Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Miðjuferð 4×4
This topic contains 87 replies, has 1 voice, and was last updated by Íris Mjöll Valdimarsdóttir 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
15.01.2008 at 14:57 #201622
sælir félagar
Erum að spá að koma með í þessa miðjuferð en var að spá hverjir ætla að fara? Hvernig er færðin þarna í kring, veit að það eru alveg nokkrir dagar í þetta og er spá breytileg, en hvernig hefur snjólagið verið þarna uppá síðkastið?
Einnig væri þá gaman að vera samferða einhverjum sem ætla frá Reykjavík?
Það væri gaman að sjá hverjir ætla.
Ferðakveðja
Gunnar Smári. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.01.2008 at 12:36 #610220
sælir
heyrðu "Siggi Pálma" , við erum að spá að fara á sunnudagsmorgun. Spurning hvar og hvenær á að fara.
.
Tryggvi, kemur þú ekki með? Eða ferðu á laugardeginum.
Annars er ég ekki alveg að skilja Hvernig þessi ferð á að vera? Verður farið á laugardegi og gist einhversstaðar með þingmenn og svo hist á sunnudeginum og steinninn vígður og svo bara að leika sér?
eða
verður farið á sunnudagsmorgun frá Select eða eitthvað farið að vígja steininn og svo að leika sér?
Það væri gaman að sjá hverjir ætla og hvenær svo maður getur miðað sig aðeins við hópinn.
kv.gsec
17.01.2008 at 13:03 #610222Er þátttakendalistinn leyndarmál?
17.01.2008 at 17:51 #610224Það er búið að segja þér hvernig og hvaða fólk var valið og síðan er ekki víst að allir þiggi boðið þannig að erfitt er fyrir stjórn að svara. Meira get ég ekki séð að komi þér nokkuð við.
Vinsamlegast ekkert rifrildi hér.
kv. Magnús G.
17.01.2008 at 19:05 #610226Veistu það Ella mín að ég veit ekki einu sinni hvernig boðslistinn er akkúrat í dag, það eru að detta inn afboðanir og viðbætur núna bæði í dag og í gær og ég bara er ekki með þetta á hreinu.
Það eykur auðvitað bara á spennuna í kringum þetta ef það eru kannski einhverjir leynigestir með. Kannski kemur Jagger? úúúúú 😉
17.01.2008 at 19:25 #610228Þetta virðist allavega vera hálfgert leyndó. Ella spurði saklausar spurningar um hvaða fólk væri að fara í þessa ferð, en fær bara hálfkveðnar vísur til baka, og er svo sagt að þetta komi henni ekki við. Þetta er klúbburinn okkar allra, en ekki bara sumra, svo það er ekki nema eðlilegt að félagar hafi áhuga á því að vita hvaða fyrirmönnum er verið að bjóða í þessa ferð. Ég var búinn að heyra að samgönguráðherra væri að fara, Árni Johnsen og svo hlítur Siv að fara með, eins og alltaf. Örugglega eru fleyri að fara í þessa ferð og við hljótum að fá að vita hverjir það eru. Síðan er bara að vona að þetta gangi allt vel og skil sér til baka í auknum skilning á okkar ferðamensku hjá ráðamönnum.
Góðar stundir
17.01.2008 at 19:50 #610230Hver er kostnaður klúbbsins við ferðina?
Eða er það eitt af því sem félagsmönnum kemur ekki við?
17.01.2008 at 20:02 #610232Sæl Ella, ég fagna þessum áhuga þínum á öllum þáttum þingmannaferðarinnar í ár. Það er alltaf uppörvandi að finna stuðning félagsmanna við störf stjórnar. Kostnaðartölur við ferðina liggja ekki fyrir fyrr en eftir helgi en þó er ljóst að hann verður ekki hár þar sem aflað hefur verið styrkja í mat og gistingu auk þess sem stjórn og bílstjórar gefa að sjálfsögðu vinnu sína og eldsneyti eins og áður hefur verið. Það er frábært að finna að menn eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að ferðaklúbburinn geti sýnt ráðamönnum þjóðarinnar hvernig ferðamennsku okkar er háttað.
