Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Miðjuferð 4×4
This topic contains 87 replies, has 1 voice, and was last updated by Íris Mjöll Valdimarsdóttir 16 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.01.2008 at 14:57 #201622
sælir félagar
Erum að spá að koma með í þessa miðjuferð en var að spá hverjir ætla að fara? Hvernig er færðin þarna í kring, veit að það eru alveg nokkrir dagar í þetta og er spá breytileg, en hvernig hefur snjólagið verið þarna uppá síðkastið?
Einnig væri þá gaman að vera samferða einhverjum sem ætla frá Reykjavík?
Það væri gaman að sjá hverjir ætla.
Ferðakveðja
Gunnar Smári. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.01.2008 at 14:33 #610260
Ef við fórum norður þá gerum við það. Endilega að bjalla á mig ef fleirri hafa áhuga að renna norður á Laugadag.
Hilmar Örn
894-4969
854-4969
18.01.2008 at 15:26 #610262Þessi þráður hefur verið færður í flokkinn Innanfélagsmál.
Góða helgi.
-haffi
18.01.2008 at 16:35 #610264Eru einhverjir sem ætla Norður sprengisand á sunnudagsmorgni?, og jafnvel gista í Hrauneyjum?
Eru einhverjar frétti af því hversu mikið hefur mikið hefur snjóað á svæðinu í vikunni?
18.01.2008 at 16:57 #610266Eru einhverjir að hugsa um að fara snemma á sunnudag frá Reykjavík ? ef svo er hefði ég viljað vita af því.
er í síma 663 0522
18.01.2008 at 17:36 #610268Töluverður snjór er á Kjalvegi.
Kv
Agnes
18.01.2008 at 17:38 #610270snjódýpt samkvæmt mæli 130 cm, humm hum.
á maður að trúa þessu
18.01.2008 at 18:04 #610272Hæ þið.
Ég hélt að fullorðið fólk áttaði sig á því, að ekki er endilega sniðugt að tilkynna hér á spjallþráðum, hverjir eru að fara á fjöll um helgar. Það er alveg eins hægt að senda línu í Moggann og segjast ekki vera heima og það verði opið hús heima fyrir þá sem eiga kúbein.
Þess vegna hef fullan skilning á því, að nöfn viðkomandi séu ekki birt nú á föstudegi, en sennilega lekur það allt út á mánudaginn…
Og ég tók þátt í síðustu þingmannaferð, bara asskoti fín verð og ég borgaði olíuna sjálfur og allt nestið í bílinn. Held að ég hafi ekki verið rukkaður um gistingu innfrá og einhver mætti með nokkur læri, svo kostnaður klúbbsins var ekki mikill. En hafa ber í huga að klúbburinn á nú til einhverja peninga og um að gera að nota þá í eitthvað gott. Amk treysti ég Agnesi og hinum til að passa vel uppá. Góða ferð.
kv
Palli
18.01.2008 at 20:20 #610274Geri ráð fyrir að gista í Hrauneyjum og fara þaðan sunnduagsmorgun milli 9 og 10.
Verð á hvítri Tacomu 38"s: 660-2992
VHF
18.01.2008 at 20:54 #610276Þar sem allt er orðið æðislegt á þessum þræði aftur vil ég benda á eitt.
Ella koma inn á þennan þráð og bar upp nokkrar spurningar. Svörin sem hún fékk voru misjöfn og því hefur ekki verið svarað hvaða fyrirfólk er að fara í þessa ferð.
Í morgun fékk Ella mail frá vefnefnd þar sem henni var tjáð að búið væri að LOKA á aðgang hennar að spjallsíðu f4x4.is, án viðvörunar
Núna hvet ég félaga í 4×4 til að lesa það sem hún skrifaði hér fyrir ofan og legga sitt mat á þau skrif og hvort Ella verðskuldi þetta.
Ég vona að vefnefnd hafi vit á því að skammast sín fyrir svona fáránlega gjörning.
18.01.2008 at 21:07 #610278Hvernig væri að vefnefnd tjáði okkur hvers vegna lokun á aðgangi Ellu var og hvers vegna án viðvörunar??
eða er þetta kannski svo hún þegi fram yfir helgi og komi frá einhverjum ofar vefnefndar?? maður spyr sig???
