Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Miðjuferð 4×4
This topic contains 87 replies, has 1 voice, and was last updated by Íris Mjöll Valdimarsdóttir 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
15.01.2008 at 14:57 #201622
sælir félagar
Erum að spá að koma með í þessa miðjuferð en var að spá hverjir ætla að fara? Hvernig er færðin þarna í kring, veit að það eru alveg nokkrir dagar í þetta og er spá breytileg, en hvernig hefur snjólagið verið þarna uppá síðkastið?
Einnig væri þá gaman að vera samferða einhverjum sem ætla frá Reykjavík?
Það væri gaman að sjá hverjir ætla.
Ferðakveðja
Gunnar Smári. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.01.2008 at 00:49 #610300
Þá vaknaði stjórn og makar stjórnarmanna líka.
Þorgeir. Ég held að öllum sé saman núna hverjir eru að fara í þessa ferð, og ég er ekki að hafa neinar áhyggur af kostnaði við ferðina, þessum peningum er vel varið.
.
Benni. Þú áskar mig um að vera að grafa undan stjórn með öllum tiltækum ráðum í þessum þráði. Ég ætla að biða þig að benda mér á hvar ég hef gert það í öllum þessum tveim póstum sem ég hef skrifað hér inn. Svo átt þú að hafa vit á því að hníta ekki í Ellu þar sem hún getur ekki svarað fyrir sig, enda bönnuð af vefnefnd, og mun ég fara fram á það að vefnefnd taki þennan póst út.
.
Halldóra. Mér er alveg sama um þessa ferð, en að Ella skyldi fá lokun á sig útaf sínum orðum gekk alveg fram af mér og mörgum öðrum. Þar fór vefnefnd ekki eftir eigin reglum og skelti öllu í lás og baklás. Þar fyrir utan áttu ekki að hníta í Ellu þar sem hún er læst úti og getur ekki svarað fyrir sig. Ef vefnefnd ætlar að fara taka upp ritskoðu að hætti Stazi, stið ég það heilshuga að það verði strax slökkt á þessum vef.
19.01.2008 at 00:52 #610302Allar fréttir benda til þess að þetta verði hin ágætasta ferð, hvort sem hópurinn komist að miðjunni eður ei. Allavega snjór og skemmtilegheit.
En þetta með lokunina á Ellu, þá held ég það hljóti að vera að þeir sem sjá aðeins sakleysilegar spurningar í skrifum hennar hér, séu að lesa heldur hratt yfir innlegg hennar. Ég veit svo sem ekki nákvæmlega hvað réði ákvörðun vefnefndar, en mér finnst farið ansi hressilega út fyrir mörkin með því að leiða að því getum að gestirnir sem eru að koma í ferðina séu ekki nógu merkilegir pappírarar og þess vegna fái hún ekki uppgefinn listann. Það er eitt að gera lítið úr félögum sínum, en mun alvarlegra þegar það beinist að boðsgestum okkar í ferð sem ætluð er til þess að kynna klúbbinn fyrir ráðamönnum og embættismönnum sem hafa með að gera ákvarðanir sem snerta hagsmuni okkar. Slíkar getgátur gera ekkert annað en grafa undan klúbbnum og hagsmunum klúbbfélaga. Ef slík framkoma er ekki út fyrir mörkin þá eru mörkin ekki til. Það hefur verið skemmtilegt eða hitt þó heldur fyrir viðkomandi gesti að lesa þetta, áður en vefnefnd tók þá ábyrgu ákvörðun að færa þetta undir innanfélagsmál.
Kv – Skúli
19.01.2008 at 02:23 #610304ef einhver er að fara á sunnudag
má sá/sú hafa samband s:6974502
væri til í að prufa nýja gamla pajeroinn minn.
19.01.2008 at 08:26 #610306Ég legg til að:
1) Þessi þráður sé héðan í frá helgaður miðjuferðinni sjálfri. Þetta er gagnmerk ferð rétt eins og allar ferðir, og það væri gaman að vita hvernig gengur og hverjir eru með í för.
