Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Microskurður, gagn eða plokk?
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.05.2003 at 01:02 #192598
Sælir félgar
Hvernig væri nú að fá umræðu um þennan microskurð á dekkjum.
Ég hef heyrt nokkrar fullyrðingar.
1. Þetta minnki verulega veghljóð (hvin) í dekkjunum, algjört „möst“.
2. Þetta sé miklu betra í hálku, gefur svo margar brúnir.
3. Þetta minnki veghljóð (hvin) lítið sem ekkert, eintómt peningaplokk.
4. Þetta auki bara slitið á dekkjunum.o.s.fr.
Þetta stangast „aðeins“ á en eins og allir alvöru jeppamenn, þá voru viðmælendur algjörlega vissir í sinni skoðun.
Hvað finnst mönnum?
Sing
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.05.2003 at 09:39 #473628
Keypti mér útúrmicroscorna Ground hawka síðasliðinn vetur, og þau eru verulega góð í hálku.
Annað get ég svo sem ekki dæmt um. Hávaðinn er ekkert sem ég hef tekið eftir (þetta eru jú tractorsdekk, og eru undir trackor), en er verulega minni en af dekki með nöglum.
Endingu veit ég ekkert um, nema að maður hefur heyrt að þau endist betur vegna betri kælingar á mynstrinu.
Í snjó eru þetta bestu dekk sem ég hef komist á. Fletjast eins vel og mödder, en grípa betur.
Kveðja
Rúnar
21.05.2003 at 09:49 #473630Ég lét microskera 44" dekkin hjá mér og finn mikin mun á drifgetu dekkjanna. Græjurnar sem eru notaðar til að skera mættu þó vera þannig útfærðar að maður gæti betur stjórnað hvar maður vill skera og hvar maður vill ekki skera. Hjá mér skar vélin óþarflega nálægt hliðum kubbanna á dekkjunum og þar finnst mér að flipinn hreinlega slitni af.
21.05.2003 at 09:57 #473632Ég lét microskera 44" Super Swamper (ónegld) hjá mér og ég get fullyrt að þau grípa margfalt betur í hálku, bara það eitt leyfir mér að mæla með þessu við hvern sem er. Veghljóðið lækkaði aðeins og breyttist úr því að vera háværar lágtíðni drunur í svona "eðlilegan" háværan dekkjahvin, þau urðu langt frá því lágvær en hávaðinn var samt svona aðeins minna óþolandi. Varðandi endinguna þá vantar mig samanburð en sagan segir að loft leiki um raufarnar í keyrslu og auki þar með kælingu dekkjanna, því endist þau betur.
Kv.
Bjarni G.
21.05.2003 at 10:11 #473634
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég get nefnt tvö dæmi sem sýna muninn.
Annars vegar ferð á Snæfellsjökul þar sem hálka á jöklinum var verulega mikil alla leið upp á topp. Þá skiptust bílar í tvo hópa; þá sem komust upp og hina sem gerðu það ekki en runnu stjórnlaust út á hlið og urðu að stýra sér til baka niður brekkuna. Þeir sem voru með skorin dekk (alla leið, það er út úr ytri kantinum líka) gátu stöðvað hvar sem er og tekið af stað aftur án vandræða. Tekið skal fram að um sömu bíltegundir var að ræða og sams konar dekkjaskurð.Hitt dæmið er af fjórum bílum (af sömu tegund). Ókum Þingvallaveg í halarófu í fljúgandi hálku á leið til Skjaldbreiðs. Tekið skal fram að við gerðum okkur ekki grein fyrir því hve hálkan var í raun mikil fyrr en við ætluðum að beygja inn á Gjábakkaveg. Þá hægði fyrsti bíll á sér og beygði inn á veginn án vandræða, hann var með skorin dekk. Næsti bíll (án skurðar) gat ekki hægt ferðina nægilega hratt og hætti við að beygja, sneri við og kom aftur. Næst kom ég (skorin dekk) og tók beygjuna án vandræða. Fjórði bíll (án skurðar) gat ekki beygt og hélt áfram og sneri svo við.
Hvað hljóðmengun varðar, skal ég ekki segja. Ég var á Dick Cepek og fannst þau frábær miðað við Mudderinn sem ég er á núna hvað minna hlóð varðar, en mér finnst rökrétt að álykta að skorin dekk séu mýkri og því hljóðlátari. Hvort greinilegur munur sé á því veit ég ekki. Dekkin hjá mér eru ekki skorin alla leið eins og ég vildi að þau væru.
Öll fólksbíladekk eru skorin (að vísu ekki alla leið), það hlýtur að vera ástæða fyrir því.