Kv Davíð "forvitinn"
18.01.2008 at 21:46 #610280Fúlagengið lagði af stað, í gær kl 19.00 upp í Kerlingarfjöll og samkvæmt Páli verti í Kerlingarfjöllum, eru þeir félagar ekki enn komnir í skála. En þeir eru búnir að vera að berjast við brekkuna við Ásgarðsánna í 1,5 tíma. Tja þarf ég að segja MEIRA.
Fyrsta bilunin hefur þegar átt sér stað, og er Tryggvi J dottin út, áður en hann komst af stað, en honum tókst að brjóta framdrif við leik og sprell í kvöld. Og er hann nú á leið heim á láns Yaris.
18.01.2008 at 22:21 #610282Nú er ég aðeins að velta fyrir mér starfsemi vefnefndar og samráð hennar við stjórn. Oft þegar maður hefur lesið spjallþræðina þá hefur maður furðað sig á því að vefnefnd eða einhver skuli ekki grípa inn í. Skammir og svívirðingar hafa gengið manna á milli og verið á mörkum þess að vera ærumeiðandi. Svo kemur yfirlýsing frá vefnefndinni um að nú skuli tekið á málunum og maður hugsar loksins, loksins á að fara að taka á þessu brýna málefni. Það kemur meðal annars fram að:
–
[b:26ai7g0o]"Hvers kyns árásir, dónaskapur og ókurteisi í garð annara er með engu liðinn (sbr. 8. lið skilmála f4x4.is). Ef menn fara út fyrir kurteisismörk mun vefnefnd veita viðvörun. Ef þeirri viðvörun verður ekki sinnt, er tímabundið lokað fyrir skrifaðgang viðkomandi að vefsíðunni". [/b:26ai7g0o]
–
Það er greinilegt að ef að menn koma með fyrirspurn til stjórnar þá flokkast það undir að vera með árás, dónaskap og að fara út fyrir kurteisismörk … ef ég skil þetta rétt. Ég skil bara ekkert í þér Ella að vera með svona ókurteisi eins og að koma með fyrirspurn til stjórnar um hverjir eru að taka þátt í þessari þingmannaferð… æ ég gleymdi… hún getur ekki lesið innanfélagsmál… búið að svipta hana aðgangi að spjallinu og þessi þráður var færður undir … innanfélagsmál.
–
Ég er farin að velta fyrir mér fyrir hvern er þessi vefnefnd að starfa. Það lítur út fyrir að hún eigi að koma í veg fyrir að hlutir sem að geta verið óþægilegir fyrir stjórn komist á netið, þó þeir séu málefnalegir. Félagsmenn hafa verið hvattir til að sýna frumkvæði og gera eitthvað sjálfir. Benni Ak flytur inn hluti fyrir félagsmenn á kostnaðarverði og hann fékk tiltal fyrir það og kaupfélaginu lokað. Ég gerði fréttabréf og óskaði svo eftir aðstoð vefnefndar við að koma því á netið. En var hafnað með þeim orðum að "það gæti verið í ósátt við einhverja í stjórn og/eða ritnefnd og að samstaða geti verið í uppnámi og þar af leiðandi ekki mögulegt að birta þetta í nafni klúbbsins á vefsíðunni, nema með fullu samþykki þessara aðila". Samkvæmt þessu mátti ekki birta þetta án ritskoðunar stjórnar/ritnefndar. Það var aldrei farið fram á að ég birti þetta í mínu nafni, sem ég svo gerði á spjallþræði sem að er nú löngu týndur og þar með öll vinnan við fréttabréfið líka. Nú síðast kom Ella "ósvífna" með fyrirspurn til stjórnar og þar með var lokað á hana án frekari viðvarana.
Það virðist vera sem að stefna stjórnar sé að klúbburinn og vefsíðan sé ekki fyrir félagsmenn… heldur fyrir stjórn eða hvað.
–
kv. Stefanía R 3280
–
ps. ef að það heyrist ekkert frá mér meir… þá vitum við hvar hundurinn liggur grafinn.
18.01.2008 at 22:38 #610284Furðulegt finnst mér að eins og menn eru duglegir að svara í stjórn á þráðum að núna kemur ekkert orð (nema jú frá ritara stjórnar koma fréttir af færð??)
.
Ekki það að ég er löngu hættur að vera forvitinn um hverjum var boðið í þessa ferð en er hinsvegar farinn að velta fyrir mér hvað stjórn er að pæla?? (ég gef mér það að vefnefnd hafi lokað aðgangi Ellu að beiðni stjórnar) Hvert stefnir þessi klúbbur??? er þetta orðin einhver aðalsmannapæling og hinir fá ekki að vera með???.