Með bestu kveðju,Barbara Ósk Ólafsdóttir
gjaldkeri 4×4
17.01.2008 at 20:28 #610234Nú er ekki langt síðan almenningi var hleypt í gögn Stazi leynilögreglunnar, eftir ca 50 ára leynd. Hvenær hefur stjórnin hugsað sér að hleypa almennum félagsmönnum í gögn um þessa ferð?
17.01.2008 at 20:44 #610236Það verður engum bannað að vita um þessa ferð, ég á sjálf von á að skrifaðar verði ferðalýsingar í smáatriðum og settar inn myndir af öllum sem þarna verða, ekki er það meira leyndó en það. Hvað varðar peningahliðiðna þá verður væntanlega ljóst eftir helgina eða nokkrum dögum síðar hvað ferðin kostaði. Ég veit reyndar að það er örugglega til fyrir henni og vel rúmlega það svo það er ekkert til að hafa áhyggjur af en eins og ég sagði áðan þá hefur verið unnið ötullega í því að hafa hann eins hóflegan og kostur er.
Kveðja,
Barbara Ósk
gjaldkeri 4×4
17.01.2008 at 21:04 #610238Það væri líka fróðlegt að vita hvernig klúbburinn kom fjárhagslega út úr nýliðaferðum, bjórkvöldi, árshátíð, sumarhátíð… Mér sýnist nú hefðin hafa verið að gera þessu skil á aðalfundi en alveg merkilegt hvað áhuginn á reikningum félagsins er lítill þar. Vonandi bara að þessi áhugi endist fram á vorið svo það sé hægt að kafa almennilega ofan í þetta þá.
Annars man ég ekki hvað er langur frestur í ferðareglunum til að skila uppgjöri eftir ferðir, hvort það er vika eða tvær?
17.01.2008 at 21:21 #610240Það hafa verið birtir listar um hverjir eru að fara í nánast allar ferðir klúbbsins frá því 2005-2006, af hverju er það ekki hægt nú?
Það hefur komið fram að það er ekkert leyndarmál hverjir séu að fara, en samt má ekki gefa það upp.
Getur verið að ástæðan sé sú að það eru engir raunverulegir þungavigtarmenn að fara í ferðina? Enginn ráðherra kannski? Er kannski hræðsla við að þeir örfáu þingmenn/ráðamenn sem enn eru skráðir í ferðina hætti við þegar þeir sjá að þeir verði hálf einmanna innan um hóp af misgáfulegum jeppamönnum og tíma þeirra kannski betur varið við önnur málefni sem fá meiri athygli?
Er kannski hætta á því að þetta endi sem skemmtiferð útvaldra á kostnað almennra félagsmanna?
Og Magnum, þetta snýst ekkert um það hvað mér persónulega kemur við, frekar um það hvort almennir félagsmenn fái upplýsingar um það hvað er að gerast í klúbbnum og hvernig fjármunum hans er t.d. varið.
Tryggvi, áhuginn mun klárlega endast fram yfir aðalfund. En Tryggvi er það ekki líka í ferðareglum að allar ferðir eigi að standa undir sér?
17.01.2008 at 22:06 #610242Nú væri freistaqndi að láta hugann fljúga og reyna að finna skýringar á þessu skoppi hjá Ellu og Hlyn. Er Óþverragengið í einhverri tilvistarkreppu og ótta við að standa ekki undir nafni? Ef svo er þá er þetta ekki rétta leiðin út úr þeim vanda.
