Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Mickey Thompson
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Smári Eggertsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2006 at 13:15 #199180
sælir
Var að velta því fyrir mér hvernig Mickey Thopson dekkin eru að standa sig í samanburði við Mudder, AT405 og fleiri algeng dekk? Eru þau góð keyrslu og úrhleypidekk? Á að hugsast sem vetrar og jafnvel sumardekk.
Kv. Gunnar -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.12.2006 at 19:36 #571698
En þá ætla ég að umorða spurninguna mína. Hvaða dekk eru best fyrir LC 90? Það eru alltaf allir með mismunandi reynslu og skoðanir og maður veit ekki hvort er upp eða niður í þessum málum. Er 39,5" Irokinn bestur? En Thompsoninn? Hvað með DC dekkin 38"?
Einhverjir sem hafa allavega eitthvað vit á þessu plís svarið. Þessar 14" stálfelgur eru eitthvað með skrítinn kannt þannig það getur verið að AT405 passi ekki á.
Kveðja Gunnar
16.12.2006 at 20:35 #571700sæll, hef ferðast með 100 cruiser á MT dekkjum og þau voru að koma ótrúlega vel út undir þeim bíl enda ótrúlega breið og stór dekk gáfu mun meira flot en önnur 38" sem voru með í för og grófasta munstrið gefur gríðarlegt grip. þarf þó að passa að spóla ekkert því þá grafa þau sig eins og skot
kveðja Kristmann
16.12.2006 at 21:51 #571702Irok er málið… einn grand Cherokee á þeim… vigt sirka 1900 kg.. og hann drífur mjög vel . Nýji Dick cepek er víst eh að spóla á felgunum…. en það er nú auðleyst.
Hef enga reynslu af MT dekkjunum en þau líta vel út svosum… gætu verið helst til hörð.. kannski batna þau við akstur.
kv
Gunnarhva segirðu ertu 14… þetta kallar mar alvöru jeppadellu.. ég byrjaði 15 með ást á wrangler… keypti mér svol.. 15 og hálfs… og búinn að eiga hann síðan og breyta honum umtalsvert….
gaman að heyra alvöru áhugamenn á þessum aldri.. (já ég er 25 í dag) .. nohh nærri því 10 ára ammæli bráðum..
17.12.2006 at 01:31 #571704Ef rennt er í gegnum smáauglýsingarnar á síðunni, þá má finna þar nýleg Super swamper, (irok og trxus), Mickey Thompon og Dick Cpec dekk til sölu. Einnig mikið slittna 36" muddera. Eg fann engin nýleg Mudder, AT-405 eða Groun Hawg í boði þar. Þetta er ákveðin vísbending um reynslu manna af þessum dekkjum.
-Einar
17.12.2006 at 01:47 #571706Það er nú ekki rétt af þér að blanda At þarna inn í Eik… þar sem að ekki svo margir eru farnir að nota þessi dekk.. og þarafleiðandi færri um að sé að skipta þeim út. Aftur á móti hafa mudder og gh sannað sig í gegnum árin sem bestu 38" dekkin… en þú líkir ekkert 38" mudder og síðan 39.5 Irok dekkjum saman… irokinn drífur mun meira einfaldlega útaf hæðinni… og sporlengdinni sem næst með honum…. já ég hef prufað bæði. Undir Grand Cherokee v8.. bíllinn drífur til muna miklu betur á irok 39.5… enda standa þau dekk 2.2" (rúmlega 5 cm) hærra heldur en Mudderinn.. sem stendur í 37,2 tommum.
