This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Gnýr Guðmundsson 10 years ago.
-
Topic
-
Nú er búið að loka fyrir skráningu í janúarferð Litlunefndar. Um metþátttöku er að ræða, en 70 bílar eru skráðir í ferðina. Nú bíður það hlutverk Litlunefndarmanna að raða öllum þessum bílum niður í hæfilega hópa. Mjög líklega förum við þá leið að þessu sinni að raða bílum niður eftir dekkjastærð, þannig að allir fái sem mest út úr ferðinni.
Þar sem um mjög stóra ferð verður að ræða er mjög mikilvægt að allir leggist á eitt um að gera þetta að góðri ferð. Við biðjum alla að virða fyrirmæli hópstjóra sinna og leggja sig fram um að hjálpa hver öðrum í hópunum.
Við minnum á kynningarfund vegna ferðarinnar sem haldin verður á morgun klukkan 20:00 í húsnæði félagsins að Eirhöfða 11 í Reykjavík.Bestu kveðjur og takk fyrir góðar undirtektir.
Litlanefndin
You must be logged in to reply to this topic.