2) Umræða um vefnefndarmálefni fari yfir á þráðinn ALMENN SAMSKIPTI ‘A…….
3) Að við höldum uppi merki félagsins og förum á fjöll! Það er mökksnjór víða og hið fallegasta veður a.m.k. hér sunnanlands.
4) Málefnið verði tekið fyrir á fundi fljótlega.Ingi, farinn til fjalla.
19.01.2008 at 16:21 #610308Óska eftir samferðafólki til þess að reyna fara að miðju frá Hrauneyjum í fyrramálið.
Aðrar leiðir eða tímasetningar koma líka til greina!
Kv
Kristján
660-2992…ég var endavið að tala við fólkið í Hrauneyjum, þar er víst minni snjór en á láglendinu.
20.01.2008 at 14:19 #610310það er víst að það er fjör í ferðinni og á spjallinu um þessa ferð.
en ég segi eitt þetta er eflaust í síðasta sinn sem ég mun skrifa hér vegna þes að ég nenni ekki lengur að lesa neitt hér vegna að menn geta aldrei opnað spjall án þess að það komi einhver leiðindi upp.
En ég vona að þessi ferð muni ganga vel í allastaði.
21.01.2008 at 14:26 #610312Ok. vil ekki móðga neinn eða vera með nein leiðindi eða neitt svoleiðis. En hvað er að gerast með þennan klúbb.???
þessi ferð hefði átt að vera ein umtalaðasta ferð fyrri og komandi ára.Það var meiningin að vera með formlega athöfn á miðju Íslands. Hvar var rúv, stöð 2, morgunblaðið og fl. ??? Afhverju mátti ég ekki vita að gunni egils, Freysi, lella, skúli og fleiri væru að berjast við að komast á miðjuna? Útaf þessu s.s. enginn vissi neitt var akkúrat enginn frétta flutningur hérna á vefnum um þessa ferð. Og eigum við svo að lesa um þetta á Siv.is ?
Ég veit ekki afhverju ég er svona pirraður en ég er það. mín skoðun er sú að þessi ferð sé ein sú merkasta ferð eða verkefni síðari tíma. og hún var farin í kyrrþei. Eða er það kanski bara stefnan hjá ykkur, auglýsum okkur sem mynnst, verum bara með leiðindi á vefspjallinu, og lokum svo á þá sem eru ósammála okkur eða spyrja villlausra spurninga.
svona lítur þetta út fyrir mér, kanski er ég svona spes en það eru eflaust fleiri sem eru jafn pirraðir eða leiðir á ruglinu.
21.01.2008 at 15:07 #610314gleðilegt ár allir saman ég er nú frekar nýr í þessu félagi og vill ég koma til skila hvernig þetta virðist vera frá mínu sjónarhorni
þetta virkar á mig eins og að það sé einhver stéttaskipting í þessu félagi.
