This topic contains 40 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.03.2007 at 09:46 #199943
Góðan daginn! Þau eru í þessum töluðum orðum að renna út úr bænum og eru þetta 10 bílar +/- 1.
Stefnan er tekin á Kaldadalinn og síðan á Langjökul.Meira síðar
Magnús G. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.03.2007 at 13:45 #584938
Eru einhverjar fréttir af hópnum, hvernig er færið á Kaldadal og á jöklinum?
17.03.2007 at 13:48 #584940Var að tala við Addakr. Eru í Kaldadal við skilti er vísar á OK. Færið er þungt en gengur vel. Stefna á Jaka en ætla þaðan niður að Húsafelli. Þar sem þau eru núna er kafsnjór og börnin skemmta sér mjög vel.
17.03.2007 at 14:15 #584942Var að tala við Stefaníu og voru þau stödd við skiltið að Fanntófelli, í erfiðu færi. Bilur var áðan og skyggið fór niður í ekki neitt, en öll él birtir um síðir og var komið gott veður vonuðust þau til að eitthvað færi nú að ganga hraðar. Hrönn og Sæmi eru þarna og hafa þau verið dráttarvélin í nokkurn tíma.
Steff er að upplifa "Deja Vú" úr annarri ferð þar sem ekki var hleypt borgarloftinu út. Eins og áður sagði er líklegt að þau fari upp að Jaka og þaðan niður í Húsafell.Meira síðar.
Magnús G.
17.03.2007 at 14:17 #584944Frétti að það hefði verið eitthvað bastl á 46"Fordinum…..
Getur nú bara samt ekki verið, því að ekki klikkar Ford.
Sennilega bara basl á honum við að draga einhverja Toyotuna.tiiihííí
Annars var víst bara gman hjá þeim við að sprauta í brekkurnar.
kveðja sveitti sófariddarinn semeraðdeyjaþvímérvantarfjallaloft.
17.03.2007 at 14:19 #584946Samkvæmt veðurradarnum á Miðnesheiði stefnir fronturinn beint í fésið á þeim, en til allrar lukku æðir hann áfram.
Magnús G. á vaktinni
17.03.2007 at 15:39 #584948Ég var að heyra í Sæma áðan – þá var hann búinn að vera ð ryðja fyrir hópinn og var púður upp á stuðara á 46" Ford.
38" bílarnir áttu í mesta basli og var Sæmi í því að draga þá, að ekki sé minnst á 35" bíla sm voru víst fastir í 8 pundum og svo að sjálfsögðu öllu öðru líka.
En eitthvað var talað um að þetta væri að verða alvöru basl – opin húdd og skóflur á lofti og ég veit ekki hvað…..
Benni
P.S.
Íris, ef það hefur verið eitthvað Basl á Sæma á Ford þá hefur það bara verið af því að hann er á of litlum dekkjum…..
17.03.2007 at 17:27 #584950Er ekki komið að fréttum.
Er Sæmi eini maðurinn með NMT þarna.
Kv,JÞJ semerbestgeymdurheima.
17.03.2007 at 19:52 #584952Eins og einhver góður sagði þá skiptir stærðin víst ekki öllu máli….varðandi fjallamennskuna á það kannski ekki alveg við.
–
Ég væri alveg til í að fá einhverjar fréttir af hópnum, hvort maður þurfi að fara að græja bílinn fyrir björgunarleiðangur eða hvort þau geta þetta hjálparlaust.
Veit einhver hvar þau eru stödd ???
17.03.2007 at 20:05 #584954Ég var að tala við Sæma. Hann var kominn langleiðina í Reykholt og hópurinn ekki langt fyrir aftan hann.
Þetta gekk misvel og var Sæmi á kafla að Ryðja púðri upp fyrir húdd – Þeir skildu einn bíl eftir en hann var á full litlum dekkjum fyrir þetta færi.
