This topic contains 99 replies, has 1 voice, and was last updated by Íris Mjöll Valdimarsdóttir 19 years ago.
-
CreatorTopic
-
05.10.2006 at 23:05 #198669
Nú er komið í ljós miðaverð á árshátíð Ferðaklúbbsins 4×4 er 6006kr á mann miðað við tvö í herbergi. Árshátíðin verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði laugardaginn 4. nóvember. Innifalið er þriggja rétta kvöldverður, ball og morgunmatur.
Munið fyrstir koma fyrstir fá
Skráning er hjá Ægi (S. 861-6260), Írisi (S. 866-2724) og starfsmanni klúbbsins.
Vinsamlegast leggið inn á reikning nr. 1175-05-411586, kt. 701089-1549, reikningurinn er í eigu ferðaklúbbsins. ATH að setja í skýringu nafn. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.10.2006 at 19:32 #562388
Verður þú með okkur 4 nóvember??
Hvar verður þú 4 nóvember??
Þér er boðið að vera með 4 nóvember??
Þann 4 nóvember ætlar ferðaklúbburinn 4×4 að halda sína árlegu árshátíð og þér er boðið. Þetta stefnir í að verða með öflugri árshátíðum sem 4×4 hefur haldið. Þessi herleg heit öll verða haldin á Hótel Örk Hveragerði. Það er boðið upp á gistingu, þriggja rétta máltíð, skemmtiatriði og glens, morgunmatur daginn eftir og aðgangur að öllum þægindum hótelsins aðeins fyrir 6006 á manninn.
Þetta er náttúrulega ótrúlegt verð, þetta er ódýrara en
. flestir varahlutir í jeppan
. að hleypa konunni í kringluna
. að fara á pöbbinn með strákunum
. að fara með fjölskylduna í bíó og út að borða
. að fara til köben með vinunum
. eitthvað sem þú brýtur ef þú ferð á fjöll þessa helgi
Hljómsveitin Oxford mun spila fyrir dansi, þessi hljómsveit var kosin bjartasta vonin sumarið 2005. Þessi hljómsveit er ekki þekkt fyrir neitt annað en hita og svita þegar kemur að dansleikjum.
Hótelið hefur bara upp á ákveðin herberja fjölda að bjóða þannig nú er bara að skrá sig og vera með því þér hefur ekki verið boðið í heitara partý á árinu og það er langt í það næsta. Fyrstir skrásig fyrstir fá, það er ekki eftir neinu að bíða.
Skráning fer fram á skrifstofu 4×4 sími 568-4444 eða á rafpósti f4x4@f4x4.is einnig er hægt að hringja í Ægir 861-6260 Írisi 894-2863 Nínu 822-2012
Öll skráning á þessa árshátíð fer fram í gegnum okkur það á ekki að hafa neitt samband við hótelið sjálft.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 26 okt við verðum á opnu húsi, nema það verði bara orðið uppselt.
Dagskráin á árshátíðinni hefst kl 19 en þeir sem gista þeir hittast örugglega fyrst í sundi eða gufu og opna fyrstu dósina þannig mannskapurinn mæti nú heitur og fínn.Fleiri möguleikar
-Það er hægt að gista einn í herbergi ef þess er óskað þá er verðið 9.006
-Verð fyrir þá sem koma bara á hátíðina sjálfa 4790 (frá kl 19 og fram eftir kvöldi en gista heima)Matseðillinn hljómar svona
Forréttur: Humarsúpa, með ristuðum humri og rjómatopp
Aðalréttur: Fjallalamb, Hægeldaður lambalærvöðvi með íslenskum kryddjurtum, borinn fram með rótargrænmeti og lambasoðgljáa.
Eftirréttur: Heimlagaður ís, með vanillu, nougat og súkkulaðikv
Agnes og co
06.10.2006 at 19:32 #562390Nokkrir strax búnir að greiða.