AT dekkin virðast drífa vel.. en munstrið í þeim er alltof alltof ´fint.. þessi dekk eru hönnuð fyrir 90% af íslenskum fjallabílum.. þ.e.a.s. sem eru notaðir minna en 10 % á fjöll og 90% á þjóðvegum… og þessvegna er munstrið fínt.. sem hefur þann mikla galla í snjó að fyllast mjög fljótt og spóla ofan á snjónum.kv
Gunnar
17.12.2006 at 02:19 #571708Gróft opið munstur er oft betra í krapa og mjög lausum snjó, meðn fínna skorið munstur er betra í hálku og þurrum snjó. Það þarf líka nokkuð annað aksturslag eftir því hvort dekkin eru fín eða gróf, mönnum er hættara við að spóla sig niður á grófum dekkjum. Það er ekki neitt eitt svar við því hvort sé betra, gróft eða fínt munstur fyrir akstur á snjó, frekar en t.d. hvort sé betra að vera á sjálfskiptum bíl eða beinskptum, þetta eru að verulegu leiti spurning um smekk og akstursstíl.
Vandmálið við flest eða öll af nýrri amerísku radíal dekkjunum, hvort sem þau heita Superswamper, Mickey Thompson eða Dick Cepec, er að þessi dekk eru með massívar hliðar, sem þola a.m.k. í sumum tilfellum, ekki að keyrt sé á þeim úrhleyptum. Einnig fer mikil orka í að snúa þeim úrhleyptum, þessi orka fer í hitamyndun sem getur eyðilagt dekkin, t.d. með þeim afleiðingum að þau hvellspringa á keyrslu.-Einar
17.12.2006 at 11:09 #571710þannig það sem þið eruð að segja er að irok, super swamper, dick cepec og AT405 eru ekki góð og mudder og hawk eru málið?
ég veit að ground hawk eyðast fljótt en veit ekkert um getu þeirra. Mudder eru góð dekk og hafa reynst mönnum vel en eru bara ekki alveg heil 38 tomman bara 37,2. Eins og ég sagði í byrjum ég veit ekki enn hvort er upp eða niður. En ég hef eina spurningu til viðbóta og hún er: hefur einginn prófað þessi dekk undir LC90?
Kv.Gunnar
ps. Já ég er 14 ára og ég er með alvöru dellu. Ég er kominn með sjóð fyrir bíl sem ég ætla að kaupa og dunda mér við um 15-16 ára gamall. Ég er mikið fyrir wrangler en ég held að fyrsti bíllinn eigi eftir að vera Musso, þar sem ég er mikill musso-maður 😛 og bara fatta ekki af hverju hefur rakkað þá óhemju mikið niður. Þetta eru góðir bílar og gó musso power!
17.12.2006 at 13:49 #571712Fáðu þér bara Wrangler og ekkert rugl! Það er ekki hægt að sjá eftir því að eignast Wrangler, þeir eru bara of skemmtilegir. Það er nægur tími seinna þegar maður er orðinn gamall og lúinn með 3 krakka og vælandi kellingu að fá sér eitthvað leiðinlegt eins og Musso eða Patrol… já og bara allt þetta frá Asíu sama hvað það kallast…
kv. Kiddi Jeep
17.12.2006 at 14:50 #571714hvar er hægt að fá ódýran góðan wrangler? það er ekki nóg með það þá hef ég enga aðstöðu til að gera neitt. Á engan bílskúr. Er hægt að leigja út aðstöðu til þess?
kv.Gunnar
17.12.2006 at 16:37 #571716Hér er einn Willys til sölu sem þarfnast smá aðhlynningar, hann er CJ7 og er því nánast eins og Wrangler a.m.k. ekki mjög ólíkur. Það er heldur alls ekkert verð á honum miðað við hvað gengur og gerist, 160 kall! Svo er bara málið að dúlla sér fram að bílprófi við að gyrma þetta og gera hann rosalegan!
[url=http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=bilar/11994:2gg95x69]https://old.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=bilar/11994[/url:2gg95x69]
kv. Kiddi
17.12.2006 at 17:23 #571718já þessi er góður fyrir mig að dunda við en það er smá galli. Ég á enga peninga þannig ég þarf bara að hafa þetta efst á óskalistanum:) Er þessi bíll 36" breyttur og á ágætum dekkjum?Það væri gaman að fá kannski að fræðast betur um þennan bíl.
Kv.Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.