En í heildina var þetta flott ferð, þó svo að Sæma hafi þótt spottinn mikið á lofti…
En sem sagt allir komnir á malbik.
Benni
17.03.2007 at 20:30 #584956og er allt gott að frétta. Þau voru að skríða í Húsafell ánægð og þreytt. Mikill mokstur og snjór upp undir hendur. Sæmi og Hrönn eru í ruðningum og dráttum.
Meira síðar
Magnús G.
17.03.2007 at 22:13 #584958Hópurinn er núna að borða í Hyrnunni,þau reikna með að slútta ferðinni í Mörkinni um kl 23°°.
Kv,JÞJ
17.03.2007 at 22:51 #584960Jæja ætli það sé ekki best að skrifa aðeins um þessa mjög svo óvænt Mexico ferð sem við konan lentum í
Við ákváðum í gærkvöldi að renna bara einbíla eitthvað á fjöll þar sem Benni og fl Sófariddarar þorðu ekki með okkar En allavega fórum við úr Rvk í ágætu veðri í morgunn og fórum til þingvalla og þaðan inn á kaldadal og ætluðum okkur yfir Langjökul en við vorum ekki kominn langt þegar það skall á mikill bilur og sást ekki mikið út þannig að við dóluðum okkur eftir gps og ákváðum svo að stoppa rétt hjá frægum hól þar sem menn og komur lenda yfirleitt alltaf í veseni vegna hliðarhalla og vorum við stopp þar að borða í slæmu skyggni og þá kemur þessi hópur allt í einu útúr snjókomunni nú við þektum nánast engan í hópnum nema auðvita hana Stefaníu en ákváðum samt að renna með þeim eitthvað áleiðis og sjá svo til hvað við myndum gera.Ég held að þessi hópur sé mjög ánægður með þá ákvörðun okkar þar sem þau þurftu ansi mikla hjálp oft á tíðum og hefðu aldrei komist þessa leið ef Ford hefði ekki rutt leiðina á köflum.Nú svo þótti Stefaníu rosalega gott að fá drátt hjá Ford og bað um það aftur og aftur Og það sem meira er að hún fékk næstum því að gefa mér einn drátt líka en um leið og Ford sá hana koma þá rauk hann af stað En allavega þá var þetta gaman og biðjum við að heilsa öllum og vonum að allir hafi skemmt sér velKveðja Sæmi og Hrönn
P.s Benni við leggjum í hann kl 9:30
18.03.2007 at 00:02 #584962Ég var að renna í hús eftir frábæra ferð mikið var af snjó og festum en engin bilun né affelgun fyrir utan Loftlæsingar hjá Sæma,
en Sæmi og Hrönn Eiga heiður skilið að hafa nennt að hanga þarna með okkur og vera svona gjafmild á spottann (þótt bíllinn sem ég var í þurfti aldrei á ford að halda:D) en þá þurftu aðrir mismikið á honum að halda:D en þetta var frábær hópur og mjög skemmtileg ferð í alla staði nóg af snjó og allt.
þau frá Mexico voru bara mjög ánægð með daginn þótt sumir hafi verið orðnir þreyttir.
hittum við einnig Hauk á Gyllta patrol og var hann að fara suður Kaldadal ásamt öðrum Patrol,
já og eins og stendur hér að ofann þá þurfti að skilja eftir sófann hans magga (eða á íris hann??)
ég þakka fyrir daginn og frábæra ferð
og já það á að vera blá úlpa og hanskar í einhverjum bíl (grunar Terranoinn hjá páli eða fordinn hans magga) endilega sá sem finnur þetta má láta mig vita svo ég geti sótt þetta og skilað jóhannesi þessu.
