This topic contains 60 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 17 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Jæja Jeppamenn og konur nú er að koma að þessari blessuðu ferð með börnin frá Mexico 17 Mars og hafði ég hugsað langjökul sem besta kost fyrir þessa ferð.
ég er ekki alveg kominn með á hreint hvernig verður með styrki og annað slíkt en það var búið að bjóða samlokustyrk frá línusamlokum og vona ég að það boð sé enn gilt.
það sem ég vonast eftir er að fá
Bílstjóra sem eru tilbúnir að leggja sig og jeppana sína framm fyrir þessa ferð
Fararstjóra sem þekkja Langjökul sæmilega og vita um áhugaverða staði eins og þursaborgir (sem flestir rata í) en einnig fleyri staði eins og íshellana og bara það sem ykkur dettur í hug,
frábært væri ef einhver hefur sambönd og getur hjálpað mér með styrki svo sem drykki og fleira sem væri gott að fá og munu þeir verða nefndir í fjölmiðlum ef einhverjir vilja fjalla um þetta (Einar elí endilega komdu með komment hvort þetta sé þess vert að minnast á )
og já Fyrst og Fremst þá er það í ykkar höndum hvort við getum boðið þessum börnum uppá ferð yfir höfuð því jú ég get lítið gert einn svo ég óska eftir allri hjálp sem ég get fengið!!!!!
en listinn hljóðar svona
Hópurinn samanstendur af 6 nemendum ásamt skólastjóra og 2 kennurum.
A Carolina Ramirez Florez 9 ára
Carlos Octavio Bermudes Razo 10 ára
Estefania Quintanar 12 ára
Emanúel Birkir Gómez Garðars 10 ára
Elizabeth Björk Gómez Garðars 6 ára
Monserrat Ramirez Florez 13 ára
Raquel Quijano skólastjóri
Veronica Ardisson Quijano kennari
Elín Hrund Garðarsdóttir kennari og túlkur
Við þetta bætast svo 2 íslenskir strákar sem hýsa nokkra af þessum ofangreindu.
eins og stendur eru þetta 6-13 ára krakkar plús þau 5 sem bætast við svo við erum að tala um 11 manna hóp og hafa í það minnsta 8 eflaust aldrei komið á jökul og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk hafa allavega börnin víst ekki séð einusinni snjó!!!
endilega allir sem vilja leggja mér lið við að gera þessa ferð að veruleika sendið mér e-mail á davidkarl@btnet.is
ég held að ég hafi lágmark 35″ í þessa ferð svo hægt sé að ferðast sæmilega yfir jökulinn og vandamálum haldið í lágmarki (þó er benna formanni ef hann kemur heimilt að vera með sýnikennslu í að gera við á fjöllum og láta eitthvað bila eins og í maí í fyrra:D)
en eins og stendur hér að ofan þá vantar
menn/konur
jeppana
farastjóra (það má hver sem er bjóða sig framm í það sem telur sig geta það en það vantar 2)
og svo styrki ef einhver hefur sambönd og vill leggja mér lið
Með von um góðar móttökur
Davíð Karl Davíðsson Mexicovinur
6934878
svo auðvitað tjá sig hér í þessum þræði
You must be logged in to reply to this topic.