Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Miðjuferð frestað??
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.09.2006 at 09:29 #198590
Hvernig stendur á því að miðju ferð hefur verið frestað?Hver tók ákvörðun um það og hver skoðaði þessi „óhagstæðu skilyrði“ í kring um miðjuna?
Kv.
Glanni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.09.2006 at 09:32 #561030
Aldrei slíku vant er þyrlan ekki í viðhaldi um helgina.
nei nei….enn …
22.09.2006 at 09:43 #561032Ég held að það sé varla hægt að biðja um hagstæðari veðurhorfur, en eru fyrir helgina, þurviðri og hiti á hálendinu rétt fyir frostmarki. Spá veðurstofunnar fyrir hálendið á morgun er svo hljóðandi: [b:1nht60g3]Hæg austlæg átt í nótt og á morgun. Víða næturfrost, en hiti 2 til 7 stig að deginum.[/b:1nht60g3]
-Einar
22.09.2006 at 09:47 #561034Varla geta það verið veðurhorfur, mér sýnist ekkert afspyrnu mikið vatn í þessum sprænum þegar þær koma hér til strandar, en þetta hefur sjálfsagt verið kannað eitthvað?
22.09.2006 at 10:07 #561036Þori varla að segja það en skildi þessi ákvörðun eitthvað með ónefndann sýslumann að gera??
Nei ég trú því nú ekki upp á stjórnina okkar,það væri versta ákvörðun sem stjórn 4×4 hefur tekið frá upphafi.
Kv.
Glanni
22.09.2006 at 11:22 #561038Það þarf að uppfylla ýmis skilyrði önnur en veðurskilyrði til að svona ferð gangi eins og hún á að ganga. Þetta var eina rétta ákvörðunin í stöðunni og þið verðið bara að treysta okkur sem erum að bauka í þessu fyrir því.
En ferðin verður farin og verður kynnt með góðum fyrirvara.
Benni
22.09.2006 at 15:03 #561040Það virðast einhverjar vangaveltur komnar á kreik um hinar raunverulegu ástæður fyrir frestuninni.
Það hlýtur að vera sjálfsagt mál að formaðurinn upplýsi okkur félagsmenn um hversvegna ferðinni var frestað, en vísi ekki aðeins með óljósu orðalagi í aðstæður og "ýmis skilyrði". Hinar raunverulegu ástæður geta alveg ómögulega verið eitthvert leyndarmál sem ekki megi vitnast félagsmönnum.Semsagt: HVERSVEGNA VAR MIÐJUFERÐINNI FRESTAÐ?
Með bestu kveðju
Sverrir Kr. Bjarnason
R-155
22.09.2006 at 15:23 #561042Ég ætla ekki að svara fyrir formanninn, ekki mitt hlutverk lengur, en af því Sverrir spyr hvort ekki sé sjálfsagt mál að upplýsa félagsmenn um ástæðuna langar mig að benda á eitt. Án þess að ég sé nákvæmlega inni í þessu máli eða viti hvaða aðstæður þetta eru þá finnst mér mjög líklegt að það standi ekkert á því að upplýsa félagsmenn um málið, en kannski ekki endilega alla lesendur síðunnar. Það er í mínum huga brýnt að setja aðgangsstýringu á síðunni þannig upp að aðeins gildir félagsmenn geti lesið efni undir flokknum innanfélagsmál. Oft saknað þess þannig að félagsmenn geti fjallað um innri mál félagsins án þess að hver sem er úti í bæ geti lesið það, en það gleymist oft að spjallið er opið öllum til lestrar.
Kv – Skúli
22.09.2006 at 15:33 #561044Á tilkynningu á forsíðu stendur: [b:2k6w7q0f]"Vegna óhagstæðra skilyrða á svæðinu í kringum miðjuna…"[/b:2k6w7q0f] Ég á erfitt með að sjá fyrir mér hvaða skilyrði það eru á svæðinu, sem ekki þola umfjöllun á vefnum. Er tilkynningin kannske röng að þessu leiti?