Sumir ætla ekki að missa af þessu hvað um ÞIG.
kv
06.10.2006 at 19:39 #562392Það á sko greinilega enginn að missa af þessari árshátið……best að hringja og panta stax, svo maður missi ekki af þessu.
Greinilega góð stemming fyrir þessu.
06.10.2006 at 20:18 #562394Ég fer sko ekki nema Hjálmar Sveinsson fái að vera með mér í herbergi…..
06.10.2006 at 23:37 #562396Er þessi Hjálmar á aldri við þig?
Þar sem fyrirtækið sem ég vinn hjá leggur til pening í þessa hjónabandsráðgjöf á hótelinu, vill ég allavega að þessi Íris sem stjórnar þessu öllu fái í það minnsta að svæfa mig, ég get þá drattast niður í morgunmatinn sjálfur.
Lúther.
07.10.2006 at 09:15 #562398Já Askoti væri gaman að vera taka þátt í gleðini en get það ekki þar sem ÉG verð í Rúslandi á sama tíma í um 30 stiga frosti að kinna mér ( jeppa mensku þar ) Nei heldur er þessi ferð bara til vita hvernig Vetur lítur út skoða Vetrahöllina og Borsoj ballettinn og eitthvað meira . ( það verður eflaust svaga stuð hjá ikkur, Góða skemtun )
kv,,,MHN
07.10.2006 at 14:31 #562400Ég þekki þennan Hjálmar ekki persónulega, en þetta er án efa einn lélegasti og hlutdrægasti útvarpsmaður sem Ísland hefur alið og yfirlýstur jeppa og pallbílahatari.
Þess vegna fannst mér bara kjörið að króa hann af í hótelherbergi og refsa honum lítillega með góðra manna hjálp, kemurðu þá ekki bara yfir þegar þú ert búinn að svæfa Írisi?. Svo er náttúrulega kjörið að Bílamiðstöðin leggi pening í þetta góða málefni og verðlauni frumlegasta refsarann:)
Kv.
Glanni
07.10.2006 at 17:50 #562402Ég er sko fullfær um að sofna sjálf !!!
08.10.2006 at 10:57 #562404bbbj
08.10.2006 at 17:14 #562406bara að uppfæra 68 skráðir núna nú er bara að skrá sig áður en það verður of seint keðja jepp
08.10.2006 at 17:20 #562408Lúther gæti sko ekki ekki borið töskuna mína.
Hann er ekki nógu kraftmikill……Váááá frábær aðsókn og það er ekki einu sinni komin formleg auglýsing.
Vonandi birtist hún á morgun á síðunni okkar.Hvet alla til að skrá sig, áður en allt selst upp.
Það er nefnilega takmarkaður fjöldi sem kemst á hótelið.
08.10.2006 at 17:56 #562410upp færsla 70 skráðir það bara stopar ekki símin
08.10.2006 at 18:02 #562412er ekki hægt að skella listanum langa hér á spjallið
08.10.2006 at 19:30 #562414fer í það núna
08.10.2006 at 19:45 #562416ég sendi inn pöntun á rafpósti eins og stóð í skeytinu til stjórnar,skilar það sér ekki alveg örugglega þannig?
Kv.
Glanni
08.10.2006 at 19:48 #562418nú skil ég þessa virkjunar áráttu þína, þetta er svona einka pot svo þú getir sent meira að þessu rafmagnspósti.
08.10.2006 at 19:50 #562420Djö-mar hélt það myndikki fattast.
08.10.2006 at 20:07 #5624221 eða 2
08.10.2006 at 20:16 #562424Við erum tvö!
og ég veit að Karl Rútsson og frú ætla og
Kristján Kristjánsson og frú.
Þeir voru að senda rafpóst rétt í þessu:)
08.10.2006 at 20:19 #562426Hvað er pláss fyrir marga á árshátíð ???
Góðar stundir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