Mér skilst að það kosti kr. 5.000 að skera hvert dekk. Er það rétt??!
Að öðru leyti vildi ég að Gráni blandaði sér í þessa umræðu vegna eiginleika skurðarins. Honum ratast oft spakleg orð á munn!
bv
21.05.2003 at 10:13 #473636
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er einn af þessum efasemdamönnum og reyni að fá botn í það sem sagt er.
Ef þetta er allt svona frábært hversvegna eru dekkin þá ekki framleidd svona?
Eru framleiðendur bara ekki með á nótunum og væri þá ekki tækifæri í að flytja út þessa þekkingu?
Sumir hugsa væntanlega að það sé ekki endilega verið að leita eftir betra gripi í hálku annarstaðar í heiminum en þetta með loftkælinguna og þ.a.l. minna slit hlýtur að virka sérstaklega vel í t.d. Kaliforníu.
Hvað segja menn um þetta.
Kveðja
Hjalti
21.05.2003 at 12:26 #473638Ástæðan fyrir því að dekkin koma ekki skorin frá framleiðenda er að dekkin sem við erum að nota eru flest hönnuð til aksturs í drullu frekar en snjó. AT405 dekkin eru hönnuð sem snjódekk enda koma þau skorin framleiðenda (ef þau annað borð koma?).
Snjódekkin sem menn nota á fólksbílum eru skorin.
-Einar
21.05.2003 at 12:32 #473640
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir félagar
Einu vil ég bæta hér við þessa umræðu,microskurður er mjög góður í mörgum tilfellum en í alvöru hálku gerir þetta voða lítið og hef ég séð menna renna útaf því að þeir treystu of mikið á skurðin.Þannig að ég vil segja að það kemur ekkert í staðin fyrir nagla…………
Matti R1625
21.05.2003 at 14:39 #473642Sælir
Ég er nú sá sem hvatti til að þessar vélar yrðu keiptar til landsins
Það er rétt að í "alvöru hálku" þá virkar ekkert nema naglar
Alvöru hálka er þá blautt glærasvell.
aftur á móti ef ísinn er þurr og örlítið hrjúfur t.d. slitinn eftir nagla, þá virkar mikróskurðurinn ágætlega og á þjöppuðum snjó virka mikroskurður betur en naglar því þjappaður snjór rispast auðveldlega af nöglum en þessar mörgu brúnir sem mikroskurðurinn gefur. veldur meira gripi.
Sjálfur var ég alltaf með 300 nagla í hverju dekki sem ég nota á veturna en nú hef ég fækkað þeim í rúmlega 100 og læt svo mikroskera sem mest.
varðandi slit þá er eina marktæka rannsóknin frá Noregi þar sem flutningabílar hjá einu fyrirtæki aka suður alla evrópu. þeir vilja meina að mikroskorin dekk endist ca 20% betur.
Sjálfur hef ég ekki orðið var við mikin mun á sliti en það er ekki að marka það eins og veturnir hafa verið snjóléttir undanfarið, en mín tilfinning er sú að dekkin endist heldur betur en óskorin.
Ekki hef ég orðið var við breytingu á hljóði.
Eitt sem kom á óvart var að dekkin fljóta síður upp í vatni t.d. í stlitrásunum á Keflavíkurveginum
Ástæðan fyrir því að dekk koma ekki míkroskorin frá framleiðanda er að dekkin sem við höfum verið að kaupa eru ekki gerð fyrir snjó heldur drullu (Mudder og Ground hawk) eða sand.
kv.
Freyr
21.05.2003 at 21:50 #473644
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir Félagar
Ég hef þetta um málefnið að segja:
árið 1994 byrjaði ég að flytja inn (míkróskorinn)vörubíladekk eftir ummæli frá bílstjórum í norður Svíþjóð og Finnlandi.
Við færðum okkur svo uppá skaftirð og fórum að flytja inn fínmunstruð jeppadekk míkróskorin.
Þetta er staðreynd að gripið í hálku og á blautu malbiki eikst.Vörubílstjóra og flutningabílstórar tala um allt að 40% minni keðjunotkun.
Slitið minnkar þar sem hreyfingin á gúmmíinu eykst og eykur kælinguna.
Háfaði minnkar ekki að neinu marki þar sem mestur háfaði kemur frá síenduteknum barningi dekks við malbik(kubbur á eftir kubb í sama formi)
Nýjustu jeppadekkin eru ekki eins allan hringin til að drepa niður hjóðið.
Einnig er þetta staðfest með að dekkjaframleiðendur einsog Goodyear eru byrjaði með standard sumardekk með flipaskurði til að auka bremsugrip í bleytu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.