This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Margar spurningar hafa komið upp í þræðinum um Friðlýsingu jökla og þetta vekur upp ýmsar pælingar.
Eitt atriði hefur mig oft langað til að „færa á þráð“.
Það er ástandið á vorin (og oft um snjólétta vetur) þegar snjórinn er ekki samfelldur. Þá er oft svo auðvelt að hafa mikið loft í dekkjunum og krækja fyrir skaflana. þetta er nú einu sinni gamla aðferðin sem notuð var við vor og sumarferðir áður en menn gátu keyrt á snjó.
Ég og mínir félagar höfum einhvern veginn alltaf haft ákveðinn metnað í þessu og ég veit að sama gildir um marga ferðamenn. Við höfum alltaf talið það lítillækandi að þurfa að krækja fyrir skafl og algjör óhæfa að gera það á kostnað gróðurs. Þess vegna höfum við oft verið smástund að hjakka okkur í snjónum þar sem fljótlegra hefði verið að fara útfyrir. Kannski er þetta vegna þess að við börðumst mjög fyrir því að mega keyra á snó utanvega uppúr 1980 og vildum sanna fyrir öllum (líka sjálfum okkur) að þetta væri hægt án skemmda.
Stundum finnst mér eins og farið sé að slakna aðeins á þessu prinsippi. Þegar menn eru að keyra hver í kappi við annann þá vill þetta gleymast og svo held ég að margir séu oft ekki til í að gefa sér þann tíma sem þarf.
Þessu þurfum við að breyta og líta á það sem sigur ef okkur tekst að komast yfir lausasnjódyngju í veginum í staðinn fyrir að krækja fyrir í mosaþembum.
Tíminn er dýrmætur en á ferðalögum hugsum við ekki þannig, við erum laus við vinnuna og klukkuna. En nú er komin upp nýr atvinnuvegur á fjöllum. Hvað gera menn þegar þeir eru með fullan bíl af útlendingum og eiga að fara austur Bláskógaheiði á Laugavatn og vera mættir þar fyrir ákveðinn tíma? Ég hef orðið vitni að því að einbíla túristakeyrari var að drífa sig þessa leið í leiðindaveðri. Vegurinn var hér og þar fullur af lausasnjó og autt á milli. Við félagarnir ekkert að flýta okkur og vorum hálffastir að hjakka þegar hann brunaði framhjá og hvarf í sortann. Svo sáum við ekki meira af honum þann daginn nema GroundHawg munstrið stimplað upp mosabrekkurnar framhjá sköflunum í veginum. Hann hafði farið hægt og ekki rifið mosann mikið, kunni greinilega að keyra. Sem betur fer sást ekkert á þessum stöðum sumarið eftir (síðasta sumar). Viða eru þó komnar slóðir af þessum völdum utan við veginn, það koma nefnilega för ef fleiri einn keyra utanvega á sama stað.
Nú er ég ekki að deila á túristakeyrara sem verri jeppamenn en aðra, bendi bara að tímapressan á greinlega til með að leiða menn útaf sporinu. Ég gæti trúað að margir jeppaferðamenn lumi á sambærilegum sögum.
Ég legg til að við leggjumst á eitt að viðhalda gamla prinsippinu, það getur skipt miklu við að halda frelsinu. Sérstaklega ef umferðin eykst, þá má hver um sig skilja minni spor eftir sig.
Nú er sá árstími sem mest er um þetta og mikið er af nýjum og óvönum ferðalögnum, oft á minni dekkjum, sem hugsa ekki út í þetta eða komast ekki nema krækja. Leggjum okkar af mörkum og bendum á þetta þar sem við rekumst á annað jeppaferðafólk.
Sing
You must be logged in to reply to this topic.