.
Kæra Stjórn, endilega útskýrið fyrir mér hvað sé í gangi, einnig þætti mér gaman að vita hvert klúbburinn stefnir þ,a,s upp á við (eins og stofnendur hans vidu eflaust) eða niður á við í einhverja v,i,p grúbbu.
.
gaman væri ef stefanía fengi viðbrögð við hennar innleggi.Kv Davíð "ennþá forvitinn"
og ég segi sama ef að ekki heyrist frá mér þá vitiði hversvegna
18.01.2008 at 23:00 #610286Við sem erum í stjórn Ey 4×4 ætlum að leggja af stað snemma í fyrramálið og stefnum á að vera við Sankti Pétur ofan Vatnahjalla kl 09:00.
Snjókoma í nótt gæti spillt ferðaáætlun, en áætlun stendur meðan aðrar fréttir eru ekki í boði.
Stefnum á að vera eigi seinna en kl 19:00 í Kerlingafjöllum.
Ferðakveja.
Elli.
18.01.2008 at 23:04 #610288
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
OK ég hafði hérna ljót orð vegna flugeldasölu og baðst reyndar afsökunar til Agnesar,en er þetta ekki of full langt gengið í spurningafrelsi félagsmanna?Er stjórn komin á barm örvæntingar?eða er þetta orðin einræðisstjórn?Hæl Hitler:):):)
Segi sama og Stefanía ef ég get ekki svarað aftur þá er stjórn búin að loka á mig líka:)
KV:Matti
18.01.2008 at 23:34 #610290….félaga að slappa aðeins af.
það er löngu ákveðið og það hefur verið rætt á almennum fundum með samþykki félaga að stjórn f4x4 ætlar að kynna starfsemi klúbbsins fyrir alþingismönnum og öðrum þeim sem hafa, og að gera með stjórn umhverfis og samgöngumála hér á okkar fallega Íslandi.
Þið ágætu félagsmenn, hafið kosið núverandi stjórn og því hljótið að treysta henni fyrir hagsmunum klúbbsins, því vil ég biðja ykkur að fara fram í hófi í yfirlýsingum um störf stjórnarinnar og spyrja að leikslokum.
Aðalfundur er m.a. til þess að upplýsa öll herlegheitin sem stjórn ákvað á tímabilinu.
Kveðja.
Elli.
18.01.2008 at 23:39 #610292Þið verðið bara að afsaka það að við höfum haft nóg annað að gera en að liggja yfir vefnum í dag og kvöld við að undirbúa þessa ferð.
Eins og þeir vita sem spurðu út í kostnaðinn liggur hann ekki fyrir fyrr en ferðin er gerð upp eftir helgi þar sem spyrjandi veit að þetta er boðsferð. Eins hefur komið hér fram að í ferðareglum standi að ferðir eigi að standa undir sér en þetta er boðsferð eins og margar aðrar uppá komur sem klúbburinn stendur fyrir eins og til dæmis Landsfundur sem haldin hefur verið eins lengi og elstu menn muna og varla hefur hann staðið fjárhagslega undir sér.
Í sambandi við þátttökulista bæði félagsmann og þeirra sem er boðið … ef sá listi hefði átt að vera hér á netinu RÉTTUR hefði það verið meira en fullt starf síðustu sólarhringa að uppfæra hann þar sem menn eru að detta inn og út á klukkutíma fresi og minnist ég þess ekki að það hafi verið eitthvað stórt mál hvorki í þessari embættismannaboðsferð síðustu á né heldur á landsfundi að það sé gert hér opinbert hverjir eru að fara.
það er engin skylda að gefa út þátttökulista í ferðir og er það algjörlega undir viðkomandi stjórnanda ferðarinnar komið hvort hann er gerður opinber.
Kveðja Þorgeir
18.01.2008 at 23:49 #610294Ég ætla biðja menn að lesa þennan þráð yfir og benda mér á hvar formaður hefur verið með ókurteysi eða neitað að svara.
Í hennar svörum kemur fram hverjum er boðið og hvar og hvenær þetta verður og skorað á sem flesta að mæta.
Það sem ég sé hér aftur á móti er að Ella og Hlynur eru að reyna grafa undan stjórn með öllum tiltækum ráðum.
