:34 #610860Það kannski má nú eitthvað á milli vera, Segji nú ekki að sagan þurfi að vera í 3 bindum, svona meðan hún er að gerast. Hálf undarlegt að einu fréttirnar séu á vísir.is
20.01.2008 at 17:46 #610862Tryggvi, oft hafa verið fréttir "live" hér á spjallinu, sérstakelga af ferðum á vegum klúbbsins. [b:3t2zyhrh][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=ferdir/2880:3t2zyhrh]Þetta er ágætt dæmi.[/url:3t2zyhrh][/b:3t2zyhrh]
Svona fréttaþjónusta bætir upplýsingaflæði, jafnframt því að draga úr ónæði vegna hringinga í ferðalanga.-Einar
20.01.2008 at 17:51 #610864Ég er náttúrulega bara fréttaritari í þjálfun svo maður er auðvitað að læra.
Við finnum okkur eitthvað meðalmagn sem við getum verið sáttir við. Annars hefur ekkert heyrst frá ferðalöngunum síðan áðan svo þetta er nú hálfgerð ekki-frétt… nema hvað þetta var að berast:
Ég hringdi fullan bíl af Ellum og fékk þær fréttir að Eyfirðingar væru að hitta Skagfirðinga sem eru búnir að vera á miðjunni núna í á annan tíma og veðrið væri að versna og þeir ætluðu síðan (a.m.k. Eyfirðingar) í Laugafell til að komast á klósettið.
Sunnlenski hópurinn er samt ekki kominn á miðjuna en er víst hrjáður af bilunum og festum eins og alvöru túrar og sagan segir að þau séu snúin við.
20.01.2008 at 18:08 #610866Snéru við rétt eftir Ingólfsskála, færi sæmilegt en skyggni ekkert. Kári er líklegast með brotið framdrif og tvö lek dekk…
Hópurinn er við Ingólfsskála akkúrat núna og ætlar niður í Skagafjörðinn, spurning hvort einhver Skagfirðingur sé í stuði fyrir bíltúr og koma á móti?
20.01.2008 at 18:36 #610868Ætli það sé brotinn Algripslásinn hjá Kára?
bara að spá
Vona að þeim gangi vel til baka
kv Gísli
20.01.2008 at 19:38 #610870Var að tala við Elmar úr Eyjafjarðarhópnum fyrir klukkustund, þeir áttu eftir stutt í Laugafell. Þeir reiknuðu með að sleppa klósettinu þar, því það er ekkert að færi og eru þeir að halda 30-40 km hraða og verða vonandi fljótir heim um Vatnahjallann. Kanski svindl þar sem þar eru mjög reyndir og vanir menn á ferð.
Pétur R.
20.01.2008 at 19:56 #610872Á leiðinni að Kjalvegi, breytt plön. Agnes og Benni eru að draga Magga og Írisi sem eru að veita Kára og Guðrúnu drátt… er víst einn RAM í Árbúðum sem þarf að sækja … er með brotið framdrif er víst nýjasta sagan.
Jói og félagar snéru við 16km frá miðjunni og snéru við vegna veðurs.
20.01.2008 at 20:07 #610874Pétur! Elmar, Kristinn og Ellarnir hafa sem sagt farið á miðjuna? Við vorum á 6 bílum frá Eyjafjarðardeild, fórum upp Kjöl og tókum beint strik frá Hveravöllum í Kerlingafjöll í frekar þungu færi í gær Laugardag. Gísli braut afturdrif ekki langt frá Hveravöllum og skildum við bílinn eftir þar. Komum í Kerlingafjöll um 17:30. Vorum síðan fengnir til að fara á móti stóra hópnum að sunnan og mættum fyrstu bílum á Innriskúta og vorum komnir til baka í Kerlingafjöll um 21:00. Mistökin sem við gerðum var að hirða ekki matinn, sem var í bíl aftarlega í röðinni, af sunnanmönnum því það var ekki farið að nærast fyrr en rétt undir miðnætti. Morguninn eftir fórum við af stað 9:00 og fórum slóðina okkar til baka þangað til við fundum bílinn hans Gísla og tveir fylgdu honum til byggða eftir Kjöl en þrír héldu inn á miðju. Komnir til Akureyrar um 16:00.
Skemmtilegt ferðalag, erfitt færi á köflum en gott veður oftast nær.kv,
Formaðurinn
20.01.2008 at 20:44 #610876Þannig að það mætti segja að miðjuferðin hafi ekki alveg heppnast og að jafnvel verði farin önnur??? átti ekki að vera einhver athöfn þarna eða ???
20.01.2008 at 20:48 #610878Jú mér heyrðist það á öllu að það þurfi að klára þetta með því að fara aðra ferð og koma þessum platta á.
Samkvæmt heimildum er hópurinn á Kjalvegi að troðast hægt og rólega suður á leið.
20.01.2008 at 21:18 #610880Eyfirðingar voru í sambandi fyrir hálftíma síðan. Laugin í Laugafelli var heit og góð og orðið skínandi bjart og fallegt veður á þeim
P.s. Tryggvi við getum rúllað upp með þennan platta á morgun.. 😉
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.