það er nokkuð greinilegt að það hafi verið valið sérstaklega í hverjir áttu að fara í þessa ferð sem gerir það að það myndast skipting semsagt þeir útvöldu og þeir sem voru ekki útvaldir
þeir sem voru ekki útvaldir eru svakktir yfir þessu enda skil ég það
mér finst þessi skilaboð sem
voru hérna á vefnum frekar slöpp að öllum væri velkomið að koma klukkan 14.00 á þessa opnun mér findist eðlilegra að segja öllum er hjartanlega velkomið að verða samferða því fleirri því betra synum samheldni í þessu verkefni
ég veit ekki hvaða hugsun var í gangi hjá stjórnendum þessarar ferðar en ég held að betur hefði mátt fram koma
21.01.2008 at 16:05 #610316Það má örugglega gagnrýna eitt og annað varðandi þessa ferð og fyrirkomulagið varðandi þessa fyrirhuguðu athöfn sem átti að vera inn á Miðju (er ekki rétt að fara að skrifa þetta með stórum staf). Úr því missionið var ekki klárað verður hægt að endurtaka leikinn með öðru fyrirkomulagi, það er nú útaf fyrir sig heppilegt! Ég held hins vegar að það sé ekki góð hugmynd að hafa svona ferð sem stóra hópferð og eiginlega held ég þvert á móti að þetta að bjóða öllum að mæta inn á Miðju á tilteknum tíma sé akkúrat málið. Ef eitthvað er þá var þetta of stór hópur því stærð hópa hefur afskaplega mikil áhrif á hvernig gengur að komast áfram. Miklu sniðugra að þeir sem vilja geti hóað sig saman í smærri hópa og mætt á staðinn. Ég er því ekki sammála þessum punkti, en vel má vera að það hefði mátt gera meira í að kynna þetta og skapa stemningu eins og mér skilst að Bazzi sé að benda á.. Held samt að ég fari rétt með að eitthvað hafi verið gert í því, en örugglega ýmislegt fleira sem hefði mátt gera í því
Það flækir svo kannski enn frekar myndina að þarna var raunar tvennu slegið saman, s.s.Miðjuferðinni og svo svokallaðri þingmanaferð. Þetta er þriðja þingmannaferðin sem klúbburinn stendur fyrir og tilgangur þeirra er að bjóða ráðamönnum og embættismönnum á fjöll. Það gerum við til að kynna fyrir þeim hvernig þessi ferðamennska gengur fyrir sig og út á hvað hún gengur, þannig að þau þekki til mála þegar okkar mál koma á þeirra borð. Þarna gefst líka tækifæri til að skapa tengs sem nýtast síðar þegar vinna þarf í einhverjum málum. Þessar ferðir eru skipulagðar með öðrum hætti en almennar opnar ferði og þeir sem eru fengnir til þátttöku er valdir með ákveðin verkefni í huga sem þjóna þá markmiði ferðarinnar, stundum vegna þekkingar sinnar á einhverju málefni, þeir séu að vinna í tilteknum málaflokkum fyrir klúbbinn eða einfaldlega af því það vantar öflugan bíl í flutning á vistum o.s.frv. Við í umhverfisnefndinni njótum þess t.d. að vera gjanan tilkallaðir í þessar ferðir þar sem það málefni sem við erum að vinna með er einmit mál sem gjarnan kemur á borð þessara gesta okkar. Það er semsagt ekki spurningin hverjum langar með heldur hvað viðkomandi geti lagt til sem eykur árangur ferðarinnar Kannski má spá í hvort það hafi verið sniðugt að slá þessu tvennu saman með þessum hætti, en svona fyrirfram hljómaði það ágætlega. Ef þetta er að valda óánægju má sjálfsagt segja að það hafi verið röng ákvörðun, en alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Það er samt engin spurning í mínum huga að árangurinn af ferðinni var heilmikill hvað þetta varðar þó svo ekki hafi gengið að vígja Miðjuna. Gestir okkar eru örugglega allnokkuð fróðari um hálendisferðir en þeir voru fyrir ferðina og búa að því í störfum sínum.
En bottom-line, ég held að í næstu tilraun eigi einmitt að skipuleggja þetta þannig að það sé tiltekinn tími sem stefnt sé á og hver og einn komi sér þangað af eigin rammleik frekar en að fara út í einhverja risastóra skipulagða ferð. Svo gæti verið betra að hafa þetta meira að áliðnum vetri þegar daginn er farið að lengja og kominn meiri grunnur í snjóinn. Ef þessi snjór helst eitthvað sem núna er á hálendinu gæti hann alveg myndað fínan grunn. En þetta er bara mín skoðun á þessu.
Kv – Skúli
umhverfisnefnd
21.01.2008 at 16:38 #610318Miðjuferð-Þinngmannaferð.
Það er nú bara þannig að aldrei er hægt að gera öllum til geðs.
Sú ákvörðun var tekin að skella miðjuferð og þingmannaferð saman.