Hlynur segir að það sé ‘eðlilegt að félagar hafi áhuga á því að vita hvaða fyrirmönnum er verið að bjóða í þessa ferð.’ Rétt er það enda er búið að greina frá því í þessum þræði, (tilvitnun í Tryggva: ‘.sérstaklega falast eftir þeim sem eru í umhverfisnefnd og samgöngunefndum Alþingis. Auk þess embættismanna sem starfa við þau tvö ráðuneyti ásamt ráðherrum. Einnig var falast sérstaklega eftir aðilum frá LMÍ þar sem þeim er málið auðvitað tengt vegna miðjunnar’). Fréttir af því hverjir svo mættu til ferðarinnar verður af augljósum ástæðum að bíða þar til eftir að ferðin er yfirstaðin, rétt eins og fréttir af því hvaða bílar biluðu og hverjir festu sig í snjónum (Hlynur, ég var einmitt að heyra sögur en þær eiga kannski ekki heima hér). Reynslan úr fyrri ferðum sýnir vel að spádómar um það hvernig hópurinn verður samansettur þegar upp er staðið eru álíka óörygg vísindi og veðurfræði og því hárrétt að hafa hér að leiðarljósi að fæst orð hafa minnsta ábyrgð (ég hef reyndar gert mig sekan um ábyrgðalausa spádóma hér að ofan og vona bara að ég reynist sannspár). Það að ekki sé greint frá hlutunum áður en þeir gerast á lítið skylt við 50 ára leyndina yfir Stazi skjölunum, það var jú 50 árum eftir atburðina n.b.. Og með kostnað við ferðina Ella, það á ekki heima á opnum spjallþræði frekar en önnur fjármál klúbbsins.
Í þeim tveimur boðsferðum sem eru að baki hefur fjöldi boðsgesta ekki verið sérlega mikill, en það er hins vegar engin spurning í mínum huga að árangurinn hefur verið mikill. Ég gæti skrifað langa ritgerð um það og ef einhver vill sjá hana er ljóst að viðkomandi verður að sækja hana annað en á opinn spjallþráð. Jafn ágætur samskiptavettvangur sem þetta er þá hentar hann ekki fyrir hvaða umræðu sem er.
Samsæriskenningar þær sem Ella varpar upp um ástæður þess að þátttökulisti sé ekki birtur fyrirfram er kannski einmitt dæmi um slíkt og eru þær vanvirðing bæði við gesti okkar og klúbbfélaga.
Kv – Skúli
17.01.2008 at 22:39 #610244Vona bara að þessir fínu (ráð)herrar og frúr lendi í mikklum snjó og baslli og komi heim með sigg í lófa eftir skóflurnar,ha ha ha.
17.01.2008 at 23:57 #610246Ekki hef ég nú kynnt mér málið til hlýtar en mér sýnist félagi Ella vera á röngum vettvangi. Á Barnaland.is er mikið spáð og spögulerað um alls kyns hluti og væri ráð að kikja þangað í staðinn fyrir að skemma annars góða umræðu hérna og naga skóinn hjá fólki sem er að leggja af mörkum mikla og góða vinnu við að láta ferðir klúbbsins ganga upp.
Jæja komiði nú með eitthvað djúsí skúbb um ferðina!
18.01.2008 at 00:43 #610248Gott að sjá að menn eru ekki alveg búnir að gleyma skítkastinu og muna enn hvernig á að persónugera skítinn. Alltaf gaman að sjá fólk koma grímulaust fram, opinbera þroska sinn og missa sig í skítkast þegar það hefur engin rök. Svo er fróðlegt að sjá að félagsfræðingurinn telur enn að allt sé eitt stórt samsæri.
.
En eins og vinur vinar míns sagði: Það er borin von að það fari eitthvað vitrænt fram á vef 4×4.
18.01.2008 at 01:40 #610250Mikil ósköp er að sjá hvað er að gerast á þessum annars fína vef okkar. Mér er nú ekki farið að standa á sama um það hvert þetta er allt að stefna, maður opnar varla þráð lengur örðuvísi en að það sé einhver hnotabítingur í gangi um málefni sem skipta að því er mér sýnist óskaplega litlu máli. Ég skal fúslega viðurkenna það að ég er pínu forvitinn um að vita hvaða fólki er verið að bjóða en þar sem ég er ekki að skipuleggja þessa ferð né mun ég aka með neitt af þessu fólki og verð ekki með í þessari ferð þá kemur mér það ekki nokkurn skapaðan hlut við. Ég aftur á móti treysti þessu fólki sem á að vera í forsvari fyrir okkur hina sem erum einungis félagsmenn og njótendur þessa stórkostlega klúbbs að standa rétt og vel að þessari boðsferð. Greinilega er ekki hægt, vegna forfalla og annara hluta, að greina frá nöfnum þessa fólks og finnst mér ekki ástæða til. HINS vegar finnst mér afar sorglegt ef fólk getur ekki notað þennan vef til þess sem hann var upphaflega ætlaður. Að þétta og koma jéppa- og ferðafólki saman á einn stað þar sem það getur hjálpast að, miðlað reynslu, komið saman, skipulagt ferðir og allt þetta sem fylgir. Í guðanna bænum finnið þið annan vettvang til að fá útrás fyrir gremju og leiðindi því að þetta er ljótur blettur á klúbbnum og mér þykir vænt um þennan klúbb og ég vil geta verið stoltur af honum áfram.
