This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
01.11.2006 at 15:41 #198868
Mér leikur forvitni að vita hvar miðja Íslands er og hvernig hún var fundin út.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2006 at 15:54 #566306
Eik skýrir þetta í [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/7401:14fb4qg5]þessum þræði[/url:14fb4qg5] og svo má finna meira [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=gpsogleidir/6133:14fb4qg5]hér[/url:14fb4qg5] um staðsetninguna.
Var ef ég man rétt harla fjögur umræða á sínum tíma, hvað varð svo um miðjuferðina frægu? Var hún farin í skjóli nætur einhvern tíma?
01.11.2006 at 20:35 #566308Miðjuferð í vetur.
Nei ekki hefur verið farið að miðjunni í skjóli myrkurs. Heldur á að fara í vetur og setja niður 700 kg stuðlabergstein. Hugmyndin gæti verið að fara malbikið norður og fá skagfirsku félaga okkar til þess að slást í hópinn og koma steininum fyrir. Síðan væri hægt að afhjúpa steininn síðla vetrar þegar sól er kominn hærra á loft og snjóalög orðin betri. Einhvernvegin svona gæti planið verið. Svo er líka málið hver gæti dregið kerru með þetta þungum farmi, en við Þorgeir vorum að hugsa um að nota 49 tommu Fordinn hans Benna formanns. En þá þarf hann að vera kominn af búkkunum upp í Breyti. En það er víst ekkert áhlaupaverk þar sem talið er að hann sé gróinn fastur á búkkanna. Heyrði líka að Benni hefði þurft að kaupa stæðið af Aron, en kannski er það ósatt.
01.11.2006 at 20:40 #566310Nei nei Ofsi þetta var allt í lagi, ég átti þetta stæði fyrir – keypti það þegar ég var á Pajeró hérna um árið…..
En annars eru þeir Skagirðingar flestir á Pajeró líka þannig að það er nú ekki víst að þeir verði ferðafærir….
En annars fer miðjan að verða málið aftur….
Benni
01.11.2006 at 20:42 #566312Ætli það eina góða í þessu sé ekki að miðjan er ekki að fara neitt… nei annars! Hún færist víst bölvuð!
01.11.2006 at 20:47 #566314síðast núna í dag um klukkan 2 færðist hún úr stað um einhverja millimetra.
01.11.2006 at 20:51 #566316Ég hallast að því að miðja formannsins sé uppi á Höfða. Eru það álög á formanninum að jeppamennska hans snúist aðallega upp í að halda verkefnastöðunni uppi á ákveðnu breytingaverkstæði! Voru það mistök hjá klúbbfélögum að Landrover eign var ekki gerð að skilyrði formennsku.
Bara að spekúlera.
Kv – Skúli
01.11.2006 at 22:12 #566318Ég átti nú einu sinni hlut í svona traktor……. Það er kannski spurning um að kanna hvort hann sé enþá ofan jarðar sá.
Benni
01.11.2006 at 22:50 #566320LOL já Benni Ég sæi þig alveg fyrir mér keyrandi Landrover 1988 modelið eftir að hafa verið á 500hp Ford. Það gæti….
02.11.2006 at 09:03 #566322Lítið gagn af 500 bykkjum þegar hásingarnar standa á búkkum. Þá er betra að hafa hrossin færri í húddinu, rollu í skottinu og komast á fjöll. Auk þess eru landbúnaðarstörf undanþegin náttúruverndarlögum.
Kv – Skúli
02.11.2006 at 13:40 #566324Það er mikilvægt að þú hafir bara í huga að ég keypti jeppa alveg sérstaklega fyrir miðjuferðina. Það er því, eins og þú sérð, algerlega nauðsynlegt að ég fái að koma með.
02.11.2006 at 13:50 #566326Má maður keyra hvar sem er ef maður er með rollu í bílnum ?
Hvernig er kindingin með svoleiðis varmagjafa?
Það er spurning hversu margar rollur þyrfti til að kinda upp jeppann. (reyndar ekki hægt í Rover því hann heldur engu.
Þetta er skemmtileg nýjung í aukahlutapakka jeppamanna.
Svo gæti þetta verið svona neyðarmatur á grillið ef maður er fastur lengi á fjöllum. Minkaði ca kindingin en nóg að éta nammi namm. Grilluð afturhásing
02.11.2006 at 13:58 #566328Þetta er auðvitað svolítið kyndugt en það má ýmislegt ef maður er að líta eftir kindunum. Því er gott að hafa eina afturí til að láta hlaupa undan bílnum, raunar held ég það væri snjallt að hætta að tala um Setrið sem fjallaskála og fá það skráð sem nýbýli.
Svo á eldri róverum var auðvitað járngrindargrill þannig að það grill var hægt að nota til að grilla.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.