Haft var samband við samgönguráðherra til að fá upplýsingar hjá honum hvaða dagsetning hentaði best fyrir hann að koma með okkur.
19-20 jan var dagsetningin fengin og síðan var farið í að vinna út frá því, haft var samband við umhverfisnefnd, samgöngunefnd,LMÍ og fleirri.
Síðan var haft samband við allar deildir á landsbyggðini og beðið um að eitthverjir kæmu þaðan til að hafa hópinn sem fjölbreytilegastan.
Umhverfisnefnd klúbbsins skiptir okkur gríðalega miklu máli og þar af leiðandi er óskað eftir því að þeir sjái sér fært að mæta.
Auglýst var á heimasíðu 4×4 að við ætluðum að hittast að miðju Íslands um kl 14.00 á sunnudeginum 20 jan og gaman væri að sem flestir sæju sér fært að mæta, þannig að þetta var enginn leyniferð.
Félagsmenn 4×4 hafa hingað til getað ferðast um landið án fylgdar stjórnar.
Benti ég hér á vefnum að skagfirðingar ætluðu í skiptabakkaskála, eyfirðingar í laugafell, eitthvað væri laust í Ingólfsskála og Hveravöllum.
Þeir sem ætluðu að koma með okkur í upphafi af ráðherrum og þingmönnum voru Kristján Möller samgönguráðherra.
Róbert Marshall aðstoðarmaður ráðherra
Steinun Valdís
Siv Friðleifs
Kolbrún Halldórs
Árni Jonsen
Aðrir gestir.
Magnús frá LMÍ
Ólafur Helgi sýslumaður á Selfossi
Halldóra frá sveitastjórn Hrunamannahrepps
Blaðamaður frá 24 stundum
Auðun frá fréttablaðinu
Ingvi Frá shell
Þröstur Frá shell
Síðan buðu skagfirðingar fólki frá hreppsnefnd
Eyfirðingar höfðu samband við sitt fólk.
Á endanum voru það Siv, Kolbrún, Róbert, Magnús og Ólafur Helgi sem komust.
Árni fékk síðan Gunna icecool til að skutla sér inn eftir til okkar og fór síðan um kl 04.00 aðfaranótt sunnudags til byggða.
Því miður komumst við ekki að leiðarlokum og stefnum við að miðju vonandi í mars afmælismánuði klúbbsins.
Ekki verður skipulögð ferð heldur ætlunin að stefna öllum að miðju sem hafa áhuga og mælum við með að menn og konur hópi sig saman.
Verður þetta sett inn á vefin þegar nær dregur og enn og aftur aldrei hægt að gera öllum til geðs.
Ef ferðin hefði átt að vera leindó hefðum við ekki óskað eftir ykkur félagsmenn góðir að hitta okkur á miðjuni.
kv
Agnes Karen Sig
Formaður 4×4
p.s þakka öllum sem komu að ferðinni fyrir.
Því miður á síðustu stundu
21.01.2008 at 17:06 #610320Ég er nú alveg sammála Skúla með að stórir hópar bara virka ekki. Enda er ég hættur að nenna að ferðast í svoleiðis nema í neyð.
Varðandi boðsferðir klúbbsins þá á að sjálfsögðu að handvelja menn í slíkar ferðir eftir því hvað þeir hafa fram að færa um starfsemi klúbbsins og svo verða þetta að vera vanir ferðamenn á þokkalega öflugum bílum og kunna að haga sér innan um annað fólk. Þegar við fórum í þessa boðsferð í fyrra með Umhverfisráðherra o.fl. þá var einmitt hafður sá háttur á að velja vana ferðamenn á góðum bílum sem gátu tjáð sig um málefni klúbbsins og ferðalaga á hálendinu. Sú ferð var ekkert auglýst og átti heldur ekkert erindi með að vera auglýst þar sem að þessar ferðir eru liður í starfi stjórnar við "lobbyisma" og að kynna okkar hagsmuni. Það að fá fullt af sófariddurum, fyllibyttum eða faramönnum í svoleiðis ferðir þjónar ekki tilgangi og hagsmunum 4×4 og félagsmanna.
