This topic contains 202 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Halldór Halldórsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Miðjuferðin Kreppa hvað !
Þá er komið að skráningu í miðjuferðina endalausu. Þetta er ferð númer 6 samkvæmt minni talningu frá því að hópur í Óvissuferð 4×4 óku í miðjupunktinn 12 mars 2006.
Ætlunin er að hafa skráningu og fer hún fram á f4x4.is. Á þessum þræði.
Skráningargjald 7000 og er innifalið í því, gistinótt í Hrauneyjum, Hótel Hálandi eða gangnamannaskálanum Áshreppinga í Þóristungum. Sem er rétt hjá Hótel Hálandi. Gistirými á svæðinu er fyrir um 240 manns. Einnig er innifalin morgunmatur og veislumatur á laugardagskvöldinu. Þeir sem viljakoma á föstudagskvöldinu greiða 2000 kr aukalega.
Við komum ekki til með að vera með neinar kröfum á ferðalanga aðrar en þær að þeir myndi hópa sem þurfi að vera að lámarki 3 bíla hópar. Sem beri ábyrgð hver á öðrum.
Einstaklingar geta skráð sig strax og svo mynda þeir hópa eftir því sem á skráninguna líður.Ferðatilhögun
.
Lagt verðu af stað frá Hrauneyjum kl 9.00 laugardagsmorguninn 7 mars og ekinn Kvíslaveituvergur og norður Biskupaleið og yfir Fjórðungakvísl á vaðinu. Þaðan er stefna tekin á vaðið á Bergvatnskvísl. Og síðan stefnt norðan við Kvíslarhæð og svo á miðjuna.
Á miðjunni verður svo varðan vígð. Ef skyggni verður gott er ætlunin að aka niður með Hofsjökli og yfir Þjórsárstíflu og síðan í Hrauneyjar í mat og skrall.
Ef veður verður ekki skaplegt verður ferðatilhögun með þeim hætti að ekið verður eftir ferlum. Og lengir það ferðalagið aðeins. Ferlarnir verða svo settir á vefinn í gdb, gpx og Nobelteck formi. Heimferð verðu síðan á sunnudegi eftir því sem hverjum hentar.
Þeim sem verður boðið til ferðarinnar á vegum klúbbsins verða þeir sem hafa haft með miðjuna að gera og hafa verið að fara fyrri ferðir einnig munum við bjóða öllum þingmönnum. Og einhverjum fleirum. Þetta verður allt saman birt á þræðinum þegar mál skýrast. Þeir sem eru búnir að taka að sér verkefni og valdir að handahófi og á að fórna, og eru þegar skráðir eru: (kemur fljótlega)
You must be logged in to reply to this topic.