Kv Davíð Karl Mjög Sáttur
18.03.2007 at 00:02 #584964
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta var meiriháttar ferð og 46" trukkurinn ja hvað getur maður sagt nema bara slef very nice . En jú það var ford skilinn eftir og það á 38" dekkjum að ég held . Þetta var þungt færi en bara gaman Addi á musso er á míníjarðýtu ótrúlegt hvað hann kemst á þessum 35" sínum , ég var líka á 35" toyýtu og þurftu minnstu bílarnir semsagt mússoinn hans adda og toyýtan mín að þiggja spottan sem minnst . Svo birtist eins og þruma úr heiðskíru lofti 33" SÚKKA FOX hvað er málið með svoleiðis græju þetta var eins og landafjandi út um allt bara frussaðist þarna áfram! ‘Eg vona að allir hafi þótt þetta gaman . Mér fannst þetta bara snildin ein erfitt og skemmtilegt færi og vil um leið þakka fyrir mig og daginn . Og já það eru 3 hanskar í mínum 1 par og svo einn hanski einn og yfirgefinn .
Kv Hjalti á gráu toyýtunni
18.03.2007 at 00:11 #584966FORDinn hennar Hrannar já og Sæma…
MÁTTURINN OG DÝRÐIN.
Hallelúja..
kv. Stef. ;-> (segekkimeir)
AMEN
18.03.2007 at 01:17 #584968Ég vill byrja á því að þakka Sæma og Hrönn á fordjarðýtuni fyrir alla þá hjálp sem við hengum hjá þeim og einnig vil ég líka óska þeim til hamingju með dagin, einnig vill ég þakka þeim fyrir bæði skiptin sem ég þágði spotan hjá þeim og var fyrra skiptið vegna þess að músin hjá mér var smá óþekk og vildi ekki beyja upp í hliðarhallan og í seinna skiptið þegar að mig vantaði bara smá herslu mun til að komast áfram.
Ég vill leiðrétta smá hérna í fyrstalagi Fordin sem var skilin eftir er á 39.5" dekkjum og var vandamálið að hann þorði ekki að fara niður fyrir 5 pund vegna þess að felgurnar hjá honum eru víst kónískar, og í öðrulagi að Súkka Foxx var á 35" dekkjum.
En annars kom það mer verulega á óvart hvað músin hjá mér var að ná að riðja í öllu þessu púðri og náði skaflin fyrir framan bílin oft á tíðum upp fyrir húdd.
Ef Sæmi og Hrönn hefðu ekki verið svona elskuleg við okkur og aðstoðað okkur svona mikið og verið svona rosalega dugleg við að riðja leiðina fyrir okkur þá hefði hópnum verið snúð við þegar að fyrstu bílarnir voru að byrja að lenda í vandræðum
þannig að þau fá allar mínu bestu þakkir fyrir alla þá aðstoð sem við fengum hjá þeim.Kveðja AddiKr á græna mússó
18.03.2007 at 01:28 #584970Þig Addi minn en hann (man ekki alveg hvað han heitir) á súkkunni var víst á 33" hvorki meira né minna!!!
Kv DKD sem langar að jeppast meira á morgun:D
18.03.2007 at 02:37 #584972er agalegt að sjá þessar myndi, ekki hefði ég viljað taka þátt í svona vittleisu snjór upp á húdd nánast og eflaust skítakuldi líka. Skil ekki hvernig þið nennið þessu…
18.03.2007 at 05:10 #584974
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Lítið mál að nenna og kuldi ekki vandamál hef 3 orð fyrir þig vinur krapageingi musso35" L200 37" og dagatalið toyýtan 35"… semsagt 4 orð hehehe bara gaman …
Kv Hjalti að eylífu for..nei..toy BÆÐI BETRA
18.03.2007 at 10:07 #584976Ég þakka fyrir skemmtilega ferð og aðstoðina frá þeim á rauða Bronconum við að koma drifloku í lag á Musso. Var bara nánast á afturdrifinu fyrri hluta ferðar en komst í gömlu drifgetuna eftir aðstoðina.
Kveðja,
Siggi Pálma
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.