Varðandi Miðjuna þá fannst mér þetta vera fín tilraun – en skil vel að hún hafi ekki tekist með þetta stóran hóp. Reyndar komustu þeir lengra en ég átti von á miðað við fréttir af færð o.fl.
Benni
21.01.2008 at 17:12 #610322Ég verð nú að láta í ljós eina litla skoðun sem ég hefi á þessu máli:
.
Eins og ég skil málið var þingmanna-/miðjuferðin afmarkað verkefni sem afmarkaður hópur tók að sér. Mín reynsla segir að þegar um PR-starf er að ræða (eins og þetta klárlega var) er best að hafa hópinn frekar fámennan en þess í stað skipaðan fólki sem hefur undirbúið viðburðinn í sameiningu og er samstíga og með fyrirfram ákveðið markmið í huga.
Að bjóða til opinnar ferðar hefði ekki endilega þjónað PR-hagsmunum klúbbsins þar sem stærri ferðahópar fara hægar yfir, meira er um vesen, stemningin öðruvís og … án þess að ég sé að hugsa um einhverja ákveðna einstaklinga … er alltaf sú hætta fyrir hendi að einhver slæðist með sem meðvitað eða ómeðvitað, með hegðun sinni, framkomu eða ræðu, vinnur gegn markmiðum ferðarinnar. (Hér þarf ekki meira en eitt rangt orð á röngum stað).
.
Mér finnst því skiljanlegt að ekki hafi farið af stað landssöfnun í ferðina sjálfa, upplifun þátttakenda hefði orðið önnur og erfiðara að "stýra" henni. Ég veit að mörgum finnst þetta kjánaleg rök, en kynningarstarf er vandmeðfarið. Hægt er að ná fram nánast hverjum þeim árangri sem óskað er, að því gefnu að hægt sé að stýra umhverfi og atburði án þess að óvissu- og utanaðkomandi þættir hafi þar áhrif á.
.
Hugmyndin um að hittast við miðjuna finnst mér hinsvegar góð. Jeppamenn- og konur sem ekki geta haldið á eigin spýtur í ferðalag, hvort heldur er með félögum og vinum eða með því að auglýsa eftir ferðafélögum hér á síðunni, þurfa ef til vill aðeins að skerpa á frumkvæðinu? Hér var á ferðinni ljómandi tækifæri til að taka vel á því í ferðamennskunni og sýna öflugt grasrótarstarf í leiðinni. Auk þess sem félagar á landsbyggðinni sátu loks við sama borð og sérfræðingarnir hér fyrir sunnan. Fyrir utan að áfangastaðurinn var landfræðileg miðja landsins (og þar af leiðandi væntanlega jafn langt að fara frá öllum landshornum) þurftu Austfirðingar t.d. ekki að mæta á Select við Vesturlandsveg ti lað taka þátt. Sem ég er viss um að þeim finnst bara gott.
.
Kannski er of mikið að ætlast til að fólk sjái þetta allt í hendi sér – kannski átti að auglýsa þetta vel og vendilega áður? En er þá ekki málið að hvetja fólk til að leggja klúbbnum lið svo að þessum málum verði betur háttað næst? Ef þú ert óánægð/-ur með þess framkvæmd, af hverju hefurðu þá ekki samband við klúbbinn og bíður fram krafta þína? Næst þegar sambærilegt verkefni dúkkar upp er þá hægt að hóa í þig og þú getur lagt þitt af mörkum til að framkvæmdin lukkist betur?
.
Nöldur dagsins var í boði Coka Cola.
Einar Elí
21.01.2008 at 17:52 #610324Það er miður að þessi blessaði þráður sé kominn á forsíðunna aftur.