-Einar
22.09.2006 at 15:38 #561046og 13000-15000 manns lesa síðunna. Þeim kemur ekkert við af hverju ferðinni var fresta. Þeim aðilum sem voru búin að skrá sig, verður hinsvegar gefinn skíring, og þá ekki á fjölmiðli sem opinn er óviðkomandi. Það er kannski komin tími til að loka á innanfélagsmál fyrir utankomandi.
22.09.2006 at 15:40 #561048Ég tek undir með Skúla með aðgangsstýringuna. Hitt er annað mál að menn eru ekki að fresta ferðum fyrir 60 manns að gamni sínu. Ég treysti þessum mönnum Benna formanni og Jóni fyrir því að hafa löggilda ástæðu til að taka ákvörðunina. Ferðin verður farin síðar og ég fer bara með þá en þangað til fer ég eitthvað annað.
kv. Stef.
22.09.2006 at 20:34 #561050Að við yrðum ekki sammála um eitthvað,við Stefanía,en ég tek undir hvert orð sem hún segir og það hreinlega segir sig sjálft að svona ferð er ekki frestað af engu tilefni,með alla þá undirbúningnigsvinnu sem búið er að vinna.
Þetta með að loka á innannfélagsumræður fyrir utanaðkomandi er bara flott dæmi.
Kv Klakinn sem líka styður stjórnina af heilum hug.
22.09.2006 at 20:58 #561052Svakalegt hvernig
antijeppaferðalandsafturendasemisíhaldsmenn geta…
22.09.2006 at 21:04 #561054Ég er þess fullviss að góð og gild ástæða hefur verið fyrir frestun ferðarinnar og fagna því að þeir sem höfðu skráð sig verði upplýstir um ástæðuna.
Það kemur í veg fyrir einhverjar villandi vangaveltur og óréttmæta gagnrýni á það ágæta starf sem skipuleggjendur ferðarinnar hafa verið að vinna.Það er einnig áreiðanlega rétt og tímabært að hægt sé að ræða á vefnum innanfélagsmál, þar sem aðeins skráðir félagsmenn hafi aðgang.
Kveðja
Sverrir Kr.
22.09.2006 at 21:32 #561056Kæri Skúli frv. formaður vor
Ég las eins og alltaf skrifin þín og þótti þau nokkuð kjarngóð að vanda en samt varð ég hugsi.
hmm
Burt sé frá þessari ferð þá er ég að velta fyrir hvort það sé nauðsynlegt og jafnvel skynsamlegt sé að loka spjallinu fyrir umheiminum?Höfum við eitthvað að fela?
Ég hélt að við hefðum svo margt að sýna!
Ætlum við að láta afturhaldsöfl loka okkur af?
22.09.2006 at 21:59 #561058Held þú misskiljir þetta aðeins. Held að það sem Skúli á við (og fleiri) sé að spjallflokkurinn Innanfélagsmál verði lokaður öðrum en félagsmönnum. Aðrir flokkar verði að sjálfsögðu opnir þeim sem vilja lesa. Það er byrjað að ræða útfærslu á einmitt þessu í vefnefndinni.
kv. Ólafur Magnússon, vefnefnd.
22.09.2006 at 22:12 #561060Þetta kemur miðjuferðinni kannski ekki neitt við, en tengist samt þeirri umræðu sem kviknar útfrá henni. En hvað með að setja inn skoðannakönnun þess eðlis að spurja skráða meðlimi hvort þeir vilji, eða vilji ekki láta loka utanfélagsmenn/konur frá spjallinu. Það hlýtur að vera marktakandi á þeim.
Haffi.
22.09.2006 at 22:19 #561062Kemur ekki til greina að loka spjallinu..fyrir utanaðkomandi.
hins vegar mætti alveg vera þráður með innanfélagsmálum
sem enginn gæti skoðað nema vera innskráður eða félagsmaður… reyndar held ég samt að hér séu nokkuð margir "innskráðir" án þess að vera greiðandi meðlimir.En skál fyrir stjórninni þið eruð snillingar, og höfðingjar
verður flottur vetur hjá okkur.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.