Það að formaður hafi verið með í ráðum að setja þennan þráð undir innanfélagsmál og loka á Ellu er ekki rétt því hún var ekki
við og ekki í sambandi við vefnefnd um þetta mál.
kv B
19.01.2008 at 00:14 #610296Sælir allir félagar og sérstaklega þú Hlynur.
Þegar maður hefur bara setið hjá og lesið vefinn daglega og fylgst með er ekki þar með sagt að maður geti haldið kjafti öllu lengur en eins og þið sjáið sjálf þá hef ég ekki lagt í vana minn að skrifa á vefinn en þetta finnst mér vera orðið helv…. langt gengið. Ef og þegar þið hafið lesið það sem að Ella hefur skrifað í gegnum tíðina að þá eruð þið ekki að lesa nógu vel. Mín skoðun er sú að skrif Ellu hafa breyst og það og mér finnst hún ekki hafa verið hún sjálf uppá síðkastið miðað við síðustu skrif, en það er kannski bara mín skoðun ég gat allavegana ekki setið lengur á mér og sagt ekki orð. Og Hlynur þar sem að þú þekkir skrif Ellu finnst mér að þú sért ekki að gera annað en að búa til rifrildi hér á vefnum og svo langar mig líka að segja um Stefaníu að það sem að hún hefur skrifað á vefinn er alltaf sagt bara beint út og ekki hugsað um hvort að hún er að særa fólk beint eða óbeint og það sem að hún hefur skrifað fyrir Setrið hef ég þurft að ritskoða og stytta til að hægt sé að setja það í blað sem að allir fá sent heim til sín. En ef að ég fer úr náðinni hjá ykkur þá er ég ekki að reyna að særa einn eða neinn en þurfti bara að koma mínu áliti á þessu málum. Og svo finnst mér þessi stjórn sem að við höfum bara gert fullt gott fyrir þennan klúbb að þið ættuð ekki að þurfa að kvarta undan henni. En þetta voru mín álit og þig ráið hvort að þið takið þeim sem nöldur, skítkast eða bara ein sem hefur fengið sig fullsadda af öllu bullinu sem fer um þennan blessaða vef. Við ættum kannski að byðja vefnefnd að loka honum. þá þarf vefnefnd ekki að loka aðgöngum eða halda úti ritskoðun.
Bestu kveðjur til allra sem að fara inn að miðju og vona að færð og veður verði gott og að allir komi heilir heim.
kv. Halldóra
19.01.2008 at 00:43 #610298Stundum er bara of mikið að gera hjá stjórn að sinna málefnum klúbbsins, jú sjálfsagt gætum við bætt okkur í því að miðla upplýsingum til félagsmanna.
Ég taldi mig hafa svarað nógu skýrt hér í þræðinum að ofan hvaða nefndum hefði verið boðið og endanlegur kostnaður er ekki komin þar sem hann lyggur ekki fyrir, fyrr en eftir ferð þar sem þetta er boðsferð. (Kosnaður verður í lámarki þar sem margir styrkir hafa fengist )…
Haft var samband við allar deildir út á landi og þær hvattar til að senda menn með okkur á miðju.
Einnig var sett inn auglýsing á heimasíðu 4×4 þar sem félagsmenn eru hvattir til að hitta okkur á miðjuni á sunnudag um kl 14.00.
Satt er það hjá Þorgeir að ef við hefðum sett inn þáttökulista hefðum við ekki haft annað að gera enn að uppfæra.
Það vildi svo til að ég ákvað að eiga ánægjulega stund með fjölskildu minni í kvöld og hafði ekki farið inn á vefinn síðan í dag, einnig tók ég þá ákvörðun að hafa slökkt á gsm símanum hjá mér eina kvöldstund. Það er ekki ákvörðun stjórnar á hvern og hverja er lokað , það er rétt ákvörðun vefnefndar að setja þennan þráð á innanfélagsmál, því það er ekki rétt að ræða málefni klúbbsins á opnum þræði. Það er alfarið í höndum vefnefndar hver er settur í bann eða ekki , enda er það í þeirra starfvetfangi að sjá um það.Eins og skálanefnd sér um skálamál
Umhverfisnefnd um umhverfismál
Fjarskiptanefnd um fjarskiptamál
Tækninefnd um tæknimál
og framv….Væri það gott ef félagsmenn temdu sér það að ræða málefni klúbbsins á innanfélagsmál.
Með kveðju um að sjá sem flesta á miðjuni á sunnudag.
Kveðja
Agnes Karen Sig
Formaður f4x4
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.