Blessunarlega er klúbburinn orðin nokkuð stór og fer hratt stækkandi ef ég skil rétt. Er það ekki ágætis meðmæli með starfi klúbbsins. Því má ekki gleyma að markmið klúbbsins er meðal annars að gæta hagsmuna jeppafólks og ég sé ekki annað en að þessi ferð passi vel inn í þetta markmið. Auglýst var að allir gætu mætt við miðjuna á kveðnum tíma. Ljóst er að ekki var hægt að taka alla með í þessa ferð en eins og Skúli bendir réttilega á þá er erfiðara að ferðast í stærri hópum. Svo er það sem engin má nefna það er það að menn eru misjafnlega langt komnir í þessari ferðamennsku og þegar við viljum sýna okkar bestu hliðar þá er eins gott að tjalda til einhverjum sem lengra eru komnir.
Sú gagnrýni sem hér hefur komið fram finnst mér í besta falli illa fram setta og vestafalli óréttláta. Spurningar um fjármál félaga og klúbba eiga ekki heima á netinu hvort sem það er undir opnum eða lokuðum þræði en aðgangur félagsmanna á að þessum upplýsingum á að vera sjálfsagður og þá í gegnum skrifstofu, líklegast er það auðfengið ef eftir því er sóst.
Vissulega mætti bæta upplýsingaflæði frá stjórn og nefndum það er sérstaklega mikilvægt þeim sem eru ekki í innstahring klúbbsins. Skortur á upplýsingum getur þróast í óánægju. Ég hef minnst á það áður hér á vefnum að það á að birta fundargerðir nefnda og stjórnar á lokuðu svæði vefsins.
Vonandi les ekki nokkur sál þessa færslu og þráðurinn detti fljótt og örugglega útaf forsíðunni.PS drífasig að setja inn myndir svo við sem komumst ekki úr bænum fáum smjörþefin af ferðinni.
21.01.2008 at 18:02 #610326það mætti halda að það væri frekar lágskýjað hjá mörgum félagsmönnum.
F4x4 er opin félagsskapur og sú starfsemi sem að þar fer fram á að fara fram fyrir opnum tjöldum. Hvort sem um er að ræða PR starf eða ekki. Það er munur á að fara í ferð þar sem að öllum er frjálst að taka þátt í og að vera með ferð þar sem þátttökufjöldi takmarkast af einhverjum hlutum. Það að vera með takmarkanir af einhveju taki s.s. að þeir sem að fái að taka þátt í ferðinn séu afburðar greindir, búi yfir mikilli samskiptarhæfni, vinnusamir og duglegir fyrri klúbbinn og kunni að drekka í hófi svo eitthvða sé nefnt. Það er greinilega búið að setja saman þenna úrvalsflokk fyrir okkur hin að fara eftir, þótt markið virðist ekki vera sett hátt. Hvað um það. Ég hef alltaf talið að hluti af góðu PR sé að komast í fjölmiðla og fá góða umfjöllun þar og svo vinna áfram í málum á bak við tjöldin.
Mér finnst þessi stefna sem að klúbburinn hefur tekið lykta af ákveðinni flokkpólitk sem hefu gengið undir nanfniu … einakvinavæðingin….
Pointið er að starfsemin á að vera gagnsæ annað bíður strax upp á leiðindi.
kv. stef
21.01.2008 at 18:31 #610328það er alveg með ólíkindum að lesa þennan þráð sem og marga aðra sem hér hafa komið.
Það er nánast sama um hvað þræðir eru hér ótrúlega margir eru tilbúnir að koma með neikvæði og gagnrýni. Leggjum þetta spjall bara niður strax.
Ef ég man rétt þá byrjuðu þessar embættismannaferðir sem eru orðnar árviss viðburður í dag og mjög nauðsyðlegar að mér finnst, þannig að umhverfisnefnd fór með umhverfisráðherra og starfsmenn úr umhverfisráðuneitinu í fjallaferð, þetta hefur svo þróast þannig að stjórn hefur séð um þessa ferð og valið hverjum er boðið og fengið til liðs við sig valda félaga. Ég minnist þess ekki að í þessari ferð sem var 10-11 mars í fyrra hafi komið upp þessi umræða.
