This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 16 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Hefur einhver ykkar upplýsingar um það hvort hægt sé að nota metangasið frá Sorpu sem fæst nú á nokkrum bensínstöðvum sem eldsneyti á díselvélar, þ.e. sem viðbót við díselolíuna. Þá er ég að hugsa um að mata gasið með innöndunarloftinu inn á soggrein, en kveikingin væri gerð með díselinnspítingu eins og fyrr (lágmarksskammti). Svona kerfi hefur þann kost að ef gastankurinn tæmist þá keyrir maður bara á díselolíunni eins og fyrr.
Það eru ýmis sett í boði sem nota própangas á þennan hátt til að mata inn á díselvélar og eiga að gefa aukinn kraft, minni mengun og síðast en ekki síst lægri eldsneytiskostnað. Því miður er própangasið óheyrilega dýrt hér á landi, en ef ég hef tekið rétt eftir þá er metangasið frá Sorpu (Biogas?) tiltölulega ódýrt.
Þess vegna datt mér í hug að kanna hvort hugsanlega mætti nota metangasið á sama hátt og propangasið, og með svipuðum eða sama stjórnbúnaði.
Er einhver ykkar búinn að pæla í þessu og finna svörin við því hvort þetta virkar og hvaða stýribúnað og tanka er hentugt að nota ?Ef þetta er tæknilega álitlegt þá á ég gamlan Pajeró með 2,5 lítra vélinni, sem gæti verið hentugt fórnarlamb fyrir svona tilraun.
Ég prófaði eitt sinn að láta hann anda að sér gasi úr bláum útilegugasbrúsa og hægagangurinn hækkaði talsvert við það. Ef metangasið hefur ekki einhverja óheppilega eiginleika (cetan- og oktantala) þá er aldrei að vita nema þetta virki.Gaskveðjur
Ágúst
You must be logged in to reply to this topic.