Kv. Knútur R-3948.
18.01.2008 at 08:45 #610252Nú langar mig aðeins að tjá mig.
Mér sýnist menn vera að ruglast svo lítið á staðreyndum. Rugla saman hlutum eins og "mér kemur það ekki við" saman við "ég hef ekki áhuga á að vita".
"Mér kemur ekki við" á við ef að eitthvað gengi skipuleggur einhverja ferð fyrir sig og bíður jafnvel Ástþóri Magnússyni með þá hreinlega "kemur mér það ekkert við". En f4x4 er ekki eitthvað óformlegt gengi heldur opinber klúbbur sem að við erum að borga félagsgjald í. Okkur kemur við það sem að fer fram í nafni klúbbsins en það er ekki þar með sagt að "ég hafi áhuga á að vita allt"… það er annað mál. En upplýsingarnar eiga að vera uppi á borðinu… Og ef að rétt væri að þessu staðið þá ætti þessi ferð að vera inn á atburðardagatalinu þar sem að fram kemur hvert er verið að fara, hverjum hafi verið boðið. Síðan jafnvel að koma uppfæring á því hverjir hafa afþakkað boðið og eins hverjir hafa ákveðið að þiggja það. Þetta hefur hins vegar ekkert með það að gera hvaða félagsmenn fá svo að fara með í ferðina það er í höndum þeirra sem að skipuleggja hana að ákveða það. Sbr. landsfundur sem að er auglýstur á atburðardagatalinu en aðeins nefndarmenn hafa þátttökurétt. Síðan fimm til sex dögum fyrir ferðina er skellt inn alveg fáranlegri tilkynning þar sem að þeir sem vilja "mega vera memm" kl. 14:00 (-15:00) á sunnudaginn en ekkert skipulag í kringum það. En fólk er ekki velkomið í Kerlingarfjöll á laugardaginn þar sem að "fyrirfólkið" verður haft í bómul til að vernda það fyrir öðrum félagsmönnum, því að ekki viljum við að þeir kynnist hefðbundinni fjallajeppaferðamenningu.
Útgangspunktur minn með þetta innlegg er að starfsemi f4x4 er ekki einkamál. Og sem dæmi um aðra ferð sem að ætti að vera á atburðardagatalinu er þessi hvata eða vinnuferð sem að nefndir klúbbsins fara í. Alla vega þær sem að ekki eru hættar og mér skilst að sé í lok mánaðarins.
kv. stef…. ekki sú skarpasta
18.01.2008 at 12:50 #610254Erum að spá í að renna norður sprengisand á laugardaginn á 2 bílum og í Laugarfell. Og til baka á Sunnudag. Ef einhverjir eru á leið á þessar slóðir á laugardag væri gaman að heyra af því og jafnvel að verða samferða yfir. Betra að hafa fleirri bíla EF menn festa sig illa.
Hilmar Örn
894-4969
18.01.2008 at 13:47 #610256Gaman væri ef þið og jafnvel fleyri hittuð okkur á miðjuni þegar plattinn verður settur á steininn.
Áætlaður tími þar er um kl 14.00 á sunnudag (fer allt eftir færð)
Veit að eitthverjir að Norðan verða í Laugafelli og líklegast fjölmenna félagsmenn úr skagafjarðardeild
(gista líklegast í skiptabakkaskála) Spurning hvort eitthverjir eru búnir að melda sig í Ingólfsskála.
Allavega nó er af snjó þessa dagana á kjalvegi.
kv
Agnes karen Sig
Formaður f4x4
18.01.2008 at 14:29 #610258Við verðum á 3-4 bílum í Laugafelli á laugardaginn og ætlum okkur að gista þar. Förum upp úr Skagafirði á laugardagsmorgun og í bæinn á sunnudaginn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.