Stjórn er kjörin á aðalfundi og verða félagsmenn að treysta henni nú svo er líka hægt að fara sjálfur í stjórn ef menn vilja breytingar.
Mér hefur fundist að það sé nánast sama hvað upp kemur ef stjórn tjáir sig er hún skömmuð fyrir það nú ef hún tjáir sig ekki ef hún skömmuð fyrir það.
Gagnrýni er góð og gild og nauðsyðnleg bara spurning hvernig hún er sett fram.
Allavega hlýtur að verða spennandi aðalfundur framundan amk 100 manns hljóta að bjóða sig fram í stjórn.
En allavega hættiði þessu helvítis tuði og ………
Kveðja Lella
21.01.2008 at 18:41 #610330Hérna er skotið hægri, vinstri og þessi ferð og allt skipulag í kringum hana krítiserað löngu áður en ferðin er farin.
Ég er algjörlega sammála því eftir þessa ferð að eftir sem hópurinn er stærri þá fer hann hægar yfir. Því ráðlegra að minni hópar geri sín eigin ferðaplön og heildin hittist svo á áfangastað.
Eins og Stefanía bendir á þá stjórnast fjöldi þáttakenda í svona ferð af mörgum þáttum, meðal annars skálaplássi. Það var opinberað í upphafi að skálar í Kerlingafjöllum væru orðnir fullir og því kæmust ekki fleirri með. Því skyl ég ekki þá umræðu sem hér hefur farið fram, þetta er nákvæmlega sama staða og kemur upp í flestum þeim ferðum sem skipulagðar eru af klúbbnum, hvort sem um nýliðaferðir eða annað er að ræða. Að taka því sem móðgun þegar auglýstur er áætlaður tími á athöfninni við miðjuna og að hver sem er megi mæta, er mér einnig óskyljanlegt. Það er fullt af skálum allt í kringum Hofsjökul og hver sem er hefði getað skipulagt frábæra ferð og jafnvel miklu betri ferð heldur en að hanga í röð yfir 20 bíla sem meira og minna eru með brotin drif, læsingar eða felgur og ferðahraðinn því undir 1 km/h. það er nefnilega mikill miskylningur að halda að meðlimir stjórnar og nefnda búi yfir besta bílaflota landsinns. Gott dæmi um það er að aðeins einn bíll stjórnarmeðlims var gangfær um þessa helgi, og þeir bílar sem voru með eilíf vandamál voru í eigu nefndarmanna.
Kveðja Siggi
PS. Benni þar sem að ég ber titilinn sófariddari klúbbsins, allavega fram að næstu árshátíð, langar mig að svara þessu innslagi frá þér.
Ég fór í þessa ferð og mynnist þess ekki að ég hafi verið til mikilla trafala:)
21.01.2008 at 20:44 #610332Staðfærður texti úr Ríki Platons.
–
Ef að (klúbbur) ríki sem samanstæði af góðum mönnum risi nú á legg, þá er sennilegt að þar yrði slegist um að komast hjá stjórnastörfum eins og nú er slegist um að hreppa þau og þar kæmi bersýnilega í ljós að hinn sanni stjórnandi hugsar ekki um eigin hag heldur hag þess sem er stjórnað. Hver heilvita maður kysi líka heldur að njóta góðs af öðrum en að ómaka sig við að sjá hag annarra borgið.
–
Það er því, út frá þessu, nokkuð ljóst að klúbburinn er skipaður góðum mönnum þar sem fáir sækjast eftir því að stjórna. Ef að menn hafa aðrar skoðanir á því þá verður væntanlega hart barist um stjórnarstöður í næstu kosningum.
–
Og eins og sófariddari nr. 2 sagði… Góðar stundir
21.01.2008 at 23:08 #610334Hmm. ok. Ég er ekkert full útaf fyrirkomulaginu þannig séð. Gott mál að hittast bara inná miðju og hafa viðmið um 2 leitið.rauninni ekkert að því. Heldur er ekkert að því að lítill útvaldur hópur taki að sér að sjá um einhverja þingmenn sem þarf augljóslega að fræða örlítið um okkar sport og umhverfi.
Mér fynnst það klúður að hafa ekki auglýst þetta meir.
Afhverju var því ekki troðið inn í fréttir á föstudaginn að hópur jeppamanna á vegum 4×4 klúbbsins væri á leiðinni inn að miðju íslands til að vígja stuðlaberg s klett sem búið er að koma fyrir. Það þarf enginn að vita af því að með þessum hóp voru þingmenn. Svo hefði mátt gera margt skemmtilegt útúr þeirri umfjöllun sem fylgt hefði.
ok þetta er stór klúbbur og ómögulegt að gera öllum til geðs
En blah… ég eiginlega veit ekki afhverju ég er svona pirraður, ég held ég sé ekki nógu pirraður til að fara að nöldrast í því hvað hefur verið að gerast undanfarið ár, en er það bara ég eða hefur verið grenjað óvenju mikið þetta árið,
Kanski er ég svona óheppinn en ef ég dirfist að kíkja á þetta spjall og skoða málin er einhver að gráta eða nöldra… og svo er ég einn af þeim.
Þessi klúbbur er eins gefandi og að halda með íslenska landsliðinu í handbolta.með bestu hveðju ykkar ástkæri Bazzi
22.01.2008 at 00:12 #610336f4x4 … í blíðu og stríðu…
22.01.2008 at 01:15 #610338Sælir félagar
Mikið er rætt um þessa ferð hér á spjallinu en ekkert hef ég heyrt um hana í neinum miðlum hér á landi.
Mikið hef ég hugsað um þessi skrif sum hver frekar leiðinleg að mínu mati og ákvað ég að létta aðeins á mér.
Mín skoðun um þessa ferð er, að ég er hlyntur svona ferðum og að stjórnin bjóði með sér fólki sem gæti hugsanlega stutt félagsskapinn okkar í ýmsum málum og velji þá menn sem að henni koma.
En mér finnst að það hefði mátt auglýsa og kynna þessa ferð meira, jafnvel birta meiri upplýsingar um ferðina. Ef það hefði verið birtar meiri upplýsingar og tilgang ferðarinnar strax hefðu þessi skrif aldrei orðið mikil. (Mín hugsun) Kannski frá einhverjum sem hefðu farið í fílu vegna þess að til þeirra var ekki leitað, en það hlýtur að vera stjórnarinnar að velja þá menn sem hún þekkir og treystir til að koma sjónarmiðum okkar til boðsgesta.
Einu upplýsingirnar sem ég sá um þessa ferð var þessi tilkynning sem var sett fram 6 dögum fyrir ferð.
Ferð að miðju Íslands
Stjórn og félagar í ferðaklúbbnum 4×4 ásamt gestum munu fara að miðju Íslands sunnudaginn 20. janúar n.k.
Þar á að "vígja" stuðlabergsstein sem farið var með á miðjuna í fyrra í viðurvist gestanna. Þeir sem hafa áhuga á að vera viðstaddir eru velkomnir þangað en planið er að vera á miðjunni um kl. 14:00 ef færð og aðstæður leyfa.T.d Þarna er hvergi talað um að það sé verið að fara með menn úr nefndum eða hvað annað, kom reyndar fram seinna á spjallinu.
En nú er rétt að hætta að hugsa um þetta (skrifa), og einbeita okkur að næstu ferðum og svo ferðinni þegar á að vígja stuðlabergssteinin.
En þetta eru nú bara mínar hugleiðingar.
Ps. Reyndar ekki getað mætt á neina fundi vegna þess að ég er alltaf að vinna þegar fundir eru hjá 4×4 bara skoðað spjallið og veit ekki hvort þetta hefur verið rætt á einhverjum fundum.
Með kveðju
Valur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.